Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 Helgarblað DV eru komin á alla útsölustaði Mokveiði Jón Grímsson á eigin frystitogara meö risahal á Alaskamiöum. að engir skæruliðar voru á ferð og hann reis á fætur. Þó atburðurinn væri spaugilegur þá kenndi þetta okk- ur jafnframt að engin trygging var fyr- ir því að hermenn kæmu okkur til hjálpar. Ég svaf því enn rólegri á þak- inu eftir þetta. Lífið á samyrkjubúinu var hinn full- komni kommúnismi í framkvæmd. Allt var í sameign þeirra nokkur hundruð einstaklinga sem þar bjuggu. Fjölskyldur borðuðu í mötuneytum og bömin voru á dagheimili. Fullkominn jöfnuður rikti. Flæktur í Geirfinnsmálið í þessari ferð fékk ég nóg af lifmu á samyrkjubúinu sem þó skildi eftir sig fjölda minninga. Þetta var fyrir þann tíma að íslendingar flykktust til sólar- landa og flestra heimshoma og því talsvert ævintýri á þeim tíma. Eftir nokkurra mánaða dvöl hélt ég heim aftur og hafði engin áform um að snúa aftur til ísraels. í millibilsástandi starfaði ég sem bíl- stjóri við virkjunarframkvæmdir við Sigöldu. Þetta var um nokkurra mán- aða skeið árið 1974 en ég lenti þá í rannsókn sem tengdist einu dular- fyllsta sakamáli siðustu aldar, Geir- finnsmálinu, sem enn er óráðin gáta. Eitt sinn sendi verkstjórinn mig til Reykjavíkur að sækja starfsmann sem lent hafði í solli borgarinnar. Mitt hlut- verk var að koma manninum upp í Sigöldu á ný. Ferðin til Reykjavíkur gekk vel og ég fann manninn þar sem hann dvaldi hjá vinafólki. Bifreið sem hann átti hafði orðið eftir í Keflavík og ég tók að . mér að fara suður eftir og frnna bílinn. í Keflavík villtist ég og þurfti að spyrja tii vegar. Ég fór því inn í Hafn- arbúðina og spurði afgreiðslustúlkuna til vegar en hringdi síðan. Þessi atburður átti eftir að vefja upp Kúrekar á sjó Jón ásamt bandarískum skipsfélögum. Róiö var frá San Francisco. á sig því þetta sama kvöld týndist Geir- fmnur Einarsson. Nokkru eftir að ég kom aftur upp í Sigöldu kallaði verk- stjórinn á mig og sagði undrandi að lögreglan vildi hafa tal af mér. Ég var jafnhissa enda vissi ég ekki til þess að eiga neitt vantalað við laganna verði. Þá kom á daginn að þeir vildu vita hvað ég hefði verið að gera í Keflavík umrætt kvöld. Þeir spurðu mig í þaula um erindi mitt og hvemig ég hefði ver- ið klæddur. Ég svaraði greiðlega og lýsti því að ég hefði verið i brúnum leðurjakka. Yfirheyrslan tók nokkum tima enda þurfti ég að svara alls kyns spumingum sem vora misviturlegar. Fleiri yfirheyrslur Nokkur tími leið áður en ég heyrði meira af málinu. Ég var í frii í Reykja- vík þegar Njörður Snæhólm yfirrann- sóknarlögreglumaður hafði uppi á mér og spurði hvort við gætum hist. Ég samþykkti það og meðal þess sem hon- um lá á hjarta var að hann vildi að ég færi í leðurjakkann sem ég var í ör- lagakvöldið. Ég gerði það en hann var óánægður með litinn á jakkanum. Þá spurði hann hvort ég gæti bent á lík- lega banamenn horfna mannsins. Hann hafði haft af því spumir að Geir- finnur hefði átt kunningja í Búrfells- virkjun. Þess vegna fannst honum hugsanlegt að einhver í Sigöldu væri viðriðinn málið. Síðan tók hann upp lista með nöfn- um vinnufélaga minna og bað mig að frnna líklega sökudólga. Ég renndi aug- unum yfir listann og merkti síðan við tvo menn sem voru einstaklega leiðin- legir að mínu mati. Þetta var í síðasta sinn sem ég var yfirheyrður vegna Geirfmnsmálsins en mér hefur oft síð- ar verið hugsað til þess að lýsing stúikunnar í Hafnarbúðinni á mannin- um grunsamlega, sem kom um kvöldið og spurði til vegar, passaði alveg við mig. En ég var einfaldlega rammvilltur og ekki á þeim buxunum að fremja nein glæpaverk. Aðrar sögupersónur bókarinnar era Bjami Tryggvason, geimfari á Flórída, Halifriður Guðbrandsdóttir Schneider í Washington D.C. og hjónin Hibnar og Kristin Skagfield á Flórída. Nýja bóka- félagiö gefur Ameríska drauminn út. einfaldlega of stór fyrir okkur. Þegar til Grikklands kom seldum við Hjalti bílinn og ætluðum að kaupa bát til að komast á yfir til ísraels. Við dvöldum á eyju meðan æskilegs far- kosts var leitað. í fjöru þar rak ég aug- un í trilluhom sem okkur þótti líklegt að hentaði til fararinnar. Við gáfum okkur góðan tíma og leigðum herbergi af gamalli konu fyrir nokkrar krónur á dag. Þama áttum við skemmtilegan tíma. Ég var með köfunarbúnað með mér og notaði hann mikið. Á milli þess að við flatmöguð- um á ströndinni og köfuðum lifðmn við hóglífi þar sem ekkert var til spar- að í mat og drykk. Kommúnismi á samyrkjubúi Ég hafði þá reglu að skrifa reglulega heim og segja tíðindi af ferðalagi okk- ar. Eitt kvöldið var ég hýr af víni og settist niður til að skrifa heim. Ég sagði pabba að við hefðum fundið bát sem sennilega hentaði einstaklega vel til siglingarinnar til Israels. Bréfið var póstlagt og ekki leið langur tími þar til harkaleg viðbrögð bárast frá íslandi. Hraðbréf barst frá pabba og þegar ég opnaði það blasti við mér þvílikur fiöldi sterkra lýsingarorða að ég man ekki eftir öðru eins safiii á einum stað. Við voram fáráðlingar og vitleysingar að ætla okkur að sigla triflunni tii fsra- els. í bréfinu tilkynnti hann mér að hann og Þórður Júlíusson, faðir Hjalta, hefðu hist á skyndifundi vegna máls- ins. Þar hefði verið ákveðið að ef ekki tækist að koma vitinu fyrir okkur og fá okkur ofan af þessu ragli þá kæmi annar hvor þeirra suður tU Grikk- lands til að grípa í taumana. Okkur leist ekki á blikuna og ég sendi skeyti um hæl þar sem því var afdráttarlaust lýst að við værum hætt- ir við áform okkar um bátsferð. „Förum með skipi, stóra, stóra skipi,“ var textinn. Eigi að síður óttuðumst við að skeytið bærist ekki tímanlega og gömlu mennirnir hefðu þegar lagt af stað til að grípa inn í málin. Daglega kom ferja út í eyjuna og næstu dagana voram við Hjalti mættir til að gæta að mannaferðum. Felmtri slegnir fylgd- umst við með þeim sem stigu á land og óttuðumst mest af öllu að annar hvor karlinn dúkkaði upp. Nokkrum dögum síðar var einsýnt um að þeir kæmu ekki og fargi var af okkur létt. Við tókum þegar að svipast um eftir öðrum ferðamöguleikum til ísraels. Eftir mánaðardvöl á eyjunni héld- um við til Aþenu. Þar duttum við nið- ur á skemmtiferðaskipið Tassapalonia sem var á leið til Tyrklands, þaðan sem auðvelt var að komast á áfanga- stað. Við fengum far á þriðja farrými og ferðin með skipinu var skemmtileg. Fagnaðarfundir Við komuna til ísraels var farangur okkar skoðaður nákvæmlega. Svo virt- ist sem í vandræði stefhdi hjá okkur þegar tollaramir ráku augun i köfun- arbyssu mína. Þá bar að tollara sem unnið hafði með okkur á samyrkjubúinu í fyrra sinnið. Miklir fagnaðarfundir urðu með okkur og hann fullvissaði félaga sína um að ekki þyrfti að hafa áhyggj- ur af mér. Þegar við komum á samyrkjubúið vora Gunnar og Kristín þegar búin að vera þar um hríð og hópurinn náði loks saman aftur. Daginn áður höfðu skæruliöar gert árás á samyrkjubúið og tvær konur farist. Jón kynntist Lindu konu sinni þegar þau gengu í málamyndahjónaband. Hér eru þau ásamt dætrum sínum. Skipstjórinn Jón haföi ekki stundaö sjó lengi frá Bandaríkjunum þegar hann varð skipstjóri. Skuggi sorgar hvíldi því yfir og fólk var harmi lostið. Gunnar og Kristín sögðu okkur að minnstu hefði munað að þau yrðu fyrir skothrið skærulið- anna. Önnur konan var skotin í sundlaug- inni en tilviljun réð því að Gunnar og Kristín ákváðu að fá sér að borða áður en þau færu í sund. Þau lögðu því lykkju á leið sina og héldu í mötuneyt- ið og á meðan þau vora að borða var árásin gerð. Sofandi á vakt Að þessu sinni var allt annar og verri andi á samyrkjubúinu en í fyrri dvöl okkar. Stöðugur ótti var meðal fólksins um að árás yrði gerð. Allt fólk- ið var vopnað og skiptist á að standa vörð jafnt nótt sem dag. Þá fékk hver maður ljósabyssu. Ég fékk belgískan riffil til að verjast með og var settur á vaktir. Yrði vart ferða skæruliða áttu menn að skjóta af ljósabyssunni. Þá lýstist upp svæðið og allir fóra þegar í vam- arstöðu. Væri skotið upp neyðarljósi áttu israelskir hermenn aö koma inn- an skamms tíma. Fyrstu nóttina sem ég var á vakt kom ég mér fyrir uppi á húsþaki með koddann minn og svaf lengst af nóttu. Meðal þeirra sem stóðu vaktir var ungur Breti. Hann var gífurlega spenntur og tók hlutverk sitt alvar- lega. Fyrstu nóttina á vakt ímyndaði hann sér árásarmenn í hverju skúma- skoti og um morguninn missti hann stjóm á sér. Við eitthvert þrask skaut hann af ljósabyssunni og kastaði sér niður. Siðan æpti hann: „Skæruliðar, skæruliðar!" Allir á búinu brugðust við sam- kvæmt neyðarskipulagi en engir her- menn birtust. Eftir að hafa legið garg- andi um hríð áttaði Bretinn sig á því VrCi-" - .. - - 1 ■* .#s - c . » «• * ^ • . KRAKKAR! MUNIÐ EFTIR OKKUR TANNIOGTÚFA öll Lionsdagatöl eru merkt: Þeim fylgir límmiði með Tanna og Túpu og tannkremstúpa. Allur hagnaóur rennur tíl líknarmála.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.