Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Side 33
LAUGARDAGUR 28.JÚNÍ2003 m'Htmmmmgí 37 H ÁBURÐARDREIFING: Hrossataðið er látið í plastfötu og síðan þynnt út í vatni. Þetta er fyrirtaks áburður en enn betri er þó hænsnaskíturinn. KÁPAN GÖÐA: Kristina sýnir Ijósmyndara DV kápu sem hún hannaði og fékk verðlaun fyrir. vfkingabúningagerð á Þingeyri og hún hefur lært og kennt magadans. Kristína er gift Má Örlygssyni viðmótshönnuði og eignuðust þau son í fyrra, Loga Garp. „Ég hef nú verið lengi í fæðingarorlofí en hyggst hella mér af fullum krafti í jurtaverkefni mitt ef ég fæ til þess nægan stuðning.“ Fer ótroðnar slóðir Eitt fag sem Kristína lærði í lista- háskólanum var vefnaður. „Ég vildi læra að vefa óreglulega en kennari minn sagði það ekki vera hægt.“ Kristína gafst þó ekki upp, hún fann sjálf aðferð til að vefa óreglu- lega og nældi sér þannig í einkunn- ina 10 í þeim áfanga. Þessi þrautseiga og ákveðna kona ætlar nú kanna jurtir í náttúru íslands. Hún vill endurvekja gaml- ar aðferðir við litun með íslenskum jurtum og jafnvel fínna einhverjar nýjar aðferðir. fslenskar aðferðir að eilífu gleymdar „Það er sorglegt að engar góðar heimildir eru til um íslenskar jurtir sem hægt er að nota til litunar og margar aðferðir eru týndar. Blá- gresi var til dæmis notað til að lita efni blátt hér áður fyrr en nú er sú aðferð sem notuð var til þess týnd og mig dreymir um að finna hana og jafnvel einhverjar nýjar. Ég hef leitað eftir styrktaraðilum fyrir þetta verkefni mitt og mennta- málaráðuneytið hefur styrkt mig, en sá styrkur dugir skammt. Ég held því leitinni áfram og reyni að höfða til þeirra sem láta sér annt um íslenska menningu og náttúru. Mér finnst sárt að hugsa til þess að hinar gömlu íslensku aðferðir við jurtalitun séu að eilífu gleymdar og ég ætla mér að afhjúpa leyndar- dóma hinna íslensku jurta,“ segir Kristína að lokum. -þai I Veiðifélagi fyrir sumarið Mikill fjöldi Ijósmynda og korta Höfundur bókarinnar er Eiríkur St. Eiríks- son, blaðamaður og ritstjóri Skipa.is. 2 - sm m Verð aöeins 3.980 kr. Stangaveiðihand- bækurnar fást í bókabúðum og á ESSO-stöðvum um land allt. Annað bindið komið út í öðru bindi Stangaveiöihandbókarinnar er fjallað um hátt í 400 veiðiár og veiðivötn í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, Snæfells- og Hnappadalssýslu, Dalasýslu og á Vestfjörð- um, að Hrútafjarðará. Auk þess að fjalla um mörg af þekktustu veiöisvæðum landsins er hér einnig lýst minna þekktum svæðum, en mörg þeirra eru sérstaklega áhuga- verö. Stangaveiðimenn munu því geta lesið um ýmsar perlur sem þeir hafa jafnvel ekki heyrt um áður. Stangaveiðihandbækurnar eru ómissandi fyrir hvern veiði- mann og svara öllum helstu spurningum hans: Hvar eru bestu veiöistaðirnir? Hvaða veiðiagn á að nota? Hver fer með veiðiréttinn? Hvað kostar dagurinn? Tvær aðrar ómissandi Stangaveiðihandbókin 1 Fyrsta bindi Stangaveiði- bökarinnar hlaut frábærar viðtökur og varð strax að biblíu stangaveiðimanna. Bókin fjallar um svæðiö frá Brynjudal að Brunasandi. Ómissandi veiðifélagi. Hálendishandbókin Brautryöjendaverk um há- lendisferöir á íslandi. Fjall- að er um ökuleiðir á há- lendinu og öðrum jeppa- slóðum, áfangastaði og gönguleiðir. Frábær bók í jeppann. hi&ur.a •rFösfer- skerpia

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.