Dagblaðið - 09.09.1975, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 09.09.1975, Blaðsíða 7
Dagblaðift. Þridjudagui 9. september 1975 7 Þingnefnd rannsaki Kennedy-morðið '63 Öldungadeildarþing- maður úr hópi repúblikana lagði til á Bandarikjaþingi i gær, að ný rannsókn færi fram á morði Kenned- ys Bandarikjaforseta 1963. Sagði þingmaður- inn, Richard Schweiker frá Pennsylvaniu, að ný sönnunargögn gæfu tilefni til að draga nið- urstöður Warren- nefndarinnar i efa. Þingmaðurinn sagði þessi nýju sönnunar- gögn, sem hingað til hefðu verið talin leynd- arskjöl, sýna, að bandariska leynilög- reglan hefði eyðilagt og haldið leyndum sönn- unargögnum, er gætu hafa haft töluverð áhrif á niðurstöður nefndar- innar. Nefndin, sem sett var á lagg- irnar til að rannsaka forseta- morðið, komst að þeirri niður- stöðu i skýrslu i sept. ’64, að Lee Harvey Oswald hefði verið einn að verki. „Nýlegar uppljóstranir hafa dregið mjög i efa trúverðugheit niðurstöðu nefndarinnar,” sagði þingmaðurinn á fundi með fréttamönnum igærkvöldi. „Við höfum nú sannanir fyrir þvi, að helzti rannsóknaraðili nefndar- innar, leynilögreglan FBI, eyði- lagði og hélt leyndum upplýs- ingum. Það er einnig ýmislegt sem bendir til þess, að leynilög- reglan hafi haft áhrif á vitni til að bera rangan vitnisburð i yfir- heyrslum nefndarinnar,” sagði hann. Schweiker þingmaður sagði að bréf frá J. Edgar Hoover, fyrrum yfirmanni FBI, til nefndarinnar sannaði, að Jack Ruby, sem skaut Oswald skömmu eftir forsetamorðið, hefði verið á snærum lögregl- unnar. Þingmaðurinn sagöi einnig, að Oswald hefði liklega verið i tengslum við leyniþjón- ustuna CIA. Þá hefur komið i' ljós, að fyrr- um yfirmaður CIA, Allep Dull- es, taldi liklegt að Hoover myndi bera rangan vitnisburð fyrir nefndinni um samband FBI og Oswalds, jafnvel þótt forsetinn sjálfur spyrði hann. Þingmaðurinn gat þess einn- ig, að Dulles hefði látið undir höfuð leggjast að láta nefndina vita af áætlunum um að myrða Fidel Castro. Hann taldi að slik- ar áætlanir hefðu verið næg á- stæða fyrir Castro til að reyna hefndaraðgerðir. Schweiker öldungadeildar- þingmaður er i nefnd deildar- innar til rannsóknar á starfsemi CIA. Sagðist hann ætla að leggja til, að nefndin kannaði til hlitar rannsókn leyniþjónustunnar á morði Kennedys. Benti þingmaðurinn, sem hyggst leggja fram frumvarp þessa efnis á þingi, á að undar- legt mætti heita,að af 152 leyni- skjölum um forsetamorðið fjöll- uðu 130 um hlutverk leyniþjón- ustanna CIA og FBI. „Ef Oswald var brjálaður og John F. Kennedy, fyrrum Bandarlkjaforseti. einn sins liðs," sagði þingmað- urinn, „hvaða ástæða er þá til aðhalda þessum skjölum leynd- um?” Taldi hann liklegustu skýring- una vera þá, að þessi skjöl sýndu fram á, að „Oswald eða Ruby — eða báðir — voru i sam- bandi við bandarisku leyniþjón- usturnar.” Hussein hótar Bandaríkjunum „Ef ekki USA, þó Sovét ## Erlendar fréttir Sýkn '65, lausn '75 i tiu ár sátu tveir menn i fangelsi I La Paz, höfuðborg Bóliviu, án þess að vita, að hæsti- réttur landsins hafði sýknað þá 1965 Reuter-fréttastofan hafði eftir hæstaréttarritara landsins, Hildu de Rada, að Francisco Luna, sem ákærður var fyrir fjársvik 1965, hefði verið sýknaður nokkrum dögum eftir handtöku hans. öll skjöl voru hins vegar sett niður i skúffu og úrskurður dómara var aldrei kunngerður. Þá gerðist það nýlega, að Pedro Chambi, sem dæmdur vari lOára fangelsi fyrir að myrða eiginkonu sina, sótti um náðun. Þá kom i ljós, að 1965 hafði dómur hans verið styttur úr 10 ár- um i tiu mánuði. Ekki þarf að taka fram, að til- finningar mannana voru blandn- ar, þegar þeir voru loks látnir lausir. BRÉZNEF STYÐUR ÍSRAEL í SÞ V-þýzki sendiherrann I Israel hafði i gærkvöldi eftir Leonid Bréznef, að Sovétrikin væru mótfallin brottrekstri ísraels úr saintökum Sameinuðu þjóðanna. Bréznef sagði þetta I viðræðum við Helmut Schniidt. Aðrir leiðtogar A-Evrópu eru sagðir sama sinnis. Hussein Jórdaniukonungur segist munu fá sovézkar eldflaug- ar nema unnt verði að kaupa þær i Bandarikjunum. Hann segir þetta i bréfi tii bandariskra þing- manna. Þingnienn segja, að bráðlega muni fást niðurstaða i tilraunum til að leysa þetta mál. Hussein segir i bréfinu, að hann neiti að taka við færri en 14 eld- flaugum, sem skjóta má flugvél- ar með. Þessi fjöldi sé óhjá- kvæmilegur fyrir varnir Jórdaniu. Kóngur bendir á, að hagsmunir Bandarikjanna séu i hættu, ef Jórdanir telji sig þurfa að halla sér að Sovétmönnum. Nú séu Bandarikjamenn að ihuga að veita Israel aukinn hernaðar- stuðning, meðal annars nýtizku- legustu sóknarvopn. Þvi mætti ákæra Bandarikja- menn fyrir tvöfeldni. Ekki komi annað til mála, ef réttlætis sé gætt, en að Jórdania sitji við sama borð og tsrael. Tillögur bandarisku rikis- stjórnarinnar um að selja Jór- dönum eldflaugarnar mættu and stöðu þingsins i júlimánuði sið- astliðnum. Samkvæmt nýjum lögum verður bandariska stjórnin að tilkynna þinginu um alla her- gagnasölu, sem er nokkuð um- fram rúmlega þrjá milljarða króna. Þingið getur hindrað söl- una með einföldum meirihluta i báðum deildum innan tuttugu daga frá tilkynningunni. Þegar ljóst var, að mikill hluti þingsins varandvigur sölunni til Jórdaniu, var henni skotið á frest. Hussein segir, að Jórdania sé eina rikið i Mið-Austurlöndum, sem ekki hafi loftvarnakerfi að gagni. Eldflaugar þær, sem um sé að ræða, muni aðeins gera Jór- dönum fært að koma upp litils- háttar vörnum miðað við það, sem annars staðar gerist á þessu svæði. Kóngur segist vera á- hyggjufullur og i þungu skapi yfir andstöðunni, sem vopnasalan hefur mætt i Bandarikjunum. Karpov í órslit Heimsmeistarinn i skák, Ana- toly Karpov, gerði í gær jafntefli i Ijórðu skák sinni við landa sinn Tigran Petrosjan. Með þvi er hann og Ungverjinn Portisch komnir i úrslit i Milanókeppninni. Karpov vann, þótt allar skákirnar yrðu jafntefli, af þvi að hann hafði betri útkomu en Petrosjan i fyrri hluta keppninn- ar. Jafntefli varð i gær eftir 30 leiki. Portisch sigraði Júgósiavann Ljubojevic með 2 1/2 vinning gegn 1 1/2. Bandaríska stjórnin: Bankarœningjar sluppu með bíl og 165 millj. úr kassanum Kranska lögreglan leitar enn tveggja manna,'sem i gærkvöld komust undan með mikið fé — og i bíl, sem lögreglan hafði lagt þeim til. Þetta gerðist I hjarta Parisar- Skyttur frönsku iögreglunnar búa sig undir að handsama banka- ræningja. Ahorfendur horfa á og gætir kátlnu i augum þeirra — enda fór svo, að bankaræningjarnir komust undan I bil stjórnarinn- ar. borgar. Mennirnir tveir réðust vopnaðir inn i banka. Aður cn hið eiginlega rán hafði borið ára ngur, kom lögreglan þó á vettvang. Gripu ræningjarnir þá sjö gisla, fimm bankastarfsmenn og tvo kúnna, og hótuðu að drepa þá alla, ef þeir fengju ekki 4.6 mill- jónir franka (165 milljónir isl. kr.) og bil til að komast leiðar sinnar i. Þcir komust siðan undan með þrjá gislanna. Skyttur frönsku iögreglunnar höfðu umkringt hankann og horfðu aðgerðalausar á flóltann. Fljótlega skildu ræningjarnir bil stjórnarinnr eftir og einn gislanna. Stálu þeir siðan öðrum bil. Hinir gislarnir tveir fundust skömmu síðar, cn ræningjarnir eru enn á faralds- fæti. Þá var og i Milanó i gær gerð svipuð tilraun til bankaráns, en þeir ræningjar gáfust upp, eftir aö 25« lögreglumenn höfðu um- kringt hankann. Féllust itölsku ræningjarnir á uppgjöf, eftir að þeim hafði verið lofað að fá i mesta lagi fjögurra ára fangclsi. Nixon ekki treystandi fyrir skjölum sínum Bandariska stjórnin biður dómstól að leyfa Nixon, fyrr- um forseta.ckki að fá skjöl sin úr Hvita húsinu. Stjórnin segir, að Nixon megi ekki treysta fyrir skjölunum, jafnvel ekki um skamma hrið. 1 greinargerð dómsmálaráðu- neytisins, sem þrir dómarar fjalla um, segir, að þingið hafi úrskurðað, að Nixon kunni að reyna að falsa söguna. Þingið hafi lagt fram nægar sannanir til að byggja niður- stöðu sina á. Vera megi, að Nixon skili ekki skjölum sinum réttum, ef hann fái að hand- fjatla þau. Þingið samþykkti lög i nóvember i fyrra, þar sem úr- skurðað var, að skjöl Nixons væru rikiseign. Hinn fyrrver- andi forseti á samkvæmt þvi að- eins að fá i hendur gögn, sem teljast alger einkamál hans. Nixon fór þá i mál til að reyna að fá úrskurðað, að lögin væru brot á stjórnarskránni. A'firlýsing stjórnarinnar nú er svar við þeim gerðum. Nixon heldur þvi fram, að hann eigi ásamt konu sinni Pat og dætrum sinum Triciu og Júliu að ákvarða, hvaða skjöl séu einkamál og hver ekki. Rætt er um, að 42 milljónir skjala komi til greina i þessu máli, auk segulbandsupptaka. 1 skýrslu stjórnarinnar segir, að Nixon hafi heldur viljað segja af sér en eiga á hættu. að allt hiðsanna um afskipti hans af Watergatemálinu kæmi á daginn. Richard Nixon er sagður Ihuga pólitiska endurkomu slna, en traust hans virðist ekki mikiis virði.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.