Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2003, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 21.JÚNÍ2003 DV Bingó ®Það er komið bingó á I-röðina svo nú er komið að því að spila N- röðina. Fjórða tal- an í N-röðinni er 44. Ferð fyrir tvo með lceland Ex- press til London eða Kaup- mannahafnar er í boði. Munið að samhliða einstök- um röðum er allt spjaldið spilað. Verðlaun fyrir allsherjarbingó er vikuferð til Portúgals með Terra Nova Sól. Spiiað er í allt sumar og því áríðandi að gleyma ekki bingóspjaldinu í skúffunni eða á töflunni. Verið með í DV-bingó. Sementsverksmiðjan fer ekki Ekið á hjólreiðamann Einkavæðingarnefnd ákvað á fundi í gær að halda áfram viðræðum um sölu á Sem- entsverksmiðju ríkisins á Akranesi við sama fjárfesta- hóp og rætt hefur verið við að undanförnu. (hópnum, sem um ræðir, eru Framtak fjárfestingarbanki, BM Vallá og Björgun, auk norska sem- entsframleiðandans Norcem sem nýlega kom inn í viðræð- urnar. Stjórnvöld hafa lagt mikla áherslu á að verksmiðj- an verði áfram rekin á Akra- nesi og segja það vera eina af meginforsendum áframhald- andi viðræðna. Einkavæðing- arnefnd vonasttil þess að geta klárað málið sem fyrst og verður viðræðum haldið áfram strax eftir helgi. Ekið var á hjólreiðamann við Smiðjuveg í Kópavogi snemma í gærdag. Hjólreiða- maðurinn kastaðist af reið- fáknum og hlaut mar og tölu- vert af skrámum en slapp að öðru leyti við meiðsl. Hann varflutturá slysadeild þar sem gert var að sárum hans. Þá féll gröfuskófla af stærstu gerð ofan af pallbíll um há- degisbilið í gær þegar verið var að flyja hana á milli staða í Kópavoginum. Skóflan, sem er um tvö tonn að þyngd, hafnaði í götukanti og olli töluverðum skemmdum en mikil mildi þykir að enginn skyldi verða fyrir henni. Fleiri stærrí eignir tilsölu en oft áður: Aukin bjartsýni á fasteignamarkaðnum Veiðileyfi lækka - innlendar fréttir bls. 4 Þeir eru bak við Beckham - innlendar fréttir bls.6-7 Reyklausir til útlanda - innlendar fréttir bls. 8 R-listinn er púðurtunna - ritstjórnarbréf bls. 10 Hamas er óvinur friðar - erlendar fréttir bls. 12 Borg Péturs mikla - Helgarblað bls. 20-21 Maðurinn safnar söfnum - Helgarblað bls. 28-29 Stórleikur Fylkis og KR -DVSport bls.40 Össur manna kátastur -Tilvera bls.60 ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagiö DV ehf. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Örn Valdimarsson AÐALRITSTJÓRI: Óli Björn Kárason RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jónas Haraldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, slmi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is,- Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Hafnarstræti 94,simi:462 5000, fax:462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins f stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. FÆST FYRIR 75 MILUÓNIR: Þetta hús við Flókagötu er nú til sölu fyrir 75 milljónir króna. Fasteignasalar segja að meira sé um stærri eignir á markaðnum nú en oft áður og þykir það sýna að bjartsýni meðal seljenda um að fá gott verð fyrir eignir sfnar sé að aukast. Sala fasteigna hefur farið vel af stað það sem af er þessu ári og þeir fasteignasalar sem DV náði tali af í gær voru sam- mála um að aukin bjartsýni ríkti á markaðnum. Höfðu menn einnig á orði að útlitið fyrir sumarið væri gott sam- anborið við fyrri ár. „Markaðurinn virðist vera að taka vel við sér núna eftir smávægi- lega lægð. Ég hef nú ekki skynjað neinar miklar breytingar á mark- áðnum síðustu misserin en þó virðist sem eigendur stærri íbúðar- húsa séu að verða bjartsýnni á að geta selt eignir sínar því mun meira af stærra húsnæði hefur verið að koma inn á markaðinn heldur en áður,“ sagði fasteignasali af höfuð- borgarsvæðinu við DV í gær. Fasteignasölum bar saman um að meiri bjartsýni ríkti meðal selj- enda nú en oft áður og því væri meira um stærri eignir á markaðn- um nú auk annarra eigna sem und- ir venjulegum kringumstæðum væri erfiðara að selja. Sem dæmi um þetta má nefna íbúðarhús við Flókagötu sem nýlega fór í söiu hjá fasteignasölu í Reykjavík en ásett verð eignarinnar er 75 milljónir króna. „Þetta er myndarhús sem stend- ur við eftirsóttan stað við Miklatorg og er teiknað af Halldóri H. Jóns- syni. Húsnæðið skiptist í raun í þrjár íbúðir en vonir eru bundnar við að selja húsið í heilu lagi. Húsið eru um 420 fermetrar að stærð og því fylgir bflskúr sem er rúmlega 40 fermetrar," segir Jón Guðmunds- son hjá Fasteignamarkaðnum sem hefur húsið nú til sölu. Dæmið að ofan þykir sýna aukna bjartsýni húsnæðiseigenda um að fá gott verð fyrir eignir sínar, enda eru eignir líkar þeirri sem að ofan var fjallað um undir venjulegum kringumstæðum seldar í hlutum. Ástandið á markaðnum nú er hins vegar með því móti að menn treysta sér til að reyna að selja slík- ar eignir í heilu lagi en hvort það síðan tekst er önnur saga. agust@dv.is MÆTATIL AÐALFUNDAR: Jón Ásgeir Jóhannesson.forstjóri Baugs Group, og Hreinn Loftsson stjórnarformaður koma til aðalfundarins (gær. HVERJIR ERU ÓDÝRASTIR? kr. 490 Opnunarh'mi: Viúdrdagarfiá kl 10-18 Laugardagar fiá kL 11-16 Sunnudagarfiá kl 12-16 FATALAND Fákafeni 9 • Reykjavík Dalshraun 11 • Hafnarfirði GALLABUXUR Fá 7,5 millj- ónir í bónus Aðalfundur Baugs-Group var haldinn í gær á Radisson Hótel Sögu. Þar var ákveðið að stjórnendur og stjórnarmenn fengju 7,5 milljónir króna í bónus vegna sölunnar á Arcadia. Hins vegar var samþykkt á fundinum að hluthöfum yrði ekki geiddur arður. Fyrr um morguninn sendi stjórn- arformaður Baugs, Hreinn Lofts- son, Davfð Oddssyni forsætisráð- herra tóninn og sagði á Morgun- vaktinni á RÚV að málatilbúnaður ráðherrans í svokölluðu mútumáli hefði verið fyrir neðan allar hellur og hann hefði með óvægnum hætti ráðist að Baugi. Þá sagði forsætis- ráðherra, og hafði eftir Hreini Loftssyni, að Jón Ásgeir Jóhannes- son, forstjóri Baugs, hefði nefnt þann möguleika hvort bjóða þyrfti forsætisráðherranum 300 milljónir króna til þess að hafa hann góðan. Á sömu nótum hafi Össur Skarp- héðinsson verið sl. vetur. Þeir hafi séð sér hag í því að skapa neikvæða umræðu um fýrirtækið hérlendis. Á síðasta ári hefur oft gustað hressilega um fyrirtækið og for- svarsmenn þess vegna lögreglu- rannsókna og fleiri mála. Hreinn sagði hins vegar að Baugi hefði vegnað vel og benti á vel heppnuð viðskipti í Bretlandi. Þar sé fyrir- tækið tekið alvarlega á markaði og rætt um það af tilhlýðilegri virð- ingu. Baugur-Group af markaði Yfirtökutilboð sem Mundur ehf., eignarhaldsfélag Bónusfjölskyld- unnar, gerði í alla hluti í Baugi Group þann 21. maí sl. rann út á Á síðasta ári hefur oft gustað um fyrirtækið og forsvarsmenn þess vegna lögreglurann- sókna og fleiri mála. fimmtudag. Eignarhlutur Mundar ehf. í Baugi Group tekur til 92,06% af hlutum f Baugi Group. Stjórn Mundar mun hlutast til um að ósk- að verði eftir afskráningu hluta- bréfa Baugs Group úr Kauphöll ís- lands. JónÁsgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, Kristín Jóhannes- dóttir og Jóhannes Jónsson, stjórn- armenn í Baugi Group, og Hreinn I.oftsson, stjórnarformaður Baugs Group, teljast innherjar vegna við- skipta Mundar með hlutina í Baugi Group. Hlutur Hreins Loftssonar í sölu á hlutum í Baugi Group til Mundar nam 13,1 milljón króna. Á Hreinn nú enga hluti f Baugi Group. ggfi-dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.