Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2003, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2003, Síða 34
38 DV HELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST2003 Síðasta árið hafa Birta og Bárður í Stund- inni okkar verið fyrirmyndir íslenskra barna. Þau hafa leyst ófá vandamálin og brallað ýmislegt saman. Ævintýri stráks- ins úr geimnum og hinnar mennsku vin- konu hans heldur áfram í vetur undir stjórn þeirra Jóhanns G. Jóhannssonar og Þóru Sigurðardóttur, en þau sjá einnig um barnaþáttinn Morgunstund- ina. Helgarblaðið heyrði í Þóru sem er ekki minni skellibjalla í eigin lífi en karakterinn sem hún leikur í Stundinni okkar. „Nei, ég myndi ekki segja að við Birta værum mjög líkar. Birta ér t.d. ekki sérlega hæf í mann- legum samskiptum en þar kemur Bárður inn í og bjargar málunum. Við eigum samt nokkra sameiginlega takta. Við erum t.d. báðar svolitl- ar skellibjöllur," segir Þóra spurð hvort hún og Birta, karakterinn sem hún leikur í Stundinni okkar, séu líkar. „Ég er reyndar líka mjög fram- kvæmdaglöð eins og Birta og læt oft plata mig út í ýmsa vitleysu. Það hefur þó slaknað aðeins á framkvæmdagleðinni eftir að ég byrjaði í þessu starfi þar sem ég virðist fá góða útrás í þáttunum." Þetta segir Þóra þar sem hún slak- ar á í sólinni fyrir utan nýkeypta íbúð sína á Framnesveginum. Þar hefur framkvæmdagleð- in ekki síður fengið útrás þvf að síðustu mán- uðina hefur Þóra unnið hörðum höndum við að taka íbúðina í gegn og enn sér ekki fyrir end- ann á þeim framkvæmdum. „Ég hefhorft á gamla Bryndísarþætti og það er allt öðruvísi barnaefni sem er verið að bjóða upp á þar en hjá okkur í dag." „Þessi íbúð er búin að kosta blóð, svita og tár. Ég held að nágrannarnir haldi að ég sé ekki með öllum mjalla. Þeir horfðu á með mikilli skelfmgu þegar lætin byrjuðu hér í vor og sjúkrabíll stóð svo fyrir utan stuttu seinna. Framkvæmdirnar byrjuðu sem sagt ekkert sér- lega vel. Ég var með smið með mér sem er góð- ur kunningi minn en hann endaði á sjúkrahúsi fyrsta daginn. Hann sleit vöðvafestingu í baki og er óvinnufær í heilt ár,“ segir Þóra sem er þó ekkert á þvf að gefast upp. „Þegar örvæntingin hefur verið sem mest hef ég kveikt á videovéi- inni og horft á myndimar sem ég tók áður en ég hófst handa og þá líður mér alltaf mun betur að sjá hverju ég hef nú þegar áorkað. En það getur verið mjög pirrandi að fá pabba hingað í heim- sókn og sjá hann gera á fjórum mínútum eitt- hvað sem ég hef verið að bisast við allan daginn þvf að svona lágvaxin stelpa eins og ég er bara með takmarkaða Ifkamlega krafta.“ Splatterástand á Laugavegi Það var í fyrrahaust sem Þóra sást fyrst á skjánum sem hin fjöruga Birta. Verið var að leita eftir nýjum umsjónarmönnum í Stundina okkar og Þóra, sem þá starfaði sem skrifta á fþróttadeild RÚV, og leikarinn Jóhann G. Jó- hannsson sóttu um starfið sitt í hvoru lagi. Þau voru bæði ráðin og samstarf þeirra fæddi af sér karakterana Bárð og Birtu sem öll börn lands- ins og foreldrar þeirra kannast nú við. „Bárður er frá plánetunni Súper. Hann kem- ur til jarðarinnar og kynnist Birtu sem er dugleg við að útskýra hitt og þetta fyrir honum. f hverj- um þætti er glímt við eitthvert ákveðið vanda- mál sem er leyst og allir eru sáttir í lokin. Við vonum að við séum að koma einhverjum boð- skap og fræðslu til skila til krakkanna með þessum móti," segir Þóra. Sjálf er hún einhleyp og bamlaus en segist alla tíð hafa haft mjög gaman af bömum og fúndist hún hafa átt er- indi til þeirra. „Ég er t.d. mjög vinsæl í heim- sóknum, krakkarnir em æstir í mig enda er ég mjög lagin við að æsa þau upp," segir Þóra og hlær: „Ég er líka mikið bam í mér. T.d. þegar ég er að skrifa handritið að þáttunum þá er ég sjálf að springa úr hlátri yfír þessari vitleysu." ORKUBOLTI: „Ég er rosaleg öfgamanneskja, stundum hamast ég út [ eitt en að sama skapi get ég verið ein inni heila helgi og ekki talað við neinn," segir Þóra sem þessa dag- ana er á kafi við að gera upp nýja íbúð, safna í sarpinn fyrir þætti vetrarins og gera sig klára fyrir stjórnmálafræði í Hl (haust.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.