Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2001, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2001, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 23 Sviðsljós REUTER-MYND Victoria syngur í sjónvarpi Kryddpían Victoria Adams og Beckham kom fram í vinsælasta sjónarpsþætti Þýskalands, og Evrópu, Wetten Das, um helgina, ásamt eiginmanni sínum, hinum grannvaxna David Beckham sparkara. Victoria tók lagiö fyrir gesti í sal og áhorfendur heima í stofu og þótti bara takast vel upp. Heather Graham búin að fá nóg af erótíkinni Leikkonan Heather Graham, sem hingað til hefur þurft að sætta sig við klæðalítil hlutverk á hvita tjaldinu, eins og skauta- stelpuna í "Boogie Nights" og dansandi njósnakvenndið í „The Spy Who Shagged Me“, segist nú hafa fengið nóg af nektinni og viil ólm fá að reyna sig í alvar- legri hlutverkum. „Ég tel mig hafa til þess hæfileika og horfi þá til hlutverka á borð viö það sem Meryl Streep lék í „Sophie's Choice“,“ sagði Graham, sem er 31 árs. „Ég er tilbúinn til að leggja mikið á inig til að þessi draumur minn rætist, en þangað til mun ég vaka sátt á hverjum morgni og taka því sem að hönd- um ber,“ sagði Graham sem enn- þá er yfirhlaðin erótískum hlut- Heather Graham Leikkonan Heather Graham vill snúa sér aö alverlegri hlutverkum. verkum, þó þau sé mun dramat- ískari en mörg þau fyrri. Um næstu helgi verður næsta mynd hennar, "From Hell", frumsýnd, en þar leikur hún enska vændis- konu og er mótleikari hennar eng- inn annar en Johnny Depp. Eftir áramótin bíða svo upptökur á eró- tíska þrillernum "Killing Me Soft- ly", en þar er það Joseph Fiennes sem fer um hana höndum. Um valið á þessum nýju hlutverkum sagist Graham hafa til þeirra miklar væntingar um framtíðina. „Fyrr var ég hrædd við að takast á við þaö óþekkta, en nú er ég ákveðin í að standa mig og er því full bjartsýni. Ef mér mistekst þá get ég alla vega huggað mig við að hafa þó reynt,“ sagði Graham. Sviðið kítlar Kevin Bacon Leikarinn Kevin Bacon hefur tekið að sér aðalhlutverkið í leikritinu “An Almost Holy Picture", sem sett verður á svið á Broadway i vetur og verður Bacon, sem er öllu þekktari hér á landi sem kvikmyndaleikari, þar í hlutverki kirkjuvarðar, sem fær köll- un almættisins. Bacon er þó enginn nýgræðingur í leikhúsinu, því þar hóf hann ferilinn sem lærlingur í „Circle in the Squere“ leiklistarskólanum og vakti fljótlega athygli fyrir góða frammistöðu á sviði. Hans fyrsta stóra hlutverk var í leikritinu „Gett- ing Out“, þar sem hann þótti sýna framúrskarandi leik, en sinn fyrsta leiksigur vann hann fyrir leik sinn í „Forty Deuce“ og hlaut fyrir það Obie- verðlaunin. Síðan lá leiðin í kvik- myndirnar, en Bacon hefur þó aldrei getað sagt skilið við sviðið þar sem hann hefur leikið ótal hlutverk sam- hliða kvikmyndaleiknum. Hann hefur einnig reynt fyrir sér í leikstjórn og var frumraun hans að leikstýra eigin- Barnabrúðan Bert í vafasömum félagsskap Kevin Bacon Leikarinn Kevin Bacon byrjaöi ferilinn á sviöi og hefur aldrei getaö slítiö sig frá því aö stíga þangaö aftur. konu sinni, Kyru Sedgewick, sem hann hefur verið gifur síðan 1988, í myndinni „Losing Chase“ árið 1996. Leikbrúðan Bert úr vinsælu bandarísku bamaþáttunum „Sesame Street" hefur orðið þess vafasama heiðurs aðnjótandi að lenda á mótmælaspjaldi með Osama bin Laden. Spjaldið var uppgötvað af bandarískum ljós- myndara sem fylgdist með mótmælagöngu gegn loftárásum Banda- ríkjamanna á Afganist- an, sem fram fór um stræti Dhaka í Bangla- desh í fyrri viku og sést Bert þar kíkja yfir öxl- ina á hryðjuverkamann- inum illræmda. Fi’am- leiðendur þáttanna eru að vonum æfir yfir þess- ari misnotkun á brúð- unni og sögðu svívirði- Bert á mótmælaspjaldi í slæmum félagsskap Leikbrúöan Bert sést hér kíkja yfir öxlina á hryðjuverkamanninum Osama bin Laden á mótmælaspjaldi sem vinsælt var í mótmæla- göngu sem fram fór í Dhaka í Bangladesh. legt að bendla barnabrúðu við þennan skelfilega glæpamann. Bert, sem er þekktur fyrir sína erfiðu lund í barnaþáttunum, hefur reyndar verið mis- notaður áður og hefur net- síða með heitinu „Bert is Evil“, verið helguð honum og þaðan mun sá sem framleiddi spjöldin hafa fengiö hugmyndina. Síðunni hefur þegar verið lokað og kannar „Sesame Workshop“ sem framleiðir barnaþættina nú mögu- leikann á lögsókn gegn framleiðanda mótmæla- spjaldanna, sem mun vera kaupmaður í Dhaka, en hann hefur viðurkennt að hafa selt um 2000 spjöld, aðallega til námsmanna. ÞJONUSTU AR 550 5000 FJARLÆGJUM STIFLUR úr vöskum.WC rörum, baökerum og niðurföllum 'W) RÖRAM YNDAVÉL til aö skoöa og staðsetja skemmdir í WC lögnum DÆLUBÍLL VALUR HELGAS0N ,8961100*568 8806 ehf Sögun * Steinsteypusögun * Kjarnaborun * Móðuhreinsun glerja * Múrbrot * Glugga & glerísetningar * Háþrýstiþvottur * Þakviðgerðir Símar: 892 9666 & 860 1180 Smáauglýsingar bílar, bátar, jeppar, húsbílar, sendibílar, palibílar, bópferöabílar, fornbílar, kerrur, fjórhjól, mötorhjól, hjólhýsi, vélsleöar, varahlutir, viögeröir, flug, lyftarar, tjaldvagnar, vörubiiar...bílar og farartæki |SKoðaðu smðUQlýalngarnar a VÍsSr.ÍS 550 5000 CRAWFORD IÐNAÐARHURÐIR SALA-UPPSETNING-ÞJÓNUSTA HURÐABORG DALVEGUR 16 D • S. 564 0250 BILSKURS OG IÐNAÐARHURÐIR Öryggis- glófaxi he hurðir ÁRMÚLA 42 • SIMI 553 4236 Eldvarnar- hurðir Skólphreinsun Er stíflað? Fjarlægi stíflur úr wc, vöskum, baðkerum og niðurföllum. Nota ný og fullkomin tæki, rafmagnssnigla. Röramyndavél til að mynda frárennslislagnir og staðsetja skemmdir. Ásgeir Halldórsson Sími 567 0530 (D Bílasími 892 7260 VISA STIFLUÞJ0NU5TH BJRRNR Símar 899 6363 » SS4 6199 Fjarlægi stíflur úr W.C., handlaugum, baðkörum og frúrennslislögnum. Röramyndavél fil ab ástands- skoöa lagnir Dælubíll til að losa þrær og hreinsa plön. NAS3AU iðnaðarhurðir Þrautreyndar við íslenskar aðstaeður Sala Uppsetning Viðhaldspjónusta Sundaborg 7-9, R.vik Sími 568 8104, fax 568 8672 idex@idex.is Kársnesbraut 57 • 200 Kópavogi Sími: 554 2255 • Bíl.s. 896 5800 LOSUM STÍFLUR ÚR Wc Vöskum Niðurföllum 0.fl. MEINDÝRAEYÐING VISA/EURO RÖRAMYNDAVÉL Til að skoða og staðsetja skemmdir í lögnum. 15 ÁRA REYNSLA VÖNDUÐ VINNA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.