Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2002, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 H> V Fréttir Landbúnaðarráðherra svarar gagnrýnendum landbúnaðarkerfisins: Drífa ekki nógu vel upplýst - ég er maður breytinga í íslenskum landbúnaði, segir Guðni Ágústsson Kynna sér máliö „Mér finnst að formaöur landbúnaðarnefndar verði að setja sig betur inn í þessi mál áöur en hún talar eins og hún gerir, “ segir Guðni Ágústsson. Fráfarandi kaupfélagsstjóri KEA, Eiríkur S. Jóhannsson, telur að íslenskur landbúnaður sitji á mikilli óinnleystri hagræðingu eins og hann orðar það. Menn eigi fyrst að huga að ástandinu hér heima fyr- ir áður en menn láti sig dreyma um útflutning. „Varðandi þessi ummæli Eiríks vil ég fyrst segja að hann virðist fara sár frá sínum verkum. Það er ekki mín sök. Hið rétta er að á síð- ustu árum hefur náðst gríðarleg hagræðing i íslenskum landbúnaði og stendur enn yfir. Við sjáum t.d. þróunina í mjólkuriðnaði og hún hefur einnig orðið mikil í kjöt- vinnslum og sláturhúsum, þótt ef- laust sé hægt að gera betur í þeim efnum. Ég hef aldrei staðið gegn hagræðingu og ég hef alltaf haldið því fram sem landbúnaðarráðherra að hlutverk bóndans sé mjög erfitt og krefjandi og að við verðum að fá besta og hæfasta fólkið til að vinna að íslenskum landbúnaði. Mín sýn beinist ekki síst að því að menn efli innanlandsmarkað en hafi jafn- framt í huga hið fjölþætta hlutverk landbúnaðarins. íslenski hesturinn er lykilþáttur í ferðaþjónustunni og dregur flesta ferðamenn til lands- ins. Hvort sem um ræðir bóndann, landið eða afurðimar þá eru menn að viðurkenna það í auknum mæli að landbúnaðurinn gegnir stærra hlutverki í þessu en áður. Það sem átti að gera fyrir löngu var að leita að dýrum sérmörkuðum eins og við erum komnir í samband við í dag og gefa okkur nýja von. Þess vegna segi ég að þótt útflutn- ingsuppbætur séu lagðar af hefur ríkisstjómin og Alþingi séð ávinn- ing tengdan ferðaþjónustunni sem fram hefur komið meðal annars i markaðssókn í gegnum Átak og landafundaverkefnið. Við erum að fá gott verð fyrir íslenska fjalla- lambið á Bandaríkjamarkaði. Þar eru menn að greiða 2000-3000 krón- ur fyrir kílóið út úr búð af læri eða hrygg en það verður að halda utan um svona markað og það tekur langan tima að þróa hann. Þess vegna tel ég mjög mikilvægt að af- urðastöðvamar vinni miklu meira saman. Drífa illa upplýst - Formaöur landbúnaðarnefndar, Drífa Hjartardóttir, hyggur, líkt og Eiríkur, að verulega verði að taka til í sauðfjárræktinni, menn séu á villigötum þar. Hún bendir á að kerfið sé mjög framleiðsluhvetjandi en þegar útflutningur sé svona lítill og bændur fái jafnlágt skilaverð og raun ber vitni séu menn ekki á réttri leið. Hverju svararðu því? „Mér finnst að formaður landbún- aðamefndar verði að setja sig betur inn í þessi mál áður en hún talar eins og hún gerir. í fyrsta lagi er ekki alvarleg birgðastaða hér í lambakjöti og í öðru lagi hafa bænd- ur og rikisvaldið gert með sér samn- ing um nokkuð metnaðarfullt kerfi sem snýr að gæðastýringu í sauð- fjárrækt sem Alþingi ásamt for- manni landbúnaðarnefndar, með Drifu Hjartadóttur i broddi fylking- ar, hafa nú staðfest á öllum sviðum og sem tekur gildi 1. janúar 2004. Sá samningur miðar að hagræðingu í búgreininni. Gæðastýringin mun kalla á meiri fagmennsku, betri merkingar, upplýsingar um lyfja- notkun o.s.frv. Neytandinn mun þvi eiga völ á vöru sem uppfyllir ströng- ustu upplýsingar um rekjanleika af- uröanna. Þetta er krafa öflugra neytendasamtaka um allan heim. wssmmm; Björn Þorláksson blaðamaður Hitt er annað mál að ég álít að sauðfjárbændurnir verði að standa saman eins og einn maður. Þeir verða að takast á mn sín mál en lúta vilja meirihlutans. Þeir eiga allt undir samstöðu, ekki síst þegar kjúklinga- og svínabúskapur er kominn á jafn fáar hendur og raun ber vitni, svo ekki sé talað um smá- söluverslunina. Þeir verða líka að standa saman í því að rækta þessa dýru markaði erlendis. Þeir gefa nýja von. Svo er það spumingin hvort útflutningsprósentan, sem þeir settu sjálfir á sig, sé réttlætan- leg. Ég skal ekkert um það segja en ég hef stundum efast um það að þar meö sé lambakjötið orðiö afgangs- stærð inn á íslenskan markað. í Bandaríkjunum geta 45 tonn orðið að 450 tonnum eða 4500 tonn- um. Kaupmennimir í Bandaríkjun- um vilja eiga viðskipti við okkur, þeir dást að umgjörð okkar og eru baráttumenn fyrir fjölskyldubúum en ekki verksmiðum. Það stendur eftir í mínum huga að menn verði að marka sér heildarsýn i málinu til að geta fjallað um það. Ég set mig ekki á bekk með Drífu Hjartardótt- ur eða Markúsi Möller og því fólki sem nú berst gegn þessari þróun sem bændur gerðu samning um og Alþingi staðfesti.“ Hár sláturkostnaður - Telurðu að engra grundvallar- breytinga sé þörf á því kerfi sem menn viðhafa nú? „Það þarf að breyta kerfinu á margan hátt eins og ég hef sagt, bæði hvað varðar sláturhús og af- urðastöðvar. Ég er maður breytinga í þessum efnum.“ - Sauðfjárbændur kvarta mjög undan þvi að sláturkostnaður hafi ekki lækkað þrátt fyrir mikla fækk- un sláturhúsa, samruna og meinta hagræðingu. Er það sérstakt athug- unarefni? „Auðvitað er það svo en sauðfjár- bændur verða líka að átta sig á að sláturhúsin eru þeirra. Þeir eiga mörg þeirra og reka. Sláturhúsin eiga að vera þeirra tæki, bæði til að skapa ódýrari slátrun og betri markaðsfærslu. Hér voru aðilar fyrir nokkrum árum sem töluðu þannig að afurða- stöðvamar kæmu bóndanum ekkert viö. Hann átti bara að fá borgað út en aðrir að reka sláturhúsin. Þetta er ekki rétta myndin. í flestum lönd- um sem ég hef heimsótt telja bænd- umir að afurðastöðvamar séu eign bóndans og þannig þarf það að vera hér lika. Mjólkurbúin og sláturhús- in þurfa að vera framleiðendafyrir- tæki í sókn og vöm fyrir atvinnu- greinina. Ég skal ekki fullyrða hvað hér þarf margar afurðastöðvar en ég tel það eitt stærsta byggðamálið að kanna hvemig menn komi því fyrir að gera slátrun í sauðfjárbúskap ódýrari en um leið öflugri og að úr- vinnslan fari fram í byggðunum. Ég hef séð hvernig Sláturfélag Suður- lands vinnur á Selfossi og Hvols- velli og ég hef séö Fjallalamb fyrir norðan. Þá þekki ég Kf. Skagfirð- inga og hef fylgst með hvemig þessi fyrirtæki og reyndar fleiri hafa eflt starf sitt eftir hrun Goða hf, bænd- unum til hagsbóta. - Eiríkur telur að í hvert skipti sem einhver vogi sér að gagnrýna kerfið, stígi annar fram og þykist sjá gífurleg tækifæri í útflutningi. Þetta sé gert til að dreifa umræð- unni, þ.e.a.s. þyrla upp moldviöri. „Ég er hissa á Eiríki. Hann hefur sjálfsagt komið með góðum huga og unnið margt ágætt, þótt annað hafi mistekist. Það er alltaf gott aö vera vitur eftir á. Auglýsendur athugið Miðvikudaginn 17. júlí næstkomandi fylgir DV blaðaukinn Ferðir innanlands. Síðasti skiladagur auglýsinga er föstudagurinn 12. júlí Auglýsingadeild 550 5720

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.