Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2003, Blaðsíða 52
-O; 56 HelQarblctð H>V LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 Bílasýningin í Genf er vorboð- inn ljúfi í bílaheiminum og það er óhætt að segja að það hafi verið vor í lofti þegar DV-bílar voru þar á dögunum. Sýningin er nú stærri en áður enda búið að opna nýjan sýningarsal sem jók við sýningar- pláss um fjórðung. Allflestir bíla- framleiðendur heimsins kynntu þarna vortlskuna í bíium og bar mest á tilraunabílum eins og oft áður en líka voru fjölnotabílar og flölskyldubílar áberandi, Framúrstefnulegur Scénie II Reunault frumsýndi tvo nýja framleiðslubíla á bílasýningunni í Genf sem báðir byggja að mestu á hinu nýja útliti Megané II, Annar . þeirra er sportútgáfa hans með stáltoppi sem feila má ofan í þakið en hinn er i raun önnur kynsióð Scénic, Með honum segist Renault vera að ná hagkvæmni flölnota- bílsins í bíl sem keyrir eins og fólksbíll. Scénic II er 80 mm lengri en fyrirrennarinn og verður líkt og hann aðeins seldur sem fimm sæta fyrst um sinn en eftir nokkra mánuði verður einnig boðið upp á hann í sjö sæta útgáfu sem er sér- stakt í þessum stærðarflokki. í fimm sæta útgáfunni er fótarými 226 mm sem er það besta í sínum flokki. Meðal nýs búnaðar í bíln- um er sjálfvirkur stöðuhemill og miðjustokkur sem hægt er að renna til á sleða, auk Xenon aðal- ljósa. Einnig verður boðið upp á nýja gerð öryggispúða þegar sjö sæta útgáfan kemur á markað en það er púði sem komið er fyrir í öryggisbeltunum. Sex vélar verða í boði í bílnum, þrjár bensínvélar, 1,4 til tveggja lítra, og tvær 1,5 lítra dísilvélar auk nýju 1,9 lítra dísil- vélarinnar. Alfa Romeo og Fiat áberandi Alfa Rome frumsýndi nýjan sportbíl í Genf sem er byggður á Alfa 156 og fer á markaö seint á þessu ári. Bíllinn var hannaður af * Bertone hönnunarhúsinu og á að uppfylla hugmyndir manna um al- vöru kúpubak. Bertone á svo sem stutt að sækja hæfileikana til að hanna fallega Alfa Romeo-bila, bíla eins og 1900, Giulietta, Giulia og Alfetta. GT týpan er 4480 mm á lengd, 1760 mm á breidd og aðeins 1390 mm á hæð sem ásamt verkleg- um framenda með stórum loftinn- tökum á stuðaranum skapa sport- legt yfirbragð. Bíllinn mun fá vél- ar frá 156 línunni, allt frá 1,8 lítra vélinni upp í 250 hestafla V6 vél í GTA-útgáfúnni. Alfa sýndi einnig tilraunaútgáfu af jepplingi sem vakti verðskuldaða athygli. Fiat vakti nokkra athygli í Genf fyrir tvo bíla sem nánast eru Fjölnota Focus Þessi fimm manna flölnota út- gáfa Focus var fyrst sýndur sem tilraunabíll á bílasýningunni í París í fyrra en var nú frumsýnd- ur í Genf í framleiðsluútgáfu sinni. SamKvæiRí markaöskönn- unum virðist ört stækkandi kaup- endahópur flölnotabíia aðallega sækjast eftir þremur atriðum, rými, aksturseiginleikum á pari við aðra fólksbíla og útliti sem aö- eins er fært í stilinn. Að sögn hönnuða hans uppfyilir Focus G- Max öll þessi skilyrði. Bíllinn er byggöur á undirvagni næstu kyn- slóðar Ford Focus en margt í útliti hans minnir þó á linur sem núver- andl Focus hefur, Bíllinn er bæði hærri og breiðari en núverandi Focus og hefur líka meira hjólhaf. Þrátt fyrir það er stífleiki yfirbygg- ingarinnar 10% meiri og vindstuð- ull hans lægri eða aðeins 0,29 Cd. Það sem vekur mesta athygli inn- andyra er aftursætaröðin. Hægt er að ýta miðsætinu alveg aftur í far- angursrýmið og hin tvö sætin er hægt að færa bæði fram og aftur. Meira að segja er hægt að færa þau nær miðjunni til að skapa þægilegt pláss þegar aðeins flórir eru að nota bílinn. C-Max verður fáaniegur með tveimur vélum til að byrja með, 1,8 lítra 118 hestafla bensínvéi og 133 hestafla, tveggja lítra Duratorque dísilvél. Peugeot Hoggar og 307 CC Hinn óvenjulegi Hoggar til- raunabíll þeirra Peugeot-manna vakti mikla athygli gesta á bíla- sýningunni í Genf. Þetta er algjör- lega opinn, tveggja sæta bíll sem ver lítið farþega sína fyrir vatni og veðrum. Hann er tæpir flórir metr- ar á lengd og tveir á breidd svo að hann minnir mjög mikið á „Buggy“-bíl í útliti. Það sem er sér- stakt við bílinn er að hann er með tveimur Hdi dísilvélum með FAP agnasíum og knýr önnur framhjól- in en hin afturhjólin. Samtals skila þær góðu afli, 360 hestöflum og 800 Nm af togi. Hurðimar, ef hurðir má kalla, eru vængjahurð- ir. Innréttingin er blanda leðurs og áls og í mælaborðinu eru auðvitað tveir snúningshraðamælar. Leið- sögukerfi er stjómað með snert- iskjá sem einnig er tengdur við PC tölvu sem inniheldur MP3 spilara. í París í fyrra vakti opin til- raunaútgáfa Peugeot 307 mikla at- hygli og það þurfti því ekki mikla spádómsgáfu til að sjá fýrir frum- sýningu á framleiðsluútgáfu hans í Genf þar sem flestir opnu bílamir eru sýndir fyrir sumarið. Bíllinn er dálítið óvenjulegur fyrir langa, aftursveigða framrúðuna sem set- ur sérstakan hliðarsvip á bílinn. Afturljósin eru díóðuljós sem kviknar eldsnöggt á og eiga að endast líftíma bílsins. Bíllinn opn- ar eða lokar stálþakinu og læsir því á aðeins 25 sekúndum með því einu að ýta á einn takka, þökk sé fullkomnum tölvubúnaði bíla í dag. Skynjarar nema höndina á hurðarhandfanginu áður en hún opnar hurðina og þeir kveikja á búnaði sem dregur rúöumar niður um nokkra millímetra til að auð- velda opnun hurðanna. Einn takki getur líka opnað alla gluggana samtímis. Meira rými er í 307 CC heldur en litla bróðir hans, 206 CC, en sætin eru 40 mm neðar en í hlaðbaknum. Aftursætin eru 80 mm framar til að hægt sé að koma fyrir veltibogum sem skjótast upp ef bíllinn veltur. -NG Nissan Evalia er stúdía um fjölnota þægindavagn en einnig um útlit næstu kynslóða Nissan-bíla, meðal annars Almera. Opel Signum er bíll í nýjum stærðarflokki að mati þeirra Opel-manna en hann er stór fjölskyldubíll með áherslu á þægindi og fjölnotnmöguleika. Peugeot Hoggar er sértakur tilraunnbill frá Peugeot en hann er með tveiinur dísilvélum og fjórhjóladrifi. DV-myndir NG komnir í endanlega útgáfu sína. Bílarnir eru 169, sem er væntan- legur arftaki Fiat Panda og Seicento, og 350 sem er flölnotabíll sem fer á markað í Evrópu fyrir áramót. Fiat 169 er kannski smá- bíll í málum en hann er samt með þægindi stærri bíla og minnir að nokkru á litinn flölnotabíl. Bíllinn er aðeins 3540 mm á lengd og 1580 mm á breidd en tekur flóra til fimm farþega. Hann er líka meö eitt stærsta farangursrýmið í þess- um flokki smábíla, yfir 200 lítra, og er meö mesta plássið fyrir far- þega sína. Fyrst mun koma fimm dyra útgáfa en vænta má flögurra dyra útgáfu á næsta ári. Fiat 350 er stærri bíll en 169 en blandar saman líkt og hann akst- urseiginleikum og flölnota hag- kvæmni. Hann er tæpir flórir metrar á lengd og 1700 mm á breidd og keppir því við flölnota bíla eins og Opel Meriva og Ford Fusion á ört stækkandi markaði. Hönnuðir Fita segja hann höfða til þeirra sem eru að kaupa bíl í fyrsta skipti og eru því opnari fyr- ir nýjungum. Hann verður vel bú- inn og má þar nefiia tvöfalda loft- ræstingu, sex öryggispúöa og val- skiptingu. Mælaborðið er með mælana fyrir miöju og inniheldur tvöfalt hanskahólf auk fleiri hólfa. Hægt er að stilla halla aftursæt- anna um ailt að 45° og fella fram- sæti fram til að búa til borð. Vél- arnar verða 1,2 til 1,4 lítra bensín- vélar auk 1,9 lítra Multijet dísilvél. Opel Signum frumsýndur Einn athyglisverðasti bíllinn í Genf var eflaust Opel Signum sem sýndur var í sinni endanlegu út- gáfu. Bíllinn brýtur blað í því hvemig flokka á bíla, með óvenju miklu hjólahafi og langri yfirbygg- ingu sem sameina á góða akst- urseiginleika, flölnota möguleika og mikil þægindi fyrir farþega sína. Aftursætaröðin er sér á parti en hægt er að renna endasætunum aftur um allt að 130 mm. Sætisbök- in má stilla um allt að 30° til meiri þæginda. Þetta er gert mögulegt með hjólahafi sem er 130 mm lengra en í Opel Vectra, þrátt fyrir það að bíllinn sjálfur sé aðeins 40 mm lengri. Hvorki meira né minna en sjö vélar verða i boði, flórar bensínvélar frá 100 upp í 211 hestöfl og þijár dísilvélar, sú stærsta þriggja lítra V6 vél. Stærri vélamar verða með sex gíra bein- skiptum kassa eða fimm þrepa val- skiptingu. Bíllinn verður boðinn í þremur útgáfum: Elegance, Sport og Cosmo, og kemur á markað í maí í Evrópu. Líkt og Nissan frumsýndi Opel sportlegan hlaðbak sem gefa á inn- sýn í útlit næstu kynslóðar Opel Astra. Bíllinn er kallaður GTC Genéve og stendur það fyrir Gran Turismo Compact. Líkt og annars staðar í þessum flokki er sportlegt útlit í fyrirrúmi núna en hönnuðir hans hafa líka leyft sér hluti sem við eigum líklega ekki eftir að sjá í framleiðslubílnum. Má þar nefha lágan prófilinn (1352 mm) og reyklitað glerþak. Bíllinn er flög- urra sæta og innréttingin er búin brúnu leðri og er möttsvört þess á milli. Hún er líka rúin öllu nema nauðsynlegasta rafbúnaði til að einfalda heildarútlitið. Evrópufrumsýning Nubira Daewoo Nubira kemur til lands- ins í sumar í nýrri útgáfu sem var sýnd í Genf á dögunum. Ný Nu- bira er hönnuö af Pinifarina og fljótlega getum við átt von á bæði hlaðbaks- og langbaksútgáfum. Bíllinn er annar nýi bíllinn á markað eftir endurfæðingu Da- ewoo undir verndarvæng GM. Líkt og undanfarið er hann byggður á hógværri hönnun með evrópsku yfirbragði og mun verðlagning hans líklega verða jafnhógvær líka. Einnig gaf að líta í bás Da- ewoo tilraunaútgáfu þeirra af jepp- lingi sem komið gæti á markað fljótlega. Nissan Evalia tílraunabíllinn Meðal þeirra tilraunabíla sem frumsýndir voru á bílasýningunni í Genf var Nissan Evalia en meö honum skyggnumst við inn í hugs- anlegt útlit næstu bíla Nissan, þar á meðal Almera. Hönnunin er blanda af línum sportbíls saman við hagkvæmni hlaðbaksins og kemur frá nýju hönnunarhúsi Nissan í Evrópu, nánar tiltekið í London. Langflestir bOaframleið- endur í Asíu hafa nú hannað bíla sina að undanfomu i Evrópu tU að mæta betur þörfum kaupenda þar og verður ný Almera engin undan- tekning á því. Það sem er óvenju- legt við þessa tflraunaútgáfu eru vængjahurðir og vöntun á B-bita, sem tryggja gott aðgengi að rúm- góðu farþegarýminu. Hvort það nær í framleiðslu er frekar ólík- legt en líklegra er að gott rými blandaö sportlegum undirvagni haldi sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.