Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2003, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2003, Blaðsíða 26
30 Tilvera FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 DV Nú fer fram skemmtileg keppni þar sem börn og unglingar geta sungiö eða spilað lög af geisla- disknum- HÆTTUM AÐ REYKJA. Hver og einn getur flutt lögin og textana eftir eigin höfði. öll lögin á geisladisknum eru einnig í karoke útfærslu. Sendu upptöku á kasettu eða geislsdisk til Þjónustumiðstöðvar UMFÍ, Fellsmúla 26, 108 Reykja- vík f^rir 25. maí. Úrslit veröa kynnt á reyklausum degi 31. maí. HÆTTUM AÐREYKJA HVATNINGAR- fíS ÁTAKUMFÍ Bm VERÐLAUN FYRIR BESTA FLUTNINGINN: ITíu hljóðverstímar með upp- tökumaimi í hijóöveri Geim- steins (kr. 60.000) og Karaoke- DVD spilari og karaoke diskur aö eigin vali (kr. 24.000) frá Radióbæ. Vinningshafa gefst jafhframt tæki- færi til að syngja eitt lag inn á geislaplötu sem kemur út í sumar. 'unmtrsitlöftir ÍFinun hijóðverstímar með upptökumanni í Hljóð- smiöjunni (kr. 30.000) og Mark geislaspilari (kr. 10.000) frá Tóbaksvamanefnd. aÞrír stúdíótímar (kr. 15.000) í Eyranu til söngs og hljóðblöndunar yfir undirspil. Ensk-ísl/ísl-ensk orðabók fyrir tölvu (kr. 8.000) og þrír geisladiskar; Búdrýgindi, Ensími og Bent & 7Berg frá Eddu útgáfu. lK Ensk-ísl/ísl-ensk orðabók fyrir tölvu *A (kr. 8.000) og þrír geisladiskar; Búdrýg- indi, Ensími og Bent & 7Berg frá Eddu útgáfu. SFjórir geisladiskar; Búdrýgindi, Ensími, Bent & 7Berg frá Eddu útgáfu og í svörtum fötum frá Skffunni. SFjórir geisladiskar; Búdrýgindi, Ensimi, Bent & 7Berg frá Eddu útgáfu og í svörtum fötum frá Skífunni. ÍFjórir geisladiskar; Búdrýgindi, Ensimi, Bent & 7Berg frá Eddu útgáfu og í svörtum fötum frá Skífunni. g Tveir geisladiskar; Bent & 7Berg frá Eddu útgáfu og í Svörtum fötum frá Skífunni. Tveir geisladiskar; Bent & 7Berg frá Eddu útgáfu og í Svörtum fötum frá Skífunni. Geisladiskur; í svörtum fötum frá Skífvmni. REYKLAUS REIKNINGUR Leggðu inn á Reyklausan reikning til að fa geislaplötuna HÆTTUM AÐ REYKJA! Leggðu kr. 1000 inn á Reyklausan reikning í banka eða sparisjóöi og þú færö eintak sent um hæl: SPK nr. 5513 - SPH nr. 6943 - SPV nr. 11047 SPRON nr. 7306 - SPK nr. 408428 íslandsbanki (aöalbanki) nr. 160379 Landsbanki (aðalbanki) nr. 283408 Búnaöarbanki (aðalbanki) nr. 120552 Mundu aö láta nafn þitt og heimilisfang koma skýrt fram þegar þú leggur inn á Reyklausan reikning. HVATNINGAR- ffm L ATAKUMFÍ Mm Æ Geisladiskinn HÆTTUM AÐ REYKJA er einnig hægt aö fá í Þj ónustumiöstöð UMFÍ, Pelismúia 26,108 Reykjavik, s. 568 2929. Diskurinn kostar 1.000 kr. Heildarverðmæti vinninga i hvatnlngarátaki tJMFÍ er kr. 750.000. Nöfh vinningshafa veröa birt í DV á reyklausum degi 31. maí. Vortónleikar Kvennakórs Reykjavíkur: Ég heyri þær glóa Kvennakór Reykjavíkur Fagnar vorí með tðnleikum í kvöld og á sunnudaginn. Á vortónleikum Kvennakórs Reykjavíkur, sem haldnir verða í Langholtskirkju í kvöld kl. 20, verður frumflutt lag eftir Misti Þorkelsdóttur, Ég heyri þær glóa, við texta Hannesar Péturssonar. Kórinn heldur upp á 10 ára starfsafmæli á þessu ári og á efn- isskrá tónleikanna í kvöld eru lög sem hann hefur sungið á vortón- leikum gegnum tíðina og lög sem sérstaklega hafa verið samin fyrir hann. Einsöngur á tónleikunum verður í höndum kórkvenna, kór- stjóri er Sigrún Þorgeirsdóttir og undirleikari Þóra Fríða Sæmunds- dóttir. Tónleikarnir verða endur- teknir í Langholtskirkju sunnu- daginn 11. maí kl. 17.00. I tilefni tíu ára afmælisins var efnt til tónleika í Ráöhúsinu í jan- úar sl. þar sem einnig var opnuð sögusýning kórsins. Stóð sú sýn- ing yflr í viku og var mjög vel sótt. Einnig má geta þess að Kvenna- kórinn tók þátt í kórakeppni sl. sumar og vann til tvennra silfur- verðlauna og hann hefur gefið út tvo geisladiska. Sá fyrri heitir Víf og er undir stjórn Margrétar Pálmadóttir, sá síðari heitir Jól og er undir stjórn núverandi stjórn- anda, Sigrúnar Þorgeirsdóttur. -Gun. DV-MYND SIG. JÖKULL Rott afmælisveisla Hún Nadía Lind Atladóttir (öftust í rósóttum sundbol) hélt herlega afmælisveislu í Hellusundi á dögunum þegar hún náði tíu ára takmarkinu. Reyndar var það nú amma henna, hún Helga Berglind Atladóttir, sem stóð fyrir veislunni og hún átti reyndar afmæli þann dag líka. Garöurinn var fagurlega skreyttur litríkum blöðrum og veislugestir skruppu í heita pottinn milli leikja. Mikil ánægja var meö pylsuvagninn sem renndi í hlað með ilmandi veitingar en hámarki náði gleöin þegar Birgitta Haukdal birtist og heiðraði afmælisbörnin með söng sínum. 7. GA í Varmárskóla í heimsókn á DV Agla Ösp, Aldís Mjöll, Bjarki, Bryndís, Brynja, Eifar, Elva Dögg, Embla, Fanndís Osp, Guðmundur Guðmunds, Guðmundur Smári, Heiðar Freyr, Henrik, Hitmir, Hlynur Trausti, Hörður Agnar, Ingvar Egill, Jónas Kristján, Krístinn Valgeir, Magnús Þór, Matthías Ingiberg, Ólafur Einir, Ragnhildur, Siguröur, Sigurgeir, Sindri, Sævar Ingi, Þorvarður Arnar. Kennarí er Guöbjörg Aðalsteindóttir. DiCaprio krafinn umbætur Hætt er við að bandaríski kvik- myndaleikarinn Leonardo DiCaprio þurfi að greiða hátt í fjóra milljarða íslenskra króna í skaöabætur til leikarans Rogers Wilsons vegna líkamsmeiðinga. Málið snýst um atvik sem gerð- ist seint um kvöld í marsmánuði fyrir fimm árum. Leonardo litli sat þá að snæðingi á vinsælum veit- ingastað í New York, Asia de Cuba, þangað sem fallega, fræga og ríka liðið venur, eða kannski vandi, komur sínar. Sem Leo litli er að borða mat sinn í mestu rólegheitum kemur áðurnefndur Roger aövífandi og skipar stráksa aö hætta að hringja í kærustuna hans, leikkonuna Elizabeth Berkley. Eftir nokkur orðaskipti skipaði Leo félögum sín- um, aö því er vitni herma, að ganga í skrokk á Roger blessuðum. Það gerðu þeir og Leo horfði á. Roger blessaöur segir aö hann hafi fengið högg á hálsinn og það hafa skemmt fyrir honum og frama hans á Broadway og víðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.