Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2002, Blaðsíða 11
11 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002__________________________________________________________________________________________ Z>V Útlönd Flugskeytaárás á hóp al-Qaeda-foringja í nágrenni Zawar Khili-hellasvæðisins: Hugsanlegt að Osama bin Laden hafi verið drepinn Annar talsmaður Bandarlkjahers sagði að bin Laden væri ekki eini há- vaxni foringinn í al-Qaeda-samtökun- um. Það væri Ayman al-Zawahri, helsti. aðstoðarmaður bin Ladens, einnig. „Það lítur alla vega út fyrir að maðurinn hafi verið háttsettur í sam- tökunum þar sem hann virtist eiga alla athygli hinna í hópnum," sagði talsmaðurinn. George Tenet, yfirmaður banda- rísku leyniþjónustunnar CIA, staðfesti þetta á fundi með bandarískri þing- nefnd í gær, en sagðist ekki geta sagt hverjir voru þar á ferð eða hvort bin Laden hefði verið drepinn. Tenet var- aði við því á fundinum að baráttunni gegn hryðjuverkunum væri langt því frá lokið og sagði að al-Queda-sam- tökin væru nú að endurskipuleggja starfsemi sína og frekari árásir á Bandaríkin og bandamenn þeirra. „Við eigum langa og stranga baráttu fyrir höndum og skulum búa okkur undir hið versta,“ sagði Tenet. Þær fréttir bárust frá Afganistan í morgun að flugskeyti sem skotið var úr fjarstýrðri mannlausri CIA-njósna- flugvél á hóp meintra al-Qaeda-for- ingja nálægt Zawar Khili-hellasvæð- inu í suðausturhluta Afganistans á mánudagsnóttina hafi drepið að minnsta kosti einn þeirra og er talið að þar hafi jafnvel verið um sjálfan Osama bin Laden að ræða. Slæmt veður á svæðinu hefur kom- ið í veg fyrir frekari rannsókn og því ekki hægt að staðfesta hverjir voru þar á ferð og hver hinn fallni er. „Það var Predator-flugskeyti sem skotið var á hópinn sem við teljum hafa ver- ið háttsetta foringja úr al-Qaeda-sam- tökunum. Að minnsta kosti einn þeirra lést í sprengingunni og kannski fleiri," sagði talsmaðurinn sem ekki vildi láta nafn síns getið. Aö hans sögn var sá sem lést mun hærri vexti en aðrir í hópnum og passar sú lýsing við bin Laden sem mun vera um 198 sentímetrar á hæð. Beöiö færis Sérsveit Baridaríkjamanna og liðsmenn afganska hersins bíða nú færis á að komast tii Zawar Khili-hellasvæðisins í suðausturhluta Afganistans, þar sem taliö er að bin Laden og menn hans hafi verið á ferð og orðið fyrir sprengjuárás njósnaflugvélar. Hubert Védrine Utanríkisráöherra Frakka vandar Bandaríkjamönnum ekki kveðjurnar. Védrine gagnrýn- ir einfeldni BNA Hubert Védrine, utanríkisráö- herra Frakklands, veittist harka- lega í gær að því sem hann kallaði einfeldningslega stefnu Bandaríkja- manna í baráttunni gegn hryðju- verkastarfsemi. Védrine sagði í viðtali við franska útvarpsstöð að Frakkar væru vinir Bandaríkjamanna. „En í dag stendur okkur ógn af nýrri einfeldni sem felst í því að skella öllu undir hatt baráttunnar gegn hryðjuverkum. Það er þeirra aðferð en við getum ekki fallist á þá hugmynd," sagði Védrine og bætti við að ráðast yröi að rótum vand- ans, eins og fátækt. REUTER-MYND Beöiö eftir lækninum Tvö börn frá eyjunni Zansíibar undan austurströnd Afríku, Fatiya Hadi og Monica Anis, leika sér á Wolfson-sjúkrahús- inu í ísrael á meðan þau bíöa eftir að læknar komiö að skoða þau. Börnin eru í höpi nítján barna frá Afríku og Asíu sem hafa komið til ísraels á undanförnum mánuðum til að gangast undir hjartaaðgerðir. Alls hafa um fimm hundruö afrísk og asísk börn notið læknisþjónustu í ísrael á síðustu sex árum á vegum góðgerðarsamtaka. Milljarðasvik í dótturfyrirtæki stærsta banka írlands: Grunaður starfsmaður í yfirheyrslum hjá FBI John Rusnak sem grunaður er um að bera ábyrgð á um sjötíu millj- arða króna tapi hjá dótturfyrirtæki Allied Irish Bank, stærsta banka ír- lands í Bandaríkjunum, hefur sjálf- viljugur rætt við fulltrúa banda- risku alríkislögreglunnar FBI, að því er lögmaður hans greindi frá seint í gærkvöld. Talið var að Rusnak hefði lagt á flótta en hið sanna er að hann dvaldi hjá fjölskyldu sinni. „Skjólstæðingur minn er ekki á flótta. Við gerum okkur vonir um að málin fari í eðlilegan farveg héð- an í frá. Það veltur á saksóknara," sagði Bruce Lamdin, lögmaður Rusnaks. Annar lögmaður Rusnaks visaöi á bug fregnum um að skjólstæðing- Ekki á flótta John Rusnak, sem grunaöur er um að hafa tapaö milljörðum króna vinnuveitanda síns, hefur rætt viö bandarísku alríkislögregluna FBI. ur hans hefði stolið fé frá vinnuveit- endum sínum. Ráðamenn Allied Irish gerðu FBI viðvart eftir að Rusnak, sem hafði aðstoðað við innanhússrannsókn á tapinu, mætti ekki til vinnu á mánudag. Hermt er að rannsókn írska bankans hafl beinst að því hvernig tap í gjaldeyrisviðskiptum var falið með kaupréttarsamningum sem voru tilbúningur einn. John Rusnak er 37 ára gamall fjöl- skyldumaður og er honum lýst sem kirkjuræknum máttarstólpa bæjar- félagsins þar sem hann býr. Forráðamenn Allied Irish Bank fullvissuðu viðskiptavini sína í gær um að bankinn myndi standa þetta af sér, þótt áfallið væri mikið. FORD ESCORT H/B 1,6, fyrsti skráningardagur 12/98, ekinn 58 þ. km, útvarp, geislaspilari, rafdrifnar rúöur, samlæsingar, 5 gíra. Listaverö 850.000, verð nú 670.000. Til sölu á JR Bílasölu, Bíldshöfða 3, sími 567-0333 Visa/Euro raðgreiðslur. Þú ert á réttri slóð www.dv.is nýr fréttavefur opnaður á morgun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.