Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2002, Blaðsíða 16
28 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 Skoöun PV Hver er besta bók sem þú hefur lesið? Iðunn Aðalsteinsdóttir nemi: Falskur fugl eftir Mikael Torfason. Allt eftir hann er gott. Hrund Jóhannsdóttir nemi: Viö Urðarbrunn, hún er mjög vel skrifuð og góð. Elísa Ólafsdóttir nemi: Eyðimerkurblómið, hún er spennandi en jafn ótrúlega skemmtileg. Kristín Kristjánsdóttir nemi: Satka Valka, hún er skemmtileg. Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir nemi: Hann var kallaður þetta, raunveruleg og hræðileg. Sigurbjörg Sigurpálsdóttir nemi: Bridget Jones ’s Diary, hún er bara fyndin. Rangar umferðartölur samgönguáætlunar: Misskilningur að mati aðstoðarvegamálast j óra Stúrframkvæmd á Reykjanesbraut Tölur í samgönguáættun samgönguráðherra gætu skekkt forsendur allrar forgangsröðunar í vegagerð á íslandi. HJón Rögnvalds- son aðstoðarvega- málastjóri vill gera athugasemd vegna fréttar DV um nýja sam- gönguáætlun í DV fóstudaginn 1. Jón febrúar 2002 þar Rögnvaldsson sem því er haldið skrifar: fram umferð í þéttbýli sé stór- lega vanreiknuð í tillögu stýrihóps um samgönguáætlun fyrir árin 2003-2014. Jón Rögnvaldsson telur um misskilning að ræða og vill að eftirfarandi komi fram: „í greininni er vitnað orðrétt í lið 1.2.2. í tillögunni þar sem fjall- að er um grunnnet samgangna. í lið 9.2. kemur fram að lagt er til að innifalið í þessu grunnneti séu 10 flugvellir, 33 hafnir og 5.200 km vega. Þeir vegir sem teljast til grunnnetsins eru eingöngu þjóð- vegir og eins og sjá má af lið 9.1.3. aðeins um 40% af þjóðvegakerfi landsins. Utan grunnkerflsins eru einnig allar götur í þéttbýli sem ekki eru þjóðvegir. Þrátt fyrir þetta teljast allir mikilvægustu og umferð- armestu þjóðvegir landsins til grunn- netsins. Umferð á vegum sem til- heyra grunnnetinu er nokkuð vel þekkt, sjálfvirkir umferðarteljarar eru dreifðir á þjóðvegum um land allt og hefur á sumum stöðum jafnvel verið talið áratugum saman. Á þjóð- vegum inni í þéttbýli liggur einnig fyrir mikið af talningum þannig að telja verður að umferð á þeim sé bet- ur þekkt en á öðrum götum. Tillögur stýrihópsins um sam- gönguáætlun fjalla um framkvæmdir við grunnnetið. Ekkert er fjallað um Utan grunnkerfisins eru einnig allar götur í þéttbýli sem ekki eru þjóðvegir. framkvæmdir við götur í þéttbýli sem ekki eru þjóðvegir og teljast þvf ekki til grunnnetsins. Af því leiðir að skipting heildarumferðar milli um- ferðar á vegum i dreifbýli og umferð- ar á götum í þéttbýli skiptir ekki máli í þessu samhengi. Umferð á vegum í grunnnetinu er hins vegar þekkt.“ Athugasemd blaðamanns „Það hlýtur að teljast harla ein- kennilegt að sjálfur sam- gönguráðherra landsins skuli senda frá sér jafn viðamikla skýrslu og er f umræddri samgönguáætl- un 2003-2014 ef lykiltölur þar eiga hreinlega ekki að skipta neinu máli. Jón Rögnvaldsson aðstoðar- vegamálastjóri gerir enga tilraun til að hrekja tölur sem fram komu í DV, nema að þar sé um ein- hvern misskilning að ræða. Þá segir hann að lykiltölur samgönguáætl- unar um skiptingu um- ferðar eftir vegum, sem forgangsröðun verkefna f vegagerð byggir allt sitt á, skipti bara engu máli! Samt er þetta væntanlega forsenda útdeilingar vegafjár. Reyndar staðfestir opið bréf frá Erni Sigurðssyni til vegamálastjóra í DV f gær að frétt blaðsins var rétt. Það er vitað að um 60% af ökutækj- um landsins eru á höfuðborgarsvæð- inu. Að halda því fram, eins og gert er í skýrslunni, að fleiri ökutæki fari um þjóðvegi utan þéttbýlis en fara um þjóðvegi innan þéttbýlis getur þvf ekki átt við rök að styðjast. Nefna má sem dæmi að tugþúsundir bíla fara daglega um flesta skilgreinda stofn- vegi Vegagerðarinnar (samkvæmt samgönguáætlun) á höfuðborgar- svæðinu á hverjum einasta degi. Að meiri umferð sé á þjóðvegum eða stofnbrautum utan þéttbýlis á land- inu en innan getur því ekki verið annað en flarstæða. -HKr. Drekkingarhylur hinn hroðalegi J.M.G. skrifar: Atburðimir við Drekkingarhyl eru einhverjir þeir hroðalegustu f íslenskri sögu. Nú hefur það gerst að tveir alþingismenn hafa flutt þingsályktunartillögu um að endur- heimta Drekkingarhyl eins og þeir kalla það. Sérstaklega sjá þeir eftir klettasnösinni þar sem dauðadæmd- um konum var hrint fram af. Er öll greinargerðin með tillögunni afar sérkennileg lesning. Þar segir t.d. „Konur sem fundn- ar voru brotlegar við ákvæði Stóra- dóms um óhæfu og fordæðuskap voru settar í hærusekk og drekkt í hylnum ...“. Orðin „óhæfa“ og „for- dæðuskapur" eru notuð í fornum ritum. En hvað er átt við með þeim? „Svo stendur í greinargerð- inni „sá svelgurinn um það með iðuköstum sínum að dauðastríð þeirra tœki fljótt af“. - Ekki er annað að skilja en flutningsmenn telji að dauðastundin hafi verið bara „hugguleg“, takk!“ Það sem þessar konur voru dæmdar fyrir og er kallað „óhæfa" og „for- dæðuskapur" var hórdómur og siflaspell! Svo stendur í greinargerðinni „sá svelgurinn um það með iðuköstum sínum að dauðastríð þeirra tæki fljótt af‘. - Ekki er annað að skilja en flutningsmenn telji að dauðastundin hafi verið bara „hugguleg", takk! Það var ekki takmark á þeim tíma að dauðastundin tæki fljótt af. Vafasamt er að stoð hafl verið í lög- um um að drekkja þessum konum, heldur átti að hálshöggva þær. En þeirra tíma siðapostular hafa sjálf- sagt talið drekkinguna maklegri því hún tæki ekki eins fljótt af. Halldór Laxness segir í íslands- klukkunni: „Á einum stað í Al- mannagjá snýr Öxará við í farvegi sínum eins og henni hafi ofboðið, og brýst þversútúr gjánni. Þar verður hylur kvennanna hinn mikli, Drekkingarhylur." - Já, skáldinu of- bauð og ánni líka. Þjóðin er þó ekki að komast upp á kant við skáldið sitt eina ferðina enn? '"*> Jóhanna Sigurðardóttir hefur ekki verið kölluð „heilög Jóhanna" að ástæðulausu. Garri heyrði í henni á einhverri útvarpsstöðinni hundskamma Vilhjálm Egilsson og olíufyrirtækin fyrir óttalegt nöldur og væl undan Samkeppnisstofnun. Satt að segja er langt síðan Garri hefur heyrt jafn kjarn- yrta ræðu hjá stjómmálamanni - ef undan er skilinn Sverrir Hermannsson sem er alltaf svo kjarnyrtur að stóryrðin eru löngu orðin máttlaus úr munni hans. Tilefni skamma Jóhönnu er um- kvörtun Verslunarráðs fyrir hönd olíufélaganna vegna framgöngu Samkeppnisstofnunar í húsleit- armálunum í desember síðastliðnum. Þar hefur Vilhjálmur gengið fremstur í flokki og borið þungann af undirbúningi klögubréfsins sem sent * var til Valgerðar viðskiptaráðherra. Jóhanna seg- ir einfaldlega að Vilhjálmur sé ekki í neinni krossferð fyrir réttlæti og bættum viðskiptahátt- um, heldur sé hann að leita hefnda fyrir Sjálf- stæðisflokkinn, olíufélögin og fyrirtækin í ldnd- inu, sem sjái ofsjónum yfir heimildum Samkeppn- isstofnunar til að fylgjast með og vilji helst að peningaöflin geti farið sínu fram í einu og öllu án v nokkurra afskipta frá almannavaldinu. Þrír hattar Jóhanna skammast m.a. út í hattasafn Vil- hjálms, því ekki einasta sé hann með sérstakan hatt sem dyggur þjónn og liðsmaður flokkseigenda í Sjálfstæð- isflokknum heldur sé hann líka for- maður í efnahags- og viðskiptanefnd og í þriðja lagi sé hann síðan fram- kvæmdastjóri Verslunarráðsins. Síð- an setji hann einfaldlega upp þann hattinn sem best henti hverju sinni og reyni að koma hagsmunamálum sinna umbjóðenda á framfæri þannig. Fyrst hafi hann verið sálu- sorgarinn í flokknum þegar Sam- keppnisstofnun óð á skítugum skón- um inn á flölskyldurnar flórtán með húsleit hjá sjálfum Skeljungi. Síðan var hann formaður efnahags- og við- skiptanefndar þegar Samtök atvinnu- lífsins sendu nefndinni umkvörtun um málið og þegar nefndin vildi ekki sinna þessu kvabbi hafi hann sett upp Verslunar- ráðshattinn og lagt fram umkvörtunina sjálfur. Því ekki dómstólaleiöin? Garri efast ekki um að Jóhanna er allt of vond við Vilhjálm, því hann er jú góður drengur. Og þegar umkvörtun Vilhjálms er skoðuð fer ekki hjá því að hann hefur heilmikið til síns máls varðandi það að fram- ganga Samkeppnisstofn- unar var ansi harkaleg. Hvort hún var hins veg- ar óeðlileg er ekki eins auðvelt um að dæma.' Hinu verður þó ekki neitað með Vilhjálm, að óneitanlega gengur gagnrýni Jóhönnu á hið fiölbreytta hattasafn Vilhjálms upp og það lítur í það minnsta þannig út að Vilhjálm- ur hafi verið fenginn til að keyra áfram málið með öllum tiltækum ráðum - og höttum. Því það er náttúrlega ekki hægt annað en taka undir með Jóhönnu þegar hún spyr: Úr því olíufélögin töldu í raun og veru á sér brotið - af hverju var málið ekki einfaldlega kært og dóm- stólaleiðin farin í stað þess að mjálma þetta utan í Valgerði? Það hefði satt að segja litið mun betur út fyrir Vilhjálm og fækkað hjá honum höttunum í þessari baráttu hans við Samkeppnisstofnun! Hattar Vilhjálms Hagsmunir farþega eöa flugmanna? Guðmundur Sveinsson skrifar: Mörgum okkar sem stöndum álengdar og lesum um skrípaleikinn sem leikinn er í samgönguráðuneyt- inu gagnvart Flug- málastjórn, trúnað- arlækni hennar og auðvitað flugmála- stjóra, finnst vera nóg komið af nefnd- um og ljóslega brengluðum „út- tektum", t.d. á störfum trúnaðarlæknis Flugmála- stjórnar, sem hefur allt sitt á hreinu og rækt starf sitt af trúmennsku og ábyrgð sem fylgir því að vera trúnað- arlæknir Flugöryggissamtaka Evr- ópu um útgáfu flugskírteina. Ef flug- maður (hvað þá flugstjóri) farþega- flugvéla dæmist með þótt ekki sé nema 1% líkur á endurteknum alvar- legum sjúkdómseinkennum hlýtur það að vera skylda trúnaðarlæknis gagnvart hinum evrópsku flugörygg- iskröfum að bregðast ekki hagsmun- um og trausti farþega og skrá þær takmarkanir í heilbrigðisvottorð sem nauðsynlegar teljast. - Spyrja má og hve langt sé hægt að ganga í því að þrýsta á veika hlekki í stjórnkerfinu svo og á ráðherra, sem virðist afar veikur fyrir samþjöppuðu valdi nefnda, lögmanna og flugmanna, sér- staklega flugmanna Flugleiða. Áskorun á Flugleiðir Kristinn Sigurðsson skrifar: Það voru vissulega mikil og góð tíð- indi að okkar ágæta flugfélag, Flug- leiðir, ætlar að stórauka flug til Kaup- mannahafnar og London. Margir munu fagna þeirri ákvörðun. Ég skora á Flugleiðir að bjóða upp á næt- urflug til Kaupmannahafnar sem væri þá ódýrara en hið almenna flug. Það yrði ekki síður vinsælt og þau flug myndu fljótt fyllast. Komutími til Kaupmannahafnar er þá einna bestur að mínu mati. Margir sem hafa kynnst þessari fyrrum höfuðborg okk- ar vflja gjarnan koma þangað aftur og aftur en það reynist mörgum erfitt vegna alltof hárra flugfargjalda. m Framsókn og Sjálfstæðisflokkur Sama mynstur hjé ríki og borg? Ríkisstjórn og borgarstjórn Eiríkur Ólafsson skrifa_r: Hvers vegna geta samstarfsflokk- amir í ríkisstjóm ekki tekið höndum saman í borgarstjórn Reykjavíkur og stjórnað, líkt og þessir flokkar gera svo víða í sveitarstjórnum á lands- byggðinini? Mér fyndist eðlilegt að sterka og samhæfa borgarstjórn væri hægt að mynda úr þessum tveimur flokkum. Það er ekkert eðlilegt og enn síður sigurstranglegt fyrir Framsókn- arflokknn að binda trúss sitt við þessa vinstri flokka í borgarstjórn Reykja- víkur. Framsóknarflokkurinn mun tapa gífurlega á því á öllu þéttbýlis- svæðinu hér í næstu alþingiskosning- um að vera í slagtogi með Samfylking- unni og Vinstri grænum. Að ekki sé nú minnst á nýja framboðið, með lækninum og þeim Sverrisdætrum, verði af því. Það er enn nægur tími til stefnu fyrir Framsóknarflokkinn að lýsa yfir samstöðu með Sjálfstæðis- flokki eftir kosnihgar og draga sig jafnframt út úr samfloti með R-listan- um. Sterkur leikur, jafnt fyrir fram- sóknar- og sjálfstæðismenn. IdV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. Sturla Böövarsson Leiksoppur öfganna?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.