Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2003, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 I>V Fréttir Forkastanleg stjórnsýsla - segir lögmaður forstjóra Löggildingarstofu eftir brottvikningu forstjórans Iðnaðar- og viðskiptaráðherra veitti í gær Gylfa Gauti Péturssyni tímabundna lausn frá embætti for- stjóra Löggildingarstofu vegna stór- felldrar óreiðu á bókhaldi og fjár- reiðum stofnunarinnar að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðu- neytinu. Þriggja manna nefnd er ætlað að rannsaka hvort rétt sé að veita Gylfa Gauti endanlega lausn frá störfum. Á meðan er Gylfi á hálfum launum forstjóra. Hefur Tryggvi Axelsson verið settur í hans stað í embætti forstjóra Lög- gildingarstofu um stundarsakir. Ragnar Halldór Hall, lögmaður Gylfa Gauts, telur þetta vera for- kastanlega stjórnsýslu af hálfu ráðuneytisins. „Það mun reyna á það fyrir nefndinni þegar þar að kemur.“ í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að fyrir liggi að fjarskipta- kostnaður stofnunarinnar hefur verið óeðlilega hár, eignakaup hafa verið úr hófi og ekki í samræmi við þarfir stofnunarinnar, auk þess sem dæmi eru um ýmsan óeðlileg- an kostnað. Þá hafa eignir týnst vegna ófullnægjandi utanumhalds. Launamál og bókhald stofnunar- innar hefur verið í ólestri og risna, ferða- og auglýsingakostnaður hef- ur verið óeðlilega hár miðað við fjárhag og umfang reksturs stofn- unarinnar. Andstætt markmiöum laga Ragnar H. Hall hefur ýmislegt við meðferð málsins að athuga. „Ráðuneytið hefur látið frá sér við- kvæm gögn í málinu sem hafa ver- ið til umfjöllunar í fjölmiðlum áöur en ráðuneytið tekur sína ákvörðun. Ég tel að með ákvörðuninni fari ráðuneytið gegn meginmarkmiðum laga um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins. Þau eru á þá leið að ef menn ekki standa sig í starfl þá eigi að gefa þeim færi á því meö áminningu að bæta ráð sitt. Það var ekki gert í þessu tilfelli." Ragnar segir að á þeim mánuði sem liðinn er frá því hann skilaði sinni umsögn til ráðuneytisins hafi ráðuneytiö verið að leita samninga við Gyífa um að ef hann sé til í að hætta um áramótin sé ráðuneytið til í að loka málinu með áminn- ingu. Telur Ragnar að þetta bendi ekki til þess að ráðuneytið telji sér skylt að reka Gylfa. Því komi þessi ákvörðun nú dálítið flatt upp á menn og vísar Ragnar m.a. til þess er framkvæmdastjóra Kvikmynda- sjóðs var vikið frá án þess að laga- skilyrði væru fyrir hendi að mati nefndar sem fjallaði um málið. Vísað til nefndar Málinu hefur verið vísað til þriggja manna nefndar í samræmi við fyrirmæli 27. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Nefndin skal rannsaka hvort rétt sé að veita Gylfa Gauti lausn að fullu, eða láta hann taka aftur við embættinu. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hef- ur jafnframt sett Tryggva Axelsson í embætti forstjóra Löggildingar- stofu um stundarsakir. Tryggvi er deildarstjóri í iðnaðar- og við- skiptaráðuneytinu og er lögfræð- ingur og rekstrarhagfræðingur að mennt. Enn fremur hefur ráðherra ákveðið að láta gera heildarúttekt á framtíðarfyrirkomulagi verkefna stofnunarinnar og fjármögnun þeirra. Úttektin verður unnin af ráðgjafarverkfræðingi í samráði við stjórn, settan forstjóra og starfsmenn Löggildingarstofu og viðskiptaráðuneytið. Ráðgert er að úttektinni ljúki fyrir næstu ára- mót. Þá skipaði iðnaðar- og viðskipta- ráðherra í gær nýja stjóm Löggild- ingarstofu. í stjóminni sitja; Guð- rún Rögnvaldsdóttir verkfræðing- ur, sem er formaður stjómar, Am- ar Þór Másson stjómmálafræðing- ur og Eyvindur Grétar Gunnarsson héraðsdómslögmaður. -HKr. Bresk verslun- arkeðja opnuð Breska verslunarkeðjan NEXT opnar 800 fermetra fataverslun í Kringlunni fimmtudaginn 10. apr- II. Undirbúningur fyrir opnun verslunarinnar hefur staðið yfir í um 15 mánuði. Eigendur NEXT á íslandi og stjórnendur Kringlunn- ar búast við að allt að 15.000 manns heimsæki búðina um helg- ina. Um 400 manns sóttu um störf í búðinni þegar auglýst var eftir starfsfólki fyrir skömmu. Verslunin í Kringlunni er 380. verslunin sem opnuð er undir merkjum NEXT í heiminum en sú fyrsta sem opnuð er í N-Evr- ópu utan Bretlandseyja. NEXT- búðin í Kringlunni selur vandað- an tískufatnað fyrir konur, karla og böm á hagstæðu verði. NEXT er á 2. hæð í suðurhluta Kringlunnar þar sem útivistar- búðin Nanoq var áður. -hlh DV-MYND HARl Undirbúa opnun Starfsfólk NEXT-verslunarinnar í Kringlunni hafa undirbúiö opnun verslunarinnar undanfarna daga en þar veröur á boöstólum vandaöur tískufatnaöur fyrir konur, karla og börn á hagstæðu veröi. Málverkafölsunarmálið fyrir héraðsdómi Llstfræðingur skráði meinta falsaða mynd á sínum tíma án athugasemda DV-MYND SIGURÐUR JÖKULL I dómssalnum í gær Karl Georg Sigurbjörnsson hdl. og Jónas Freydal, annar hinna ákæröu. Júlíana Gottskálksdóttir listfræð- ingur bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær í málverkafölsun- armálinu svokallaða. Hafði hún meðal annars rannsakað verk sem vora merkt Jóni Stefánssyni, Þór- arni B. Þorlákssyni og Svavari Guðnasyni. í máli hennar kom fram að hún teldi myndverkin fólsuð þar sem þau bæra fá merki þess að vera eftir þá listamenn. Taldi hún að verk sem voru eignuð Þórami B. Þorlákssyni stæðust ekki listfræði- legan samanburð óvefengdra verka hans. Tók hún sem dæmi landslags- mynd þar sem hestar vora á beit og sagði hún óhugsandi að maður eins nákvæmur og Þórarinn, sem gerði hinu smáa ætíð vel skil, hefði getað málað slíka hesta sem væra svo laustengdir við heildarverkið. Nán- ast eins og þeim hefði verið skellt á verkið eftir á. Erla Kristin Árnadóttir blaöamaöur Júlíana fór einnig yflr verk sem ætluð vora Svavari Guðnasyni og taldi hún að þau gætu engan veginn verið eftir hann. Erfitt væri að stað- setja verkin og væri litameðferðin, dirfskan og þanþol litanna sem ein- kenndi Svavar ekki til staðar í hin- um umdeildu verkum. Karl Georg Sigurbjömsson, verj- andi Jónasar Freydals, spurði Júlíönu hvort tiltekin mynd eftir Svavar hefði verið keypt af Lista- safhi íslands þegar hún starfaði þar og játaði hún því. Spurði hann þá hver hefði skráð myndina inn á safnið og kvaðst hún hafa gert það. Vfldi hann þá vita af hveiju engar athugasemdir hefðu verið gerðar við myndina á þeim tíma fyrst hún væri svo gjörólík öllum myndum Svavars. Sagðist hún hafa hugsað með sér að myndin væri léleg en ekki gert neinar athugasemdir þar sem það hefði ekki verið sitt hlut- verk. Júlíana sagði að mikflvægt væri að hafa í huga að um hugvísindi væri að ræða en ekki raunvísindi og í hugvísindum væri ekki til neitt eitt svar. Dómarinn bað hana að út- skýra það nánar og spurði hvort hún gæti sagt með hundrað prósent vissu að eitthvað af verkunum væri ekki eftir Svavar Guðnason. Svaraði hún því ekki afdráttarlaust en sagð- ist telja að verkin bæra ekki höf- undareinkenni hans. Jón H. Snorrason saksóknari vék að því hvort Júlíana hefði í ein- hverjum tflvikum ekki treyst sér til að taka afstöðu tfl þeirra mynd- verka sem hún hafði verið látin rannsaka hjá lögreglunni og kvað hún svo hafa verið. Hefði henni fundist rétt í sumum tilvikum að verkin fengju að njóta vafans. Einnig kom fram í vitnisburði Júlíönu aö óneitanlega hefði það haft áhrif á hana þegar hún skoðaði verk Svavars að hún vissi að sum þeirra hefðu komið beint úr safni ekkju Svavars. Spurði þá Rut Júlí- usdóttir, verjandi Péturs Þórs, hvort það hefði þá ekki að sama skapi haft áhrif á hana að hafa fengið skýrslu frá Peter Bower pappírssérfræðingi sem hefði talið myndimar falsaðar og unnið rannsóknir sínar út frá henni en taldi hún svo ekki vera. Ekki er enn ljóst hvenær aðalmeð- ferð málsins lýkur og er jafnvel bú- ist við því að hún standi eitthvað fram í næstu viku. -EKÁ Hestupinn fær umboðsmann Verkefninu Umboðsmaður ís- lenska hestsins hefur verið hleypt af stokkunum. Markmið verkefnisins er að efla jákvæða ímynd hrossaræktar og hesta- mennsku með áherslu á hlutverk íslands sem upprunalands ís- lenska hestsins og forystuhlut- verk þess í kynbótum, ræktun og fagmennsku á sviði hesta- mennsku. Jafnframt að auka sölu á íslenska hestinum og hesta- tengdri vöru og þjónustu innan- lands og utan. Þá skal unnið að því að efla almennan áhuga á hestamennsku, m.a. með fræðslu og kynningum í grunnskólum og framhaldsskólum. Það eru landbúnaðar-, sam- göngu- og utanríkisráðuneytið sem gera samkomulagið og munu ráðuneytin þrjú leggja 9 milljónir árlega tfl verkefnisins. Að auki munu Búnaðarbankinn og Flug- leiðir leggja fram eina milljón hvort fyrirtæki. Stjóm verkefnisins skal skipuð sex mönnum, einum tilnefndum af landbúnaðarráðherra, einum tilnefndum af samgönguráðherra, einum tilnefndum af utanríkis- ráðherra og einum manni til- nefndum af hvorum styrktarað- ila. Einnig skal hrossaræktar- ráðunautur Bændasamtaka ís- lands eiga sæti í stjórninni. -aþ Pokasjóöur: Styrkir Byrgið um fimm milljónir króna Guðmundur Jónsson, forstöðu- maður Byrgisins, veitti í gær við- töku fimm milljóna króna styrk úr Pokasjóði verslunarinnar. Þeir sem standa að sjóðnum era með- al annars Kaupás, Baugur, Sam- kaup, ÁTVR og Ikea. Fjárhæðin mun renna tfl stofnunar aðhlynn- ingardeildar Byrgisins sem verð- ur opnuð í Reykjavík. Mun deild- in verða opin öllum þeim sem leita aðstoðar í Byrginu vegna áfengis- og vímuefnavanda, hvort sem fólk kemur af götunni eða frá lögreglu og geðdeildum. Aðhlynningardeildin er hluti af langtíma meðferðardagskrá Byrg- isins og mun Ólafur Ólafsson læknir veita læknisaðstoð á deild- inni. Henni er ætlað að verða tengiliður Byrgisins við höfuð- borgina í átakinu „Gegn eitri í æð“ en fyrirhugað er að meðferð- ardagskrá Byrgisins verði fyrir austan fjall í rólegu og vemduðu umhverfi. -EKÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.