Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2002, Blaðsíða 16
16 + 17 DV Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aðstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíö 24,105 Rvík, síml: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Ritsfjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viötöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Kjötútflutningur á viíligötum Það er ekki nýtt að landbúnaðarkerfið hér á landi sé gagnrýnt og það harkalega. Það sé skattgreiðendum dýrt, lítt neytendavænt e'n þó ekki hagkvæmara bændum sjálf- um en svo að margir þeirra lepji dauðann úr skel, eink- um sauðfjárbændur. Gagnrýnin hefur verið sett fram í áratugi. Mörgum þykja breytingar skila sér hægt, lítt hafi verið hlustað. Varla er þó hægt að skella við skolleyrum þegar slík gagnrýni kemur frá þeim sem gerþekkja mál- ið, þeim sem hafa orðið að vinna eftir leikreglum kerfis- ins. Eiríkur S. Jóhannsson, fráfarandi kaupfélagsstjóri KEA, gerir upp hluta þessa kerfis í Helgarblaðsviðtali í DV á laugardaginn. Dómur hans er sá að landbúnaðurinn hafi setið eftir í þróuninni, hann sé mörgum árum á eft- ir t.d. sjávarútvegi. Eiríkur segir menn, hvort sem er hjá afurðastöðvunum eða hagsmunasamtökum bænda, ekki vinna nógu ötul- lega að óumflýjanlegum breytingum. Afurðastöðvum mun fækka, segir hann. Að því verður að vinna í stað þess að berjast gegn þróuninni. Stýra verði breytingun- um frekar en verða óhjákvæmilegur hluti af þeim. Þessi heilræði hljóta þeir að taka til sín sem eiga. Kaupfélagsstjórinn fyrrverandi gagnrýnir ekki síst út- flutning kjötvöru, en það starf telur hann á villigötum. Hagtölur hafa raunar þráfaldlega sýnt að sá útflutningur skilar litlu nema tapi. Það er skoðun Eiríks að tal ráða- manna um gífurleg tækifæri í útflutningi sé algerlega ábyrgðarlaust og beri vott um að áherslur í landbúnaðar- málum séu rangar. Við verðum, segir hann, að gera ís- lenskan landbúnað hagkvæmari fyrir innanlandsmarkað áður en hugmyndir um að sigra erlendis eru lagðar á borð. „íslenskur landbúnaður,“ segir Eiríkur, „situr á gríðarlegri óinnleystri hagræðingu sem mun skila bæði neytendum og bændum ávinningi. Ef við klárum ekki það dæmi eigum við ekkert erindi inn á þann markað.“ Sölumenn á mála kerfisins hafa árum saman reynt að sannfæra þjóðina um vænlega markaði fyrir dilkakjöt er- lendis. Það hefur reynst tálvon ein enda verða menn að átta sig á því að heimsmarkaðsverð á matvælum stjórnar verði, jafnt í lambakjötssölu og sölu annarra matvæla. Þar getum við ekki keppt við stórútflytjendur líkt og Nýsjálendinga. í því sambandi er rétt að gefa gaum að orðum Eiríks þar sem hann fullyrðir að vogi einhver sér að tala um nauðsyn á hagræðingu í landbúnaði sé segin saga að daginn eftir berist okkur fregnir af áður óþekkt- um möguleikum til útflutnings landbúnaðarvara til Evr- ópu eða Bandaríkjanna. Þetta er gert, segir Eiríkur, til þess að drepa málið. Svo virðist sem ekki megi taka opna umræðu um raunverulega hagræðingu í landbúnaði. Vonandi eru orð Drífu Hjartardóttur, formanns land- búnaðarnefndar Alþingis, í DV á mánudag von um hug- arfarsbreytingu. Þar segir nefndarformaðurinn að veru- lega verði að taka til í sauðfjárræktinni og þeir sem vilji standa í útflutningi verði að gera það á eigin kostnað. Drífa kallar eftir breytingu á kerfinu enda séu menn á villigötum með það. Vissulega hefur sauðfjárbúum fækk- að, búin ýmist blönduð eða þau hafa stækkað. Lengra verður þó að ganga gegn því kerfi sem Markús Möller, hagfræðingur og varaformaður Neytendasamtakanna, kallar alvitlaust og raunar lögbundið hokur bænda. Gera verður þeim bændum sem geta stundað sauðfjárbúskap kleift að stækka bú sín svo framleiðsla, til neyslu innan- lands, verði arðbær. Aðstoða þarf aðra við að hætta hokr- inu, til að rífa sig upp úr þeirri fátækt sem ekki á að líð- ast í íslensku velferðarþjóðfélagi. Jónas Haraldsson __________________________________________FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002_FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 DV Skoðun Frían matarfisk í soðið Kjallari Lúövík Gizurarson hæstaréttar- lögmaöur Ef menn eiga íbúð og leigja hana út þá fá menn sjálfir leigutekjurnar og nota þær. Ef íbúðareig- andinn lætur annan sjá um útleiguna fyrir sig þá skilar sá hinn sami leig- unni tii íbúðareigandans. Ef hann stingur leigunni sjálfur „í vasann“ og skil- ar ekki þætti það ekki gott eða heiðarlegt. Hæstiréttur íslands hefur dæmt öllum almenningi fiskimiðin við landið. Samt halda gjafakvótamenn áfram að leigja út flskimiðin og skila almenningi ekki einni krónu af leig- unni. Þeir taka hana sjálfir til sín „í vasann" og halda áfram að haga sér eins og ríkisstjórnin hafi gefið þeim einum og sjálfum fiskimiðin við landið. Þetta hefur Hæstiréttur landsins dæmt að ekki sé siðferðileg- ur grundvöllur fyrir þar sem al- menningur eigi fiskimiðin við landið að hans dómi. Menn leigja ekki út annarra eign og taka peningana. Það er ekki heiðarlegt. Svo einfalt er það. Auðlindasjóður Sú krafa hefur komið fram og hef- ur vaxandi fylgi að stofnaöur verði Auðlindasjóður og sé t.d. varðveittur í Seðlabanka íslands. Sjóðurinn tæki við leigu fyrir gjafakvótann en leigan færi ekki lengur „í vasann" hjá ein- stökum gjafakvótamönnum sem eiga ekkert í fiskimiðunum samkvæmt dómi Hæstaréttar íslands. Auðlindasjóðurinn myndi fljótt safna upp miklu fé þar sem gjafakvótamenn taka mikið „í vasann" í dag t.d. I gegnum leigukvótann en hafa í raun og veru engan siðferöilegan rétt til þess sbr. úrskurði dómstóla í kvótamálum. Eru að gína yfir eigum annarra með að- stoð Alþingis og ríkisstjóm- ar. Góð leið til aö stofna Auð- lindasjóðinn væri leiga á nokkrum sóknardögum til smærri báta til reynslu í upphafi. Slíkir bátar gætu leigt sóknardaga af Auð- lindasjóðnum svona til að byrja á málinu gegn því að skila t.d. 25% af andvirði afla í Auðlindasjóðinn skv. löndunarskýrslu. Setja má slíkri leigu ýmis skilyrði svo sem með útgerðarstöð frá smáþorpi, meðferð afla o.s.frv. Svo væri allt brott- kast stoppað með þessu fyr- irkomulagi þar sem þessir smærri bátar myndu græða á því að koma með allt brott- kastið að landi og myndu jafnvel borga þessi 25% með fyrra brottkastinu. Allt kæmi að landi og engu hent í sjóinn lengur eins og nú er gert. Kjarabót - matarfiskur Kominn er tími á það að venjulegt fólk fái frían fisk í soðið og hann verði greiddur af tekjum sem fengnar væru með leigutekjum af fiskimið- unum. Það er raunhæf kjarabót fyrir marga að fá öll sín kaup á matarfiski frí og greidd úr Auðlindasjóðn- um. Þetta er ekki tekið frá neinum þar sem almenning- ur á fiskimiðin og er aðeins að fá til baka lítinn hluta af þeim rétti sem Hæstiréttur Islands hefur dæmt almenn- ingi. Fær brot af sínum dæmda rétti. „Kominn er tími á það að venjulegt fólk fái frí- an fisk í soðið og hann verði greiddur af tekj- um sem fengnar vœru með leigutekjum af fiski- miðunum. Það er raunhæf kjarabót fyrir marga að fá öll sín kaup á matarfiski frí og greidd úr Auðlindasjóðnum.“ Komið hefur í ljós að hag- stætt er að ala áfram smá- þorsk sem mikið veiðist af. Hann lendir í dag allur í brottkasti og verður ekki verðmæti. Undanfarið hafa verið gerðar tilraunir með áframeldi á smáþorski sem fluttur hefur verið lifandi að landi. Nota má til hjálpar fljótandi súrefni sem fram- leitt er hér á landi. Þetta eldi gengur vel og hefur skilað hagnaði. Við höfum ekki lengur efni á að henda verð- mætum. Þama getur orðið um stórútílutning að ræða, þ.e. smáþorskur alinn áfram í kvíum og slátrað svo. Ekki hent lengur. Hrynur þorskstofninn? Nokkuð er síðan togara- rallið sýndi að næstum allur þorskur eldri en 5-6 ára er horflnn af togslóðinni. Um hreina ofveiði er að ræða. Þess vegna hefði átt á þessu ári að lækka árlega þorsk- veiði úr núverandi 190.000 tonnum í t.d. 100.000 tonn eða minna. Ákveðið hefur verið nýlega að halda ofveiðinni á þorski í bOi áfram sbr. sein- ustu veiðiráðgjöf Hafró. Veiða skal seinasta þorskinn ef gjafakvótamenn geta sjálílr áfram með því fengið „í vas- ann“. Stöðugt berast nýjar og nýjar fréttir um það aö sam- tök erlendis um náttúruvernd láti ofveiði við ísland til sin taka. Þau hafa nokkur nýlega mótmælt ofveiði á þorski hér við land og telja þorskstofninn okkar ekki vera sjálfbæran stofn lengur. Með þvi eiga þau við t.d. síðasta tog- ararall þar sem stóri þorskurinn var að mestu horflnn. Með rallinu liggur fyrir aö vafi er á með nægan stóran þorsk til að halda uppi næstu hrygn- ingu á þorski snemma árs 2003 og síðan áframhaldandi árlegri hrygn- ingu. Raunar var hrygning líklega lé- leg vorið 2001. Einnig getur hrygning þetta árið eöa 2002 líka hafa verið lé- leg. Þegar stóra og gamla þorskinn vantar þurfa hrygningarskilyrði að vera sérlega hagstæð og óvenjulega góð ef sæmOega stór þorskárgangur á að alast upp. Með hruni þorskstofnsins er hægt að setja stóru togarana í brotajám þar sem engin raunhæf verkefni eru lengur fyrir þá. Þeir hafa haldið sér uppi seinustu árin með hreinum rík- isstyrk sem hefur numið tugum milljarða árlega. Þá er átt við einka- heimOd stóru togaranna tO togveiða á grunnslóðinni sem hefur reynst vera mjög hættulegt þorskinum. Slíkar veiðar eru hrein eyðOegging á þorskstofninum sbr. lélegt ástand stofnsins í dag og verulega hættu á algeru hruni hans. Einokun tO þorskveiða með tOheyrandi kvóta og miklar veiðar á smáþorski á grunn- slóðinni sem svo er hent að hluta í sjóinn aftur getur ekki haldið áfram lengur. Engin blaðaskrif hafa haft nokkur áhrif tO að draga úr eða stoppa núverandi ofveiði á þorskin- um. AOar slíkar aðvaranir fara beint í ruslakörfuna. Samt verður það svo að þama mun þorskurinn sjálfur eiga síðasta orðið. Þegar stofn hans hrynur þá er ekkert að rifast um lengur. Stóru tog- aramir eru þá brotajám. Sandkom Þögnin er gulls ígildi Eitt best geymda leyndarmál íslenskra stjómmálamanna, og helsta „trikkið" til öraggs frama, er jafnframt ótrúlega einfalt. LykOlinn að frægð og frama virðist vera þögn. Þegiðu og þér verður umbunað á æðri stöðum. Þetta hefur greinOega reynst ýmsum af okkar ástkærustu stjómmála- mönnum ákaflega vel. Hver man t.d. ekki eftir er alþingismaðurinn Ólafur Ragnar Grímsson tók upp á því einn góðan veður- dag að steinþegja í þingsalnum. Þagði hann um hvert hitamálið af öðru og upp- skar að lokum hrós þjóðarinnar með því að vera kosinn forseti. Nú fleiri þekkt dæmi eru tO. Þor- steinn Pálsson hætti að tala innan veggja Sjálfstæðisflokksins og varð sendiherra í London, Sighvatur Björgvinsson fór í þagnarbindindi og gerðist framkvæmda- stjóri Þróunarsamvinnustofnimar Islands og Jón Baldvin Hannibalsson ákvað að hætta að tala sem fslenskur pólitíkus og fékk sendiherrastöðu í Bandaríkjunum að launum. I orrahríð sem staðið hefur innan Framsóknarflokksins um Byggðastofnun velta menn hins vegar fyrir sér hvort þar á bæ hafl menn ekkert heyrt af þessu leyndarmáli þingmanna. Spurt er i því samhengi hvaða embætti Kristinn H. Gunnarsson hefði fengið - bara ef hann hefði kunnað að...!!! Ummæli Bjartsýnir, hug- myndaríkir, snjallir H„Athafnamennska er einstaklingsbund- in. Sumir hafa hana í sér og aðrir ekki. Það einkennir flesta athafnamenn að þeir eru hugaðir, bjart- sýnir, hugmyndarík- ir, snjaOir, útsjónarsamir og hafa mikla þörf fyrir sjálfstæði. Þeir em hreyfiafl og láta hlutina gerast. Út- geislun þeirra smitar út frá sér og hvetur aðra tO dáða. Þeir skapa störf fyrir aðra og þeir geta heldur ekki án annarra verið tO að ná markmiðum sínum. Það er hinsveg- ar tímanna tákn að hún eigi ekki lengur við gamla klisjan um að langskólagengnir viðskipta- og verk- fræðingar séu eingöngu í vinnu hjá öðrum. Það er ekki lengur haf og himinn mOli fræða og athafna.“ Jón G. Hauksson I leiöara Frjálsrar verslunar. Röng og villandi skilaboð „Það umhverfi sem sauðfjár- ræktendur búa við ýtir undir að framleiöendur fái röng og vfilandi skilaboð um markaðsaðstæður og kemur þannig i veg fyrir að eðli- legt jafnvægi myndist á markaðn- um. Niðurgreiddur útflutningur, sem fjarlægir framleiðslu umfram eftirspum af markaðnum, kemur í veg fyrir að verð lækki til neyt- enda á innanlandsmarkaði og fjar- lægir hvata og möguleika framleið- enda tfi þess að hagræða í rekstri. Bendir jafnvel ýmislegt tfi þess að kerfið sé svo Ola gallað að það hvetji ávaUt tfi aukinnar fram- leiðslu. Víða í landbúnaði hefur verið horft vonaraugum tO er- lendra markaða fyrir umframfram- leiöslu en árangur af slíkum út- flutningi hefur látið á sér standa, jafnvel þótt ekki sé verið að selja framleiðsluna á fuUu kostnaðar- verði. Ástæðulaust er fyrir skatt- greiðendur að taka þátt í slíkri tO- raunastarfsemi." Úr leiöara Viðskiptablaösins í gær Arfur uppeldisins „Stattu þig, strákur. Þannig upplifði ég æskuna. SkUyrðislausa hlýðni, þegnskap, störf, aga. En æskuárin voru og eru sömuleiðis björt í minn- ingunni, leikur, gleði, athafnir. Og ör- yggi og ást og agi. HeimUið var at- hvarf sem ég átti og unni. Þar var skjól þegar á bjátaði, þar var mamma stoðin og styttan þegar á reyndi og þar var pabbi sem bar blak af mér. Þegar ég fór sjálfur að eignast böm, beitti ég meira og minna sömu aðferð- um að svo miklu leyti sem ég skipti mér af uppeldi bama minna. Ég get þó ekki hrósað mér af meðvituðum að- gerðum eða upplýsingum um gUdi uppeldisins né heldur hvarflaði það nokkum tímann að mér að þessi leir væri mótaður af mér frekar en þeim sem í hlut áttu, bömunum sjálfum." Ellert B. Schram í grein í Uppeldi. Listáhöfh Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur Kjallari Þegar. Listasafn Reykja- víkur, Errósafn, Borgar- bókasafn, Borgarskjaia- safn og Ljósmyndasafn Reykjavíkur voru flutt niö- ur aö Reykjavíkurhöfn fyr- ir tveim árum var um ieið stigiö skref í skipulags- málum sem skiptir sköp- um fyrir þróun miðborgar- innar. Flutningurinn hleypti nýju blóöi í miö- bæjarlífið og í stofnanirn- ar sjálfar. Útlán í höfuðstöðvum Borgar- bókasafnsins jukust um 100% fyrsta árið. Sýningarrými Lista- safnsins meira en tvöfaldaðist og endurhönnun Hafnarhússins er í sjálfu sér sérlega glæsfiegt verk arkitekta í fremstu röð. Skammt frá þessum menningarstofhunum vom fyrir Kaffileikhúsið og Hlaðvarpinn sem haldið hafa uppi ótrúlega margþættu lista- og skemmtanalifi síðustu tvo áratugi. Þar við bætast svo öO kaffihúsin og krámar sem mannblendnir Reykvíkingar og ferðamenn úr öfium heimshomum fyOa daglega. Bókabúð Pennans-Ey- mundsson er hverjum lesglöðum manni nauðsyn á þessum stað, lik- amsræktarstöðvamar virðast ekki utanveltu, Hitt húsið, menningar- og upplýsingamiðstöð ungs fólks, hefur hreiðrað um sig í gömlu Löggustööinni og hluta Pósthússins og gerir þaðan út Götuleikhúsið, Kolaportið er okkar „suðræna" markaðstorg undir þaki. Handan Geirsgötunnar á Austurbakka hafnarinnar á svo Tónlistar- og ráð- stefnuhöfiin að rísa ásamt hóteli. MikOs er vænst af þeirri fram- kvæmd, bæði fyrir tónlistarlífið í landinu, túrismann og verslun aUa og viðskipti í gamla bænum. Geirsgata-Mýrargata Alvarlegasta gagnrýnin sem fram hefur komið á verðlaunatO- löguna úr samkeppni um Tónlistar- og ráðstefnuhús er sú að fyrir val- inu varð stórbygging sem myndar eyju á Austurbakka hafnarinnar. Tenging við Lækjargötu og Kvosina er veik. Þótt byggingin virðist fal- leg á mynd leysir tfilagan ekki skipulagsvanda miðborgarinnar og skapar ekki forsendur fyrir mann- flæði mOli hafnar og Kvosar eins og vonir stóðu tO. Aðalhindrunin er fjögurra akgreina „þjóðvegur", Geirsgatan, sem skfiur að Tónlist- arhússreitinn og miðborgina. Á fjölmennum fundi sem nýlega var haldinn í Ráðhúsinu tO að fiskihöfh „Alvarlegasta gagnrýnin sem fram hefur komið á verðlaunatillöguna úr samkeppni um Tónlistar- og ráðstefnuhús er sú að fyrir valinu varð stórbygging sem myndar eyju á Austurbakka hafnarinnar. Tenging við Lœkjargötu og Kvosina er veik.“ kynna frumdrög að nýju skipulagi á Slippasvæðinu við Mýrargötu og fá fram umræðu og hugmyndir um framtíðarbyggð þar, virtust fundar- gestir almennt á þeirri skoðun að skipuleggja beri Austur- og Vestur- höfnina sem eina heOd. Á Slippa- svæðinu eins og í Austurhöfninni verði að tryggja flæði fólks á mOli gamla mið- og vesturbæjarins og hins fyrirhugaöa byggingingar- reits. En sama hindrun birtist þar í frumdrögum Borgarverkfræðings, fjögurra akgreina „þjóðvegur“ Mýr- argatan, í beinu framhaldi af Geirs- götunni. Vísindi að hlusta á fólk Reykjavíkurhöfn er í mikfili um- sköpun. Þar er að eiga sér stað ný atvinnuuppbygging tengd listum og menningu í góðum friði við fiski- höfnina. Enda lífið saltfiskur. Söfn- um á eftir að fjölga á svæðinu. Hvalbátamir eru sjálfsagður fyrsti vísir að Sjóminjasafni. En tO þess að endurskipulagning svæðisins geti lánast tO fufis er ekki um ann- aö að ræða en setja „þjóðveginn" Geirsgötu-Mýrargötu í undirgöng. Slík göng yrðu um kOómetri á lengd (Hvalfjarðargöngin em 7 km) og þætti hvergi mikið ef bora ætti í gegnum fjaO fyrir austan, norðan eða vestan. „Þaö er hluti af skipulagsvísind- um að hlusta á fólk,“ sagði Salvör Jónsdóttir, nýskipaður sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur, á fundinum í Ráðhús- inu á dögunum. „Geirsgötuna og Mýrargötuna í stokk,“ sagði fófidð. +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.