Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Blaðsíða 45
l_A.UGA.RDA.OUR 23. NÓVEMBER 2002 Helqarblacf 30V Operu- söngvari númer eitt Kristinn Hallsson var meðal fyrstu Islendinganna sem lögðu stund á nám íóperusöng. Hann er í hugum margra óperusöngvari ís- lands númer eitt. Hann er 76 ára gamall og loksins er komið út veg- legtsafn með upptökum afsöng hans á geisladiski. Það er áreiðanlega engin ofrausn að kalla Kristin Hallsson óperusöngvara íslands númer eitt. Rödd Kristins hefur hljómað í vitund margra kynslóða íslendinga og sumt af því sem hefur verið sungið í útvarpinu finnst manni einhvern veginn að enginn geti sungið nema Krist- inn Hallsson. Kristinn fæddist 4. júní 1926 og er því 76 ára gamall þegar þetta birtist. Hann dvelur á Hrafnistu í Hafnarfirði og þangað heimsótti DV hann til þess að spjalla við söngv- arann um nýútkominn geisladisk sem var að koma í verslanir. Þetta er tvöfaldur geisladiskur sem heitir ein- faldlega Kristinn Hallsson bassbarítón og það er útgáfufé- lagið Söngvinir Kristins sem gefur diskinn út en Edda sér um dreifinguna. Kristinn tekur okkur með kostum og kynjum og lætur vel af heilsufari sínu og öllum aðbúnaði á Hrafnistu. Hann er í hjólastól eftir heilablóðfóll fyrir fáum árum en þótt líkaminn sé ef til vill farinn að gefa örlítið eftir er andinn óbugaður og hans öfluga, drynjandi bassarödd virðist enn vera á sinum stað að mestu. Sá sem þetta rit- ar heyrði hann síðast syngja á sviði Háskólabíós árið 1996 þegar karlakórinn Fóstbræður fagnaði 80 ára afmæli sínu. Það mun hafa verið síðasta skiptið sem Kristinn söng opinberlega og var þá 70 ára gamall. „Það er dásamlegt að vera hér og afskaplega vel hugs- að um mann. Ég fer hér í sund og hvað eina og hér er ynd- islegt starfsfólk," segir Kristinn og þegar spurt er um tón- listariðkun kemur í ljós að lítill kór starfar innan veggja heimilisins og þar á Kristinn að sjálfsögðu sinn sess. Afrakstur 30 ára söngs Upptökurnar á diskunum tveimur spanna þrjátíu ára tímabil og elstu upptökurnar eru frá 1954 en sú yngsta er Bjórkjallarinn frá 1985. Sumt var tekið upp í hljóðverum við sæmilegar aðstæður, annað var varðveitt í fórum Rík- isútvarpsins. Það var Þórir Steingrímsson, tæknimaður Ríkisútvarpsins, sem lagði verkefninu lið með því að yf- irfara allar upptökur og fjarlægja suð og aukahljóð eftir því sem kostur var. Upptaka af söng Kristins í óperunni II trovatore sem flutt var í Austurbæjarbíói 1956 hafa nokkra sérstöðu á diskinum, hún er unnin upp úr heimagerðri segulbands- upptöku en frumútgáfan er nú glötuð. Kristinn Hallsson fæddist inn í heim söngs og tónlist- ar. Hann er sonur Halls Þorleifssonar og Guðrúnar Ágústsdóttur. Þau hjónin voru ótvírætt einir helstu mátt- arstólpar tónlistarlífsins í Reykjavík um miðja tuttugustu öld. Hallur var söngstjóri og söngvari, einn af stofnendum Karlakórsins Fóstbræðra og félagi þar í meira en hálfa öld en hann söng einnig með Dómkirkjukórnum í jafn- langan tíma og stjórnaði karlakórnum Kátum félögum. Guðrún Ágústsdóttir var lengi ein fremsta sópransöng- kona landsins og framúrskarandi píanóleikari. Á heimili þeirra hjóna var stöðugur straumur tónlist- armanna, tónskálda og vina og vart mun hafa liðið sá dag- ur undir þeirra þaki að ekki væri tekið til söngs og hljóð- færasláttar af einhverju tagi. „Þeir komu á heimili foreldra minna meðal annars bæði Páll ísólfsson og Sigvaldi Kaldalóns með lög og tón- list sem þeir voru að semja og oft var mamma fengin til að syngja gegnum nýtt lag og gefa álit sitt á því,“ segir Kristinn þegar hann rifjar upp þessa æskudaga. Alltaf umltringdur tónlist Kristinn fór ungur til náms í Tónlistarskólanum og lærði á selló en Ásgeir bróðir hans á fiðlu og þeir léku oft með pianóleikaranum móður sinni og það er haft á orði hve mikil sönggleði og lífsgleði fylgdi þessu fólki alltaf í leik og söng. Kristinn byrjaði ungur að syngja með ýmsum kórum og hefur líklega komið fyrst fram fyrir tvítugt sem einsöngv- ari með Kátum félögum sem faðir hans stjórnaði. En lát- um hann segja sjálfan frá tildrögum þess að hann fór að læra að syngja: „Það geröist þannig að ég var ungur maður i Verslun- arskólanum og þar var kór í gangi. Þar var alveg ágætur [ Kristinn Hallsson dvelur í góðu yfirlæti á Ilrafnistu í Itafnarfirði. Það er sonur hans, Sigurður Kristinsson pí- anóstillari, sem stendur við stól föður síns. DV-mynd Sigurður Jökull söngmaður, Magnús Guðmundsson að nafni, sem seinna söng lengi í Fóstbræðrum. Við fórum að æfa saman glúnta og sungum þá á árshátíðum í skólanum. Þessi glúntasöngur varð til þess að ég fékk fyrsta óp- eruhlutverkið og eftir það varð ekki aftur snúið,“ segir Kristinn. Sá Magnús sem þarna er rætt um er faðir Jakobs Frí- manns Magnússonar, þekktur tónlistarmaður og athafna- maður á sinni tíð og mikill vinur Kristins meðan hann lifði. Óperusýningin sem Kristinn vísar til var mjög sérstök i íslenskri tónlistarsögu en það var Rigoletto sem var fyrsta óperan sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu vorið 1951. Kristinn söng þar hlutverk leigumorðingjans Sparafucile sem er vissulega ekki mjög stórt hlutverk en krefst djúprar og sterkrar bassaraddar og meðferð Krist- ins á því vakti umtalsverða athygli. í titilhlutverkinu í Rigoletto að þessu sinni var Guðmundur Jónsson sem einmitt hafði fengist við að segja Kristni nokkuð til í söng. „Um þetta leyti kom Stefán íslandi til mín og sagði að ef ég færi ekki til útlanda til að læra söng myndi ég sjá eftir því alla ævi.“ Fékk ekld atvinnuleyfi Það varð úr að Kristinn fór til London haustið 1951 og lærði þar við Royal Academy of Music og var útskrifaður 1954 með sérstöku láði eftir heldur skemmri tíma en aðr- ir nemendur. Helsti kennari hans var maður að nafni Normán Allin sem var einn frægasti bassasöngvari síns tíma og mjög virtur kennari. „Hann var alltaf kallaður til þegar þurfti að leysa Sjalapín af í einhverri óperunni. Okkur kom afskaplega vel saman,“ segir Kristinn sem bjó við fremur þröngan kost ytra enda Bretland enn í sárum eftir seinni heims- styrjöldina og næsta hús við bústað Kristins og Hjördísar eiginkonu hans var í rústum enn þegar þau dvöldu þarna. Meðan á náminu stóð söng Kristinn í einum þremur óp- erum í tengslum við skólann en þegar hann hafði lokið námi fékk hann tvö mjög freistandi atvinnutilboð. Annað þeirra var sérlega áhugavert en það kom frá Sadler’s Wells óperunni um að syngja þar tvö hlutverk, annars vegar Bartholo í Brúðkaupi Fígarós og Leporello í Don Juan. Hitt tilboðið var frá óperuhúsi sem sérhæfði sig í flutningi á óperum eftir Gilbert og Sullivan. Kristinn viðurkennir að það hafi freistað sín talsvert að taka þessum tilboðum og einnig var hann mjög hvatt- ur til þess að leita hófanna í Þýskalandi. En það varð ekk- ert af neinum slíkum áformum því Kristinn fékk ekki at- vinnuleyfi í Bretlandi og fór því heim aftur sumarið 1954. Hann hafði fyrir stórri fjölskyldu að sjá og atvinnutæki- færi fyrir söngvara ekki mjög mörg á íslandi svo hann hóf aftur störf við tryggingastarfsemi sem hann hafði stund- að áður en hann fór til náms. Allt yndislegt ævintýri Það varð því hlutskipti Kristins á langri ævi að starfa fyrst við tryggingar en síðan árum saman í menntamála- ráðuneyti þar sem hann stundaði meðal annars umsvifa- mikinn menningarinnflutning en hann sat þrisvar sinn- um í Listahátíðarnefnd og skipulagði einnig menningar- ferðir íslenskra listamanna um landsbyggðina. Þannig var Kristinn ekki aðeins umkringdur tónlist og söng í uppvexti sínum heldur vann hann innan um lista- menn allt sitt líf. „Það var oft óskaplega skemmtilegt því listamenn eru þannig fólk að það er ekki hægt að láta sér leiðast innan um það.“ Allt frá því að hann kom heim frá námi 1954 og fram yfir 1980 var Kristinn Hallsson þátttakandi í nánast öllum óperusýningum sem voru færðar upp á íslandi, hvort sem þær lentu á leiksviði eða voru fluttar í konsertuppfærsl- um. En skyldi einhver þeirra vera honum minnisstæðári en aðrar? „Ég var að reyna aö telja þær saman og er ansi hrædd- ur um að það sé ekki nákvæmt en óperurnar sem ég tók þátt í held ég að séu nálægt fimmtíu talsins. Það eru nokkrar sem mér fannst sérlega skemmtilegar en í raun og veru var maður alltaf þakklátur fyrir hvert hlutverk og þetta var allt eitt yndislegt ævintýri." PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.