Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2003, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2003, Side 8
8 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 9. ÁQÚ5T2003 TEKJUBLAÐIÐ www.heimur. íi Áskriftarsíminn ar 512 7575 IkHiðl IKT eaUM TAKMARKAD UPPLAfi AÐEINS SELTTIL14. ÁGÚST V heimur Smáauglýsingar bækur, fyrirtæki, heildsala, hljóðfæri, Internet, matsölustaöir, skemmtanir, tónlist, tölvur, verslun, verðbréf, vélar-verkfæri, útgerðarvörur, iandbúnaður...marka5storgi5 550 5000 SÖGULEG FLUGVÉL Páll Sveinsson TF-NPK á Reykjavíkurflugvelli á leið i hringflug um fsland í gær. Fyrir framan vélina standa, talið frá vinstri: Páll Stefánsson flugstjóri, Gétar Kristjánsson, varaformaður stjórnar Flugleiða, Sigurður Helgason forstjóri, Hörður Sigurgestsson stjórnarformaður, Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri og Hallgrímur Jónsson flugstjóri. DV-MYNDIR GVA „Þristurinn" Páll Sveinsson TF-NPK og fyrrverandi Gljáfaxi: Til þjónustu reiðubúinn í 60 ár í HRINGFLUG UM fSLAND: Landgræðsluvélin Páll Sveinsson við upphaf hringferðar um (s- land. f glugganum er Páll Stefánsson flugstjóri. f gær hófst hringflug hinnar sögufrægu DC-3 flugvélar TF- NPK, eða „Þristsins", um landið. Vélin hefur þjónað íslendingum í 60 ár og þar af Landgræðslu ís- lands síðastliðin 30 ár. Þetta ár er um margt merkilegt varðandi sögu flugsins og þá ekki síst hér á landi. Liðin eru 100 ár frá því bræðurn- ir Wilburn og Orville Wright urðu fyrstir manna til að fljúga vélknú- inni flugvél við Kitty Hawk í Norð- ur-Karólínuríki í Bandaríkjunum. Þótt flugið væri afar stutt markaði það tímamót og upphaf stórmerki- legrar flugsögu heimsins. Þann 16. ágúst verður fagnað 30 ára afmæli Flugleiða með mikilli flughátíð í Reykjavík, en Flugleiðir urðu til við sameiningu Flugfélags íslands og Loftleiða 1973. Þá verður einnig fagnað 60 ára afmæli „Þrists- ins“. Hringflug TF-NPK er eins konar undanfari þessarar hátíðar sem er jafnframt liður í dagskrá Menningarnætur Reykjavíkur 18. ágúst. Þristurinn kom úr verk- smiðju Douglas Aircraft á Long Beach í Kaliforníu 1. október árið 1943. Þristurinn á þó í raun tvöfalt af- mæli því að 30 ár eru síðan vélin var afhent Landgræðslunni til landgræðsluflugs. Þá er líka enn eitt afmælið í flugsögunni hérlend- is á þessu ári því að 45 ár eru frá upphafi landgræðsluflugs. Smíðuð 1943 Samkvæmt upplýsingum í riti Landgræðslunnar, „Á grænum vængjum“, er flugvélin Páll Sveins- son, TF-NPK, af gerðinni Douglas C-47A sem var herflutningaútgáfa af Douglas DC-3 farþegavélinni. Hún kom úr verksmiðju Douglas Aircraft á Long Beach í Kaliforníu 1. október árið 1943 og bar skráning- arnúmerið 43-30710. Hún var fljót- lega tekin í þjónustu Norður-Atl- antshafsdeildar flutningaþjónustu Bandaríkjahers og var innan tfðar komin til íslands. Hún var staðsett í „Base Command 1386“ á Meeks- flugveili, sem nú heitir Keflavíkur- flugvöllur. Vélin var notuð til marg- víslegra flutninga hér á landi á veg- um hersins, m.a. til að fljúga með hermenn í skemmtiferðir til Akur- eyrar. Mun þá hafa verið lent á Melgerðismelum. Fiugfélag fslands keypti þessa vél af Bandaríkjaher árið 1946 og var hún skráð á íslandi til bráðabirgða 26. júlí sama ár og fékk þá einkenn- isstafina TF-ISH. Fyrstur íslend- inga til að fljúga vélinni var Öm Ó. Johnsen, er hann fór í lendingaræf- ingar daginn eftir skráninguna, eða 27. júlí, og þá með herflugmannin- um Hartraft lautinant. Tuttugu dögum síðar fékk vélin formlega skráningu hér á landi. í fyrstu var vélin með herinnréttingum og málmsætum fyrir farþega. Skipt var um innréttingu 1947 og þá sett í hana 21 sætis innrétting í Bret- landi. í nóvember það ár var vélinni svo gefið nafnið Gljáfaxi. Vélin skemmdist verulega þegar hún rann út af flugbraut í Keflavík í hálku 1. nóvember 1948. Gert var við hana hérlendis og var það fyrsta stórviðgerð á flugvél sem fram- kvæmd var á íslandi. Gljáfaxi var notaður í farþega- flugi hérlendis um árabil og einnig sem skíðaflugvél í flugi til Græn- lands. Þegar Fokker Friendship- flugvélar höfðu tekið við hlutverki DC-3-véla Flugfélagsins var ákveð- ið í stjórn Flugfélags íslands að gefa landgræðslunni Gljáfaxa árið 1972. Eftir breytingar hóf vélin svo, 12. maí 1973, flug fyrir Landgræðsluna og fékk skráningarstafma TF-NPK. Það er skammstöfun fyrir efna- fræðileg tákn þeirra áburðarteg- unda sem mest em notaðar; N=köfnunarefni, P=fosfór og K=kalí. f kjölfarið var vélinni Gljá- faxa gefið nýtt nafn, Páll Sveinsson, í höfuð fyrrverandi landgræðslu- stjóra. hkr@dv.is HMawMnmini iiii íirr'fíir" mw m? mmammaagmmsirmmmm.itímmmsi a winrw 'nirmin TiWBaaBMBMaaMtreaBwr "r n iitiiim timwwM ynnatmmmrTiminfínr' ^MTfwarrriT'rriíg Eftirtalin sveitarfélög senda liðum sínum baráttukveðjur á Pæjumót Reykjavíkurborg Bessastaöahreppur Kópavogur Hafnarfjöröur Mosfellsbær Grindavík Grundarfjörður Fjaröabyggö ísafjöröur Akureyri Garöabær Húsavík Skagafjöröur Bolungarvík Dalvík Blönduós Ólafsfjöröur Siglufjörður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.