Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2002, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 Fréttir DV Dívur Þær tóku sig vel út á sviöinu söngdrottningarnar í Hallgrímskirkju í gærkvöld en þar leiddu saman listina sína nokkrar kunnustu söngkonur landsins, þar á meöal Védís Hervör og Margrét Eir sem hérgefa allt í túikun sína. Meö dívunum komu m.a. fram félagar í Sinfóníuhljómsveit íslands og Fóstbræörum. Heimsvodki William Grant & Sons, eitt stærsta áfengisfyrirtæki heims, hef- ur keypt vörumerkið Pölstar vodka. Vodki þessi er framleiddur í verk- smiðju Ölgerðarinnar Egils Skalla- grímssonar í Borgarnesi. Gerður hefur verið tíu ára samningur um áframhaldandi framleiðslu og kallar samningurinn á verulega aukin um- svif verksmiðjunnar í Borgamesi. Pölstar vodka er nú selt á íslandi, í Bretlandi og um borð í flugvélum Icelandair. Jón Diðrik Jónsson, forstjóri Öl- gerðarinnar Egils Skallagrímsson- ar, segir að samningurinn hafi mikla þýðingu fyrir Ölgerðina. „Þessi samvinna eykur bjartsýni um frekari aukningu á framleiðslu í Borgamesi, og er til marks um þá miklu möguleika, sem bíða Pölstar á erlendum mörkuðum." -HK ESB-skýrslan væntanleg Skýrslan, sem Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra fól í sumar Deloitte & Touche að gera um kostn- að íslendinga af aðild að ESB, er ekki enn tilbúin samkvæmt upplýs- ingum frá utanrikisráðuneytinu og fyrirtækinu. Ekki liggur fyrir hvenær það verður, en það er sagt spurning um nokkrar vikur. -ÓTG Mikið álag á hjartadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss: Sjúklingar á göngum - og fresta þarf aðgerðum vegna manneklu, segir yfirlæknir Mikið álag hefur verið á hjarta- deild Landspitala - háskólasjúkra- húss við Hringbraut að undanfomu. Sjúklingar hafa þurft að liggja á göngum deildarinnar og fresta hefur þurft aðgerðum. I gær lágu til dæm- is sex sjúklingar á göngum deildar- innar og biðu eftir að komast í rúm inni á sjúkrastofunum. „Vaktimar hafa verið heldur þyngri að undanfórnu," sagði Gest- ur Þorgeirsson, yfirlæknir á hjarta- deildinni. „Það hefur verið of al- gengt hjá okkur að þurfa að leggja fólk á gangana i haust. Oft hafa þrír til fjórir legið á gangi að undan- förnu. Við erum með fulllitla mönn- un á hjartadeildinni núna. Við hefð- um sannarlega not fyrir fleiri góða hjúkrunarfræðinga. Þannig að ef einhverjir áhugasamir hjúkmnar- fræðingar era þama úti þá myndum við gjarnan vilja sjá þá í vinnu hér.“ Aðspurður um hvort leguplássin væru ekki einfaldlega of fá sagði Gestur að ef mönnunin væri full- nægjandi myndi húsnæðið fara langleiðina að duga. Vandinn væri að verulegu leyti til kominn vegna skorts á mannskap. Gestur sagði enn fremur að fresta hefði orðið aðgerðum og biðlisti væri til dæmis í raflífeðlisfræðileg- um aðgerðum. Hins vegar væru gríðarlega mikil afköst á rannsókn- arstofunum. Ef ekki væri eins hratt unnið við rannsóknir, þræðingar, víkkanir og aðrar viðlíka aðgerðir og raun bæri vitni, þá myndi fólkið þurfa að liggja miklu lengur á spítal- anum. Þá fyrst væri hægt að tala um virkileg vandræði. „Það kemur einstöku sinnum fyr- ir þegar fólk er kallað inn í hjarta- þræðingu, að kemur í ljós að það hefði ef til vill hentað að fram- kvæma kransæðavíkkun. Þeir sem fara í slíka vikkun þurfa að komast í stöðuga vöktun í tækjum fyrsta sól- arhringinn eftir aðgerðina. Það er ekki alltaf sem við getum boðið upp á það strax, einkanlega ekki þegar svona mikið er legið á göngum. Þá þarf að fresta viðkomandi aðgerð.“ Varðandi það hvort ekki væri hægt að nota dagdeildina, sem stæði auð á kvöldin og nóttunni, fyrir DVWNDIR ÞðK Legið á göngum Gestur Þorgeirsson yforlæknir á hjartadeild ásamt hjúkrunarfræöingi. Bak viö skilrúmin á ganginum liggja sjúklingar, sem enn hafa ekki komist í pláss á stofum. sjúklingana á göngunum sagði Gest- væri ekki bara skortur á hjúkrunar- ur að fyrst og fremst væri um að fræðingum hér á landi, heldur um ræða spurningu um mannafla. Það allan heim. -JSS Var sendur heim yfir nóttina Sigurður Magnússon er einn þeirra sem bíða eftir aðgerð á hjartadeild Landspítala - háskóla- sjúkrahúss. Hann lá á dagdeild á spítalanum, þegar DV ræddi við hann í gær en átti von á að verða sendur heim í gærkvöld þar sem deildinni er lokað á nóttunni.. „Ég fór í hjartaþræðingu í fyrra- dag,“ sagði hann við DV. „í þræð- ingunni fannst leggur sem þarf að víkka út. Ekki reyndist unnt að koma mér í æðaútvíkkun af því að það var ekki hægt að koma mér fyr- ir. Svo losnaði eitthvað úr æð og fór upp í höfuðið á mér og ég varð hálf- mállaus. Ég lá inni á spítalanum til kl. 21.30 en þá var deildinni lokað. Ég varð að fara heim. Ég bý einn en má ekki vera einsamall meðan svona er ástatt um mig. Ég varð því að fá vinkonu mína til að vera hjá mér yfir nóttina." Sigurður var síðan lagður inn aft- ur klukkan átta í gærmorgun. í gær- dag átti hann að vera í rannsókn- um. Beðið eftir aðgerð Siguröur Magnússon bíður eftir aö komast í aögerö. Hann vonast til aö þaö veröi fyrir jól. Hann var enn sendur heim í gær- kvöld en átti að mæta aftur í rannsóknir í morgun. Hann kvaðst ekki viss um hvenær hann færi i aðgerðina. „Ástandið er hrikalegt, gríðarlegt álag á starfsfólkinu og húsnæðið illa nýtt,“ sagði hann. „Dagdeildin er al- veg tóm og það má ekki manna hana yfir nóttina. Á meðan liggur fólk á bráðamóttöku og göngum og bíður eftir plássi á stofu." -JSS „Yndisleg bók.“ Siguröur G. Tómasson ÚTVARPSAGA METSÖLULISTI MORGUNBLADSINS almcnnt efni lZ.dci. Leggöu rækt JjJú JPV ÚTGÁFA Bræöraborgarstígur 7 Sími 575 5600 „(Anna Valdimarsdóttir sálfræðingur) kemurtil dyranna eins og hún er klædd ... deilir eigin reynsiu með lesendum sínum. ... þorir einnig að opinbera sig sjálfa sem elskanda, og henni tekst með því að vekja iesandann til umhugsunar um sig sjálfan. Anna ber mikla virðingu fyrir viðfangsefni sínu ... Meginniðurstaða hennar er að ástina þurfi að rækta ... og undanskilur ekki kynlffið, helgar þvf heilan kafla. Þetta er falleg bók, augljóslega skrifuð með þeirri von að hjálpa iesandanum að leggja rækt við ástina. Djörf bók sem knýr lesendurtil umhugsunar um ástina og hið ósegjanlega gildi hennar í lífinu. Bók handa elskendum, hvort sem þeir eru f sambúð eða ekki." Gunnar Hersveinn / KISTAN.IS Mest seldu plöturnar í Hagkaupum: írafár í öruggri forystu Nú eru sjálf- sagt allar hljóm- plötur sem eiga að koma út fyrir jólin komnar á markaðinn og hljómplötulist- inn farinn að taka á Birgitta Haukdal sig Vinsætdir hennar og hljómsveitar- innar írafárs eru lega miklar mynd. ... Eitt er víst, nýja platan með Irafári, Allt sem ég sé, verður sú plata sem fær mesta sölu. hefur hún töluverða yfir- burði yfir aðrar plötur. Annars eru litlar breyt- ingar á efstu sætum listans, Jólaplatan hennar Jóhönnu Guð- rúnar er i öðru sæti og KK er í þvi þriðja. Sú plata sem hækkar sig mest frá því síðast er Happy Endings með Landi og sonum og kemur það fáum á óvart. Sú hljómsveit hefur lengi verið með- al vinsælustu hljóm- sveita landsins. Ein er- lend plata skellir sér inn á listann þessa vik- una, er það Best of Nirvana, sem sýnir að þrátt fyrir að hljóm- sveitin hafi lagt upp laupana, þegar Kurt Cobain kaus að safn- ast til feðra sinna fyrir nokkrum árum, á hún enn marga aðdáend- ur. -HK end- an- Metsölulisti ss Sala geisladiska 5. -11. des. ® írafár - Allt sem ég sé o Jéhanna Guðrún - Jól með Jóhönnu O KK - Paradís > O Bubbl - Sól að morgnl 0 Páll Róslnkranz - Nobody Knows O Land & synlr - Happy Endlngs o Rfó Tríó - Það skánar varla úr þessu > O í svörtum fötum - í svörtum fötum *** JMMMmMNMW © XXX Rottweiler - Þú skuldar © íslensku dívurnar - Frostróslrnar MK VWWBHttSWflWUWy © Stuðmenn: Á stóra sviðinu © Komdu um jólin © Hera - Not Your Type! jMMMMfe © Slgur Rós - ( ) © Nlrvana - Nlrvana: Best of © BJörgvln - Ég tala um þlg © Krlstlnn Slgmundsson - Uppáhalds lögin © Daysleeper - EveAllce © Papar: Rlggarobb © Ýmslr - Rímur og rapp Genaniðurstöður staðfestar íslensk erfða- greining hefur feng- ið staðfest í viða- miklum rannsókn- um vísindamanna fyrirtækisins og samstarfsaðila í Skotlandi sterk tengsl erfðavísisins Neuregulin 1 við geðklofa sem fund- ust í erfðafræðirannsóknum fyrir- tækisins á íslandi. Niðurstöðurnar hafa þegar birst í netútgáfu Americ- an Joumal of Human Genetics. Gaskútum stolið Lögreglan á Akureyri veit af 5-6 tilfellum þar sem gaskútum af úti- grillum hefur verið stolið undanfar- ið, að þvi er virðist í þeim tilgangi að sniffa gasið. Kútamir hafa svo fundist þar sem fjöldi skólabama á leið um daglega. - RÚV greindi frá. Smánuðu Bandaríkin Hæstiréttur dæmdi í dag þrjá menn á þrítugsaldri í 150.000 til 250.000 króna sekt eða 26 til 34 daga fangelsi fyrir að smána Bandaríkin, þjóðina sjálfa eða ráðamenn henn- ar. Mennirnir hentu bensínsprengju að Sendiráði Bandaríkjanna í Reykjavík i apríl 2001. Héraðsdóm- ur hafði áður sýknað þremenning- Lyft af hafsbotni Tuttugu norskir kafarar og íjórt- án íslendingar búa sig undir að lyfta Guðrúnu Gísladóttur af 40 metra dýpi þar sem skipið liggur á hafsbotni úti fyrir Leknesi í Noregi. Skipið sökk eftir að hafa steytt á skeri 18. júni í sumar. - RÚV greindi frá. Stefán enn taplaus Stefán Kristjánsson og Davíð Kjartansson gerðu báðir jafntefli í 6. umferð Heimsmeistaramóts ung- linga, 20 og ára og yngri, sem fram fer í Goa á Indlandi. Stefán gerði jafntefli við indverska alþjóðlega meistarann Surya Shekhar Ganguly og hefur 4 vinninga. Davíð gerði jafntefli við Svíann Pontus Carlsson og hefur 3 vinninga. Levon Aronian frá Armeníu og Ni Hua frá Kína hafa forystu með 5 vinninga. Stefán er í 8.-20. sæti aðeins einum vinningi frá toppnum og hefur enn ekki tapað skák. Keppendur eru 88. Sjöunda umferð verður tefld í dag. -Hkr./HK I •l+Æ helgarblað Matur, sögur og nýr fréttastjóri Elín Hirst hefur verið ráðin fréttastjóri fréttastofu Ríkissjón- varpsins. í viðtali við Helgarblað DV talar hún um 18 ára feril sinn í íslenskum fjölmiðlum, frægðina, skólabekkinn og hvað það er sem gerir kastljós sjón- varpsins svona eft- irsóknarvert. Rætt er við söng- konuna Heru um sönginn, ástina og frægðina. Rithöf- undarnir Andri Snær Magnason og Thor Vilhjálmsson eru heimsóttir og rætt við þá um nýjustu skáldsög- umar þeirra. Hilmar Öm Hilmars- son ræðir um rímur og rapp, farið er yfir þjóðtrú sem tengist jólunum og fjallað um mat 0g vin á jólum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.