Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Blaðsíða 51
LAUCARDAGUR 8. MARS 2003 / / e l c) a rh lci c) 30 V 55 gerðir sé ég engin sérstök vandamál. Bílarnir verða bara settir inn í giröingu eftir tíma- tökurnar á sama hátt og eftir keppnina. Þurfi að gera við þá verða liðin að fá leyfi og síðan verða viðgerðir framkæmdar undir eftirliti skoðunar- manna.“ - Nú á að taka í burtu allan hjálparbúnað fyrir ökumenn í keppninni á Silverstone og þar á eftir. Hvernig heldur þú að það gangi að fylgjast með fram- gangi þessara reglna? „Það verður ekkert erfiðara að fylgjast með því en fyrir 2 árum þegar megnið af §am- skiptunum við bílana voru bönnuð. Það er auðveldara að fylgjast með engum samskipum en takmörkuðum samskiptum, sérstaklega tölvusamskipum, því að eftirlit með forritum er mun erfiðara en á töluðu máli.“ - Hvað sýnist þér að gæti orð- ið mesta vandamálið í fram- kvæmd á nýjum reglum? „Það er ekkert sérstakt, svona fyrirfram, sem ég sé í því. Reyndin er nú sú, að verði um slíkt að ræða kemur það ekki fram fyrr en farið verður af stað. Starsmenn FIA, eins og Charlie Whiting keppnisstjóri og Jo Bauer yfirskoðunarmað- ur, eru mjög reyndir og hafa fjölda góðra manna með sér og ég treysti þeim til að sinna eft- irlitinu mjög vel. Síðan er alltaf eftirlit liðanna sjálfra hvert með öðru sem getur leitt af sér kærur sem við dómararnir tök- um á, þannig að ég held að þetta sé nokkuð vel tryggt. Við verðum bara að sjá til.“ Kappakstur snýst um menn - Hvaða reglubreyting finnst þér vera áhugaverðust? „Nýju tímatökurnar eru áhugaverðastar og spennandi að sjá hvernig liðin koma til með að nýta sér þær. Ég held að þetta nýja fyrirkomulag á tíma- tökunum sé vel tilraunarinnar virði. Þær voru orðnar hund- leiðinlegar, þar sem ekkert var að gerast fyrsta hálftímann í hvorri fyrir sig.“ - Ertu sáttur við niðurstöð- una og sérðu fyrir þér frekari þróun á reglum í þessa átt? „Ég er nokkuð sáttur við nið- urstöðuna og tel að þær séu mjög til bóta. Þetta á bæði við um væntanlega meira spenn- andi tímatökur og ekki síður meiri keppni milli ökumanna í staðinn fyrir keppni milli tölvukubba og forrita. Kappakstur snýst um keppni manna, ekki tölva.“ - Hefur þú fengið boð um að dæma einhverja keppni í ár? „Nei, ég er ekki búin að fá út- hlutaða keppni í ár. Ég dæmdi á Silverstone í fyrra og það boð kom ekki fyrr en í maí. Síðan var ég beðinn um að dæma á Hockenheim með 2ja daga fyrir- vara eftir að einn dómari komst ekki vegna dauðsfalls í fjöl- skyldunni. Ég veit að fyrstu tvær keppnirnar eru frágengn- ar. Við erum 20 á lista yfir For- múlu 1-dómara hjá FIA. 4 eru fastadómarar sem dæma 4-5 sinnum hver og síðan er okkur hinum skipað niður eftir þjóð- erni fastadómaranna og land- anna sem keppt er í. Það kemur bara í ljós hvort og þá hvaða keppni ég tek á þessu ári eða hvort ég verð sendur í annað eins og heimsmeistarakeppnina í rallí eða Grand Touring, sem getur alveg eins orðið. Það skiptir mig í raun engu máli og ég fer bara eftir þeim boðum sem ég fæ frá Max Mosley og FIA.“ -ÓSG Fopmúlumolar Reglubreytingar Það voru reglubreytingar og um- ræður um kostnað við Formúlu 1 sem bar hæst í Fl-umræðunni nú í vetur. Sitt sýnist hverjum um ágæti þeirra sem að lokum voru lagðar fram. Flestir eru þó sammála um aö þær séu til bóta og komi til með að auka spennuna sem var með minnsta móti á síðasta ári. Þeir Ron Dennis hjá McLaren og Frank Willi- ams eru hins vegar ekki aideilis sátt* ir og ætla að fá hlutlausan aðila til að skera úr um rétt FIA til þess að ráðskast með Formúluna á þennan hátt. Þeir segja FIA vera að draga úr sérstöðu F1 og einfalda hana um of. Hver fær krónumar? Montezemolo, forseti Ferrari, kvartaði undan því í október sl. að of mikið af tekjum F1 rynni til Bemie Ecclestone. Bemie, sem er prímus mótor Formúlimnar, brást ókvssða við og sagði réttast að for- setinn tæki frekar til í sinum ranni en að vera að gagnrýna hann. Ferr- ari borgar Schumacher sem nemur um 500.000 ísl. kr. á klst., hvort sem heimsmeistarinn er vakandi eða sofandi, í vinnu eða fríi. Launa- greiðslur til Schumachers eru 15% af heildarkostnaði Ferrari við út- gerð Formúlu 1. Formúlan í strandhögg Ecclestone hyggur á landvinninga þar sem hann vill ekkert frekar en F1 öðhst vinsældir um veröld alla. Fyrirhuguð er Fl-keppni í Moskvu strax 2004 en sama ár lýkur gerð brautar í Kína. Ecclestone hefur sýnt mikinn áhuga á því að færa út kvíamar og á döfmni er að halda keppni í Báhrain Ihnan ekki svo langs tima. 11 af 17 mótum ársins hafa verið haldin í Evrópu en nú í ár hverfúr Spa af dagatalinu og einung- is 16 mót fara fram í þeirri álfu er fóstrar öll Fl-liðin.Ý Jagúar söðlar um Jagúar verður með nýtt ökumann- steymi nú í ár þar sem þeir Mark Webber og Antonio Pizzonia - gjam- an kailaður frumskógardrengurinn - leysa þá de la Rosa og Eddie Irvine af hólmi. Niki Lauda sagðist alsæll með teymið og sagði þá skemmtilega ólíka sem áreiðanlega myndi skila sér í góðum árangri. Ekki leið á löngu áður en Lauda sjálfur var lát- inn fara en enn hefur ekki verið ráð- inn liðsstjóri hjá Jagúar. ■ é ...þaö er augljóst uismnPhis +50% meira Ijós Fynr ökumenn sem leggja mikla áherslu á öryggisþáttinn i umferðinni og sækjast eftir mikilli lýsingu. Innnrsrlim LongerLife perurnar höfða alveg sértaklega til atvirmubflstjóra, t.d. ieigubílstjóra og annarra sem aka mikið. Slíkir ökumenn aka gffurlegar vegalengdir á hverju ári. LongerLife perurnar eiga reyndar alveg sérstakt erindi t il islenskra bíleigenda því hér á landi er ekió með Ijósum allan daginn. RlimUismn fyrir ökumenn sem ekkt sætta sig við neitt minna en allra nýjustu tækni. BlueVision perurnar frá Philips veita bílum með halogen perur alla kosti bjartrar dagsbirtu. PHILIPS RHIUPS lÁttu/ljóiUttskm! SKEIFUNNI 11 ■ SiMI 520 8000 BÍLDSHÖFÐA 16 • SÍMI 577 1300 DALSHRAUN113 • SÍMI 555 1019 SMIÐJUVEGI 68 ■ SÍMI 544 8800 EYRARVEGI 29 • SÍMI 483 1800 www.stilling.is < ••<
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.