Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 29
28 37 Helgarblað LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 DV ■f LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 DV Helgarblað Sœtir strákar - nítján keppa um titilinn Herra ísland Herra ísland 2001 verður val- inn á Broadway 22. nóvember nk. Að þessu sinni keppa 19 herra- menn alls staðar að af landinu um þennan eftirsótta titil. Keppn- inni verður sjónvarpaö beint á Skjá einum. Æfingar á sviðinu á Broadway eru nú í fullum gangi en að und- anfórnu hafa strákarnir stundað líkamsrækt af kappi í World Class undir leiðsögn Dísu. Lovísa Aðalheiður Guðmundsdóttir sér um sviðsetningu en skipulag og annan undirbúning annast Elín Gestsdóttir, framkvæmdastjóri Fegurðarsamkeppni íslands. Kynnar kvöldsins eru Bjarni Ólafur Guðmundsson og Margrét Rós Gunnarsdóttir, fréttamaður á Skjá einum. Strákarnir 19 eru að sjálfsögðu í aðalhlutverki þetta kvöld. Þeir munu koma fram í opnunarat- riði, tískusýningu frá Hanz, á JBS boxerum og að síðustu í smóking. En það verður boðið upp á fleiri glæsileg skemmtiat- riði; Helgi Björnsson tekur valin lög úr Rofling Stones-sýningunni, Pétur Pókus töfrar gesti með sinni alkunnu snilld og hin unga og efnilega söngkona Védís Her- vör Árnadóttir syngur fyrir mat- argesti. Húsiö verður opnað kl. 19.30 þar sem. keppendur taka á móti gestum með fordrykknum „Icelandic Passion" í boði heild- verslunar Karls K. Karlssonar, síðan er boðið upp á glæsilegan kvöldverð; Hvítlauksmarineraöar kjúklingabringur á salaítoppi m/basilvinagrette * Kókosleginn lambavöövi m/röstikartöflum, mangosósu og pönnuristuðu grœnmeti * Kaffi og konfekt Auk veglegra verðlauna vinn- Stefán Þór Arnarson Fœddur: 23. mars 1977. Foreldrar: Öm Þór Þorbjömsson og Unnur Garðarsdóttir. Stefán ólst upp á Homafirði. Unnusta: Herdís Fjóla Eiríksdóttir. Menntun og starfsreynsla: Hefur lok- ið 200 tonna skipstjómarprófi og er háifnaður með matreiðslunám. Helstu áhugamál: Fótbolti, líkams- rækt, veiðar og er að smitast af hesta- bakteríunni af pabba gamla. Markmid í lífinu: Að klára kokkinn og verða íslandsmeistari í fótbolta með Sindra frá Homafirði. Björn Þór Sigurbjörnsson Fœddur: 20. júní 1979. Foreldrar: Sigurbjöm Svavarsson og María Kristjánsdóttir. Bjöm er alinn upp i Reykjavík. Unnusta: Kristín Svavarsdóttir. Menntun og starfsreynsla:Verslunar- próf, hefur verið á sjó og starfað fyrir D.Express. Helstu áhugamál: Fyrst og fremst lík- amsrækt, fótbolti, golf og að hanga með vinunum yfir bolta eða einhverju slíku. Markmió í lífinu: Verða einkaþjálfari, stofha likamsræktarstöð og verða mold- ríkur og sinna mér og mínum eins full- komlega og ég get. Sigurður Axel Axelsson Fœddur: 10. október 1980. Foreldrar: Katrín R. Björnsdóttir og Axel Sigurðsson. Unnusta: Bryndís Þóra. Menntun og starfsreynsla: Er að læra rafvirkjun og hefur starfað við það í eitt ár. Helstu áhugamák Bilar, vélar og breyttir jeppar, ísklifúr, Callamennska og ferðir á vélsleðum. Markmid i lifinu: Ljúka námi í raf- virkjun og lifa góðu lífí. ur sigurvegarinn sér inn þátt- töku í keppninni „Mr. International“ á næsta ári, en Herra ísland 2000, Björn Már Sveinbjörnsson, er einmitt á leið í þá keppni á Indlandi nú í byrjun desember. Björn Már mun afhenda arftaka sínum 2001 Herra ísland-sprotann, sem er farandgripur og tákn keppn- innar. Valið verður í 5 sæti, JBS-herrann, Ljósmyndamódel DV auk þess sem strákarnir velja sjálfir vinsælasta herrann úr hópnum. Hár: MOJO/MONROE Förðun: FACE Dómnefnd: Hafdís Jónsdóttir (Dísa Wbrld Class). Sigurjón Örn Þórsson framkvœmdastjóri. Védís Hervör Árna- dóttir söngkona. Reynir Logi Ólafs- son, Herra ísland 1997. Elín Gestsdóttir, formaður dómnefndar. Keppendur í Herra ísland stilla sér upp saman í stiganum. DV-myndir Hilmar Þór Árni Geir Bergsson Fœddur: 4. mars 1980. Foreldrar: Hulda Friðgeirsdóttir og Gestur Hansson. Ámi ólst upp á Siglu- firði. Unnusta: Irena Lilja Kristjánsdóttir. Menntun og starfsreynsla: Sjómennska. Helstu áhugamál: Tónlist, skíði, fit- ness, skotveiði og myndbönd. Markmiö i lifinu: FYamtiðin er óljós en minn draumur er að vera með eigin rekstur og þá helst veitingarekstur. RagnarIngason Fœddur: 16. desember 1981. Foreldrar: Ingi Eggertsson og Ágústa H. Jónasdóttir. Ragnar ólst upp í Njarðvík. Unnusta: Heiðrún Björk Jónsdóttir. Menntun og starfsreynsla: Vélstjóri frá Fjölbrautaskóla Suðumesja, at- vinnuflugmaður úr Flugskóla íslands og starfar hjá tæknideOd Flugleiða. Helstu áhugamál: Flugið fyrst og fremst en einnig likamsrækt og snjó- bretti. Markmið í lífinu: Að fá vinnu sem flugmaður og mennta mig meira í fag- inu. Þorsteinn Jóhann Þorsteinsson Fœddur: 6. október 1980. Foreldrar: Guðrún Þóra Halldórsdóttir og Þorsteinn Þorsteinsson. Þorsteinn ólst upp í Reykjavík. Unnusta: engin. Menntun og starfsreynsla: Stúdent frá MS, er í atvinnuflugnámi og hefur unn- ið í álverinu í Straumsvík á sumrin. Helstu áhugamál: íþróttir, veiði, ferðalög, útivist, tónlist og flug em helstu áhugamálin. Markmió í lifinu: Að starfa við flugið í framtíðinni og að gera ávallt betur i dag en í gær. Fannar Ottó Viktorsson Fœddur: 23. apríl 1982. Foreldrar: Viktor Pétursson og Guð- rún íris Guðmundsdóttir. Fannar ólst upp á Akranesi. Unnusta: engin. Menntun og starfsreynsla: Stúdent frá Verslunarskóla íslands. Helstu áhugamál: Að spila körfubolta og fótbolta, stunda líkamsrækt og hanga með vinunum. Markmið i lífinu: Stefni að frekara viðskiptanámi og eftir háskóla hygg ég á enn frekara nám. Gunnar Örn Einarsson Fœddur: 19. janúar 1983. Foreldrar: Einar Guðmundsson og Hama S. Guðmundsdóttir. Gunnar ólst upp i Njarðvík. Unnusta: Á lausu. Menntun og starfsreynsla: Hefur ver- ið við nám í Fjölbrautaskóla Suður- nesja í þrjú ár. Helstu áhugamál: Að spila fótbolta og körfubolta, stunda golf og hestamennsku. Hef gaman af því að ferðast og aka hrað- skreiðum og kraftmiklum bílum. Markmið í lifinw Hyggst ljúka námi og halda áfram að mennta mig. Stefni hátt í boltanum og langar að reyna fyrir mér úti. + Þorvaldur B. Arnarsson Fœddur: 5. desember 1977 Foreldrar: Amar Jensson og Ragna Björk Þorvaldsdóttir. Þorvaldur ólst upp í Reykjavík. Unnusta: Ágústa Dagmar Skúladóttir. Menntun og starfsreynsla: Stúdent frá MR, tvö ár i HÍ í næringarfræði og lög- giltur einkaþjálfari frá ISSA. Helstu áhugamál: Fjölskyldan, líkams- rækt og að spila körfubolta. Markmió i lífinu: Að ná langt, vera góður pabbi og vera góður i því sem ég tek mér fyrir hendur. Daði Þorkelsson Fœddur: 29. október 1978. Foreldrar: Inga Jóhannsdóttir og Þor- kell Húnbogason. Daði ólst upp i Vest- mannaeyjum. Unnusta: Á lausu. Menntun og starfsreynsla: Nám á náttúrufræðibraut, tveir þriðju af lög- reglunámi, afleysingamaður í lögreglu, sumarbúðastarfsmaður og rútubílstjóri. Helstu áhugamál: Vinir mínir, sund og líkamsrækt en skólinn tekur allan tímann. Markmið i lífinw Að klára Lögreglu- skólann og ég stefni að því að sérhæfa mig í forvömum innan lögreglunnar. Fœddur: 5. apríl 1980. Foreldrar: Hákon Matthíasson og Hild- ur Guðrún Hákonardóttir. Yngvi ólst upp í Keflavík. Unnusta: Á lausu. Menntun og starfsreynsla: Tölvunám hjá Fjölbrautaskóla Suðurnesja, starfar sem verslunarstjóri hjá Samkaupum. Helstu áhugamál: Knattspyrna, golf og sonur minn. Markmið i lifinw Að mennta mig á því sviði sem ég starfa á með því að fara í skólann á Bifröst. Jakob B. Jakobsson Fœddur: 6. september 1982. Foreldrar: Sigríður Dröfn Björgvins- dóttir og Jakob I. Jakobsson. Jakob ólst upp I Stykkishólmi. Unnusta: Hulda Dröfn Atladóttir. Menntun og starfsreynsla: Á fjórða ári i Fjölbrautaskóla Suðurlands, hefur unnið sem sundlaugarvörður. Helstu áhugamál: Iþróttir, hesta- mennska og fluguveiði. Markmió i lifinu: Að útskrifast sem stúdent i vor og fara í Háskóla íslands í viðskiptafræði. Tómas Guðmundsson Fœddur: 6. mars 1978. Foreldrar: Guömundur K. Tómasson og Kristrún Bragadóttir. Tómas ólst upp í Grindavík. Unnusta: Sara Ómarsdóttir. Menntun og starfsreynsla: Sveinn í rafvirkjun og hefur starfað við það i sex ár. Helstu áhugamál Körfubolti, líkams- rækt, kvenmannslíkaminn og flottir bílar. Markmið í lifinw. Að klára stúdent- inn, læra kerfisfræði í Tækniskólanum og lifa góðu lífi. Jón Oddur Sigurösson Fœddur: 26. janúar 1984. Foreldrar: G. Elsie Einarsdóttir og Sigurður Kristján Jónasson. Jón ólst upp í Njarðvík. Unnusta: Elín Jakobsdóttir. Menntun og starfsreynsla: Tvö ár í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, aðstoðar- maður sölumanns hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Helstu áhugamál: Sund, íþróttir, bíl- ar, ferðalög, golf, vinir, kærastan og margt fleira. Markmið i lífinw Að mennta mig er- lendis á sviði sálfræði eða íþrótta og komast á Ólympíuleikana 2004. Nafn: Haukur Guðmundsson Fæddm-: 21. nóvember 1981. Foreldrar: Svanhildur I. Hauksdóttir og Guðmundur Sigurjónsson. Haukur ólst upp á Eyrarbakka. Unnusta: Sigríður Elín Sveinsdóttir. Menntun og starfsreynsla: Á Ijórða ári í Rjölbrautaskóla Suðurlands, vinn- ur í Árvirkjanum á Selfossi. Helstu áhugamál: íþróttir og allt sem viðkemur veiði og veiðiskap. Markmið í lífinu: Að læra rafvirkjun á næsta ári í Fjölbrautaskólanum. Þóröur Daníel Ólafsson Fœddur: 30. apríl 1979. Foreldrar: Ólafur Tryggvi Þórðarson og Brynhildur Sigurðardóttir. Þórður ólst upp í Reykjavík. Unnusta: Pálína Mjöll Pálsdóttir. Menntun og starfsreynsla: Lauk myndlistarbraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og hefur verið á samningi í húsasmíði í eitt ár. Helstu áhugamál: Að lyfta lóðum, hanga í Playstation og teikna stundum. Markmið í lífinu: Að klára smiðinn, helst ná meistararéttindum og lifa heil- brigðu og góðu lífi. Hilmir Hjálmarsson Fœddur: 12. maí 1982. Foreldrar: G. Hjálmar E. Jónsson og Ragnhildur Guðjónsdóttir. Hilmir ólst upp í Reykjavík. Unnusta: Á lausu. Menntun og starfsreynsla: Nám í hót- el- og matvælaskólanum, bakaranemi og aðstoðarbakari í Sveinsbakararíi. Helstu áhugamál: Körfubolti, líkams- rækt, bílar og að skemmta mér með vinunum. Markmið í lífinu: Að útskrifast sem bakari eftir 1,5 ár og fá ekki þessa sl- gildu bakarabumbu og svo vil ég njóta lífsins. Einar Gíslason Fœddur: 14. maí 1983. Foreldrar: Hrafnhildur Proppé og Gísli Skúlason. Einar ólst upp i Reykja- vík og Danmörku. Unnusta: Þóra Björg Birgisdóttir.. Menntun og starfsreynsla: Grunn- skólapróf, starfar 1 Mótor í Kringlunni. Helstu áhugamál: Handbolti, útivera, útlönd, tungumál, snjóbretti og góður matur. Markmið í lífinu: Að gera eitthvað úr lífinu og njóta þess. Arnar Sævarsson Fœddur: 19. nóvember 1975. Foreldrar: Sævar Ríkharðsson og Vil- borg Ragnarsdóttir. Amar ólst upp á Akranesi og Kópavogi. Unnusta: Á lausu. Menntun og starfsreynsla: Stúdents- próf, grunnpróf í flugumferðarstjórn, kerfisfræði og verkstjóm, starfar sem kerflsfræðingur. Helstu áhugamál: Líkamsrækt, snjó- bretti, freestyle, línuskautar og ferðalög til útlanda. Markmið í lifinw Að lifa áhyggju- lausri framtíð, tölvunám erlendis og langar til að starfa erlendis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.