Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2003, Blaðsíða 2
2 Fréttir FTMMTUDAGUR 8. MAl 2003 DV DV-MYND HAFDÍS ERLA BOGADÖTTIR EftiiiKsmenn ítalirnir tveir voru aö fylgjast meö gangi mála þar sem aOkoma aO brúnni yfir Jökulsá verOur bætt. ítaSrnir fylgjast vei með við Káratmjúka - hver risasamningurinn rekur nú annan Nú styttist í að ítalski verktak- arisinn Impregilo hefji framkvæmd- ir við fyrirhugaða Kárahnjúkavirkj- un. í gær höfðu 1.500 umsóknir borist til Vinna.is um þau 200 störf sem auglýst voru sl. sunnudag. Á bak við þær umsóknir eru milli átta og níu hundruð einstaklingar, en umsóknarfrestur rennur út lO.maí. Áhuginn á störfum við virkjunar- framkvæmdimar er því gríðarlegur. Þessa dagana eru Amarfellsmenn aö reisa sökkla undir vinnubúðir Impregilo við Teigsbjarg en fyrsta skipsfarminum með vinnubúðum var skipað upp á Reyðarfirði í gær. Lagfæringar á veginum inn að Kára- hnjúkum standa einnig yfir og er nú verið að breikka veginn upp Fljóts- dalsheiði, auk þess sem verið er að bæta aðkomuna að brúnni yfir Jök- ulsá á Dal á Gígum, þar sem þessi mynd var tekin. Hver samningurinn rekur nú annan eystra. Olíufélagið Esso og ítalska verktakafyrirtækið Impre-g- ilo hafa gert með sér samning um heildarviðskipti með eldsneyti og smurolíur. Samningurinn tekur gildi frá og með deginum í dag og nær yfir framkvæmdatíma Kára- hnjúkavirkjunar. Um er að ræða einn stærsta samning sem Olíufélagið hefur gert viö einstakan viðskiptavin varðandi eldsneyti og smurolíur. Gert er ráð fyrir að Impreglio noti á milli 25 og 35 milljóna lítra af gasolíu á virkj- anasvæðinu við Kárahnjúka yfir verktímabiliö og yfir eina milljón lítra af smurolíu. „Við erum ánægð með þennan samning og það traust sem Impreg- ilo sýnir okkur. Þetta er ein stærsta einstaka verkframkvæmd sem ráð- ist hefur veriö i á íslandi og samn- ingurinn er stór,“ segir Guðjón Auð- unsson, framkvæmdastjóri fyrir- tækjasviðs Olíufélagsins ESSO. -HEB/aþ Uppnám í Skilmannahreppi: Oddvitinn með lægsta tilboðið Verktakafyrirtæki oddvita Skilamannahrepps átti lægsta til- boð í framkvæmdir við malbikun i sveitarfélaginu sem standa fyrir dyrum. Tíu tilboð bárust i verkið. Kostnaðaráætlun var upp á 30 milljónir kr. Fyrirtækið Þróttui' ehf., sem oddvitinn Helgi Ómar Þorsteinson á og rekur, bauð lægst; rétt um 25 milljónir. Enn hefur ekki verið gengið frá samn- Deilt um verkiö Verktökum sýnist oddvitinn vera beggja vegna borösins. ingum vegna verksins, skv. upp- lýsingum frá vérkfræðistofunni Hönnun á Akranesi, sem hefur annast málið. „Mér finnst ekki réttlætanlegt að oddvitinn bjóði í þetta og sé beggja vegna borðsins. Ætli að vinna verkið og greiða einnig úr sveitarsjóði fyrir framkvæmdir," segir Smári Gunnarsson hjá Foss- eyri sem átti annað lægsta tilboð- ið. Það var upp á inn 27,0 milljón- ir króna. „Maöurinn veit pottþétt hver kostnaðaráætlunin er og þá er ósköp einfalt að eiga lægsta til- boðið. Eg efast um að þessi vinnu- brögð standist stjórnsýslulög og ætla að fá lögfræðing til þess að kanna málið fyrir mig.“ Bjami Þóroddsson hjá Hönnun á Akranesi segir aö farið hafi ver- ið eftir öllum ströngustu reglum við framkvæmd útboðsins. Engar athugsemdir hafi heldur verið gerðar á fundi þegar tilboð voru opnuð. - Ekki náðist í Helga Ómar Þorsteinsson oddvita í morgtm. íbúar í Skilmannahreppi eru rétt innan við 150 talsins. Engu að síður er sveitarsjóður gildur, enda fær hreppurinn miklar tekjur af iðjuverunum við Grundartanga. Er þær notaðar til að gera vel við íbúana og framkvæmdir sem nú eru fram undan snúa aö því að malbika heimkeyrslur og plön við hvern bæ í sveitinni undir Akra- fjalli. -sbs Listamenn mótmæla erfiðleikum LR: lfilja meiri fjáp- muni tfl stapfsms „Við viljum fá lausn til framtíðar sem felist i því aö loksins verði sam- þykkt hvaöa fjármuni þurfi raun- verulega á ársgrundvelli til að reka Borgarleikhúsið og láta þá í starf- sernina," sagði Gunnar Hansson leikari. Listamenn munu efna til mótmælastöðu við Ráðhús Reykja- víkur í dag, fimmtudag, kl. 14.00. Þar ætla þeir að mótmæla „að- gerðarleysi borgaryfirvalda vegna fjárhagserfiðleika Borgarleikhúss- ins. Vandi leikhússins er alvarlegur fyrir allt listalífið í landinu en í leik- húsinu hefur 52 starfsmönnum ver- ið sagt upp á undanfómum tveim árum, 38 mönnum fyrir helgina og öðrum 14 á síðasta ári,“ að því er segir í tilkynningu frá þeim. Gunnar sagði, að vandinn hefði lengi verið fyrir hendi. Fyrir helgi hefði niðurstaða borgaryfirvalda verið gefin út; að það yrði ekkert gert. Þá hefði verið farið í mestu fjöldauppsagnir í leikarastéttinni fyrr og síðar, enda eina úrræði sem leikhússtjóri heföi átt i stöðunni. „Þetta er aðfór að listum og menningu í landinu og viö erum að mótmæla þessu,“ sagði Gunnar. Hann benti á að samráðsnefnd Reykjavíkurborgar og leikhússins hefðu farið „ofan í hverja einustu krónu.“ Eftir það hefði verið ljóst að dæmið gengi ekki upp. Þá hefði ver- ið tekin pólitísk ákvörðun um að bregðast ekki við vandanum, þannig að mikill niðurskurður í Borgarleik- húsinu væri nú staðreynd. -JSS Stuttar fréttir Sækir um ítalskt ríkisfang Stórsöngvarinn Kristján Jóhanns- son hefur sótt um ítalskt ríkisfang. Kristján greindi frá þessu í viðtali á Stöð 2 og sagði ástæðuna m.a. vera þá að hann hefði greitt í líf- eyrissjóð á Ítalíu og í Þýskalandi. Eiginkona Kristjáns og böm munu áfram verða íslenskir ríkisborgarar. Lokatölur á þriðja tímanum Yfirkjörstjómir vonast til að loka- tölur i komandi þingkosningum verði birtár áþriðja tímanum á laug- ardagskvöld. I viðfeðmum kjördæm- um gætu fjarlægðir sett í strik í réikninginn og dæmi em um að aka þurfi með kjörgögn meira en 400 kiló- metra. Bílatryggingar hækka um 76% Bílatryggingar hafa hækkað um ríflega 76% á liönum sex árum; þar af ábyrgðatryggingar um 100%. Sam- kvæmt heimasíðu Hagstofunnar hafa tryggingar hækkað almennt um tæp 70%; húsnæðistryggingar um 47,4%. RÚV greindi frá. Ættleiðingarferö frestað Fimm pör sem hafa undirbúið fór til Kína til að ættleiða böm bíða átekta með að fara austur vegna bráðalungnabólgunnar sem þar geis- ar. Ferðinni hefur þó ekki verið af- lýst. RÚV sagði frá. Afgreiðsla vegabréfa hættir Lögreglan í Reykjavík hættir að af- greiða vegabréf frá og með morgun- deginum. Afgreiðslan færist til Út- lendingastofnunar og íbúar í Reykja- vík, Seltjamamesi, Mosfellsbæ og Kjósarhreppi eiga að sækja þangað. Afgreiðsla Utlendingastofnunar er að Skógarhlíð 6. -aþ Ráöherra um gölluð próf: Bagalegt en rétt Tómas Ingl Olrich. viöbpögö Eins og fram kom í DV í gær urðu þau mistök við framkvæmd samræmdra prófa í ensku að nokkr- ir geisladiskar með upplestri, sem nota átti í prófinu, reyndust ónothæfir. Einnig fengu nemendur í grunnskólum á Norðvesturlandi og Vestfjörðum röng svarblöð vegna samræmdra prófa í náttúrufræði. Haft var eft- ir forstöðumanni Námsmatsstofn- unar í gær að hægt hefði verið að bjarga málum fyrir hom með til- færingum. Tómas Ingi Olrich mennta- málaráðherra sagði í samtali við blaðið í gær aö mjög bagalegt væri þegar svona mistök yrðu en hins vegar hefðu Námsmatsstofn- un og hlutaðeigandi skólar brugð- ist við eins og best yrði á kosið til þess að sem minnst röskun yrði. Hann sagði að framkvæmd samræmdu prófanna hefði al- mennt gengið vel en þegar svona mistök kæmu upp væri mikil- vægt að bregðast rétt og hratt við og hefði það verið gert í þessu til- viki. Hann benti á að þetta væri viðkvæmur tími fyrir krakkana sem nú þreyttu samræmdu prófin og því væri mjög slæmt að þau skyldu verða fyrir slíkum trufl- „Ráðuneytið fylgist með fram- kvæmd prófanna og því hvernig vandamál sem þessi eru leyst og mér sýnist menn hafa brugðist rétt við í þessu máli,“ sagði Tómas Ingi að lokum. -EKÁ Uppboö á heimsmarkaði: Einkaskoðun Stefáns Jóns Stefán Jón Hafstein. „Þetta hlýtur að vera einkaskoðun Stefáns Jóns. Þetta er fjarri því að vera skoðun Sam- fylkingarinnar og veröur aldrei. Mál- ið hefur ekki einu sinni komið til um- ræðu innan flokks- ins,“ segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylk- ingarinnar, um þau ummæli Stef- áns Jóns Hafstein í viötalsþætti á Útvarpi Sögu að bjóða ætti upp aflaheimildir á íslandsmiðum á heimsmarkaði. „Ég held aö hér hljóti að vera um einhvers konar fræðilegar vangaveltur Stefáns Jóns að ræða fremur en að hann hafi í alvöru meint að þetta ætti að verða svona í framtíðinni,“ segir Össur. -ÓTG f ókus >Á MORGUN karlmenni? í Fókus á morgu ’ geta karlkyns lesem i ur á auðveldan c : skemmtilegan há j komist að því hvers mikil karlmenni þe: eru. Þá svara þe: spumingum um kyngetuna, Qárráðij hvort þeir hafi verið handteknir c fleira í þeim dúr og kanna hvar þe: standa í samanburði við meðalmam mn. Teknar eru saman góðar ræmi sem aldrei komust í bíó og Maus ræ ir um nýju plötuna Musick en textan ir á henni þykja skrítnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.