Dagblaðið - 10.09.1975, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 10.09.1975, Blaðsíða 12
12 Dagblaðið. Miðvikudagur 10. september 1975 í þá „gömlu góðu daga" sem voru svo ömurlegir í þá góöu gömlu daga... er menn létust fyrir aldur fram, úr farsóttum, af skemmd- um mat, í pestarbæli sjúkrahúsa o.fl. „Nostalgia" (aðdáun liðins tima) hvað matar- æði varðar krefst þess að varpað verði á það Ijósi sannleikans. bruggunar-úrgangi og kölluðu siðan mjólkina úr þeim „svelgi- mjólk” sem börn urðu siðan ölv- uð af við drykkju. Einnig þekkt- ist að kýr væru hafðar við afar slæman aðbúnað i fjósum, aðframkomnar af berklaveiki. Voru þær þá bundnar upp svo hægt væri að mjólka þær þar til þær gáfu upp andann. Um siðustu aldamót gat hver Bandarikjamaður séð með eigin augum afleiðingar gulunnar, fórnarlömbin gulna upp og deyja i angist. Faraldurinn i Memphis 1878 kostaði um fimm þúsund manns lifið. Fjöldi hinna sjúku skreið inn i hella og seinna voru lik þeirra uppgötv- uð vegna stækjunnar af rotn- andi holdi. Sjúkrahús voru óþrifabæli. Hinir rikari og betur settu i þjóðfélaginu óttuðust þau og héldu sig i heimahúsum i hvert skipti sem þeir veiktust og létu jafnvel gera á sér skurðað- gerðir i eigin rúmum. Gulufaraldurinn I Memphis 1878. Teikningin sýnir föður koma að fjölskyldu sinni deyjandi. Fyrir aðeins um hundrað ár- um siðan var nokkurnveginn ómögulegt að kaupa neyzluhæft kjöt. Kjötið hékk uppi i verzlun- um eða lá á búðarborðinu alls kyns sýklum og óþrifnaði til hinnar mestu ánægju. Þetta er tekið úr bók sem kom út i fyrra og nefnist: ,,The Good Old Days — They Were Terrible!” eftir höfund að nafni Otto L. Bettmann. Vitnar hann m.a. i bók sinni i heilbrigðis- skýrslur New-York borgar frá árinu 1869. Algengt var að borgin seldi bændum sorpið sem svo gáfu það kúnum. Eða þá að ölgerðir ættu kýr og fóðruðu þær á Mjaltir. Kýrin er svo aðfram komin af berklum að hlfa verður hana upp I böndum til að ná að mjólka. A sjúkrahúsi. Um 1870 var þar svo mikill óþrifnaöur að betri borg- arar og þeir sem höfðu tök á lágu frekar heima hiá sér. V- ÚTVEGSMENN OG VÉLSTJÓRAR OLÍUSKILJUR sem hreinsa allt vatn, salt, ryð og fl. úr brennsluoliu. í áraraöir hefur verið revnt á sem einfaldastan hátt að hreinsa vatn, ryð og öll önnur aðskotaefnier kunnaað vera i brennsluolíu. Árangur RACOR i þessum tilraunum hefur reynzt frábær. Á aðeins einu ári hafa FILTRAL oliuskiljur verið settar i um 200 islenzk skip og báta, auk fjölda annarra oliuknúinna atvinnutækja. Þvi hvetjum við menn til að leita upplýsinga og gera samanburð. ,,Fólk heldur að ég velti mér i peningum — og bréf streyma til min. Fólk biður um peninga og ég vil ekki að fólk haldi, að ég sé nizk. En ég verð að vinna hörðum höndum fyrir lifibrauði. Ég fékk ekki krónu i minn hlut fyrir kvikmyndina.” Þaðer Maria von Trapp, sem talar — konan, sem með lifi sinu lagði til efnið i „Tónaflóð” (The Sound of Music) — sjálfsævi- saga hennar var uppistaðan i mestu gróðamynd allra tima i kvikmyndaiðnaðinum. En hún fékk ekki krónu i sinn hlut! Von Trapp barónessa sem nú er sjötug, er fædd og uppalin i Austurriki. Hún rekur nú litinn skiðastað i Stowe i Virginiu i Bandarikjunum ásamt yngsta syni sinum, Jöhannesi. Eigin- maður hennar, Georg lézt 1947 — fimm árum eftir að þau komu til Bandarikjanna. Tvö af tiu börnum hennar eru einnig látin — og ein dóttirin er nú trúboði á Nýju-Gineu. Það var enginn biturleiki i rödd barónessunnar, þegar hún útskýrði hvers vegna hún fékk ekkert i sinn hlut fyrir kvik- myndina vinsælu. „Löngu áður en Tónaflóð var gert”, sagði hún „seldi ég kvik- myndaréttinn að bók minni „Saga hinnar syngjandi Trapp- fjölskyldu” til þýzk's kvik- myndafélags. Ég spurðist fyrir um ritlaunin fyrir seld eintök en umboðsmaður minn sagði mér, að lög i Þýzkalandi bönnuðu rit- laun til útlendinga. Af hreinum kjánaskap undirritaði ég samningirin án þess að láta lög- fræðing lita á hann. Ég fékk tiu þúsund dollara fyrir kvikmyndaréttinn að bók minni — og eitt þúsund þeirra greiddi ég umboðsmanni min- um. Ég átti þá i miklum erfið- María von Trapp leikum við að koma skiðastaðn- um hér i gagnið — erfitt að láta endana ná saman fjárhagslega — og var mjög þakklát að fá þessa peninga. Siðar komst ég að þvf, að það voru engin þýzk lög, sem bönnuðu að útlending- ar fengju þar ritlaun. En þá var það um seinan. Bandariskt kvikmyndafélag ákvað svo að gera kvikmyndina Tónaflóð og komst að þvi, að ég hafði selt þýzku fyrirtæki kvik- myndaréttinn. Það samdi svo við Þjóðverjana og ég fékk ekk- ert. t fyrstu fannst mér að ég hefði verið hroðalega hlunnfarin — en ekki lengur. Ég er glöð, að kvik- myndin var gerð — glöð vegna þeirra óteljandi bréfa, sem ég hef fengið frá fólki, sem skýrir mér frá þvi, hve kvikmyndin hafi fært þau nær Guði — það finni nærveru hans betur en áð- ur. Og það er mér meira virði en allir þeir peningar, sem ég gæti hafa hlotið.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.