Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2003, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2003, Blaðsíða 35
MIÐVKUDAGUR 9. APRÍL 2003 35 I>V Sport Markús Máni sleppur hér fram hjá FH-ingunum Magnúsi Sigurössyni og Björgvini Rúnarssyni og skorar eitt sex marka sinna í sigri Valsmanna í gær. KA vann HK með 6 mörkum, 29-23, í fyrsta leik liðanna í úrslita- keppninni á Akureyri í gær. HK- menn virtust stirðir í byrjun leiks, KA-menn nýttu sér þrælgötótta vörn þeirra og eftir einungis 7 mínútna leik höfðu heimamenn náð 5 marka forystu. Eftir því sem á leið leik komust strákamir úr Kópavoginum æ betur inn í leikinn og baráttan og hitinn í leiknum jókst til muna. HK-menn náðu samt aldrei að minnka bilið sem KA-menn náðu á fyrstu mínút- unum og þegar leikmenn sneru til búningsklefa höfðu heimamenn góða 5 marka forystu, 16-11. Ekki leit út fyrir annað en að KA- menn ætluðu sér að stinga af í byrj- un seinni hálfleiksins enda skoruðu þeir fyrstu 2 mörkin og útlitið fyrir gestina var ekki gott. En góður leikkafli um miðjan háifleikinn, þar sem gestimir náðu að minnka mun- inn í 3 mörk, 20-17, ýtti undir vonir þeirra um að koma sér inn í leikinn að einhverju ráði. En þá settu KA- menn í gírinn að nýju, áttu frábæran lokakafla og lönduðu dýrmætum heimasigri. KA-menn spiluðu frábæra vörn í leiknum og áttu oft góð tilþrif í sókn- inni, sérstaklega í hraðaupphlaup- um. Slæm byrjun HK-manna gerði það að verkum að þeir komust aldrei af alvöra inn í leikinn, en þeir mega þó eiga það að þeir reyndu að koma sér inn í leikinn að nýju með miklu keppnisskapi. Leikurinn var oft og tíðum mjög hart leikinn og átökin náðu hámarki undir lok fyrri hálf- leiks þegar Einar Logi þurfti að fara af leikvelli, alblóðugur eftir harka- lega meðferð hjá HK-vörninni. Fremstur meðal jafningja var Andrius Stelmokas hjá KA. Hann var þrælsterkur í góðri vöm og sýndi oft og tíðum frábær tilþrif inni á lín- m. & - Blóð, svíB og tár - þegar KA-menn lögöu Árna Stefánsson og lærisveina hans í HK Maður leiksins: Andrius Stelmokas, KA unni. Ólafur Víöir kom inn á fyrir HK á 16. mínútu og við það batnaði leikur HK-liðsins til mikilla muna. Unnum á sterkri vörn Jóhannes Bjarnason, þjálfari KA, var sáttur í leikslok. "Við unnum á sterkri vöm en sóknarleikurinn hefði mátt ganga betur. Við höfum margt að bæta fyrir fímmtudaginn og ætlum að gera það," sagði Jóhannes og taldi að HK-liðið hefð ekki sýnt sinn fulla styrk í gærkvöld. "Við byrjuðum illa, vorum stífir og skoruðum lítið. Áttum séns í seinni hálfleik en misstum niður dampinn, erfitt að sækja ávallt á brattann," sagði Akureyringurinn Samúel Árnason HK-maður ósáttur í leiks- lok. "En við bjóðum þá velkomna i Digranesið á fimmtudag," sagði Sam- úel, viss um sigur í Kópavoginum og hlakkar til að mæta aftur til Akur- eyrar á sunnudaginn. -ÆD 1-0, 5-2, S4, 11-6, 12-7, 14-9, (16-11), 17-11, 18-13, 19-16, 20-17, 25-17, 28-20, 29-23. KA: Mörk/viti (skot/viti): Andrius Stelmokas 7 (11), Arnór Atlason 6/2 (9/3), Hilmar Stefáns- son 5/2 (5/2), Ingólfur Axelsson 4 (7), Baldvin Þorsteinsson 3 (5), Þorvaldur Þorvaldsson 2 (2), Einar Logi Friöjónsson 1 (5), Jónatan Þór Magnússon 1 (4), Magnús Stefánsson (1). Mörk úr hradaupphlaupum: 6 (Stelmokas 2, Þorvaldur 2, Jónatan og Arnór). Vitanýting: Skoraö úr 4 af 5. Fiskuö viti: Stelmokas 2, Ingólfur 2, Þorvald- ur. Varin skot/viti (skot á sig): Egidijus Pet- kevicus 9 (22/1, hélt 5, 41%), Hans Hreins- son 5/2 (15/3, hélt 2, 33%). Brottvisanir: 8 mínútur. Dómarar (1-10): Bjarni Viggósson og Valgeir Ómarsson (6). Gœöi leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 450. HK: Mörk/viti (skot/viti): Jaliesky Garcia 8/2 (17/3), Alexander Amarson 4 (5), Atli Þór Samúelsson 3 (7), Ólafur Víöir Ólafsson 3 (7/1), Jón Bersi Eilingsen 1 (2), Már Þórar- insson 1 (2), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (4), Elías Már Halldórsson 1 (2), Samúel Árnason 1 (3). Mörk úr hraöaupphlaupum: 2 (Jón Bersi og Elías). Vítanýting: Skoraö úr 2 af 4. Fiskuó vitL Alexander 2, Már, Ólafur. Varin skot/víti (skot á sig): Amar Freyr Reynisson 5 (16/1, hélt 2, 31%), Björgvin Gústavsson 7/1 (25/4, hélt 5, 28%). Brottvísanir: 12 mínútur. KA-HK 29-23 Valsmenn vaknaðr - unnu sex marka sigur á FH-ingum sem höföu unnið sex af síðustu sjö leikjum Valur sigraði FH 28-22 í átta liða úrslitum Essó-deildar karla í hand- knattleik í gærkvöld. Fyrir leikinn var ekki búist við miklu af Hlíðarendapiltum eftir slakt gengi í síðustu leikjum deild- arkeppninnar og frekar hallast að sigri FH-inga, en þeir sigruðu í sex af síðustu sjö leikjum sínum og hafa haft betur i rimmu liðanna á Hlíð- arenda til fjölda ára. Leikmenn FH komu mjög ákveðn- ir til leiks og skoruðu fyrsta markið á meðan Valsmenn áttu í erfileikum með að komast í gegnum sterka vörn gestanna, sem sýndu sitt rétta andlit í byrjun leiks. Eftir því sem líða tók á hálfleik- inn snerust hlutimir við og eftir að FH-ingar höfðu í tvígang verið manni færri og nokkrir heldur vafa- samir dómar fallið þeim í óhag misstu þeir algjörlega taktinn. Vals- menn nýttu sér það og náðu góðri forystu, 7-3. Eftir það höfðu þeir leikinn í hendi sér og efldust með hverri mínútunni sem leiö. Með sterkri vöm og góðri mark- vörslu, ásamt fjölmörgum hraða- upphlaupum, höfðu þeir öragga for- ustu þegar flautað var til leikhlés, 15-11. Síðari háifleikur byrjaði líkt og sá fyrri hafði endað með að Vals- menn hreinlega rúlluðu yfir FH- inga og á sjö mínútum breyttu þeir stööunni í 21-13. FH-ingar reyndu hvað þeir gátu aö komast inn í leik- inn en munurinn var orðinn of mik- U1 og úrslitin löngu ráðin. 12 hraöaupphlaupsmörk Valsmenn léku gríðarlega sterka vöm og tóku fast á móti gestunum. Þeir gáfu þeim enga möguleika á gegnumbrotum og komu fast út á móti skyttum þeirra Hafnfirðinga. Roland Valur Eradze varði vel í markinu og leikmenn liðsins sóttu hratt á FH og skoruöu alls tólf mörk úr hraðaupphlaupum. Það virtist vanta grimmd í FH-inga og þrátt fyrir að þeir Magnús Sigmundsson og Jónas Stefánsson verðu ágæt- lega í markinu tókst leikmönnum liðsins aldrei að vinna á sterkri vöm andstæðinganna og áttu engin svör við hraðaupphlaupum þeirra. Það er greinilegt að Valsmenn hafa vaknað aftur til lífsins, sem er nokkuð sem FH-ingar þurfa að gera fyrir viðureign liðanna á fimmtu- daginn þar sem ekkert kemur til greina nema sigur fyrir Hafnfirð- ingana. Valsmennn sem margir töldu að væru sprungnim geta hins vegar tryggt sig áfram með sigri í Kaplakrikanum. -ÞAÞ Snorri Steinn, fyrirliöi Vals: Getum enn bætt okkur „Þetta var glæsilegt og þetta var það sem viö vorum búnir að stefna að. Deildarkeppnin fór ekki eins og við ætluöum okkur og það var áfall fyrir okkur og mér fmnst við sýna mikinn styrk að koma hérna og vinna þennan leik svona sannfærandi. Mér fannst við spila mjög vel, varnarleikurinn virkaði eins og hann gerir best og mér fannst við meira að segja geta komið í veg fyrir ijögur eöa fimm mörk hjá þeim. Aöeins hálfleikur Mitt mat er að við getum enn bætt okkur og þetta er aðeins háiileikur. Nú er aö setjast yfir þennan leik og fara yflr það sem má betur fara, lagfæra það fyrir næsta leik og koma bara enn þá betur stemmdir. Menn eru ekki búnir að fara fógrum orðum um okkur í blöðunum og það hefur farið á sálina í okkur. Það er virkilegur karakter að koma hérna til baka og sýna hvað í liðinu býr. Við vorum ekki í vafa um að við gætum þetta heldur þurftum við aö laöa þetta fram og við erum vonandi að gera það á réttum tíma,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, fyrirliði Valsmanna, sem átti mjög góöan leik líkt og allir leik- menn liðsins. Þorbergur þjálfari FH: Sóknin ekki góð „Við getum sjálfum okkur um kennt þar sem sóknarleikurinn var ekki nægilega góöur. Það er ekkert sem kemur á óvart í leik Valsliðsins þannig að þetta er okkar haus sem þarf aö laga og þaö verður gert fyrir fimmtudag- inn. Það er partur af leiknum að fá lélega dómgæslu og það er partur af leiknum að missa menn út af en partur af leiknum er líka að halda haus og eftir því sem við gerum það lengur því betri verðum við og það gekk ekki í kvöld,“ sagði Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari FH, að leik loknum. -ÞAÞ ■9IB | Ualur-FH 28-221 0-1, 5-2, 7-3, 9-5, 11-8, 13-10, (15-11), 17-11, 21-13, 23-17, 26-19, 28-22. Valur: Mörk/víti (skot/viti): Snorri Steinn Guö- jónsson 8 (13), Markús Máni Michaelsson Maude 6/3 (10/3), Hjalti Gylfason 5 (9), Freyr Brynjarsson 4 (4), Ragnar Ægisson 2 (2), Siguröur Eggertsson 2 (3), Hjalti Pálma- son 1 (4). Mörk úr hraöaupphlaupum: 12 (Hjalti G. 5, Freyr 4, Snorri Steinn 3). Vitanýting: Skorað úr 3 af 3. Fiskuö viti: Hjalti G., Snorri Steinn, Hjalti P. Varin skot/viti (skot á sig): Roland Valur Eradze 21/1 (43/1, hélt 9, 49%). Brottvísanir: 6 mínútur. Dómarar (1-10): Anton Pálsson og Hlynur Leifsson (3). Gœöi leiks (1-10): 6. Áhorfendur: 240. Maöur leiksins: Roland Valur Eradze, Val FH: Mörk/viti (skot/víti): Logi Geirsson 6 (12/1), Amar Pétursson 5 (11), Guömundur Pedersen 3 (3), Magnús Sigurösson 3 (5), Hjörtur Hinriksson 2 (3), Björgvin Rúnars- son 2 (6), Andri Berg Haraldsson 1 (4), Hálf- dán Þórðarson (2). Mörk úr hraöaupphlaupum: 4 (Guðmund- ur 2, Björgvin 2). Vítanýting: Skoraö úr 0 af 1. Fiskuó viti: Logi. Varin skot/viti (skot á sig): Magnús Sig- mundsson 7 (19/1, hélt 5, 37%), Jónas Stef- ánsson 12 (28/2, hélt 4, 43%). Brottvísanir: 10 mínútur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.