Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2002, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2002, Blaðsíða 22
34 íslendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 85 ára____________________ Gunnlaugur Sigurbjörnsson, Lagarási 29, Egilsstöðum. 80 ára Árni Helgason, fýrrv. bóndi I Neöri-Tungu, Örlygshöfn, Þórsgötu 1, % Patreksfirði, verður áttræöur föstud. 15.2. Eiginkona hans er Anna móti gestum í Félagsheimili Rafveitunn- ar í Elliðaárdal, sunnud. 10.2. eftir kl. 16.00. Blóm og gjafir eru vinsamlega afþökkuö en gestir beðnir aö muna eftir góða skapinu og dansskónum. Halldór Ásgeirsson, Löngubrekku 14, Kópavogi. Ólöf Álfsdóttir, Háagerði 37, Reykjavík. 75 ára_________________________________ Stefán Ágústsson, Lautasmára 1, Kópavogi. Halldóra Steindórsdóttir, Heiðmörk 42, Hveragerði. 70 ára_________________________________ Valdís Þorsteinsdóttir, Brekkugötu 1, Hrísey. Valdís og eiginmaöur hennar verða hjá dóttur sinni og tengdasyni aö Hraunbæ 144, Reykjavik, þann 9.2. en þar verður þá heitt á könnunni kl. 15.00-18.00. Oddgeir Sigurösson, Hrísrima 1, Reykjavik. Jóhanna Valdey Jónsdóttir, Móabarði 25, Hafnarfirði. Magnús Lárusson, Bláskógum 15, Reykjavík. 60 ára_________________________________ Pétur Guömundsson, Grundartjörn 1, Selfossi. Hann tekur á móti gestum í sal Karlakórs Selfoss viö Eyrarveg föstud. 8.2. frá kl. 20.00. Svavar Guðbjörnsson, Bláhömrum 2, Reykjavík. Jóhann Ragnarsson, Fögrusíöu 9c, Akureyri. Hallgrímur Jónsson, Sóleyjargötu 19, Reykjavík. Jóhann H. Jónsson, Þverbrekku 4, Kópavogi. 50ára__________________________________ Jónína Aöalsteinsdóttir, Langholtsvegi 69, Reykjavik. Eiginmaður hennar er Hreiðar Leósson. Þau taka á móti gestum í Kiwanishúsinu í Mosfeils- bæ, laugard. 9.2. frá kl. 18.00. Jarmila Jónbjörg Tryggvason, Hrísalundi 16c, Akureyri. Anna Sigríður Helgadóttir, Vöglum 1, Akureyri. Sæunn Laxdal, Borgarhlið 5e, Akureyri. Ingi Karl Guðmundsson, Starengi 84, Reykjavík. Ingólfur Steinar Margeirsson, Bankastræti 14, Reykjavík. Sigurður Guöjónsson, Borgargerði, Skagafirði. Gunnþóra S. Jónsdóttir, Lyngholti, N-Þing. Magnþór Jóhannsson, Naustum 4, Akureyri. Hrafnhildur Gestsdóttir, Fjaröarseli 20, Reykjavík. Skúli Marteinsson, Lindasmára 26, Kópavogi. Óiafur Jónsson, Jóruseii 22, Reykjavík. 40 ára_________________________________ Sigurður I. Arnarson, Lækjamóti, S-Þing. Atli Viðar Kristinsson, Fífuseli 18, Reykjavík. Eggert Sigurbergsson, Fitjabraut 6a, Njarövík. Iðunn Lárusdóttir, Blöndubakka 11, Reykjavík. Hólmar Egilsson, Álfatröð 4, Egilsstööum. Jóhann Sigurðsson, Þelamörk 45, Hveragerði. Óskar Jóhannsson, Sólbrekku 10, Húsavík. Leó Linduson/Baldvinsson, Birkimel 5, Varmahlíð, lést á Landspítala Fossvogi laugard. 2.2. Anna Þorvarösdóttir lést á elliheimilinu Grund mánud. 4.2. Rósa Kristmundsdóttir frá Hólmavlk lést á Hrafnistu í Reykjavík að kvöldi mánud. 4.2. FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 x>v Ásgeir Thoroddsen hæstaréttarlögmaður í Reykjavík Ásgeir Thoroddsen hrl., Flóka- götu 19, Reykjavík, er sextugur í dag Starfsferill Ásgeir fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1962, embættisprófi í lög- fræði frá HÍ 1967 og stundaði nám í opinberri stjórnsýslu við New York- háskóla 1970-72. Ásgeir var stundakennari við Hagaskólann 1963-65, fulltrúi bæjar- fógetans í Keflavík 1967-68, fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1968-69, starfsmaður SÞ í New York 1970-71 og starfsmaður Flótta- mannastofnunar SÞ í Genf 1971-72. Hann var hagsýslustjóri Reykjavík- urborgar 1972-77 og hefur starfað sem lögmaður í Reykjavík frá 1977. Þá kenndi Ásgeir opinbera stjóm- sýslu við lagadeild HÍ 1974 og 1975. Ásgeir sat í stjórn Heimdallar, fé- lags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík 1963-65, var formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúd- enta 1964, og er formaður Lög- mannafélags íslands frá 1999. Þá er hann stjórnarformaður í nokkrum fyrirtækjum. Fjölskylda Ásgeir kvæntist 21.3. 1964 Sigríði Halldóru Svanbjömsdóttur Thoroddsen, f. 26.11. 1944, þroska- þjálfa. Hún er dóttir Svanbjörns Frí- mannssonar, f. 14.7.1903, d. 9.7.1992, fyrrv. seðlabankastjóra, og k.h., Hólmfríðar Andrésdóttur, f. 4.9. 1915, húsmóður. Böm Ásgeirs og Sigríðar Hall- dóru eru Svanbjöm, f. 3.9. 1965, framkvæmdastjóri í Reykjavik, kvæntur Gunnhildi Sveinsdóttur kennara og eiga þau tvo syni; Gunn- ar, f. 30.10. 1969, hdl., búsettur í Reykjavík, kvæntur Auði Stefáns- dóttur og á hann einn son; Ásgeir, f. 18.4. 1971, læknir í Reykjavík,: kvæntur Þórdísi Þorsteinsdóttur og eiga þau einn son; Fríða, f. 2.11. 1980, nemi í heimspeki HÍ. Systkini Ásgeirs em Sigurður, f. 15.6. 1944, hdl. og starfsmaður hjá Ríkisábyrgðasjóði, búsettur að Steinum á Álftanesi; Dóra, f. 13.9. 1948, bókasafnsfræðingur hjá Borg- arbókasafninu; María Kristín, f. 30.9. 1954, kennari í Reykjavík. Foreldrar Ásgeirs: dr. Gunnar Thoroddsen, f. 29.12. 1910, d. 25.9. 1983, prófessor, borgarstjóri og for- sætisráðherra, og kona hans, Vala Ásgeirsdóttir Thoroddsen, f. 8.6. 1921, húsmóðir. Ætt Föðursystkini Ásgeirs: Sigríður, móðir Jóns Tómassonar borgarrit- ara; Kristin, móöir Helgu Kress lektors; Valgard rafmagnsveitu- stjóri, faðir Sigurðar skipulags- stjóra, og Margrét viðskiptafræðing- ur, móðir Egils efnaverkfræðings. Gunnar var sonur Sigurðar Thoroddsens, verkfræðings og yfir- kennara MR, bróður Þorvalds nátt- úrufræðing og Þórðar læknis, föður Emils tónskálds. Þriðji bróðir Sig- urðar var Skúli, ritstjóri og alþm., faðir Skúla alþm., Katrínar, yfir- læknis og alþm., Bolla borgarverk- fræðings og Unnar, móður Skúla Halldórssonar tónskálds. Sig- urður var son- ur Jóns Thoroddsens, skálds og sýslu- manns, sonar Þórðar, beykis á Reykhólum og ættfóður Thoroddsenætt- ar Þóroddsson- ar. Móðir Sig- urðar var Krist- ín Ólína Þor- valdsdóttir, um- boðsmanns í Hrappsey, Sí- vertsen. Móðir Gunn- ars var María Kristín Claessen, systir Ingibjargar, konu Jóns Þorlákssonar, forsætis- ráðherra og borgarstjóra. Bræður Maríu Kristínar voru Gunnlaugur yfirlæknir og Eggert, hrl. og banka- stjóri, faðir Kristínar Önnu hjúkr- unarritara, móður Solveigar Láru Guðmundsdóttur sóknarprests. María Kristin var dóttir Valgards Claessens landsféhirðis og Kristínar Briem, systur Eiríks prestaskóla- kennara, Páls amtmanns og Ólafs, alþm. á Álfgeirsvöllum, foður Þor- steins ráðherra. Kristín var dóttir Eggerts Briems, sýslumanns á Reynistað í Skagafirði, Gunnlaugs- sonar Briems, ættfóður Briemættar, Guðbrandssonar. Móðursystkini Ásgeirs: Þórhallur ráðuneytisstjóri og Björg, móðir Tryggva Pálssonar framkvæmda- stjóra. Vala er dóttir Ásgeirs, for- seta íslands, Ásgeirssonar, kaup- manns í Reykjavík, Eyþórssonar kaupmanns, bróður Feldísar, langömmu Kára Arnórssonar skóla- stjóra. Móðir Ásgeirs forseta var Jensína Björg Matthíasdóttir, tré- smiðs í Reykjavík, Markússonar. Móðir Völu var Dóra, systir Tryggva forsætisráðherra, fóður bankastjóranna Þórhalls og Björns og Klemensar hagstofustjóra. Dóra var dóttir Þórhalls biskups, bróður Vilhjálms á Rauðará. Þórhallur var sonur Bjöms, prófasts og skálds í Laufási, Halldórssonar. Móðir Dóru var Valgerður Jónsdóttir, b. á Bjamarstöðum í Bárðardal, Hall- dórssonar, b. þar, Þorgrímssonar. Ásgeir og Sigríður Halldóra eru í útlöndum. Sextmg Hildur Magnúsdóttir starfsmaður við dvalarheimilið Hornbrekku Hildur Magnúsdóttir, starfsmað- ur Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Hornbrekku, Ólafsfirði, Aðalgötu 29, Ólafsfirði, er sextug í dag. Starfsferill Hildur fæddist í Ólafsfirði og ólst þar upp. Hún lauk þar miðskóla- prófi en hefur auk þess sótt fjölmörg starfsnámskeið í gegnum tíðina. Hildur hóf störf við Dvalarheimil- ið í Skjaldarvík er hún var fimmtán ára. Á síldarárunum vann hún bæði á Siglufirði og Raufarhöfn. Hún sótti vetrarvertíðir til Vestmanna- eyja 1959-61 auk þess sem hún gegndi ýmsum verslunar- og þjón- ustustörfum bæði í Keflavík og Reykjavfk. Hún hefur unnið á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hornbrekku frá stofnun, 1982. Hildur hefur setið í stjórn Horn- brekku fyrir hönd starfsmanna og er í endurmenntunamefnd starfs- mannafélagsins STÓL. Hildur er mikil handavinnukona og hefur nú síðustu ár unnið mikið við bútasaum sem gerður hefur ver- iö góður rómur að. Fjölskylda Hildur giftist 26.12. 1964 Jóhanni Helgasyni, f. 1.10. 1940, smið. Hann er sonur Helga Jóhannessonar, f. 20.12. 1893, d. 26.2. 1978, og Guðrún- ar Pálínu Jóhannsdóttur f. 20.10. 1897, d. 26.12. 1991, en þau bjuggu í Syðstabæ á Ólafsfírði. Börn Hildar eru Aðalbjörg Ólafs- dóttir, f. 1.2. 1961, starfsstúlka, gift Ríkharði Lúðvíkssyni, f. 20.4. 1964, sjómanni, og eru börn hennar Jó- hann Heiðar Friðriksson, f. 16.10. 1979, en hans barn er Halla Björg, Hildur Gyða Ríkharðsdóttir, f. 1.2. 1986, og Lúðvík Már Ríkharðsson, f. 19.1. 1989; Magnús Guðmundur Ólafsson, f. 11.4.1962, tónlistarkenn- ari við Tónskólann í Ólafsfirði, en kona hans er Agnes Númadóttir, f. 4.3. 1962, starfsstúlka, og eru börn þeirra Númi Magnússon, f. 8.4.1982, Magnús Jón Magnússon, f. 20.1. 1985, Hildur Magnúsdóttir, f. 30.11. 1986, og Alexander Magnússon, f. 25.9. 1991; Helgi Jóhannsson, f. 13.9. 1964, þjónustustjóri Sparisjóðs Ólafsfjarðar, en kona hans er Bjarkey Gunnarsdóttir, f. 27.2. 1965, skrifstofumaður og leiðbeinandi í Barnaskóla Ólafsfjarðar, og eru börn þeirra Davíð Páll Steinarsson, f. 20.11. 1982, Klara Mist Pálsdóttir, f. 11.10.1987, Jódís Jana Helgadóttir, f. 11.1. 1999, Guðrún Pálína Jó- hannsdóttir, f. 29.1.1969, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar. Systkini Hildar eru Júlíus Fann- berg Magnússon, f. 8.10. 1936, út- gerðarmaður á Ólafsfirði; Sigurður Magnússon, f. 15.2. 1938, stýrimaður í Vestmannaeyjum; óskirð, f. og d. í júní 1939; Guðrún Magnúsdóttir, f. 15.6. 1945, búsett i Hafnarfirði; Erla Magnúsdóttir, f. 8.1. 1947, búsett í Hafnarfirði. Foreldrar Hildar voru Magnús Jón Guðmundsson f. 14.5. 1913, d. 7.2.1980, vélstjóri og útgerðarmaður í Ólafsfirði, og Jósefína Marsibil Jó- hannsdóttir, f. 12.6. 1914, d. 28.6. 1996, húsmóðir í Ólafsfirði. Ætt Magnús var sonur hjónanna Guð- mundar Ólafssonar og Freydisar Guðmundsdóttur á Ólafsfirði. Jósefina Marsibil var dóttir hjón- anna Jóhanns Kristinssonar og Sig- ríðar Guðmundsdóttur. Hildur og Jóhann taka á móti gestum að heimili sínu á afmælis- daginn eftir kl. 20.00. • 1»« Sveinn Vilhjálmsson verkamaður í Hafnarfirði Sveinn Vilhjálmsson verkamað- ur, Garðavegi 6c, Hafnarfirði, er fimmtugur í dag. Starfsferill Sveinn fæddist að Ljósafossi í Grímsnesi en er alinn upp í Reykja- vík. Hann flutti síðan í Hafnarfjörð- inn 1975 og hefur átt þar heima síð- an. Sveinn starfaði hjá íslenska álfé- laginu um skeið. Hann stundaði síð- an svepparækt en starfar nú hjá Bátasmiðju Guðmundar. Fjölskylda Sveinn kvæntist 30.7.1983 Jóninu Björk Sveinsdóttur, f. 7.12. 1957, ræstitækni. Hún- er-dóttir Sveins Ólafs Sveinssonar, sem er látinn, húsasmíðameistara, og Rebekku Helgu Aðalsteinsdóttur húsmóður. Dóttir Sveins frá fyrra hjóna- bandi er Elín Rós Sveinsdóttir, f. 4.2. 1974. Börn Sveins og Jónínu Bjarkar eru Rebekka Helga, f. 5.5. 1978; Vil- hjálmur Árni, f. 30.1. 1985; Ásta Björk, f. 29.6. 1991. Hálfbræður Sveins, sammæðra, eru Markús Sigurgeir Kristjánsson, f. 24.2. 1947, starfsmaður hjá ís- lenska álfélaginu, búsettur í Hafnar- firði, kvæntur Báru Magnúsdóttur og eiga þau þrjú börn; Þorsteinn Ragnarsson, f. 1.3. 1948, búsettur á Hellu, kvæntur Sigríði Hannesdótt- ur og eiga þau tvö börn. Alsystkini Sveins: Kristín Vil- hjálmsdóttir, f. 9.7. 1953, búsett í Danmörku, og á hún fjögur börn en sambýlismaður hennar er Jorgen A. Olsen; Laufey Vilhjálmsdóttir, f. 17.8. 1954, búsett í Reykjavík, og á hún tvö börn; Guðrún Vilhjálms- dóttir, f. 13.1. 1957, búsett í Kópa- vogi, gift Jóni Guðmari Haukssyni og eiga þau þrjú börn; Magnús Vil- hjálmsson, f. 30.9. 1958, búsettur í Reykjavík, kvæntur Svövu Hall- grímsdóttur og eiga þau sjö börn; Hólmfríður .Vilhjálmsdóttir, f. 20.8. 1960, búsett í Reykjavík en sambýl- ismaður hennar er Ásgeir Jóhannes Kristjánsson og eiga þau fjögur böm. Foreldrar Sveins voru Vilhjálmur Sveinsson, f. 20.7. 1924, d. 23.8. 1987, verkamaður í Reykjavík, og k.h., Valgerður Kristólína Árnadóttir, f. 30.6. 1924, húsmóðir. Sveinn tekur á móti vinum og ættingjum í Slysavarnarhúsinu, Hjallahrauni í Hafnarfirði, föstud. 8.2. kl. 19.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.