Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2003, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2003, Blaðsíða 16
76 FIMMTUDAGUR20. NÚVEMBER2003 Fréttir DV Spenna eykst milli Kína og Tævan Kínverskir ráðamenn vöruðu í dag Chen Shui- bian, forseta Tævan, við öllum tilraunum til þess að afla landinu sjálfstæðis. Háttsettur embættismaður kínversku stjórnarinnar sagði að ef Tævanir myndu fara fram á sjálfstæði myndi það þýða stríð við Kína. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að kínversk stjórnvöld hafa í hótunum við stjórnvöld í Tævan en það sem vekur athygli nú er hversu berorðar hótanirnar eru. Eru þær til marks um aukna spennu í samskipt- um Kína og Tævan. Fjórir mánuðir eru til kosninga í Tævan og hefur fylgi Shui-bian verið að aukast undanfarið. Sú þró- un skýtur kínverskum stjórnvöldum skelk í bringu þar sem að forsetinn og flokkur hans eru hlynntir því að Tævan lýsi yfir form- legu sjálfstæði. Frá því að hann lýsti yfir að hann byði sig fram til endurkjörs hef- ur hann gefið í skyn að hann vilji gera sjálfstæðis- spurninguna að kosninga- máfi. í kjölfar aukins stuðn- ings í skoðanakönnunum hefur hann lagt enn meiri áherslu að landið taki upp nýja stjórnarskrá og að haldin verði þjóðarat- kvæðagreiðsla um hver framtíðarskipan mála verði í Tævan. Allt slíkt tal er eitur í beinum stjórnvalda í Pek- ing. Þau telja að Tævan til- heyri Ki'na þrátt fyrir að eyj- an hafi lotið eigin stjórn síðan að Chang kai shek flúði með lið sitt undan kommúnistum þangað 1949.1 dag viðurkenna að- eins þrjátíu ríki sjálfstæði Tævan. Ungmenna- félag kærir Ungmennafélag íslands (UMFI) hefur lagt fram stjórnsýslukæru vegna þeirrar ákvörðunar lög- regluyfirvalda að innheimta löggæslukostnað vegna landsmóts ungmennafélag- anna á ísafirði í sumar. Hefur sýslumaðurinn á ísafirði innheimt 467 þús- und krónur vegna þessa þar sem tryggingar sem lagðar voru fram til greiðslu á sínum tíma höfðu runnið út. Niðurstöðu er að vænta innan tíðar. Michael Jackson ber af sér sakirum kynferðislega misnotkun. Húsleit var gerð í ævintýralandi hans vegna ásakana tólf ára pilts. Tíu ár eru síðan Jackson sætti rannsókn vegna gruns um kynferðisofbeldi. Þá ásakaði fjórtán ára piltur hann um kynferðisiega mis- notkun. Lögmenn Michaels Jacksons áttu í samningaviðræðum við lögregluyfirvöld í Santa Barbara í gærkvöld vegna yfirvofandi handtöku poppstjörnunnar. Tólf ára piltur hefur ásakað Jackson um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi á búgarðinum, Neverland. Jackson hafði þó ekki verið handtekinn þegar DV fór í prentun í gærkvöld. Umfangsmikil húsleit stóð yfir á búgarði Jacksons, Neverland, í gær og fýrradag. Brian Oxfam, sem er lögmaður Jacksons, staðfesti í gær að húsleitin stæði í sambandi við ásakanir piltsins á hendur poppstjörnunni. Tim Gracey, rannsóknarlögreglumaður í Santa Barbara, sagði um miðjan dag í gær að yfirvöld leituðu Jacksons svo hægt væri að hneppa hann í varðhald. Jackson var sem kunnugt er ekki á bú- garði sínum þegar fjölmennt lið lögreglumanna bar að garði. Hann hefur dvalið síðustu vikur í Las Vegas þar sem hann hefur unnið að myndbandi og í gær sendi hans frá sér safn- plötu. Talsmaður Jacksons sagðist í gær ekki vita um hvað rannsókn lögreglu snerist en sagði að Jackson yrði samvinnufús. Sendi frá sér yfirlýsingu Michael Jackson, sem er 45 ára og þriggja barna faðir, sagði ásakanirnar á hendur sér hræðilegar. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði að lögfræðingar og talsmenn ýmiss konar ættu það til að dúkka upp þegar hann væri að gefa út nýja plötu eða myndband. Þetta fólk bæri ávallt á sig Ijótar sakir. Tíu ár eru síðan Jackson sætti rannsókn vegna gruns um kynferðisofbeldi. Þá ásakaði fjórtán ára piltur hann um kynferðislega misnotkun. Jackson hélt fram sakleysi sínu í málinu. Honum tókst að leysa málið utan dómskerfisins og mun að sögn hafa greitt piltinum og foreldrum hans himinháar upphæðir fýrir að falla frá málsókn. arndis@dv.is Hjónin á Seljalandi munu flytja Veturseta í hættuhúsi „Ég er sallarólegur á mínum þrettánda vetri hérna," segir Magni Guðmundsson, netagerðarmað.ur frá Seljalandi á ísafirði, sem virðist vera nauðbeygður til að selja hús sitt. Bæjarráð ísafjarðar hefur ákveðið að leita til Ofanflóðasjóðs um uppkaup á Seljalandi, þar sem eina leiðin til að tryggja öryggi íbú- anna er að mati umhverfisráðu- neytisins að leggja af byggð. Seljaland er á miklu snjóflóða- hættusvæði og hefur hættan aukist til muna eftir að farið var að reisa varnargarða ofan við Seljalands- hverfi. Varnirnar verja ekki hús Magna og eiginkonu hans, Svan- hildar Þórðardóttur, eiganda barnafataverslunar í bænum, held- ur eru þær hannaðar til að beina snjóflóðunum að húsinu. Þau hafa barist gegn kerfinu í fimm ár til að fá fyrirkomulaginu breytt og vildu búa áfram á Seljalandi. Ólíklegt má telja að það verði leyft og hefur Magni ákveðið að íhuga það tilboð sem bærinn færir fram á næstunni. Magni kveðst ætla að hafa vetur- setu á Seljalandi ásamt konu sinni, þrátt fyrir að nýbyggðar snjóflóða- varnir beini ofanflóðum að húsi þeirra. „Stórflóðið kemur ekki í vet- ur og við höfum engar áhyggjur. Við látum hverjum degi nægja sína þjáningu og bíðum eftir formlegu bréfi frá bænum." Svanhildur og Magni Hjónin i áhættuhúsinu á Seljalandi hafa ákveðið að halda kyrru fyrir i vetur, en munu á næstunni hefja leit að nýju heimili.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.