Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2003, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 Fréttir DV Fasteignasali dæmdur Fasteignasali var í gær dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyr- ir fjárdrátt. Fasteignasalan- um er gefið að sök að hafa dregið sér rúma milljón króna sem átti að renna frá kaupanda íbúðar til Sjálfs- eignarstofnunar St. Jósefs- spítala. Greiðslan barst hins vegar aldrei. Atvikið átti sér stað árið 1999 og var fasteignasalinn jafn- framt eigandi fasteignasöl- unnar sem um ræðir. Sjálfseignarstofnun St. Jósefsspítala gerði skaðabótakröfu að upphæð rúmar 1.1 milljón króna. Þeirri kröfu var hins vegar vísað frá dómi. Loka ekki fyr- ir sundmót Sundfélaginu Óðni verð- ur ekki að óskum sínum, þess efnis að Sundlaug Ak- ureyrar verði lokuð al- menningi í þrjá daga næsta sumar. Óðinsmenn hafa fengið leyfi til að nota sundlaug- ina fyrir Aldursflokkameist- aramóts íslands í sundi sem halda á dagana 25. til 27. júní á næsta ári. Iþrótta- og tómstundaráð vildi hins vegar loka laug- inni umrædda helgi. Vélin farin með farþega og vopnabúr Tékkneska farþegaþotan sem lenti á Keflavíkurvelli í fyrradag vegna sprengju- hótana fór af landi brott í gær. Um borð voru allir far- þegarnir og tvö tonn af vél- byssum. Byssurnar fundust þegar sprengjuleitarmenn Landhelgisgæslunnar leit- uðu að sprengju í vélinni. Engin sprengja fannst en vopnin þess í stað. Vélin var á leið til New York og var bandarískum yfirvöld- um tilkynnt um farminn. Sýnt þótti að ekki væri um smygl að ræða og var vopnabúrið því sett aftur í farangursrými vélarinnar. Þetta mun ekki í fyrsta sinn sem flugfélag þetta, Czeck Airlines, tekur að sér vopnaflutninga samhliða farþegaflutningum. Engar upplýsingar liggja hins veg- ar fyrir um hver ber ábyrgð á sprengjugabbinu. Aukning er- lendra útlána Meirililuti þeirrar aukn- ingar sem hefur orðið á út- lánum banka og fjármála- stoftiana er tilkomin vegna aukinna umsvifa þeirra á er- lendri grund. Þetta kemur fram í Morgunkorni íslands- banka. Útlán hafa aukist um 23% frá síðustu áramótum en að minnsta kosti 60% af þeirri aukningu eru vegna beinna údána til erlendra aðila, stuðnings vegna útrás- ar íslenskra fyrirtækja og aukinna umsvifa íslenskra fjármálastofnana erlendis. Starfsfólk Móa andar léttar eftir gjaldþrot og eigendaskipti. Trúnaðarmaðurinn segir erlenda starfsmenn á tímabundnum atvinnuleyfum hafa verið óttaslegna. Jódis Sigurðardóttir og samstarfsmenn Trúnaðarmaður kjúklingabúsins Móa segir starfs- menn hafa tekið ó sig 7ö% launalækkun íbyrjun ársins og sætt sig við missi 20 þúsund króna mánaðarlegs bonuss fyrirgóða mætingu. Erfiðleikarnirséu vanandi að bakiog starfsmenn fari bjartsýnirá árshátið um helgina á Hótel Örk. Starfsfólki Móa létt eg slátrar ót í eitt „Það er mikill léttir meðal fólksins því rekstur- inn var keyptur óbreyttur og við höldum öllum okkar réttindum. Hér er sterkt fólk sem hefur þolað mikið áreiti og óöryggi," segir Jódís Sigurðardóttir, trúnaðarmaður starfsmanna á kjúklingabúinu Móum. Móar skipti nýverið um eigendur eftir ellefu mánaða greiðslustöðvun og loks gjaldþrot. „Hér starfar talsvert af Tælendingum og Pól- verjum sem voru ofboðslega hræddir því þeir eru með rautt kort sem er atvinnuleyfi í sex til tólf mán- uði f senn. Það er ekki bjart útlit með endurnýjun atvinnuleyfis fyrir starfsmann hjá fyrirtæki sem er að fara á hausinn," segir Jódís. Jódís starfar í nýtískulegri vinnslustöð Móa í Mosfellsbæ. Fyrirtækið starfrækir þess utan kjúklingabú á Kjalarnesi og í Borgarfirði. í Mosfells- bæ er kjúklingum slátrað og þeir búnir á markað. Að sögn Jódísar hafa nokkrir starfsmenn hætt á erfiðleikatímanum. Slátrunin haldi þó stöðugt áfram: „Álagið er rosalegt því það er ekki bætt við fólki fyrir þá sem fara. Vinnan er bara tvöföld fyrir þann sem stendur við hliðina. En við höfum keyrt þetta áfram,“ segir hún. Þann skugga ber á bjartsýni starfsmanna Móa að deilt er um umráðaréttinn yfir vinnslustöðinni í Mosfellsbæ. Ferskar kjötvörur, dótturfélag sam- „Vinnan er bara tvöföld fyrir þann sem stendur við hliðina." keppnisaðilans SS, hefur keypt húsið af eigandan- um. Móár sem leigðu húsið telja sig hins vegar eiga að því forkaupsrétt. Á fundi eftir kaup Mata hf. á Móum segir Jódís að starfsfólki hafi skilist að húsamálið væri klappað og klárt. „Núna eftir á heyrist að verið sé að spá meira í þetta. Það hljómar dálítið skrítið í stórvið- skiptum að slíkt sé ekki á hreinu," segir Jódís Sig- urðardóttir. gar@dv.is Foreldrar hætta aö reykja á Egilsstöðum: Börnin hverfa af læknastofunni „Við vitum hvað við gerum og hvað við gerum ekki. Hitt er eins víst að ég veit að þegar foreldar barna hætta að reykja þá hætta börnin að koma til okkar," segir Pétur Heimis- son, yfirlæknir á heilsugæslustöð- inni á Egilsstöðum, en læknar þar eystra hafa náð frábærum árangri í baráttunni við almenna kvilia sem oft hrjá börn. Samkvæmt niðurstöð- um nýrrar rannsóknar þá þurfa færri börn á EgUsstöðum rör í eyru en annars staðar á landinu og notkun sýklalyfja hefur minnkað um tvo þriðju á síðustu tíu árum. „Það er ekki ein skýring á þessu heldur margar. Hins vegar. segir þetta líklega ýmislegt um verklag okkar hér fyrir austan og einnig er ljóst að ástandið i þessum efnum er betra nú en það var fyrir tíu árum,“ segir Pétur sem að vonum er ánægð- ur með árangurinn. Það sama má segja um foreldra barna á EgUsstöð- Born a Egilsstoðum Þurfa sjaldnar rör ieyru en önnur börn á landinu. um sem eru orðnir meðvitaðir um hættuna sem stafað getur af óhóf- legri notkun sýklalyfja fyrir tilstuðl- an og fræðslu frá læknunum á Hér- aði: „Börn sem búa við óbeinar reyk- ingar eru tíðari gestir hér hjá okkur með eyrnabólgur og öndunarfæra- sjúkdóma en hin sem búa á reyklausum heimilum. Það er alveg ljóst,“ segir Pétur Heimisson, yfir- læknir á Egilsstöðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.