Dagblaðið - 18.09.1975, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 18.09.1975, Blaðsíða 20
r Sex bilar lentu I áTekstri IFossvoginum I morgun. Slys uröu engin á fólki, en tjóniö er töluvert. DB-mynd: Bjarnleifur. — Kringlumýrarbrautin nœr lokaðist Eflaust hafa allmargir Kópa- vogs- og Hafnarfjarðarbúar oröið nokkuð seinir til vinnu sinnar i morgun vegna gifur- legra tafa, sem urðu á Kringlu- mýrarbrautinni rétt fyrir kl. átta i morgun. Orsakir þessara tafa voru þær, að sex bilar lentu i árekstri skammt frá Nesti. Þessi árekstur varð á „rush hour”,mesta umferðaranna- timanum, og myndaðist löng bilalest, sem um tima náði frá Nesti, og alla leið upp i miðbæ Köpavogs. Orsakir þessa slyss.voru þær, að Toyotabill, sem varð að stoppa vegna umferðarþunga, fékk annan aftan á sig. Skömmu síðar kom svo Saab-bifreið að- vffandi og ýtti á undan sér þremur bilum og sló öllu saman i eina stóra halarófu. Að sögn lögreglunnar urðu öftustu bilarnir urðu verst úti. DB-mynd: Bjarnleifur. engin slys á fólki, en tjón á bil- um varð töluvert. —AT- MINNSTIISLENDINGURINN ER 1600 GRÖMM — ófullburða barn sótt í þyrlu Slysavarnafélagið var beðið aðstoðar i gærkvöldi, er ná þurfti i hvitvoðung, sem fæðzt hafði nokkuð löngu fyrir timann á Akranesi. Fengin var þyrla frá varnarliðinu til flugsins þar sem aðrar vélar voru ekki til- tækar. Á flugbrautinni á Akranesi er engin lýsing og fóru þvi félagar i slysavarna- deildinni á bilum sinum út á völl og lýstu upp og leiðbeindu flug- manninum einnig með blysum við lendinguna. Barnið var flutt á Landspitalann og var i öruggum höndum hjúkrunarkvenna á leiðinni. Reyndist það 1600 grömm að þyngd og virtist i morgun — ófullburða barn sótt í þyrlu ó Akranes og flutt i Landspítalann standa sig vel i lifs- baráttunni. —A.St. Hvers vegna svo margir komu of seint í vinnu í morgun: SEX í EINNI BENDU Holiday Magic: ÓSKAÐ EFTIR RANNSÓKN Á VIÐSKIPTAHÁTTUM • • r FJOLDISKOLABARNA Félag snyrtivörukaupmanna 1 Reykjavik og nágrenni hefur skrifað bæjarfógetunum á Akranesi, Kópavogi og Hafnar- firði og óskað eftir rannsókn á verzlunarháttum þeirra aðila, sem hafa með höndum sölu á snyrtivörum utan verzlana. Eru snyrtivörur „Holiday Magic” og „Oriflame” nefndar i þvi sambandi. Magnús Finnsson, fram- kvæmdastjóri Kaupmanna- samtakanna sagði i viðtali við DAGBLAÐIÐ, að auk þessara og fleiri aðgerða hefði sérfélag snyrtivörukaupmanna boðað almennan félagsfund næst- komandi þriðjudag út af þessum málum. —BS— Missti tennur og skarst illa Var skilríkjalaus ein ó ferð Ung stúlka varð fyrir bifreið á Suðurlandsbraut laust fyrir kl. 11 I gærkvöldi rétt vestan Holtaveg- ar. Stúlkan var ein á ferð og gekk á malbiksbrúninni. Fólksbifreiðin er á hana ók var á vesturleið. Skyggni var mjög slæmt, umferð á móti og segist bilstjórinn ekki hafa séð til ferða stúlkunnar, sem var dökkklædd, fyrr en rétt i þann mund er slysið varð. Rannsóknarlögreglan telur að stúlkan hafi ekki hlotið mikil ■neiðsl við sjálft höggið frá biln ím, þvi bifreiðarstj. tókst á slðustu stund að sveigja svo frá, að stúlkan lenti ekki framan á bilnum. En hún skall hastarlega i götuna og brotnuðu þá tennur hennar, og hún mun kjálka- eða kinnbeinsbrotin. Auk þess hlaut hún mikinn skurð á hnakka og blæddi mikið og leit þvi slysið illa út á slysstað. Stúlkan komst ekki til meðvitundar fyrr en langt var liðið á nótt, en svaf vært i morgun að sögn lögreglunnar. Ekki hefur enn verið hægt að yfirheyra stúlkuna, en talið var að hún hef ði verið á leið að eða frá Sigtúni. Hún var skilrikjalaus og olli það lögreglunni erfiðleikum aö tilkynna aðstandendum um slysið. Bifreiðarstjórinn ber að ,hann hafi séð mjög illa framund- /an vegna umferðar á móti og slæmra akstursskilyrða. —A.St. ER VANNÆRÐUR — segja skólalœknar „Fjöldi skólabarna i Reykja- vik er vannærður”, segja skóla- læknar. Undanfarið hefur nesti skólabarna verið til umræðu. I þvi sambandi hefur Heilsu- verndarstöð Reykjavikur gefið út leiðbeiningar til foreldra og forráðamanna skólabarna varðandi nesti. Meðal annars, sem fram kemur i þeim leiðbeiningum, er eftirfarandi: Samkvæmt upp- lýsingum skólalækna, má telja vist, að næringu skólabarna sé mjög ábótavant og alltof mörg gætu talizt beinlinis vannærö. Ástæðurnar fyrir þessu alvar- lega ástandi eru taldar einkum þær, aö börnin fái of litiö járn, sem leiðir til bióðleysis. Þá er sagt, aö þau fái of mikinn sykur, sem valdi tannskemmdum og sé ein aðalorsök offitu. Þá er þess getiö, að börn fái of margar hitaeiningar. „Almennt má segja, aðmataræði þeirra sé of einhæft, og uppistaða fjöl- margra mestan hluta dagsins ersælgætiog gosdrykkir,” segir i áðurgreindu erindi til foreldra og forráðamanna skólabarna. Alllof algengt er, að börn borði ekki, áður en þau fara i skóla, sérstaklega á morgnana, og fái jafnvel ekki heldur al- mennilega máltið i hádeginu, og er alls ekki fullnægjandi að fá eina máltið á dag. Loks má geta þess, aö i erind- inu er sagt, að hætta sé á þvi, að börn, sem fari fastandi i skóla aö morgni fái blóðsykurslækk- un, sem geri þau sljó og þrótt- laus til iikamlegra og andlegra starfa. Erindi þessu fylgja marghátt- aöar leiöbeiningar til foreldra um, hvernig snúast skuli gegn þessu ófremdarástandi, sem er á næringar- og lifsháttum fjölda barna mitt i allri velferðinni. —BS- frjálst, úháð daghlad Fimmtudagur 18. september 1975. Ekki á því að fara á spítala eftir slys: VAR MEÐ INNVORTIS BLÆÐINGAR Hann var ekki á þvi að fara á Slysadeildina maðurinn. sem slasaðist i allhörðum á- rekstri á gatnamótum Soga- vegar og Réttarholtsvegar laust fyrir klukkan sex i gær- kvöld. En að lokum lét hann undan fortölum lögreglunnar og lét rannsaka sig. Þá kom i ljós, að hann hafði miklar innvortis blæðingar og var þegar i stað lagður inn á gjörgæzludeild Borgarspitalans. Lögreglan dró enga dul á, að ef þeirhefðu sleppt manninum heim, hefði hann varla lifað af nóttina. —AT— LÖGGAN Á EFTIR SAUÐFÉNU Það er ekki mannfólkið, sem þessa dagana angrar lög- regluna i Árbæjarhverfi mest, heldur sauðféð. Það er árvisst, að þegarþessiérstimi gengur I garð, leitar féð niður undir byggð og jafnvel inn I garða. Lögreglan sér um að láta smala Reykjavikurborgar vita og verða lögreglumenn stundum sjálfir að hlaupa undir bagga með þeim við að stugga fénu aftur i átt til fjalla. Þær eru vist ekki marg- ar höfuðborgirnar, sem geta státað af jafn nánu sambýli við frjálst sveitalifið og Reykjavik. -A. St. STAL 10 RAKSPÍRA- GLÖSUM Á SALERNI HÓTEL SÖGU Tiu glös af rakspira hurfu úr geymsluskáp salernisvarðar inn af Súlnasal Hótel Sögu i gærmorgun. Var lögreglunni tilkynnt um innbrot i skápinn kl. 11.40 og reyndist málið allt hið dularfvllsta. Skápur salernisvarðarins var brotinn upp og þaðan hurfu rakspiraglösin tiu. í kjallara hótelsins var brotist inn i nokkra skápa á kvennasalerni en þaðan er einskis saknað. Engin merki eru um innbrot i hótelbygginguna, en hvorki Súlnasalurinn né salernin i kjallara munu lokuð á þessum tima, og eftir öllum sólar- merkjum að dæma virðist sá þorstláti, sem hér hefur verið á ferð, hafa vitað hvar helzt væri fanga að leita, þó hann slægi vindhögg á kvennasal- erninu. — A.St.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.