Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2001, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 I>V 9 Fréttir Tilboð SH og „innspýting í atvinnulífið“ á Akureyri vegna viðskiptanna með afurðir ÚA: Gjaldþrot Kexverksmiðj- unnar endapunkturinn - félagið lofaði 80 störfum í bænum til frambúðar en þau eru nú öll á bak og burt Höfuöstöðvar SH á Akureyri Baráttan um völdin innan ÚA er eitt mesta deilumál á Akureyri í seinni tíö en þar tókust á SH og íslenskar sjávarafurðir. SH haföi betur. Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna, sem lofaði í ársbyrjun 1995 að tryggja 80 störf til frambúðar á Ak- ureyri í skiptum fyrir það að fá áfram að versla með afurðir Út- gerðarfélags Ak- ureyringa hf., hef- ur nú lokið af- skiptum sínum af atvinnulífinu á Akureyri sem tengist þeim samningi er gerð- ur var og má segja að gjaldþrot Kex- verksmiðjunnar á dögunum hafi ver- ið endapunktur- inn. Baráttan um völdin innan ÚA og að fá viðskiptin með afurðir fé- lagsins eru eitt mesta hita- og deilumál sem upp kom á Akureyri á síðasta áratug en þar tókust SH og íslenskar sjávaraf- urðir á af fullum þunga. Haustið 1994 kom upp sú hugmynd að flytja viðskipti ÚA frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna til íslenskra sjáv- arafurða ef ÍS væri tilbúið að flytja höfuðstöðvar sínar til Akureyrar. í upphafi árs 1995 skýrði DV frá því að SH hefði óskað eftir viðræðum við Akureyrarbæ um hugsanleg kaup fyr- irtækisins á eignarhlut Akureyrar- bæjar í ÚA og að til viðræðu væri að SH flytti hluta starfsemi sinnar til Akureyrar. Fleiri aðilar blönduðu sér í barátt- una. Samherji, KEA og Lífeyrissjóður Norðurlands lýstu yfir áhuga á hluta- bréfakaupum í ÚA og í bréfi KEA sagði m.a. að ef KEA fengi að kaupa væri tryggt að ÍS flytti höfuðstöðvar sínar norður. „Ekki hægt að hafnau Fljótlega varð aðalbitbeinið hver fengi viðskipti með afurðir fyrirtæk- isins. íslenskar sjávarafurðir sendu „sendinefnd" til Akureyrar tO að kynna sig og sin áform og beðið var eftir tOboði SH. Þegar það kom þótti það tOboð „sem ekki var hægt að hafna". SH lofaði að tryggja 80 störf tO frambúðar á Akureyri, 31 á skrif- stofum fyrirtækisins, 38 vegna mn- búðaverksmiðju sem standsetja átti á Akureyri, 10 vegna aukinna umsvifa Eimskips og þá ætlaði fyrirtækið að kosta starf prófessors við Háskólann á Akureyri. Menn geta sjálfsagt togast eitthvað á um það hvernig SH stóð að efndum þessa tOboðs sem varð tO þess að fyr- irtækið hélt viðskiptunum með afurð- ir ÚA. Fyrirtækið opnaði skrO'stofu á Akureyri en þar voru aldrei 30 störf. Umbúðaverksmiðjan kom aldrei en SH hafði á annan hátt afskipti af at- vinnulífinu, s.s. í Slippstöðinni og við stofnun AKO-plast-verksmiðjunnar. SH lokaði síðan skrifstofum sínum á Akureyri 1999, AKO-plast varð gjald- þrota og nú á dögunum varð Kexverk- smiöjan gjaldþrota en hún var dóttur- fyrirtæki AKO-plasts. Nú, tæpum 7 árum eftir slaginn um ÚA, eru öll störfin 80 sem SH lofaði í bænum tO frambúðar á bak og burt og það er jafnframt stórlega degið í efa að þau hafi á nokkrum tímapunkti orðið 80 talsins. SennOega voru þau aldrei nema um 40-50 þegar best lét. Allt meira og minna svik Eftir að SH hafði lokað skrifstofu sinni á Akureyri snemma árs 1999 samþykkti bæjarráð ályktun og átaldi vinnubrögð SH í ÚA-málinu harðlega. í samþykkt bæjarráðsins sagði hrein- lega að þau væru SH lítt tO sóma og ekki tO þess faOin að vekja áhuga á samskiptum við félagið. Alþýðuflokkur og Framsóknar- flokkur voru í meirihluta í bæjar- stjórn árið 1995, þegar samið var við SH. Hart var tekist á um málið innan meirihlutans sem riðaði til falls. Framsóknarmenn vOdu að íslenskar sjávarafurðir fengju viðskiptin við ÚA en bæjarfuOtrúi kratanna studdi að tilboði SH væri tekið. Hann túlk- aði þar eindreginn vilja meirihluta stjómar ÚA að hagsmunir fyrirtækis- ins einir ættu að ráða ferðinni. Svo fór að framsóknarmenn gáfu sig en það var lítO hrifning í orðum Jakobs Bjömssonar, sem var bæjar- stjóri árið 1995, þegar SH hafði lokað skrifstofu sinni árið 1999: „Það stend- ur lítið eftir af loforðum. Störfm 31 hjá SH era farin suður, umbúðamið- stöðin kom aldrei tO bæjarins og að- eins einhver hluti þeirra 38 starfa sem áttu að tengjast henni, störfin hjá Eimskip gætu hafa komið tO hvort sem var vegna breyttra siglinga Eim- skips. Þetta eru því ekkert annað en hrein og klár svik. Það skiptir engu máli þótt stjórn SH segi að innan fé- lagsins hafi orðið ýmsar breytingar. Það sem lofað var á sínum tíma hefur verið meira og minna svikið,“ sagði Jakob Björnsson sem var bæjarstjóri á Akureyri þegar samningurinn við SH var gerður árið 1995. -gk Jakob Björnsson „Þetta eru ekk- ert annaö en hrein og klár svik. “ Jón Ingvarsson Hann var stjórn- arformaöur SH áriö 1995 en er nú varaformaöur stjórnar ÚA. Ríkið greiðir mest til ríkisins - í opinber gjöld Launaafgreiðsla Ríkisbókhalds er hæsti greiðandi opinberra gjalda í Reykjavík þetta árið skv. álagning- arskrá Skattstjórans í Reykjavík yfir lögaðOa sem lögð var fram í gær. Úr ranni launaskrifstofunnar eru greiddir tæpir 2,4 milljarðar kr. í opinber gjöld. Reykjavíkurborg er í öðru sæti á listanum og greiðir rétt um 950 millj. kr. Flugleiðir greiða 350 mOlj. kr., Landssíminn 274 miHj. kr. og Greiðslumiðlun - Visa ísland greiðir 268 millj. kr. Þá greiðir Visa hæstan tekjuskatt í Reykjavík, eða 239,2 mOlj. kr., Húsasmiðjan greiðir 133,1 mOlj. kr., Olíufélagið 131,2 mOlj. kr„ Skeljung- ur 118,2 mOlj. kr. og VifilfeU 107,4 mOlj. kr. Lögaðilar á skrá Skattstjórans í Reykjavík þetta árið voru aUs 7.418 taisins. Þeim ber samanlagt að greiða 6,2 miUjarða kr. í tekjuskatt, 1,2 miUjarða kr. í eignaskatt og 11,2 mOljarða kr. í tryggingargjald. Sér- stakur eignaskattur á lögaðila í Reykjavík nemur 255,7 mOlj. kr„ fjármagnstekjuskattur 61,5 miilj. kr„ iðnaðarmálagjald 104,2 mOlj. kr. og þeir sextán lögaðOar í Reykjavík sem ber að greiða búnaðarmálagjald þurfa að reiða út 27,9 mOlj. kr.-sbs Stjórnarandstaðan ánægð með tillögu frjálslyndra um Ríkisútvarpið: Bylting á rekstri RÚV -15 manna akademía leysi núverandi útvarpsráð af hólmi Utvarpshúsiö vlö Efstaleiti Sverrir vill aö RÚV hætti aö flytja viöskiptaauglýsingar í samkeppni viö aöra miöla en sinni áfram tilkynningum. Sverrir Hermannsson, formaður frjálslyndra, endurflutti þingsálykt- unartiUögu á Alþingi í fyrradag um að nefnd yrði sett á stofn til að end- urskoða rekstur Ríkisútvarpsins. í greinargerð með tOlögunni eru 12 atriði um breytingar þar sem m.a. segir að RÚV verði að vera áfram í þjóð- areign. Markaðs- lausnir eigi ekki við. RÚV uppfyUi menningarlegt gat sem aðrir fjöl- miðlar sinni ekki. Sverrir vOl að horfið verði frá hugmyndum um sölu á Rás 2 og RÚV verði ijár- magnað að fidlu á fjárlögum ár hvert. Stofnunin hætti að flytja viðskiptaaugiýs- ingar í sam- keppni við aöra miðla en sinni áfram tilkynning- um. Dagskrár- stefnan verði laus undan markaðsá- hrOum og ný skipan RÚV sjái til þess að það verði raunveru- lega sjálfstætt í stað tengsla við flokkapólitík nú. Sverrir telur rétt að skipan og hlutverki útvarps- ráðs verði gjörbreytt frá þvi sem nú er. Hann leggur tO að 15 manna aka- demía verði valin úr þverskurði samfélagsins, s.s. frá menningar- stofnunum, af landsbyggðinni og úr starfsmannasamtökum RÚV. Seta í slíku ráði væri viðurkenningar- staða og ráðning útvarpsstjóra væri í höndum nýja ráðsins. Útvarps- stjóri bæri ábyrgð á fjármálum og ráðningum starfsmanna en akadem- ían gæti rekið hann ef hann stæði sig ekki. Ögmundur Jónasson (VG) sagöist sammála megininntaki þingsálykt- unartiUögunnar en varaði við því að auglýsingatekjur yrðu skertar. Þá lýsti hann efasemdum um að færa tekjustofninn alfarið inn í rík- issjóð. Össur Skarphéðinsson tók undir með Ögmundi um að megindrættir þingsályktunartillögunnar væru honum að skapi. RÚV stæði í flokkspólitískum skugga og manna- ráðningar bæru þess merki. Stjórnarþingmenn tjáðu sig lítið um málið en Halldór Blöndal þing- forseti (D) rifjaði upp hve erfitt hefði verið á sínum tíma að sam- þykkja frjálsan rekstur útvarps. HaOdór sagðist sjálfur styðja hluta- félagsvæðingu RÚV. Ríkisrekstur væri of svOaseinn fjármáfalega og þá væru líkur á að aukið tiOit yrði tekið tO hlustenda ef stofnunin yrði hlutafélagsvædd. Hringlandaháttur- inn og kæruleysið gagnvart lands- byggðinni - t.d. með fyrirhuguðum niðurskurði á morgunútsendingum svæðisstöðvanna sem þó gekk tO baka - væri einnig dæmi um ágaU- ana á núverandi ríkisrekstri. -BÞ Sverrir Her- mannsson. Ögmundur Jónasson. Halldór Blöndal. Byggðavandinn: Gagnslausar aðgerðir Árni Steinar Jóhannsson þing- maður (VG) deildi á ríkis- stjórnina í gær vegna fólksflótta af landsbyggð- inni. Utandag- skrárumræða fór fram um skýrslu Byggðastofnunar og var Árni Steinar málshefj- andi. Hann lýsti eftir aðgerðum byggðamálaráð- herra og gagn- rýndi m.a. hve lítið ríkið hefði gert til að stofna tU opinberra starfa úti á landi. Hann taldi bága stöðu landsbyggðarhluta að hluta tilkomna vegna einkavæðingar- áráttu ríkisstjórnarinnar. Valgerður Sverrisdóttir (B) byggða- málaráðherra tók undir með að margt mætti betur gera en fjölmargt jákvætt hefði unnist í málaflokknum. Einar K. Guðfinnsson (D) sagði að gengið væri á svig við markmið byggðaáætlunar með núverandi sjáv- arútvegsstefnu. Hjálmar Ámason (B) sagði: „Aðgerðir hafa ekkert dugað, tölur sýna það, enda er málið flókið og margþætt." -BÞ Kvenréttindafélag íslands: Vilja fleiri konur í sveitarstjórnir Stjórn Kvenréttindafélags Islands hvetur konur til að bjóða sig fram í kosningunum til sveitarstjórna á komandi vori og láta þannig málefni samfélagsins til sín taka. Samkvæmt úrslitum síðustu sveitarstjórnarkosn- inga var hlutur kvenna í sveitar- stjórnum aðeins 29%. Af 124 sveitarfé- iögum er hlutfaOið þannig aö 16 sveit- arstjórnir era eingöngu skipaðar körlum og í 56 sveitarstjómum á að- eins ein kona sæti. Félagið telur að jafn hlutur kynja við ákvörðunartöku í þjóðfélaginu sé eitt af grundavaUaratriðum lýðræðis. Konur þurfi því að hasla sér völl á því sviði tO jafns við karfa og megi ekki hika við að gefa kost á sér. Auka þurfi hlut þeirra á framboðslistum og þar með einnig í nefndum og ráðum sveitarfélaga. Stjórnmálaflokkum beri að gæta fyllsta jafnræðis kynj- anna við röðun fólks á framboðslista tO að þessu markmiði verði náð.-MA Norðlenska skipt upp í tvö svið Sigmundur Einar Ófeigsson, fram- kvæmdastjóri Matbæjar ehf„ hefur verið ráðhin framkvæmdastjóri Norð- lenska ehf. Hjá félaginu verða starf- andi tveir framkvæmdastjórar en fyrir er starfandi Jón Helgi Björnsson. Á næstu vikum er fyrirhugað að skipta félaginu í tvö meginsvið. Annars vegar svið er lýtur að vinnslu og hins vegar svið er lýtur að slátrun. Mun nýtt skipurit verða kynnt í framhafdi af þessari skiptingu. Ákveðið hefúr verið að Sigmundur muni sinna fram- kvæmdastjóm á sviði vinnslu en Jón Helgi á sviði slátrunar. Norðlenska ehf. varð tO við sam- rana Kjötiðju K.Þ. og Kjötiðnaðar- stöðvar KEA á miðju ári 2000. I árs- byrjun sameinaðist Nýja bautabúrið hf. félaginu auk þess sem Norðlenska keypti kjötvinnslur Kjötumboðsnis hf. (áður Goði hf.) í júlíbyijun. Umfang fé- lagsOis hefur vaxið mikið frá stofnun þess og er áæUuð ársvelta félagsOis tæpir 3 mOIjarðar króna. Félagið starfrækir fjórar kjötvinnsl- ur á Húsavík, Akureyri, Borgamesi og í Reykjavík auk þess að reka sláturhús á Húsavík, á Akureyri og í Borgamesi. Á þriðja hundrað stöðugOdi era hjá Norðlenska. -BG Valgerður Sverrisdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.