Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2001, Blaðsíða 51
59 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001_____________________________________ X>v____________________________________________________Helgarblað Bíógagnrýni Háskólabíó - Brauö og rósir -jfc- + -j, 2001: InrikwyiKlotwlib i rcykiovik Verkalýðsbarátta í LA Hvaöa bandarískur leikstjóri dytti í hug að gera kvikmynd um réttinda- og kjarabaráttu hreingerningarfólks í Los Angeles. Sjálfsagt enginn. Það kemur ekki á óvart að Bretinn Ken Loach geri það. Þetta er hans fólk. Ken Loach hefur verið iðinn á sín- um ferli að benda á þau ókjör sem hinir lægst settu í þjóðfélaginu búa við. Hefur honum tekist best af öllum að standa við hlið þeirra sem minna mega sín um leið og kvikmyndir hans hafa verið mannlegar og gefandi. í fyrstu myndum sínum dvaldi hann nánast eingöngu í fátækrahverfum borga í Englandi en hefur verið að færa sögusvið sitt út í hinn stóra heim án þess þó að missa sjónar á minni- hlutahópum. í Land and Freedom lét hann söguhetju sína berjast gegn Franco og fasistum hans á Spáni og í Carla’s Song fer söguhetja hans til Nigaragua og lendir þar með and- spyrnuhópum. í þessum tveimur myndum voru aðalpersónumar ungir breskir menn sem voru á ókunnum slóðum. í Bread and Roses er Loach búinn að slíta öU bönd við heimaslóð- ir sínar og tekur málstað undirmáls- manna í Los Angeles þar sem banda- rískt velferðarþjóðfélag er mest áber- andi. í Los Angeles hefur Loach fundið fólk til að berjast fyrir, innflytjendur sem margir hverjir eru ólöglegir og vinna við hreingerningarstörf í skýja- kljúfum. Þetta er réttindalaust fólk sem fær laun sem eru undir töxtum og nýtur engra réttinda í heilbrigðis- geiranum. Loach tekur þann pólinn í baráttuna að segja sem svo: Það eru Rosa Elpidia Carillo leikur Rosu sem hefur fórnaö sér fyrir fjölskyldu sína. eigendurnir sem traðka á hreingem- ingarfólkinu. Ætli leigjendumir, sem ekki mega við óorði á starfsemi sína, viti að sá einstaklingur sem hreinsar á skrifborðinu, gefur blómunum nær- ingu og losar raslafotuna sé kúgaður af þeim sem hann leigir hjá og fái ekki næg laun til að brauðfæða fjöl- skylduna. Upp úr þessum grunni býr Loach til gefaridi og innihaldsríka sögu um systurnar Mayu og Rosu sem koma frá Mexíkó. Maya er klár stelpa sem kann að bjarga sér eins og kemur fram í upphafsatriðinu. Hún er upp- reisnargjörn og er ekki lengi að taka við sér þegar ungur verkalýðssinni fer að benda henni og félögum á það óréttlæti sem þaú eru beitt. Rosa hef- ur þurft að berjast fyrir öllu sem hún hefur uppskorið í lífinu og keypt það dýrum dómi. í sterkasta atriði mynd- arinnar, þegar Maya hefur kallað systur sína svikara vegna þess að hún sagði til þeirra sem stóðu fyrir upp- þoti í veislu, brotna flóðgáttirnar og Rosa fræðir systur sína á áhrifamik- inn hátt um það hvernig hún sem mella í Tijuana brauðfæddi alla fjöl- skylduna sem meðal annars fólst í því að Maya fékk menntun sem Rosa fékk ekki. Þetta atriði ásamt fleiri slíkum eru mótvægi við verkalýðstóninn sem er í myndinni og gerir myndina jafn mannlega og raunin er. Loach tapar þó aldrei sjónum á takmarki sínu og leiðir okkur í gegnum bráðskemmti- lega fléttu sem felst í því að hrein- gerningarfólkið ásamt verkaiýðsfor- ingjunum segja blokkareigendum og yfirmönnum sínum stríð á hendur. Það er líkt Loach að láta engan sigra í lokin. Við vitum í rauninni ekki hvað verður um hreingerningarfólkið. Það fékk vinnuna aftur en hvað svo? Leikarar era flestir mexfkóskir og þar bera af Pilar Padilla (Maya) og Elpidia Carrillo (Rosa). Þær skapa eft- irminnilegar persónur, systur sem eru af sama meiði en líta ekki sömu augum á tilveruna. Ken Loach er breyttur leikstjóri frá því hann gerði Kes, Riff Raff og Raining Stones, svo nefndar séu þrjár af hans fyrri mynd- um. Þá var hann breskastur breskra leikstjóra. Sjónarsvið hans hefur stækkað án þess þó að gæðin hafi minnkað. Hilmar Karlsson Lelkstjóri: Ken Loach. Handrlt: Paul Lever- ty. Kvikmyndataka: Barry Ackroyd. Tónlist: George Fenton. Aóalleikarar: Pilar Padilla, Elpidia Carrillo og Adrian Brody. Bíógagnrýni Regnboginn - Þögnin eftir skotiö sö 2001: kvilcmyndahótíö i reykjavik V.- 18. novimtxr Hryöjuverkamaður Rita (Bibiana Beglau), fyrir miðri mynd, vill veröa dyggur þjóöfélagsþegn. Syndir fortíðarinnar Rita Vogt (Bibiana Beglau) er öfgafullur vinstrisinni og meðlim- ur í hryðjuverkasamtökum i Vest- ur-Þýskalandi á áttunda áratugn- um. Rita segir sjálf að hún hafi far- ið í samtökin vegna ástarsam- bands en þótt ástin líði undir lok drepur það ekki trú hennar á hug- sjónina um kommúnismann. Þeg- ar hún og félagar hennar eru eftir- lýst í Vestur-Þýskalandi leita þau á náðir Stasi í Austur-Þýskalandi og þrátt fyrir undirritun samninga um það að Austur-Þýskaland berj- ist gegn hryðjuverkum hjálpar leyniþjónustumaðurinn Hull (Martin Wuttke) félögum Ritu til Beirút. En hún er sjálf orðin þreytt á byssuskotum og flótta og vill verða dyggur þjóðfélagsþegn í hinu réttláta þjóðfélagi Austur- Þýskalands. Rita er tilbúin að lifa því lífi sem hún hefur barist fyrir - hún vinnur í verksmiðju af sömu ástríðu og hún rændi banka áður fyrr. Hull kemur henni fyrir með nýtt nafn, fortíð o.s.frv. og gerir það aftur þegar kemst upp um hana. í lokin hrynur múrinn og þar með það þjóðfélag og þær hug- sjónir sem Rita trúði á. Þögnin eftir skotið er um það öðru fremur að trúa á hugmynd eða hugsjón bókstaflega fram í rauðan dauðann þó að forsenda þessarar trúar sé algjörlega í mol- um. Þegar Rita heldur ræöu í kaffistofu verksmiðjunnar þar sem hún vinnur, eftir að múrinn er fallinn, um gildi Austur-Þýska- lands og hversu heppnir íbúar þeirrar þjóðar voru að fá að búa í landi sem laut réttlátari lögum en önnur, lítur fólk á hana í forundr- an. Kvikmynd Schlöndorff er ekki um hetjur. Hópur Ritu beitir of- beldi þegar þau ræna banka, ná fé- laga úr fangelsi o.fl. og ekkert er gert til að fegra aögerðir þeirra eða gera þær skiljanlegri. Mark- mið hópsins er að beita ofbeldi til að neyða kapitalismann til að sýna sitt rétta andlit. Þau vilja sýna að um leið og hinu kapítalíska þjóðfé- lagi er ógnað traðkar það á mann- réttindum - þegar „fólkið“ áttar sig á því mun það rísa upp og berj- ast. Eftir 11. september er erfitt að hlusta á þessar hugmyndir um réttlætanlegt ofbeldi. Annars situr maður merkilega ósnortinn eftir að hafa horft á Ritu flýja undan fortíö sinni - þótt hún afneiti henni aldrei. Bibiana Beg- lau gerir ágætlega en handritið býður ekki upp á nein tengsl við aðalpersónuna og á meðan manni er sama um hana er manni sama um myndina. Sif Gunnarsdóttir Leikstjórn: Volker Schlondorff. Handrit: Wolfgang Kohlhaase & Volker Schlönd- orff. Aöalleikarar: Bibiana Beglau, Mart- in Wuttke, Nadja Uhl, Harald Schrott o.fl. Aðalstræti 9, niðri 4m Símí 551 0256 Jólatilboð - 3.900 kr. Frábær morguntíiboð, 2.900 kr. Pizzur eins 98 Þ?I>— eiga aö ( , , Gnoðavogi 44 2? 520-3500 Smáauglýsingar atvinna 550 5000 amazon.com „Sambland Metsölubók um allan heim af James Bond oa Harry Potter‘r vJP / Kðtrín jakobidóttir/DV Artemis Fowl er tólf ára. Hann lendir í vandræðum þegar hann rænir álfi. Álfarnir sem hann þarf að kljást við eru vopnaðir og hættulegir. Bókin hefur farið sigurför um heiminn. Lesendur og gagnrýn- endur hlaða hana lofi og kvikmynda- rétturinn hefur þegar verið seldur. JPV ÚTGÁFA Bræðraborgarstig 7 101 Reykjavlk • Simi S7S 5600 A i<T£ Jíl) j i P' rj \}J i £aiiJ C s) ..AJÍ4A „Hasarbók,spennandi og skemmdleg ... gœti orðið vinsœl jafnt hjd efdri böraum, unglingum og fulforðnum.“ Katiín jakobsdóttir/DV „Þýðingin d bókinni er hreint frdbœr, enda í öruggum höndum Guðna Kolbeinssonar. Það er óhœtt að mœla með henni fyrir böra jafilt sem fullorðna. ]im SnmuI Jótuumsson/Viðduptablaðið „Sannköiluð skemmtiiesning.“ Ámi Matthíasson/Mb!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.