Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2003, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2003, Blaðsíða 20
20 DVHELCARBLAÐ LAUGARDAOUR21.JÚNÍ2003 VETRARHÖLLIN í PÉTURSBORG: Áhlaupið á Vetrarhöll- ina markaði upphaf byltingarinnar og hófst þegar her- skipið Aurora skaut púðurskotum að höllinni og rauð- liðar réðust á hana. f dag er safn í Vetrarhöllinni og í nærliggjandi byggingum er eitt glæsilegasta listasafn í heimi. DV-myndirV. Hansen Péturs mik a Pétur mikli Rússakeisari stofnaði Pét- ursborg árið 1703, fyrir þrjú hundruð árum. Borgin átti að verða fyrirmynd annarra borga í Rússlandi og sótti fyrir- mynd sína til evrópskar menningar sem Pétur dáði. Þrátt fyrir ungan aldur er borgin ein sú fegursta í Evrópu og menningarlíf er þar með miklum blóma. Pétursborg, sem heitir í raun Borg heilags Péturs, er nefnd eftir Lykla-Pétri sem gætir inngöngunnar að himnaríki en ekki Pétri mikla eins og ætla mætti í fyrstu. Pétur mikli var barnabarn Mikhails Roma- novs, fyrsta keisara Romanov-aettarinnar sem var við völd í Rússlandi frá 1613 til 1917. Þegar kommúnistar drápu Nicholas 11 keisara ásamt eiginkonu hans og börnum 1918 bundu þeir enda á veldi Romanov-fjölskyld- unnar. Pétur var sonur Alexis Romanovs frá seinna hjónabandi en erfði keisaratign árið 1681 ásamt Ivan hálfbróður sínum sem átti tilkall til krúnunnar en Ivan var þroskaheftur og ófær um að stjórna landinu. Soffía hálf- systir Péturs stjórnaði landinu í þeirra nafni á meðan Pétur var við nám en árið 1689 tók hann völdin í sínar hendur og sendi hana í klaustur. Pétur eyddi stórum hluta námsára sinna í Evrópu og þótti ríki sitt allt of gamal- dags fyrir sinn smekk þegar hann sneri til baka frá námi og hóf miklar umbætur að eig- in mati. Rússneska aðlinum þótti hann fara offari í framkvæmdagleði og enn í dag er deilt um ágæti sumra nýjunganna sem hann inn- leiddi. Kyrkti son sinn Pétur var ákveðinn í að breyta Rússlandi í stórveldi á höíúnum og rak því Svía frá ósum árinnar Nevu og byggði virki á lítilli eyju sem nefnist Zayachy eða Kanínueyja. Sagan segir að Pétur hafi búið í kofa á meðan á byggingu virkisins stóð og lært ýmiss konar handverk. í upphafi var virkinu ædað að varna sænskum herskipum að sigla upp ána Nevu en seinna var því breytt í fangelsi. Fyrsti fanginn til að gista og deyja í virkinu var Alexey, sonur Pét- urs, sem keisarinn lét setja í járn og pynta Borg byggð á beinum í huga Péturs mikla átti Pétursborg að verða gluggi eða dyr Rússlands að Evrópu. Staðsetning borgarinnar er á margan hátt óheppileg þrátt fyrir að hafnaraðstaða sé góð. Borgin er reist á votíendi og því ýms- um erfiðleikum bundið að byggja hús. Víða þurfti að reka stóra eikardrumba langt niður í jörðina og byggja húsin á þeim svo að þau sykkju ekki í mýrina. Hundruð þúsunda verkamanna og kvenna létust á fyrstu árum borgarinnar og helstu dánarorsakir munu hafa verið malaría, næringarskortur og úlfar sem drápuu fólk sem streymdi f þúsundum til borgarinnar. íbúar Pétursborga í dag minnast sögunnar með hryllingi og segja að borgin standi á beinum þeirra sem Pét- ur mikli hneppti í þrældóm neyddi til að byggja hana. Lengi vel voru í gildi lög sem kváðu á um að hver sá sem kæmi til Pétursborgar skyldi hafa með sér sæmilega stóran stein við komuna þangað til að leggja í grunn- inn að borginni. VATNAVERÖLD: Gosbrunnarnir við Péturshof, eins af sumardvalarstöðum Péturs mikla, eru mikið sjónarspil og ótrúleg sjón að sjá þá alla í gangi ( einu. þegar hann grunaði að sonurinn ætlaði að steypa sér af stóli. Sagt er að Pétur hafi drep- ið hann með kyrkingu. Meðal annarra sem gistu fangageymslurnar voru Trotsky, Dostojevsky, anarkistinn Kropotkin greifi og Alexander, eldri bróðir Leníns. Fangelsið þótti í sjálfu sér ágætt, maturinn var góður og klefarnir stórir með rúmi, stól og skrifborði og salernisaðstöðu. Gangarnir voru teppalagðir og fangaverðirnir gengu um í þykkum skóm þannig að lítið heyrðist til þeirra. Tilgangurinn var að einangra fangana frá umhverfi sínu og brjóta þá niður andlega. Af veggjakrotinu í klefunum að dæma er ekki annað að sjá en það hefði tekist því flestir tukthúslimanna kvörtuðu yfir þrúgandi ein- manaleika og margir óskuðu þess að svipta sig lífi. Glæsileg söfn Nýjar stefnur og straumar hafa allt fallið í frjóan jarðveg í Pétursborg og þar er vagga byltingarinnar. Áhlaupið á Vetrarhöllina, sem markaði upphaf byltingarinnar, hófst að kvöldi til 24. október 1917 þegar herskipið Aurora skaut púðurskotum að höllinni og rauðliðar, sem Trotsky þjálfaði, réðust á hana. í dag er safn í Vetrarhöllinni og í nær- liggjandi byggingum er eitt glæsilegasta lista- safn í heimi þar sem hægt er að skoða verk Leonardo da Vinci, Rembrandt, Gauguin, Picasso og Matisse svo fátt eitt sé nefnt. Við Vetrarhöllina er einnig að finna „Kun- stkammer" Péturs mikla sem er allt í senn mannfræði-, þjóðfræði- og náttúrugripasafn. Aðgangur að Vetrarhöllinni er öllum opinn og aðgengi að listaverkunum óvenju gott. Er- lendir ferðamenn borga þó mun meira í að- gangseyri en innfæddir og ég gat ekki betur séð en að aðgöngumiðinn væri fjörutíu og fimm sinnum dýrari fyrir túrista. Vetrarhöllin stendur við bakka Nevu en handan hennar er Vasilevsky-eyja sem er byggð að hollenskri fyrirmynd og er hjarta borgarinnar. Vasilevsky er stærsta eyjan við Pétursborg og þar er að finna fjölda háskóla og menntastofnana. Sagan segir að draumur Péturs mikla hafi verið að grafa út allar götur á eyjunni og að menn færu ferða sinn á gondólum eins og í Feneyjum. Einn íbúi Vasilevsky sagði mér að Pétur hafi sett lög á eyjunni í hollenskum anda en því miður hafi hann gleymt að láta fylgja með reglugerð sem leyfði mönnum að létta af sér vatni í ána Nevu eins og menn máttu gera í síkin í Amsterdam. Þetta leiddi oft til mikilla vand- GANGUR í VETRARHÖLLINNI: Vetrarhöllin er listaverk út af fyrir sig, gangar eru skreyttir með myndum og gólf lögð skrautlögnum úr timbri. ræða og varð til þess að menn læddust inn í húsasund og köstuðu af sér þar. Siður sem er í fullu gildi enn í dag. Höll Stroganovs greifa Húsin í Pétursborg eru yfirleitt ekki nema þriggja eða fjögurra hæða há, lofthæð er að vísu mikill, en þessi í stað eru þau löng - eins og skýjakljúfar sem liggja á hliðinni. Bygging- arlagið stafar af því að ekki er hægt að reisa háhýsi vegna bleytunnar í jarðveginum. Hærri hús myndu hreinlega sökkva í mýrina. Litur húsanna gefur borginni skemmtilegan blæ því íbúum er skylt að mála þau í pastellit- um, ljósblá eða græn, ljósgul, hvít eða bleik. Það kom á óvart að flestar götur í borginni eru eins og breiðstræti þrátt fyrir að vera hannaðar fyrir tíma bílaumferðar. Ástæða þessa mun vera sú að gangandi vegfarendur eiga alltaf að geta verið í sólinni, húsin eiga ekki að varpa skugga á gangstéttirnar hinum megin við götuna. Helsta gata borgarinnar heitir Nevsky Prospect, gatan iðar af lífi og þar má finna anda borgarinnar. Listamenn bjóða verk sín til sölu, stærsta bókabúðin í borginni er þar og einnig höll Stroganovs greifa sem er hönnuð af ítalska arkitektinum Rastelli. Ferðamenn ættu hiklaust að fara í siglingu að kvöldi til um síkin kringum Nev- sky því allt í kring er að finna merkilega sögu- staði og slóðir skáldsagna Gogols og Dostojevskys. Dómkirkja heilags fsciks, sem er nokkrum götum frá Nevsky, er fjórða stærsta dóm- kirkja í heimi og íburðurinn stórkostíegur. Glæsilegir íkonar og freskur með helgimynd- um skreyta hana að innan og kúpull kirkj- unnar er klæddur með hundrað kílóum af skínandi gulli. Bygging dómkirkjunnar hófst 1818 og lauk ekki fyrr en fjörutíu árum seinna, árið 1858. Mörgþúsund eikardrumb- ar voru reknir niður í jörðina undir kirkjunni til að koma í veg fyrir að hún sykki ekki í mýr- ina. Fyrir nokkrum árum vorum grafin göng fyrir neðanjarðarlest undir kirkjunni én framkvæmdum var snarlega hætt þegar í ljós kom að kirkjan fór að síga eftir að fram- kvæmdir hófust. Spasibo Dimithry Samgöngur í Pétursborg eru með þvf besta sem ég hef kynnst. Einfalt mál er að ferðast milli bæjarhluta með neðanjarðarlestum sem fara um á nokkurra mínútna fresti. Neð- anjarðarkerfið í borginni er eitt það dýpsta í heimi og sums staðar eru stöðvarnar allt að hundrað metra undir yfirborðinu. Dýpt þess stafar af bleytunni í jarðveginum og fyrir skömmu þurfti að loka einni stöð þar sem mikið af vatni var farið að seytla inn. Þeir sem ekki vilja ferðast neðanjarðar geta valið á milli strætis- eða sporvagna eða tekið leigu- bíl. Yfirleitt er þó nóg að rétta út höndina til að ná í bíl því algengt er að einkabílar stoppi og bjóði fólki far ef samkomulag næst um greiðslu. Þrátt fyrir að Rússland sé stærsta land í heimi og matargerð því afar fjölbreytt er ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.