Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2003, Blaðsíða 18
18 DVHELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST2003 Ásgeir kastar í Kvíslafoss, einn þekktasta staðinn i Laxá, rétt fyrir ofan brúna yfir þjóðveginn. Ásgeir ekur um á pallbíl með númerinu „lax.is" - mjög vel við hæfi. Milli sætanna er venjulega haglabyssa til höfuðs minkum og öðrum vargi við ána hans. Fjögur minkaskott lágu í aftursætinu þegar DV ræddi við Ásgeir í vikunni. Ásgeir HeiÖar, leiösögumaður og staðarhaldari við Laxá í Kjós, hefur haft iifibrauð sitt afveiðum á einn eða annan hátt eiginlega alla ævi. Hann er veiðimaður, líkt og aðrir eru rafvirkjar eða bankastarfsmenn - og þó, kannski ekki, því enginn erfæddurgjaidkeri. Helgarblaðið tókÁs- geir tali á bökkum Laxár í vikunni, m.a. bar á góma spurningarnar eilífu í veiðinni, bjarndýra- veiðarí Vesturheimi, „touch"-ið og hugrekki eða heimsku fiska. Það má örugglega segja að Ásgeir hafi byrj- að á toppnum sem leiðsögumaður ( Laxá í Kjós því fyrsta sumarið hans við ána var met- veiðisumarið 1988, þegar flestar eða allar ár á Islandi áttu sitt metsumar. Kjósin var engin undantekning, 3.850 laxar komu á land og hefur ekki veiðst þar meira, hvorki fyrr né síð- ar. Að meðaltali, miðað við 90 stangardaga, eru þetta rúmir 42 laxar á dag. Alltaf, allt sumarið. Flestir veiðimenn fá væntanlega vatn í munninn eða aðra staði líkamans við að sjá svona tölur. Ásgeir man eftir að menn hafi fengið 38 laxa á eina stöng fyrir hádegi. Hann segir að það hafi verið gaman en kannski dálítið villandi að byrja í svona lát- um. „Fyrst hélt ég að ég væri alveg rosalega fær. Svo uppgötvaði ég að það var alveg sama hver hélt á stönginni eða hvað hann gerði, allir veiddu. Það var bara svona mikið af fiski. Það var fínt að byrja svona en seinna varð maður kannski að vanda sig meira.“ Það er heiðskírt, heitt og glampandi sól í Kjósinni. Við Ásgeir sitjum í grasinu við hyl- inn Álabakka, nörtum í strá og tölum um veiði. Hundur af næsta bæ kemur lallandi, gamall og hægur, heilsar upp á okkur með hálflokuð augu og lafandi tungu og sníkir klapp. Býður sleik í staðinn en er kurteislega hafnað. Honum er nokk sama enda fær hann klappið hvort sem er frítt. Þess á milli snudd- ast hann í kringum okkur meðan Pointer- hundarnir hans Ásgeirs spangóla af afbrýði- semi gegnum opinn glugga á pallbflnum hans. Asgeir hefur átt hund frá tólf ára aldri, „Fyrst héit ég að ég væri alveg rosalega fær. Svo uppgötvaði ég að það var alveg sama hver hélt á stönginni eða hvað hann gerði, allir veiddu. Það var bara svona mikið affiski. Það var fínt að byrja svona en seinna varð maður kannski að vanda sig meira." allnokkra sfðan og flutt inn og þjálfað veiði- hunda um árabil, meira en hundrað hundar hafa verið undir handleiðslu hans. Ein dellan til, segir hann og segir að fuglaveiði með hundi jafnist á við fluguveiði sem sport. Ýlf- urkórinn telur þrjá og lætur heyra vel í sér. Ég vík fyrst að sígildu umræðuefni veiðimanna: svartagallsrausi. Á hverfanda hveli? Óvíða á bölsýnin frjórri jarðveg en í heimi stangveiðimanna. Heimur versnandi fer. Og versnandi. Og svo framvegis. Það er reyndar ekkert nýtt. Stefán Jónsson heitinn, útvarps- maður, rithöfundur og alþingismaður, sagði frá þvf í góðri bók að fara megi langt aftur í aldir, til 15. eða 16. aldar, í fyrstu stangveiði- bækurnar og finna þar gamalkunnan söng um gríðarlega fislcisæld mannsaldri eða svo áður en að „nú sé öldin önnur og varla fisk að fá, stutt í að hann hverfi aiveg“. Ástandið hef- ur að sönnu verið dapurt víða um land í ár og undanfarin ár, að ekki sé talað um lélegt ástand víða erlendis. Ég spyr Ásgeir um hans skoðun á því hvort fiskigengd og veiði sé allt saman á niðurleið og þá vegna neikvæðra áhrifa okkar á lífríkið eða hvort frekar sé um að kenna sveiflum sem jafnist út með batn- andi ástandi innan tíðar. Stórt er vissulega spurt og þannig er nú oft reyndin þegar talið berst að veiði, enda frekar vænst svara sem byggja á tilfinningu, reynslu og innsæi við- komandi heldur en ströngum vísindalegum staðreyndum sem stæðust hörðustu dokt- orsvörn. „Ef horft er á þetta sumar virðist ástandið mismunandi eftir landshlutum. Ég þekki Laxá í Kjós best og get því best tekið mið af henni. Ég tók við ánni sem umsjónarmaður fyrir sex árum, árið 1997. Þá var hún í mjög lé- legu ásigkomulagi, veiðin um 600 fiskar á sumri. Síðan hefur ástandið batnað mikið, jafnt og þétt og síðasta sumar veiddust 1650 laxar. Við erum sátt við ástandið hér, eins og það er í dag. Hins vegar sýnist mér ástandið t.d. vera dálítið slæmt á Norðurlandi, sérstak- lega í Aðaldalnum. Þar er eitthvað alvarlegt á seyði. Hvort og hvaða þátt náttúran og við eigum f þessu get ég ekki sagt um. En með tímanum höfum við auðvitað þrengt að nátt- úrunni og þar með laxinum. Sem dæmi tel ég að náttúrulegum laxastofnum stafi mikil hætta af bíöndun við eldislax. Það hefur farið mjög illa í Skotlandi og ég held að mikillar varúðar sé þörf á því sviði. Annars væri best fyrir þig að spyrja fiskifræðinga og vísinda- menn að þessu,“ segir Ásgeir rólyndislega, tyggur strá og horfir eitthvað upp í fjöllin. Bryggjan og heimurinn Við látum Hafró og öðrum yfirvöldum eftir að spá í tölur og ég spyr Ásgeir hvenær hann hafi fæðst í annað sinn - þ.e. sem veiðimað- ur. „Maður fæðist náttúrlega bara einu sinni. Og þá sem veiðimaður, við erum ekki komin svo langt frá upprunanum. Svo er bara mis- munandi hvort menn hafa áhuga á því að sinna því eðli eitthvað og rækta það með sér. Ég hef veitt frá því ég man eftir mér. Var alltaf með ömmu minni uppi í sumarbústað frá tveggja-þriggja ára aldri og gutlaði þar við bleikjuveiði í Skillandsá. Ég eignaðist mína fyrstu veiðistöng mjög snemma - eða stal henni, ég man það ekki,“ viðurkennir Ásgeir og glottir. Segir svo frá óhjákvæmilegum árekstri veiði og barnaskóla. „Ég fór kannski að heiman 20. ágúst og kom heim um jól. Þess á milli fór ég hring eftir hring um allt land og skaut og skaut." „Ég tók strætó í skólann og lagði af stað snemma á vorin, upp úr sex, fór niður á bryggju og dundaði mér við að veiða kola. Svo rankaði maður við sér um ellefuleytið þegar amma gamla var mætt niður á bryggju og hundskammaði mann fyrir að gleyma skólanum. Veiðieðlið kom snemma í ljós og svo hefúr það bara aukist og versnað síðan.“ Ásgeir hefur veitt f allflestum ám á íslandi og leiðbeint veiðimönnum í mörgum þeirra líka, bæði lax og silung, sem hann stundaði mjög stíft áður en hann færði sig að mestu yfir í laxveiði, var meðal þeirra sem mæta í Vífilstaðavatn á vorin, rétt þegar ísa leysir snemma í aprfl. Segist reyndar eiga eftir að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.