Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2003, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2003, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 Sport DV Knattspyrnusamband Evrópu ósátt viö Alex Ferguson: KærðUP - fyrir haröar ásakanir í garö sambandsins Knattspymusamband Evrópu ákærði í gær Alex Ferguson, knatt- spymustjóra Manchester United, fyrir vanvirðingu við sambandið eftir að hann lét þau orð falla að maðkur væri í mysunni varðandi dráttinn í 8-liða úrslitum meistara- deildarinnar. Ferguson sagði um helgina að það væri hreint með ólikindum að þremur ítölskum liðum og þremur spænskum hefði tekist að sleppa við að spila hvert við annað og lét að því liggja að Knattspymusamband Evrópu hefði haft eitthvað með mál- ið að gera. Ferguson dró reyndar ummæli sin til baka i gær en það var ekki nóg fyrir hina háu herra sambands- ins sem kærðu hann samt og birtu eftirfarandi yfirlýsingu: „Alex Ferguson, sem mun stjóma liði sínu, Manchester United, gegn Real Madrid í fyrri leik liðanna í 8- liða úrslitum meistaradeildarinnar á Spáni í kvöld, hefur með ummæl- um sínum kastað rýrð á heiðarleika í drætti fyrir 8-liða úrslit. Leik- menn, þjálfarar og aðrir innan knattspymuhreyflngarinnar eiga, samkvæmt agareglum Knattspyrnu- sambands Evrópu, að sýna hollustu og heiðarleika í samskiptum sínum og hver sá sem gerist sekur um ann- að hlýtur viðeigandi refsingu. Dóm- ur mun fálla i málinu 1. maí næst- komandi." Tek orö þeirra trúanleg Ferguson er þó rólegur yfir öllu saman og svaraði ákæru sambands- ins á blaðamannafundi í Madrid í gær. „Ég hef verið fullvissaður um það af hálfu sambandsins að ekkert mis- jafnt hafi átt sér stað þegar dregið var. Ég tek þeirra orð trúanleg og viðurkenni að það var rangt af mér að halda öðra fram,“ sagði Fergu- son. Ferguson stendur þó við þær yflr- lýsingar sínar að Roberto Carlos, sem var dæmdur í bann frá lands- leikjum fyrir aö hrinda dómara í landsleik nýverið, hefði einnig átt að vera bannað að spOa með Real Madrid. „Það er ekkert við því að gera. Þetta atvik sýnir bara styrk Real Madrid í alþjóðlegri knattspymu. Það hreyfír enginn við þeim en það er ekki víst að það hjálpi þeim inni á vellinum,“ sagði Ferguson við blaðamenn i gær. Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóri Manchester United, var i góöu skapi á blaðamannafundi í Madrid fyrir leikinn gegn Real Madrid. Reuters Vialli til Fulham? Stuðningsmenn Fulham velta því nú fyrir sér hver muni stjórna liðinu á næstu leiktíð en Mohamed A1 Fayed, eigandi félagsins, til- kynnti á dögunum að Jean Tigana, knattspyrnustjóri liðsins, myndi ekki fá nýjan samning í vor þegar núgildandi samningur hans við fé- lagið rennur út. Flestir sérfræðingar telja líkleg- ast aö ítalinn Gianluca Vialli mun taka við stjórninni hjá félaginu og eiga menn allt eins von á því að það gerist á næstu dögum. Fulham á í hatrammri botnbaráttu i ensku úrvalsdeildinni og stórtap liðsins gegn Blackbum á heimavelli á mánudagskvöldið var hvorki til þess fallið að létta lund A1 Fayeds né styrkja stöðu Jean Tigana í stjórastóli liðsins. -ósk Hector Cuper, þjalfari Inter Milan, tekur á móti fyrrum lærisveinum sinum i Valencia á San Siro-leikvanginum i kvöid. Reuters llla gengur að klára nýtilkomið leyfiskerfi KSI: Leyfisfundi enn frestaö - Knattspyrnusamband Evrópu ekki enn búiö aö samþykkja leyfishandbókina Ekkert varð úr fundi leyfisráðs Knattspyrnusambands íslands sem fara átti fram i gær. Fundinum var einnig frestað í síðustu viku þar sem leyfishandbók sambandsins hafði ekki enn verið sam- þykkt af Knattspyrnusam- bandi Evrópu og sagði Geir Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri KSt, i sam- tali við DV-Sport í gær að ástæðan fyrir frestun fundarins nú væri tví- þætt. Enn ekki samþykkt í fyrsta lagi hefur Knattspymu- samband Evrópu ekki enn sam- þykkt leyfishandbókina okkar en við höfum þó verið fullvissaðir um • « & KSI að hún verði samþykkt. Aðeins á eftir að setja stimpilinn á hana en þetta er mikið bákn og hlutirnar taka sinn tíma þama úti. í öðru lagi er Ómar Smárason, sem hefur umsjón með leyfiskerfmu, veikur og það er til lítils að halda fund án hans. Því ákváðum við að fresta fundinum um rúma viku til viðbótar og vonandi verð- ur allt komið á hreint þá,“ sagði Geir Þorsteinsson. Allt í rétta átt Geir sagði jafnframt að hann væri bjartsýnn á að öll félög yrðu Geir Þorsteinsson. komin með sín mál á hreint þegar næsti fundur yrði haldinn. „Við höfum verið að gera at- hugasemdir við leyfisumsóknir fé- laganna og mér sýnist allt stefna í rétta átt. Það hefur örlað á neikvæðri umræðu í garð þessa kerfis en eftir þvi sem við höfum fengið tækifæri til að kynna kerfið og kosti þess hefur viðmótið breyst mikið. Ég er sjálfur sannfærð- ur um að þetta muni hjálpa félögunum mikið þegar fram liða stundir," Geir Þorsteinsson, fram- í samtali við -ósk sagði kvæmdastjóri KSÍ, DV-Sport í gær. Tveir leikir fara fram í 8-liöa úrslitum meistaradeildar Evrópu í kvöld: Pressan magnast - Hector Cuper rær lífróður til aö halda starfi sínu hjá Inter Milan Það verður mikil pressa á Arg- entínumanninnum Hector Cuper næstu daga. Cuper, sem er þjálfari Inter Milan, á fyrir höndum tvo leiki sem munu að öllum líkindum skera úr um hvort hann heldur starfl sínu sem þjálfari liðsins. Pressan á Cuper er orðin svo mikil að ítalskir fjölmiðlar eru þegar fam- ir að velta fyrir sér hugsanlegum eftirmanni hans ef illa gengur í leikjunum tveimur. Fyrst fær Inter Milan Valencia í heimsókn í kvöld í fyrri leik lið- anna í 8-liða úrslitum meistara- deildarinnar. Cuper er ekki ókunn- ur spænska liðinu því hann stjórn- aði Valencia áður en hann tók við Inter Milan og kom því meðal ann- ars tvívegis í úrslitaleik meistara- deildarinnar. Á laugardaginn mætir liðið síðan grönnum sínum í AC Milan í ítölsku deildinni, leik sem skiptir miklu upp á framhaldið fyrir Inter sem er fimm stigum á eftir Juvent- us á toppi deildarinnar. Verða ekki auðunnir „Ég get ekki hugsað um leikinn á laugardaginn. Leikurinn gegn Val- encia skiptir öllu máli núna. Ég þekki það lið út og inn og veit að þeir verða ekki auðunnir. Við þurf- um hins vegar að hugsa um sjálfa okkur og klára þennan leik með sæmd,“ sagði Cuper. Leikmenn Valencia segjast ætla að spila til sigurs í kvöld. „Viö vitum að það er erfitt að spila gegn ítölskum liðum á útivelli en við ætlum samt að sigra í leikn- um,“ sagði spænski landsliðsmaður- inn Vicente við blaðamenn í gær. Munur á gengi Það hefur verið mikill munur á gengi Juventus og Barcelona í deild- arkeppnunum í vetur en liðin mæt- ast í kvöld í Tórínó í fyrri leik lið- anna í 8-liða úrslitum. Juventus er í efsta sæti ítölsku deildarinnar en Barcelona er í tómu mgli á Spáni og er um miðja deild. „Ég hlakka mikið til að mæta Barcelona því að þetta verður í fyrsta sinn sem ég stjórna mínu liði gegn þessu fræga félagi,“ sagði Marcelo Lippi, þjálfari Juventus, og bætti við að gengi liðanna í deild- inni heima fyrir skipti engu. „Barcelona er búið að spila frá- bærlega í meistaradeildinni og ég á ekki von á því að það breytist," sagði Lippi. -ósk Úrslit í nótt: Philadelphia-Detroit .......91-74 Iverson 37 (8 stoðs.), Thomas 16 (15 frák.), McKie 10 - Robinson 16, Hamilton 14, Billups 12 (10 stoðs.) Cleveland-Washington . . . 91-100 Ilgauskas 23, Davis 18 (9 frák., 11 stoð.), Boozer 16 (14 frák.) - Jordan 26 (10 frák.), Stackhouse 18, Lue 18 (8 stoðs.) New York-Atlanta ...........99-95 Houston 29 (7 stoðs.), Sprewell 21 (9 frák.), Thomas 15 (8 frák.) - Terry 27, Rahim 16 (8 frák.), Glover 16 Miami-Toronto...............89-83 Grant 16 (10 frák.), C. Butler 12, R. Butler 11 - Williamson 16, Jefferies 15, McCoy 13 (6 frák.), Williams 13 Memphis-LA Clippers . . . 111-108 Gasol 25 (10 frák.), Williams 23 (6 stoðs.), Battier 17 - Maggette 22, Brand 21 (10 frák.), Odom 20 (6 stoðs.) Chicago-Indiana...........115-103 Crawford 33 (8 stoðs.), Rose 27, Curry 15 (6 frák.) - O'Neal 38 (13 frák.), MUler 18 (10 frák.), Miller 12, Artest 12 Houston-Portland.............66-81 Posey 15, Francis 12, Rice 8, Mobley 8 (7 frák.), Taylor 8 - Stoudamire 21, Wells 17 (11 frák.), Sabonis 11 (7 frák.) Denver-Phoenix...............78-98 Howard 15 (9 frák.), Hilario 14, Harvey 12 - Marion 27 (10 frák.), Johnson 23, Marbury 16 (9 stoðs.) Sacramento-Seattle........107-85 Webber 20 (6 frák.,7 stoðs.), Stoja- kovic 18, Bibby 15 - Allen 22 (6 stoðs.), Drobnjak 22 (7 frák.), Ollie 9 LA Lakers-Dallas............108-99 George 21, Horry 17 (10 frák.), Fisher 16 (8 stoðs.), Fox 16 - Lafrentz 26 (7 frák.), Nowitzki 26 (9 frák.), Nash 19 (10 frák.) Golden State-Utah .........128-102 Arenas 34, Dunleavy 17 (6 frák.), Jamison 16 - Malone 17 (10 frák, 5 stoös..), Arroyo 16, Stevenson 13 Jason Kidd, leikstjómandi New Jersey Nets, og miðherji Los Angeles Lakers, Shaquille O’Neal, voru valdir leikmenn vikunnar 31. mars til 6. apríl í NBA-deildinni. Kidd skoraöi 20,5 stig, gaf 9,3 stoðsendingar og tók 7 fráköst að meðaltali í fjórum leikjum New Jersey í vikunni en Sliaq skoraði 30 stig, tók 15 fráköst, gaf 3,5 stoðsendingar, varði 3,75 skot og stal þremur boltum að meðaltali í fjómm sigurleikjum Lakers. -ósk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.