Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Blaðsíða 10
10 DV LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 Útgáfufélag: ÚtgáfufélagiB DV ehf. Framkvæmdastjórí: Hjalti Jónsson ABalritstjóri: Óli Björn Kárason Rltstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoóarrítstjórí: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Skaftahlið 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - ABrar deildir: 550 5749 Ritsúórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setnlng og umbrot: Útgáfuféiagið DV ehf. Plötugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Böm - markhópur eitursála Hin mikla vá fíkniefnanna og umræða um þau hefur fram til þessa lítt verið tengd börnum eða grunnskólum. Fremur hefur ver- ið talið að menn stæðu frammi fyrir vandamálinu þegar ung- lingar væru komnir á framhalds- skólaaldur. Almenningur vakn- aði því upp við vondan draum fyrr í þessu mánuði þegar fréttist af því að lögreglan á Blönduósi hefði handtekið þrettán ára dreng vegna fíkniefnasölu. Drengurinn hafði áður komið við sögu fíkniefnamála. í viðtali við foreldra hans kom í ljós að hann hafði lent í ýmsu alveg frá átta ára aldri, er hann komst fyrst í hendur lögreglu. Foreldrarnir sögðu að drengurinn væri greinilega orðinn handbendi fíkniefnasala. Á liðnu sumri var honum, sem vel að merkja er innan við fermingaraldur, hótað lík- amsmeiðingum ef hann borgaði ekki fíkniefnaskuld. Heim- ur slíks barns er ömurlegur. Barnaverndaryfirvöld komu drengnum fyrir á Stuðlum, neyðarmóttöku fyrir ungmenni. Mál þessa drengs er fráleitt einsdæmi en varð þó meðal annars til þess að vekja athygli á því að sífellt yngri ein- staklingar ánetjast fíkniefnum. Fíkniefnasalar virðast nú beina spjótum sínum að börnum. Þau eru auðveld fórnar- lömb þessara sölumanna dauðans, manna sem sjá sér leik á borði og véla þau til fikniefnasölu til þess að fjármagna neysluna. Komið hefur upp á yfirborðið að sala á fikniefnum með- al grunnskólanema verður stöðugt ágengari og að baki þeirri sölu er þéttriðið net dreifingar- og söluaðila. í frétt í Morgunblaðinu, fyrr í þessari viku, greindi skólastjóri frá því að sala fíkniefna yrði stöðugt ágengari, ekki síst þegar framboð á efnunum væri mikið. Hann sagði að þeir sem byrjaðir væru að fikta fengju efnin til dæmis frá eldri félög- um sem þá væru í sambandi við fíkniefnasala. Þegar nemendur eru farnir að neyta fíkniefnanna reglu- bundið, sagði skólastjórinn, verða þeir fljótlega milliliðir sjálfir, fyrst sendlar og síðar sölumenn enda stuttur vegur þar á milli. Haft var eftir skólastjóranum að mikið áhyggju- efni væri að tveir til þrír nemendur í hverjum 10. bekk grunnskóla í Reykjavík hefðu fiktað nokkrum sinnum með hass. Þá var vitnað i annan skólastjóra sem sagði skipulagt markaðsstarf unnið í tengslum við sölu á fíkniefnum en sú sala færi sjaldnast fram á skólalóðum. Ómögulegt væri að geta sér til um umfang sölunnar, en boðin færu fram gegn- um farsima og með SMS-skilaboðum. Ljóst er að bregðast þarf við hart. Óþolandi er að grunn- skólabörn búi við þessa hættu. Auka þarf samstarf for- eldra, skóla og lögreglu. Víða sjá foreldrar um svokallað foreldrarölt með því að ganga um nágrenni skólanna þar sem fylgst er með óeðlilegum mannaferðum. í þvi er að minnsta kosti fæling. Taka ber hart á hverju tilviki sem upp kemur en leggja um leið aukinn þunga á forvarnarstarf í skólum, félagsmiðstöðvum og öðrum þeim stöðum sem hafa með börn og unglinga að gera. Hvað forvarnir varðar má benda á ágætt framtak Þor- steins Hauks Þorsteinssonar, tollfulltrúa í fíkniefna- og rannsóknardeild. Hann hefur ferðast vítt um landið með fíkniefnahund embættisins og frætt börn um skaðsemi fíkniefna. Hann bendir börnunum á það, sem rétt er, að fikniefnasölunum er sama hvort kaupandinn lifir eða deyr. Hið eina sem salann skiptir máli er að ná peningunum. Þetta alvarlega mál snýr þó fyrst og síðast að foreldrun- um, að þeir tali við börn sín um fíkniefnahættuna, vari þau við og viti hvar þau eru og hvað þau aðhafast. Umhyggja, festa og ákveðnar reglur eru hagur barnanna. Jónas Haraldsson Hin hverfandi stétt Sigmundur Ernir Rúnarsson ritstjóri r m Ritstjjórnarbréf Réttur mánuður er þar til mesti verslunardagur ársins rennur upp með kvíða og flýti. Aðdragandi jól- anna er með þeim hætti hjá flestum landsmönnum að fólk sundlar við tilhugsunina. Málningarpenslar eru á lofti og parketlistar í skottinu og kortin eru að verða gatslitin í raufum búöanna. Þetta er hin kristilega kærleikstíð þegar ástin er mæld í umbúðum. Og enn er lagt af stað að finna glingur handa tengdamæðrum. Og þó þær eigi allt vantar þær gjöf, bara eitthvað. Því er það svo að æði margir standa inni i verslunum og vita ekki hvað þeir eiga að gera. Það er horft í kringum sig og vanlíðanin hleðst upp um hálsakotið þar til komið er auga á afgreiðslumann. Og þar hefst vandinn, siðari tíma vandi sem hefur óneitanlega sett miður góðan svip á íslenska versl- un og þjónustu í seinni tíð. í versl- unum nútímans verður fyrir svör- um svo ungt afgreiðslufólk að það veit ekki hvort það var að byrja eða hætta í vinnu sinni. Það bara er þama - í aukavinnu. Ungt fólk í framlínu íslensk verslunarstétt er að hverfa. Þetta er allnokkur fullyrð- ing en þróun i þessum efnum hefur verið á einn veg á síðustu ámm. Varla verður um það deiit að þjón- ustugæði í verslunum landsins hafa minnkað til muna á síðasta fjórðungi aldar. Verslunareigendur leita allra leiða til að spara í rekstri sínum og þar eð launakostnaður vegur þungt í bókhaldi þeirra er jafnan freistandi að kreppa kjörin. Fyrir vikið eru verslunarstörf í auknum mæli að verða íhlaupa- vinna. Ungt skólafólk er að verða uppi- staðan í verslunarstétt lands- manna. í matvöruverslunum er það orðið einkar áberandi og sömuleið- is fer hlutur þess óðum vaxandi í margvíslegum sérverslunum sem höndla með tískufot og skæði, leik- fong og gjafavörur. Þá er ekki leng- ur óvanalegt að rekast á pOta og stúlkur við afgreiðslustörf í jafn sérhæfðum verslunum og hús- „íslensk verslunarstétt er að hverfa. Þetta er all- nokkur fullyrðing en þró- un í þessum efnum hefur verið á einn veg á síð- ustu árum. Varla verður um það deilt að þjón- ustugœði í verslunum landsins hafa minnkað til muna á síðasta fjórð- ungi aldar. Verslunareig- endur leita allra leiða til að spara í rekstri sínum í harðnandi samkeppni og þar eð launakostnaður vegur þungt í bókhaldi þeirra er jafnan freist- andi að kreppa kjörin. Fyrir vikið eru verslun- arstörf í auknum mœli að verða íhlaupavinna. “ gagnabúðum og bílavörusölum. Jafnvel bílaumboð setja ungt fólk í framlínu sína, táninga sem eru ný- komnir með bílpróf. Kúnninn aukaatriði Þessi þróun er fyrir löngu komin út í öfgar og vel fyrir neðan virð- ingu neytenda. Það er ekki og verð- ur aldrei hægt að bjóða fólki sem ætlar að verja góðum hluta mánað- arlauna sinna í vandaðan varning að verslunarmaðurinn hafi ekki lágmarksþekkingu á eiginleikum vörunnar. Þetta er hins vegar að gerast út um borg og bæi á hverj- um degi. Neytendur vafra um versl- unarmiðstöðvar og eru vart virtir viðlits af þvi þeir virðast ekki leng- ur vera aðalatriði í huga verslunar- eigenda. Auðvitað eru á þessu góðar und- antekningar. En þær eru að verða svo fáar að neytendum er farið að bregða ef á vegi þeirra verður lip- urð, sjarmi og sérþekking í búðum. íslendingar eru verslunarþjóð og eyða sem kunnugt er kostulegum fúlgum í fót og glingur. Fátt gleður þá meira en þegar þeir eru gerðir að aðalatriði inn á milli vörurekk- anna. Og fátt ef nokkuð er betri auglýsing fyrir nokkra búð en vandaður verslunarmaður sem kann til starfa og hefur kynnt sér það sem hann selur. Ætli það ekki bara! Því miöur hrannast upp sögur af vitleysisgangi í verslunum lands- ins. Dæmigerð er saga af miðaldra manni sem fer í sérverslun með hlífðarfatnað til útivistar. í marga mánuði hefur hann vanhagað um fatnaðinn. Hann velur sér verslun eftir nokkra umhugsun, gjaman eftir að hafa séð glæsilega auglýs- ingu um vöruna. Og loksins er hann mættur og í reynd búinn að kosta verslunina nokkurn pening í að laða viðskiptavininn alla þessa löngu leið að heiman og niður i bæ. Undrin byrja inni í búðinni. Við- skiptavinurinn svipast um eftir af- greiðslufólki og sér að tvær stúlkur eru að ræða í farsíma uppi við af- greiðsluborð. Eftir nokkrar tíðinda- lausar mínútur skýst framhjá hon- um piltur með fatastafla undir höndum og kveðst aðspurður ekki geta svarað kúnnanum af því hann vinni ekki í réttri deild. Fari svo að unglingar búðarinnar yrði á við- skiptavininn eru svörin þunn og áhugalaus. Spuming: Er gerviefni í fóðri þessa jakka? Svar: Ja, ætli það ekki bara. Agaleysi kaupmanna Þessa áhugaleysis er farið að gæta i hverri tegund verslunar af annarri. Og hér er auðvitað ekki hægt að sakast við unga fólkið. Það tekur þá vinnu sem fæst. Það er einfaldlega ekki hægt að gera þær kröfur til þess að það búi yfir þekk- ingu reyndra verslunarmanna. Það á hins vegar að gera kröfur til verslunareigenda. Það á ekki að líð- ast að neytendur þurfi að skipta við óharðnaðan strákling innan við kjötborð í vandaðri stórverslun og drengurinn viti ekki hvað innan- lærisvöðvi er. Sögur á borð við þessa eru móðg- andi. Þær særa verslunarkennd landsmanna. Það er eins og kúnn- inn geti étið það sem úti frýs. Sam- tök íslenskrar verslunar eiga að taka á þessu agaleysi innan kaup- mannastéttarinnar. Það er ekki hægt að bjóða fólki hvað sem er, samanber enn eina söguna og sú kemur úr húsgagnaverslun. Þar var kona að spyrja hvaðan sófasett- ið væri. Stúlkukindin sem af- greiddi hana var ekki alveg viss um það en hélt að settið hefði kom- ið úr Tollvörugeymslunni! m # V lli IplhA,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.