Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2001, Blaðsíða 7
7 ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 _______________________________________________ DV Norðurland SÁÁ hefur úr minna að spila til meðferðarmála: Starfsemin á Akureyri í hættu SÁÁ Ljóst er aö starfsemi SÁÁ á Akureyri er nú í mikilli hættu vegna fjárskorts samtakanna. „Það sem liggur fyrir hjá okkur er að sníða meðferð- ina að þeim pening- um sem við höfum til að verja í með- ferð. Það er okkar verkefni og stað- reyndin er sú að við höfum minni peninga til þeirra hluta en áður þannig að við verðum að draga sam- an í meðferðarumfanginu á næsta ári,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, formaður SÁÁ, en á fundi á Akur- eyri um helgina gat hann þess að svo gæti farið að starfsemi samtak- anna á Akureyri yrði lögð niður vegna Qárskorts. Þórarinn segir að til ýmissa hluta sé hægt að grípa í sparnaðarskyni og einn möguleikinn sé að loka göngudeildinni á Akureyri. „Við lokuðum Staðarfelli og höfum haft lokað þar í Qóra mánuði en opnum þar aftur um næstu mánaðamót, enda aldrei ætlunin að loka þar var- anlega. Við breyttum meðferðinni á Vík þannig að hún var stytt í tvær vikur en það gafst afskaplega illa. Við reiknuðum með að fólk myndi leita inn í göngudeildina og kaupa sér aukalega meðferð en það varð ekki eins mikið og við höfðum von- ast til.“ Þórarinn segir að starfsemin á Akureyri hafi ekki verið á fjárlög- um Alþingis, fyrir utan árið 2000, og SÁÁ hafi því kostað starfsemina þar af sjálfsaflafé. „Það er auðvitað áfall fyrir okkur að þurfa að vera að skera niður þá meðferðarmöguleika sem við höfum haft og það er allt annað en skemmtilegt að þurfa að velja þar á milli. Það er t.d. óskemmtilegt að þurfa að vera að ræða það hvort starfsemin á Akur- eyri verður þar áfram. Þetta er eina göngudeildin utan Reykjavíkur. í öðru lagi hefur starfsemin þarna gefist afskaplega vel og skilað mjög góðum árangri og í þriðja lagi teng- ist göngudeildin sambýli sem við erum með á Akureyri. Við sjáum ekki hvernig fara myndi fyrir þeim rekstri ef við legðum niður göngu- deildina í bænum. Og ekki má gleyma því að fólk lætur mjög vel af þeirri þjónustu sem veitt hefur ver- ið á göngudeild okkar á Akureyri, það varð ég mjög vel var við þegar ég var fyrir norðan um helgina,“ segir Þórarinn. -gk Þórarinn Tyrfingsson. Jólatákniö 2001 Jólagarðurinn: Jólatáknið 2001 Það er orðinn fastur liður ár hvert hjá Jólagarðinum í Eyjafjarð- arsveit að valinn handverks- eða listamaður búi til tákn komandi jólahátíðar. Að þessu sinni er lista- maðurinn málmlistakonan Elínborg Kjartansdóttir. Elinborg er fædd í Reykjavík 1960 og hefur starfað sem hönnuður og málmlistakona frá ár- inu 1989, bæði hérlendis og erlendis. Hún hefur unnið að veggskúlptúr- um, skartgripum, koparristum, gler- listaverkum og ýmsum nytjahlut- Afrakstur af samstarfi Svars og Þekkingar-Tristans á Akureyri vekur athygli: Samruni gagna í símum og tölvum Ör þróun Nýja tæknin gerir fyrirtækjum kleift aö senda síma- og tölvugögn eftir sömu línunni. Meö því geta símstöövar þeirra tengst saman. Á undanförnum mánuðum hafa fyrir- tækin Svar hf. á Ak- ureyri og Þekking- Tristan á Akureyri verið í samstarfi um uppsetningu á síma- og tölvukerfum sem gera fyrirtækjum kleift að senda síma- og tölvugögn eftir sömu línunni. Þessi tækni sparar fyrir- tækjum umtalsverða fjármuni þar sem nú er hægt að nýta eina línu fyrir bæði tal og gögn. Með þessu geta símstöðvar einstakra deilda fyrirtækja tengst saman eins og um eina símstöð væri að ræða sem gefur möguleika á umtalsverð- um spamaði. Auk þess geta fyrir- tæki, sem hafa rekið tvö eða fleiri skiptiborð, látið alla símsvörun fara í gegnum sama skiptiborðið. Með þessari tækni er mögulegt að flytja símtöl áfram yfir gagnalínurnar eins og um innanhússsímtöl sé að ræða. Sparnaður i mannahaldi og símakostnaði, auk ýmissa nýrra möguleika við notkun símakerfis- ins, gerir þessa tækni að mjög áhugaverðri lausn. Tölvan og síminn að renna saman Skilin á milli stafrænnar sim- tækni og tölvusamskiptatækni verða sífellt óskýrari þar sem tölv- an og síminn eru að renna saman. Þetta mætti kalla eins konar samruna hljóðs og gagnaflutn- inga. Með slíkum samruna heyra hefð- bundnir símar og símstöðvar sögunni tii en við tekur sam- tvinnað heildamet með mörgum nýjum möguleikum í nýt- ingu tölvukerfa. Há- hraðatengingar hafa rutt þessari tækni braut á síðustu miss- erum og fyrirtæki víða um heim sjá augljósa kosti þess að fjárfesta í IP-símkerf- um. Drifkrafturinn í þessari öru þró- un er Internetið og IP-samskipta- staðallinn. Gögnum er beint út á IP- netið með svokölluðum beinum (router) þar sem bæði hljóð og gögn fara eftir sömu línu samtímis. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa tekið upp þessa nýju tækni eru Norðlenska matborðið á Akureyri og Húsavík og Samherji Dalvík og Árskógssandi. Akureyri: Líkur á framboði fólksins um. Hennar tákn, „jólatré", er, eins og nafnið gefur til kynna, jólatré sem unnið er í kopar með messing- skreytingu og stendur á korkstöpli. Að mati forsvarsmanna Jólagarðs- ins mætast í verkinu á notalegan hátt formið annars vegar og styrkur og útgeislun efnisins hins vegar. Jólatáknið 2001, segja þeir, er þvi i senn glæsilegur gripur og verðugur fulltrúi málmlistarinnar - fallegt ís- lenskt handbragð sem er hvalreki á fjörur unnenda þess. Jólatáknið er sem fyrr aðeins í 110 tölusettum eintökum og því hvert um sig einstakt. „Ég er að hugsa málið. Endanleg ákvörðun liggur þó ekki fyrir enda nægur tími til stefnu til að ákveða þetta en ég met stöðuna þannig að það séu góðar líkur á að af framboði verði,“ segir Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi Lista fólksins á Akur- eyri, um möguleikana á því að Listi fólksins verði með framboð í bæjar- stjórnarkosningunum í vor. Listi fólksins, sem varð til fyrir kosningamar 1998, varð til í kring- um Odd Helga, en hann sagði skilið við Framsóknarflokkinn i aðdrag- anda kosninganna þá og fór í sér- framboð og náði inn manni þrátt fyrir ýmsar hrakspár. „Ég held að af framboði í vor geti alveg eins orðið. Það hefur ótrúlega mikið verið talað við mig um þessi framboðsmál að undanförnu en auð- vitað á maður eftir að kortleggja og mæla stöðuna endanlega. Það er að ýmsu að huga eins og t.d. þvi að ég er í sjálfstæðum atvinnurekstri en ekki í pólitískt vemduðu vinnuum- hverfi eins og sumir sem eru að fást við þessi sveitastjórnarmál." Oddur Helgi segir að ef hann flnni eindreginn vilja fólks á að hann haldi áfram í bæjarmálunum þá geri hann það. „Ég er í þessu fyr- ir fólkið og það er það sem á að ráða ferðinni. Ég tel að mín rödd hafi heyrst vel og reyndar finnst mér sem meirihlutinn i bæjarstjórn Ak- ureyrar sé að vinna mörg þau verk sem ég ætlaði mér að berjast fyrir. Það er nokkur samhljómur i þessu, helst að Framsóknarflokkurinn vilji stíga fastar á bremsuna en aðrir,“ segir Oddur. -gk Akureyri: Framsókn í kvennaleit „Sérstök nefnd sem skipuð var er að vinna að tillögu um uppstillingu á list- ann og mér skilst að niðurstöðu sem verð- ur síðan lögð fyrir fulltrúaráð flokksins sé að vænta fyrir áramót," segir Jakob Björnsson, oddviti framsóknarmanna i bæjarmálunum á Akureyri. Fúndur fulltrúaráðs flokksins sam- þykkti í vor að skipa nefnd til að gera tHlögu um skipan listans og starfar nefndin undir stjórn Hákonar Hákon- arsonar, formanns fulltrúaráðsins. Ljóst er að miklar breytingar verða á skipun í efstu sæti lista Framsóknar- flokksins frá því í kosningunum 1998 en þá fékk flokkurinn 3 bæjarfulltrúa kjöma. Jakob, sem þá var í 1. sæti, gef- ur kost á sér áfram en þrjár konur sem skipuðu 2.-4. sætið verða ekki með að nýju. Ásta Sigurðardóttir, sem var í 2. sæti, hættir í vor, Sigfríður Þorsteinsdóttir sem var í 3. sæti er flutt úr bænum og sömuleiðis Elsa Friðfinnsdóttir sem var í 4. sæti. Guð- mundur Ómar Guðmundsson, sem var í 5. sæti, gefur kost á sér áfram. Jakob Björnsson sagöi ljóst að mik- il endurnýjun yrði í efstu sætum list- ans og því væri ekki að leyna að m.a. væi leitað að hæfum konum til að skipa sæti ofarlega á listanum. -gk N orðausturk j ördæmið: Þórarinn formað- ur hjá Framsókn Þórarinn E. Sveinsson frá Akur- eyri var kjörinn formaður Kjör- dæmisráðs Framsóknarflokksins í hinu nýja norðausturkjördæmi, en stofnfundur kjördæmisráðsins var haldinn í Mývatnssveit um helgina. Kjördæmisráðið var það fyrsta sem kosið er í Framsóknarflokknum miðað við nýja kjördæmafyrir- komulagið. Talsvert á annað hundrað fulltrú- ar sóttu fundinn í Mývatnssveit og komu þeir af svæðinu frá Siglufirði í norðri til Djúpavogs í suðri. Fund- arhaldið hófst reyndar á því að fundað var í gömlu kjördæmasam- böndunum og þau formlega lögð niður, en síðan hófst stofnfundur- inn og var Halldór Ásgrímsson, for- maður flokksins, meðal ræðu- manna. Auk Þórarins voru kjörin í stjórn Eyþór Elíasson, Egilsstöðum, Bogi Sigurbjörnsson, Siglufirði, Alrún Kristmannsdóttir, Eskifirði, Ás- grímur Viðar Ásgeirsson, Hallorms- stað, Sigurgeir Aðalgeirsson, Húsa- vík, og Pétur Snæbjörnsson, Mý- vatnssveit. -gk Ey j af j arðarsveit: Vel mætt á hag- yrðingakvöld Um 500 manns sóttu hagyrðinga- kvöld sem haldið var í iþróttahúsinu í Hrafnagili í Eyjaijarðarsveit um helg- ina en það voru Lionsklúbburinn Vit- aðsgjafi í Eyjafjarðarsveit og Lions- klúbbur Akureyrar sem stóðu að sam- komunni. Hagyrðingakvöld Lionsmanna var nú haldið fjórða árið í röð og er að- sókn ávallt mjög mikil. Á hverju ári er hagnaði af kvöldinu varið tfl að styrkja ákveðið málefni og að þessu sinni rennur hagnaðurinn til tækja- kaupa fyrir Heilsugæslustöðina á Ak- ureyri. Áður hefur hagnaðurinn m.a. farið til uppbyggingar þjálfunarsund- laugar í Kristnesi og til að kaupa og greiða fyrir þjálfun fíkniefnahunds á Akureyri. Hagyrðingarnir sem skemmtu fólki að þessu sinni voru Pétur Pétursson, Hjálmar Freysteinsson, Stefán Vil- hjálmsson, Björn Ingólfsson og Jó- hannes Sigfússon en Birgir Svein- bjömsson stjórnaði af röggsemi eins og undanfarin ár. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.