Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2003, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2003, Blaðsíða 40
44 DV HELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2003 J’ Tveir danskir húsgagnahönnuðir, þeir Mikal Harr- sen og Anders Nargaard, sýna um þessar mundir hönnun sína í versluninni Epal í Skeifunni. Sýning pessi er samstarfsverkefni Epals og lllums Bolig- hus í Kaupmannahöfn en jpar munu íslenskir hönnuðirstilla upp hönnun sinnií haust. Þetta er ekki í fyrsta sirtn sem Epal og Illums Bolighus eiga í samstarfi því segja má að sam- starf þeirra hafi hafist á níunda áratug síðustu aldar, þegar danskur hönnuður hannaði sófa sem Epal framleiddi síð- an. í haust munu nokkrir íslenskir hönnuðir leggja land undir fót og halda til Danmerkur til þess að sýna , hönnun sína í Illums Bolighus við Amagertorv í Kaup- mannahöfn en fyrst heim- sækja dönsku hönnuðirnir, þeir Mikal Harrsen og Anders Norgaard, Epal. Sýning á húsgögnum þeirra mun standa næstu íjórar vikurnar og er ísland eina landið utan Danmerkur sem mun sýna þá gripi. Sígild hönnun Illums Bolighus hefur um áraraðir verið eitt helsta vígi skandinavískrar hönnunar. Þeir > sem þekkja verslunina vita að þar má ganga að þvf sama vísu ár eftir ár. Þannig er hægt að kaupa stóla í versluninni sem móðir þín keypti þar mörgum árum fyrr en eru samt sem áður jafnklassískir nú. Sú hönnun sem Harrsen og Norgaard sýna í Epal er frekari útfærsla á Illums Bolighus Collection húsgagnalínunni en í henni em m.a. sófar, sófaborð, borðstofuborð og stólar. Undanfarin ár hefur Harrsen starfað sem arkitekt og iðnhönnuður í Danmörku. Frá ár- inu 1997 hefur hann rekið eigin teiknistofu og tekist á við verkefni á sviði arkitektúrs, iðn- hönnunar, húsgagnahönnunar og hönnunar innréttinga. Við hönnun sína hefur Harrsen reynt að taka mið að 3.000 ára gömlu ind- versku riti sem kveður á um að hið sanna eðli allra veraldlegra hluta sé samsett úr duldum og augljósum áhrifum, útliti, náttúm, krafti, tilgangi, skyldleika og loks samrýmanleika allra þessara hluta frá upphafi til enda. Norgaard lauk stúdentsprófi frá tónlistar- og stærðfræðibraut Aarhus Katedralskole árið 1979 og hóf eftir það starfsnám hjá hús- gagnaverksmiðj- unni Uidun Mobelfabrik. Þegar starfsnáminu lauk árið 1990 tók Norgaard að sér ýmis verkefni á sviði hönnunar í Danmörku, Þýskalandi, ]ap- an, Sviss og Frakklandi. Meðal þeirra verkefna sem Norgaard telur standa upp úr á ferli sínum em hönn- un veitingastaðar og bars fyrir ferðamiðstöðina í Ronbjerg, hönnun stóla úr i gegnheilu tré og stáli fyrir Farstmp Mobler, ýmis þróun- arverkefni fýrir Rolf Benz AG og að sjálfsögðu línan fýrir Illums Bolighus Collection svo fátt eitt sé nefiit. Leitað að íslenskum hönnuðum Þegar sýningunni lýkur um miðjan septem- ber munu aðstandendur hennar hefjast handa við að velja íslenska hönnuði til þess að sýna í Kaupmannahöfn. Enn sem komið er hafa þessir hönnuðir ekki verið valdir en fjöl- margir einstaklingar koma til greina. Við valið munu aðstandendur verkefnisins hafa eftirtal- in atriði að leiðarljósi: hagnýtt gildi þeirra hluta sem sýna skal, notkun og meðferð efnis við gerð munanna og að lokum áferð og feg- urð munanna. DANSK- ÍSLENSKT SAMSTARF: Dönsku hönnuðirnir Mikal Harrsen og Anders Norgaard voru í vikunni staddir á (s- landi vegna opnunar á sýningu á hönnun þeirra í Epal. (haust munu svo íslenskir hönnuðir halda til Kaupmanna- hafnar og kynna sína hönnun fyrir Dönum í lllums Bolighus sem fagnar 100 ára afmæli á þessu ári. VINSÆL VERSLUN: lllums Bolighus í Kaupmannahöfn skartar skandinavískri hönnun. Fagurkerar á leið til Kaupmannahafnar ættu að koma við í versluninni sem er við Amagertorv. Þeir sem ekki eru á leið út geta hins vegar litið við í Epal í Skeifunni þar sem stendur yfir sýning á danskri hönnun EIGNAVAL I FÉLAC3 FABTEIDNABALA BUÐURLAND8BRAUT 1B • 10 BlMI S B a 9 9 9 9 P A X 9 RCYKJAVÍK S B S 9 9 9 B Fjölbreytt úrval sumarhúsalóða og land- spildna í stórbrotnu umhverfi á bökkum Ytri-Rangár Sígurður Óiikar&son, logg. fastaigna. sali WWW.EltiNAVAL.IS Um er að rœða 31 spildu úr jörðínni Svlnhaga ! Rangörþingi ytxa. Stærð spildna er 10 - 30 ha. Sumar eru fallega grónar við Rangá en aðrar eru litt grónar og tilvaldar tíl skógræktar eða landgræðslu. Verð é spildum er frá 40 - 490 þús. per. ha. Sumarhúsalóðimar eru 106 á 300 ha landsvæöi. Flestar lóðimar eru á bil- ínu 1 - 2 ha. Tekin eru frá rúm svæði til útivistar og gönguleiöir eru m.a, meðfram Rangá. Hér ættu allir að geta fundiö lóð eða landsvæði við sitt hæfi. Upplýsingar ó netinu www.vortex.is/heklubyggd. Hægt er að nálgast loftmyndir af lóðum og spildum á staðnum. Allar nánari upplýsingar veitir Grettir í síma 898 8300 og Þórarinn hjá Eignavali i sima 585 9999. Dönskhönnun á faraldsfæti — PRAKTfSKT: Daemi um góða lausn á borö- stofusetti. Stólarnir eru einfaldlega hengdir borðbrúnina og þá er Iftið mál að ryksuga mylsnuna undan borðinu eftir matartfmann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.