Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2003, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2003, Blaðsíða 22
22 DVHELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 16.ÁGÚST2003 Umsjón: Snæfríður Ingadóttir, snaeja@dv.is Ógleymanlegupplifun á Snæfellsnesi: Haustferð á hestbaki Nú þegar sumri er farið að halla og að verða síðasta tækifærið til að njóta náttúrunnar er vert að minna á sérstaka haustferð Ishesta um hinar stórkostlegu Lönguíjörur á Snæ- fellsnesi. Brottfarir eru 29. ágúst og 6. septem- ber og er boðið upp á bæði fjögurra og tveggja daga ferðir. Þessar ferðir eru jafnt fyrir hesta- eigendur og þá sem ekki eiga hesta en nauð- synlegt er að hafa þónokkra reynslu af hest- um til þess að geta tekið þátt þar sem nokkuð er sprett úr spori á þessari mögnuðu reiðleið. Lagt er af stað frá bænum Stóra-Kálfalæk á Mýrum, í fylgd þeirra hjóna Ólafar Guð- brandsdóttur og Sigurðar Jóhannssonar, og riðið fyrsta daginn fjörur að Kolviðarnesi en annan daginn eru riðnar hinar rómuðu Löngufjörur að bænum Tröðum í Staðarsveit. Þriðja og fjórða daginn er svo riðið sömu leið til baka enda eru hestarnir þá rétt að fara að hitnai!!! Þeir sem aðeins taka 2 daga verða þá að kveðja hópinn að kvöldi 2. dags eða 4., þ.e. þeir sem koma til leiks á 3. degi og klára ferð- ina. Ávallt er gist á Stóra-Káffalæk (svefn- pokagisting í rúmum) enda stutt keyrsla þarna á milli, aðstæður allar eru til fyrir- myndar á bænum og þægilegt að þurfa ekki að pakka farangri alla daga. Þetta verður mik- ill ævintýradagur þegar riðið er eftir hinum eiginlegu Löngufjörum, á gylltum sandinum með jökulinn í fangið allan daginn. Ógleym- anleg upplifun hvort sem riðið er út í hvít- fyssandi öldur Atlantshafsins eða gæðingam- ir teknir til kostanna á söndunum. Verð 4 dag- ar og 3 nætur: kr. 53.000 / 2 dagar og 1 nótt: kr. 25.000 Innifalið: 3-4 hestar á mann, svefnpoki, regngalli, hnakktaska og reiðhjálmur. Gisting og fullt fæði. Nettöfflur í átta litum: Sumarsmellurinn 2003 Nettöfflur sem þessar hafa svo sannarlega slegið í gegn í sumar og nú er svo komið að önnur hver stelpa virðist vera í svona skóm. Kannski ekki nema von því að töfflur þessar em ekki bara þægilegar á heitum sumardögum fyrir berar tær heldur er verðið á þeim einnig gott eða um þrettán hundrað kall. Þegar sumri lýkur er einnig tilvalið að nota töfflurnar sem inniskó heima við, þ.e.a.s ef maður er þá ekki þegar búinn að jaska þeim út í sumar. Töffl- ur þessar fást orðið víða um borgina, m.a í Skarthúsinu og Skór.is í Kringlunni. Sumarsins 2003 verður pottþétt minnst sem nettöfflusumarsins mikla. Stellars-glossin frá Helenu Rubinstein: Girnilegar glansandi varir Stellars-glossin em girnileg nýjung frá Helenu Rubinstein og gera varirnar ferskar og fallegar. Aferðin á þessum gloss- um er ekki klísturkennd og bragðið af þeim er líka þægilegt. Varirnar verða glitrandi og/eða glansandi með vfnyl-áferð. Gljáinn kemur af háglansandi olíum og glansinn frá silf- urhúðuðum kristöflum sem endurkasta ljósi. Mýkj- andi olíukennt silkigel gefur vörunum svo raka. Burstinn er hannaður með það í huga að auðvelt sé að bera litinn á og móta varirnar. Gloss þessi fást í 9 spennandi litum, m.a „Star snowdrop" sem minnir mann á glitrandi frostrósir. ísnyrtibuddu Maríu Hrundar Marinósdóttur, ráögjafa hjá almannatengslafyrir- tækinu Kynningu og markaði - Kom ehf., er bara að finna eitt merki, hið jap- anska Shiseido. María Hrund féll fyrir merkinu fyrir hálfu öðru ári og er sw hrif- in afrörum frá því að hún efast um að hún eigi nokkurn tímann eftir að skipta yfir í annað merki. Æðisleg húðlína „Ég hefþekkt Shiseido-merkið lengi því að mamma notaði vör- urnar frá því þegar ég var krakki. Fyrir einu og hálfu ári var ég svo stödd í Debenhams að versla þeg- ar ég fékk pmfur frá Shiseido. Ég féll alveg fyrir merkinu, fór til baka og gerði stórinnkaup. Ég hef aldrei áður átt heila línu frá nokkrn merki áður en skin care-línan þeirra er hreint æðisleg. Þessi húðlína hentar mér mjög vel - og að sjálfsögðu er dagkremið mitt þaðan. Glær varalitur „Ég á þrjá varaliti frá Shiseido en einn þeirra er í hvað mestu uppáhaldi hjá mér. Hann kallast „Clear Orange" og er nánast eins og gloss. Hann er svo til gegnsær með glansandi bleikri áferð. Ég nota hann ýmist einan sér eða yfir aðra varaliti til að lýsa þá upp.“ Sanseruð augnskuggatvenna „í sumar hef ég notað gull og kopar á augun, augnskuggatvennu frá Shiseido sem nefnist Gold Gleam. Þessir litir hæfa vel blá- um augum eins og mínum en em jafnframt sumarlegir því það er mikið glitter í þeim. í vetur býst ég við að skipta yfir í minna sanseraða liti.“ Létt augnkrem „Þetta augnkrem nota ég bæði kvölds og morgna. Það gefur raka í kringum aug- un og dregur úr hmkkum. Það er léttara en mörg augn- krém sem ég hef prófað og smýgur strax inn í húð- Æb Gegnsær farði „Þessi farði, Hydro liquid compact foundation, er sérlega léttur og maður verður aldrei „meiklegur" af því að nota hann því manns eigin húð skín alltaf í gegn. Samt jafnar farðinn vel út misfellur og hylur rauða húð. Ég nota þennan farða á hverjum degi og um helgar, þeg- ar ég vil vera aðeins fínni, set ég bara að- eins.meira af því."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.