Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2002, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2002, Blaðsíða 21
21 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 DV Tilvera Dave Brubeck 82 ára Einn af mestu djass- mönnum síðustu aldar, píanóleikarinn Dave Bru- beck, á afmæli i dag. Bru- beck, sem er einn fárra djasssnillinga sem hefur tekist að ná almennum vinsældum, er þekktastur fyrir að hafa starfrækt hinn fræga Dave Bru- beck-kvartett sem seldi plötur í millj- ónaupplagi á sjöunda áratugnum. Lagið sem kom almenningi á bragðið var Take Five eftir saxófónleikara Brubecks, Paul Desmond. Brubeck er viö góða heilsu, spilar enn þann dag í dag og þá helst með sonum sínum sem eru vel liðtækir djassleikarar. þú hel Glldir fyrlr laugardaginn 7. desember Vatnsberlnn (?o. ian.-i8. fehr.r ■ Þér hættir til að mikla ^ hlutina fyrir þér þessa dagana. Það kann að vera að þú sért of störfum hlaðinn og þyrftir á hvíld að halda. Fiskarnir (19. febr.-20. mars): Það lítur út fyrir að leinhver sé að baktala þig en ef þú hefur öll þín mál á hreinu þarft þú ekkert að óttast. Hrúturlnn (21, mars-19. apríl); . Þú þyrftir að fara •x*gætilega í sambandi við peningamál. Útlit j er fyrir að þú munir ekki hafa eins mikið á milli hand- anna og þú bjóst við. Nautið (20. april-20. maíl: Þú eignast nýja vini og . það gefur þér nýja sýn á ýmis mál. Ástin virð- ___r ist blómstra um þessar mundir og liklega kynnist þú áhugaverðu fólki. Tvíburarnir (21. maí-21. iúní): Góðsemi á ekki alltaf rvið. Þú ættir að vera spar á að hjálpa þeim sem þú veist ekki hvar r. Það getur verið að ein- hver sé að nota þig. Krabblnn (22. iúní-22. iúií): Fjölskyldumálin eiga khug þinn allan um ' þessar mundir. Kvöld- ið verður rólegt og anægjulegt. Ljónjð. (23. iúlí- 22. ágústl: , Það litur út fyrir að þú guggnir á að fram- kvæma verk sem þú varst búinn að ákveða. Vertu harður/hörð við sjálfan þig og gefstu ekki upp. Mevlan (23. aeúst-22. seot.l: Þú hefur unnið vel að undanfornu og ferð nú njóta árangurs erf- * F iðisins. Ástin er skammt undan. Happatölur þínar eru 4, 13 og 24. Vogin (23. sent.-23. nkt.(: J Viðskipti og öll samn- Cyy ingsgerð virðast leika í \f höndunum á þér. Þú r f þarft þó að lesa allt mjóg vandlega yfir áður en þú skrifar undir. Sporðdrekinn (24. ont.-2i. nðv.): Ef þú vandar þig ögn *Y\\ meira muntu uppskera \ y\j)ríkulega. Fjölskyldan stendur einkar þétt saman um þessar mundir. Bogmaðurlnn (22. nðv.-2i. des.): |Ástvinur þinn er eitt- fhvað niðurdreginn. Nauðsynlegt er að þú komist að því hvað það er sem amar að. Eyddu kvöld- inu í faðmi fjölskyldunnar. Stelngeitln (22. des.-19. ian.l: Þér mun ganga greið- lega að leysa úr ágreiningi sem kemur upp í vinnunni og varðar þig að nokkru leyti. Niður- staðan verður þér í hag. Lesið í hus Allir íþráttaviðburáir í beipni á risaskjám. Pool. Eóður matseðill. Tökum að okkur hópa, starfsmannafélög. Stórt og gott dansgólf. - hús hegningar, hæstaréttar og bæjarstjórnar Framhliðin kemur úr felum Eitt af því sem vekur athygli og prýðir götumyndma við Bergstaða- stræti er ný ásýnd Hegningarhússins eftir að búið er að rífa háu steinvegg- ina sem um árabil hafa staðið kring- um útbyggingar hússins að austan og vestan. í ljós kemur nú öll framhlið þessa virðulega, nýklassíska húss sem verður hundrað og þrjátíu ára á næsta ári. Um síðustu helgi var Skólavörðu- stígur opnaður aftur eftir miklar end- urbætur. Skipt hefur verið um lagnir og undirlag, gatan öll steinlögð og er mikið vandað til alls frágangs. Við gerð nýrra gangstíga hefur svo verið lögð aukin áhersla á umferð gangandi vegfarenda. Tukthús - amtmannshús Fyrsta opinbera byggingin sem reis í Reykjavík var tukthúsið á Amar- hóli, fídlbyggt 1771. Það hús hefur gegnt þeim ólíku hlutverkum að hýsa annars vegar morðingja, þjófa og aðra misindismenn, en hins vegar æðstu valdamenn þjóðarinnar. Það var aðal betrunar- og tukthús landsins til 1816. Þremur árum síðar var því breytt i bústað stiftamtmanns og þá nefht Kóngsgarður og síðan Stiftamtmanns- hús. Húsið var síðan bústaður lands- höfðingjans frá stofnun embættisins 1873 og þá nefnt Landshöföingjahús. Við heimastjórnina, 1904 varö húsið aðsetur landstjómarinnar og loks rík- isstjómar íslands og kallast nú Stjóm- arráðshús. Amtmannshús - tukthús Eftir að tukthúsið var lagt af á Am- arhóli, eða 1828, var farið að geyma pömpilta og drykkjurúta í Svarthol- inu svo kallaða, sem var að Austur- stræti 22. Það hús hafði hins vegar áð- ur verið stiftamtmannshús. Er stift- amtmaðurinn flutti í tukthúsið, flutti Landsyfirrétturinn í húsið í Austur- stræti auk þess sem þar vora haldnir bæjarstjórnarfundir um árabil. Ný lög - nýtt hegningarhús Árið 1869 voru sett ný hegningar- lög. í lögunum var gert ráð fyrir nokkrum fangelsum hér á landi og einu aðal hegningarhúsi í Reykjavík. En þar sem ekkert hegningarhús var til í Reykjavík var mæld út lóð fyrir því í þá nefndum Efri-Þingholtum við Skólavörðustíg, 1871. Klentz og Bald Sá sem teiknaði Hegningarhúsið var Klentz, timburmeistari í Kaup- mannahöfn. Hann kemur nokkuð við byggingarsögu bæjarins um þetta leyti, teiknaöi m.a. bókhlöðuna við Bókhlöðustíg sem einnig ber sterkan nýklassískan svip, og teiknaði kvist- inn á Stjómarráðshúsið. Byggingcir- meistari þessara mannvirkja var hins vegar F. Bald, danskur timburmeist- ari sem annaðist framkvæmdimar fyrir Klentz hér á landi. Byggingar bókhlöðunnar og hegn- ingarhússins urðu til þess að auka töluvert áhuga og kunnáttu Reykvík- inga á steinsmíði húsa. í þeim efhum munar þó mest um smíði Alþingis- hússins 1880-1881. Bæjarstjórn hér og þar Þegar ákveðið var að byggja hegn- ingarhús í Reykjavík þótti nærtækast að húsið yrði allt í senn, hegningar- hús, dómshús Landsyfirréttar og ráð- hús bæjarins. Reykjavíkurbær lagði til 4135 ríkis- dali til byggingarinnar og tryggði sér þar með tvo sali til umráða á annarri hæð hússins. Var annar salurinn bæj- arþingsstofa en hinn nefiidur Borg- arasalur og var ætlaður undir al- menna borgarafundi. Hegningarhúsið var því jafnframt ráðhús Reykjavíkur í þrjátíu ár, eða á árunum 1873-1903. Með fjölgun bæjar- fulltrúa um aldamótin þóttu salar- Hegningarhósiö viö Skólavöröustíg Húsiö hefur gjöbreytt um svip eftir aö fangelsisveggirnir framan viö austur- og vesturútbyggingarnar voru brotnir niöur. kynnin í Hegningarhúsinu orðin alltof þröng. Bæjarstjórnarfundir voru þá færðir í Góðtemplarahúsið, eða Gúttó við Tjörnina. Þar voru þeir haldnir næstu þrjátíu árin og þar var haldinn bæjarstjórnarfundurinn frægi sem var tilefni Gúttóslagsins 1932. í ársbyrjun 1933 voru fundir bæjar- stjórnar fluttir í Kaupþingssalinn í Eimskipafélagshúsinu og þar voru þeir til 1958. Auk þess höfðu þeir oft verið haldnir á skrifstofu borgarstjóra í Austurstræti 16. Borgarstjóm flutti fundi sina í nýbyggt hús borgarinnar að Skúlatúni 2 1958 og síðan í Ráðhús- ið við Tjörnina þegar það var fullbú- ið. Landsyfir- og hæstiréttur Landsyfirréttur var hins vegar til húsa i Hegningarhúsinu þar til hann var lagður niður og Hæsti- réttur stofnaður, 1920. Þar var síö- an Hæstiréttur til húsa til 1947 er hann flutti í eigið húsnæði við Lindargötu, og síðan yfir götuna í nýbyggt hús Hæstaréttar fyrir ör- fáum árum. En þó Hæstiréttur flytti niður á Lindargötu hefur oft verið réttað síðan í dómsalnum á annarri hæð Hegningarhússins. Salurinn var lengi nýttur af utanbæjardómur- um sem halda þurftu dómþing i Reykjavík auk þess sem sérstak- lega skipaðir saksóknarar í tiltekn- um málum hafa haft þar aöstöðu. Frelsissvipting fyrr og nú Hegningarhúsið var aðal fangelsi landsins til 1928 er Litla-Hraun tók til starfa. Gamla aðalbyggingin að Litla- Hrauni var upphaflega byggð sem sjúkrahús Suðurlands en gegndi addrei því hlutverki. Þess í stað var ákveðið að nýta húsið sem fangelsi. Hegningarhúsið hélt þó áfram að vera eitt helsta fangelsi landsins og þar afplána menn enn refsivist. Föngum í húsinu hefur þó fækkað stöðugt á undanfórnum áratugum. Á árum áður var litið svo á að Hegning- arhúsið gæti hýst nokkra tugi fanga en sífellt strangari kröfur um hrein- læti og sómasamlegan aðbúnað hafa lækkað mjög þessa tölu. Árið 1980 var húsið talið bera 24 fanga en í dag er sú tala komin niður í 16 fanga. Þar eru nú yfirleitt 8-10 manns í afþlánun. í Hegningarhúsið mæta þeir sem boðaðir hafa verið til afplánunar og margir þeirra hefja sína afplánun þar t áður en ákveðið er hvert þeir verða sendir. Þangað hafa því margir átt þung spor. Að öðru leyti eru þar eink- um fangar sem afþlána fremur stutta fangelsisvist. Stór fangelsisgarður er norðan verðu við húsið en garðamir að sunn- an verðu, sem snéru að Skólavörðu- stíg, hafa ekki verið notaðir sem fang- elsisgarðar í mörg ár. Það var því löngu tímabært að brjóta niður stein- veggina. -KGK Hegningarhúsiö á fyrsta áratug 20. aldar Myndin er tekin í noröaustur frá Bergstaöastræti. Timburhúsiö meö hvítu gluggunum er Geysir, Skólavöröustígur 12. Hegningarhúsið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.