Dagblaðið - 12.09.1975, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 12.09.1975, Blaðsíða 6
6 DagblaBið. Föstudagur 12. september 1975. Byggingahappdrœtti fœreyskra sjómanna Dregiö hefur veriö i byggingarhappdrætti færeyskra sjó- manna. Eftirtalin númer hlutu vinninga: Vinningsnúmer 19765 Toyota bifreiö. ” 31744 ferö til Færeyja. ” 22038 ” 11297 ” 5506 Nánari upplýsingar gefur Jacob Jóhannsson I sima 38247. Byggingarnefndin vill þakka öllum þeim fjölmörgu, sem stutt hafa starfsemina meökaupum á happdrættismiöum. Byggingarnefnd færeyska kristilega sjómannaheimilis- ins. Mann vantar til viðgerða ó ísvélum Óskum eftir að ráða mann til uppsetninga, viðgerða og viðhalds á mjólkurisvélum. Viðkomandi þarf sennilega að sækja stutt námskeið i Bandarikjunum. Upplýsingar veittar á skrifstofunni en ekki i sima. Heildverzlun Eirlkur Ketilsson, Vatnsstígur 3, Reykjavík VERZLUNARMANNAFELAG REYKJAVÍKUR Framboðs frestur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar at- kvæðagreiðslu í Verzlunarmannafélagi Reykja- víkur, um kjör fulltrúa á 10. þing Landssam- bands íslenzkra verzlunarmanna. Kjörnir verða 53 fulltrúar og jafnmargir til vara. Listar þurfa að hafa borizt kjörstjórn fyrir kl. 1 2 mánudaginn 1 5. sept. n.k. Kjörstjórnin. Vanan vélstjóra og matsvein vantar á 90 tonna bátsem er á fiskitrolli. Upplýsingar í síma 99 3107 eða 99 3130. Bílasalan Kjörbíllinn Hverfisgötu 18 Höfum til sölu Athugið að okkur bílaleigubíla, vantar VW 1300 '72 allar tegundir (óskað eftir af bílum tilboðum). á skró. Opið á kvöldin fró 6-9, laugardaga 1-4 . Sími 14411 Risar Þrlr „risar” úr heimi jazzins: Count Baisie, Ella Fitzgerald og Frank Sinatra heilsa troöfullu húsi gesta i New York I vikunni, þegar þau komu fram I fyrsta skipti saman. Þau munu skemmta I hálfan mánuö. Bandarískur verka- lýðsleiðtogi í þrefalt lífstíðarfangelsi Fyrrum formaður bandarisku námamannasamtakanna, Tony Boyle, var i gær dæmdur i þrefalt lifstiðarfangelsi fyrir að fyrir- skipa morð keppinautar sinsum embætti. Boyle lét einnig myrða eiginkonu mannsins og dóttur. ,,Ég segi aðeins, að ég er sak- laus,” sagði Boyle, sem nú er sjö- tugur, þegar dómurinn var kveð- inn upp. Sá myrti, Jock Yablonski, var keppinautur Boyles um embætti formanns námamannasamtak- anna. Þau fundust látin á heimili sinu i Clarksville i Pennsylvaniu 5. janúar 1970. Morðin voru fram- in á gamlárskvöld 1969. Yablonski-f jölskyldan var gengin til náða þegar þrir menn skutu fólkið til bana að fyrirmæl- um Boyles. Saksóknarinn sagði við réttarhöldin, að fyrir „verk- ið” hefðu þeir fengiö 20.000 doll- ara (3,2 millj. isl. skv. núgildandi gengi). Það fé kom úr sjóöum sambands námamanna. Tveir synir Yablonskis, sem báöir eru lögfræðingar, sögðu að morðingjarnir hefðu verið at- vinnumorðingjar. Er fréttin um morðin spurðist út söfnuðust þús- undir námaverkamanna saman og mótmæltu þeim. Þremur vikum áður en morðin voru framin hafði Yablonski tap- að i harðri baráttu gegn Boyle. Kosningaúrslitin voru siðar rann- sökuð af sambandsdómstól og kosningarnar dæmdar ólöglegar vegna meintra kosningasvika. Nýjar kosningar fóru fram — og þá tapaði Boyle fyrir Arnold Miller. Boyle hefur verið i fangelsi sið- an i desember 1973. Afplánar hann þriggja ára dóm fyrir mis- notkun á fé samtakanna. Þre- falda lifstiðarfangelsið hefst er hann hefur afplánað þann dóm. Var Aslákur eyrnalangi mesta kyntákn sögunnar? Læknir i Manchester i Englandi hefur hvatt til þess, að rannsókn verði gerð á eyrum karlmanna. Með þvi vill hann ákvarða áhrif eyrnanna á framgang karla á kynferðissviðinu. Læknirinn, Ivor Flestein, skrif- aði um þetta grein i læknatima- ritið „Púlsinn”. Sagði hann þar einnig, að áberandi eyru gætu haft i för með sér andlega eymd eða kynferöislega uppljómun. „Oddhvöss og vel löguð eyru eru tákn undirmeðvitundarinnar um kynþrótt karla,” skrifaði Flestein læknir. Fléttamenn í Thaílandi sendir heim Allir flóttamenn frá Kambódiu, Laos og Suöur-VIetnam veröa sendir heim frá Thallandi eftir aö stjórnin I Bangkok hefur komizt aö sam- komulagi viö hlutaöeigandi ríkisstjórnir um öryggi flóttamannanna. Utanrlkisráðherra Thailands, Chatichai Choonhavan, skýröi frá þessu I gærkvöldi eftir fund mcö Sadruddin Aga Khan prins, formanni flóttamannahjálpar Sameinuöu þjóöanna. Sagöi utanrlkisráöherrann þaö stefnu stjórnar sinnar aö láta flóttamennina dveljast I landinu eins stutt og hægt væri. Prinsinn kom til Thaílands til aö kynna sér flóttamannavandamálið þar af eigin raun. Skoöaöi hann m.a. flóttamannabúðir, þar sem nú eru um 50.000 flóttamenn. Þar af eru 30 þúsund frá Laos, rúmlega 10 þús- und frá Kambódiu og 1000—2000 frá Vietnam. Þeir hafa verið i Thal- landi slðan i aprll. Rómeó og Júlía Ungt par í Rómaborg hélt aö þau væru Rómeó og Júlía. Þau fengu ekki að eigast og flýðu. í líkvagni. Lögregla borgarinnar skýrði svo frá, að 35 ára gamall grafari, Mario Mansio, hefði tekið líkbíl traustataki, fjarlægt úr honum líkkisturennuna og komið fyrir stóru rúmi. Rúmið var ætlað ástmey hans, 17 ára gamalli stúlku. Lögreglan vildi ekki skýra frá nafni henn- ar að öðru leyti en því að hún væri venjulega kölluð Patrizia S. Foreldrar hennar settu sig upp á móti ráðahagnum. Eftir að Mario var búinn að koma Patriziu þægiiega fyrir í rúminu stóra hélt hann af stað. Eftir 65 kíló- metra akstur stöðvaði um- ferðarlögreglan hann. Rómeó og Júlía nútim- ans voru skilin i sundur. Hún var send heim og hann i fangelsi, gefið að sök að hafa stolið ökuskírteini.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.