Dagblaðið - 23.09.1975, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 23.09.1975, Blaðsíða 6
Dagblaöið. Þriðjudagur 23. september 1975. 6 Bandarískt lagafrumvarp um innfíutningsbann á fískafurðum Bandariskur öldunga- deildarþingmaður bar i gær fram frumvarp á þingi, sem felur i sér, að bannaður yrði innflutn- ingur til USA á fiskaf- urðum allra landa, sem ekki leyfa Bandarikjun- um að stunda veiðar i lögsögu þeirra. Það var þingmaðurinn Lloyd Bentsen, sem lagði frumvarpið fram á þingi. Var það i formi viðbótartillögu við frumvarpið um útfærslu bandarisku fiskveiðilög- sögunnar i 200 milur. Bandariska land- helgisfrumvarpið gerir þó ráð fyrir, að erlend fiskiskip fái að veiða i lögsögu USA, en sam- kvæmt bandariskum reglum. Tillaga Bentsens er nú til umfjöllunar i við- skiptanefnd öldunga- deildarinnar. Gateshead á England • v: Faðir kyrktu stúlknanna fundinn Faðir stiilknanna tveggja, sem fundust látnar i rúmum sinum i Gateshead i Englandi fyrir helgi, fannst i gær. Sat hann einn úti á akri og las i blaði ekki langt frá þeim stað, er kona hans fannst látin i fyrradag. Að sögn lögreglunnar var faðir- inn mjög þreytulegur og þungt haldinn streitu þegar hann fannst. Greinilega hafði hann verið úti undir beru lofti allan timann, að sögn lögreglunnar. Hann veitti enga mótspyrnu og lögreglan segist ekki hafa ástæðu til að ætla, að hann hafi myrt dæt- ur sinar og eiginkonu. Talið er liklegra, að móðirin hafi stytt dætrum sinum aldur vegna vonsku heimsins. Ekki hef- ur verið skýrt frá dánarorsök móðurinnar. Friðarpostuli ísraels fœrði Egyptum blóm ísraleski friðarpostul- inn Abie Nathan kom flugleiðis til Tel Aviv i gærkvöldi eftir að hafa verið sendur úr landi i Egyptalandi. Þar reyndi hann að komast i land eftir að honum mistókst að sigla á friðarskipi sinu eftir Súez-skurði. Nathan, sem rekur út- varpsstöð i skipi sinu eins og sagt hefur verið frá i DB, taldi sig þó hafa náð töluverðum ár- angri i för sinni, þvi hann skildi 40.000 isra- elsk blóm — sem isra- elsk ungmenni fólu hon- um að koma til Egypta- lands — eftir á egypzkri jörð. Svipmynd úr fiskiplássi á austurströnd Bandarikjanna. Neyðumst við til að semja sérstaklega við Bandarikin — eða þarf ekki aö koma til þess? Sœnskur lœknir fínnur nýtt vopn gegn beinkrabba Sær.skur krabbameinslæknir, dr. Ulf Nilsonne, sagði i gær, að mögulega væri hægt að komast hjá þvi að aflima fólk með á- kveðið afbrigði beinkrabba. 1 staðinn mætti gefa fólki andvir- uska efnið „interferon”. Dr. Nilsonne er læknir við Karólinska sjúkrahúsið i Stokk- hólmi. Sagðist hann hafa gert tilraunir með interferon i 18 mánuði og hefðu sjö af sextán sjúklingum sýnt batamerki, sem rekja mætti til notkunar lyfsins. Interferon er unnið úr próteinkjarna i mannsblóði. Dr. Nilsonne sagði sig og koll- ega sina hafa veitt interferon- meðferðir daginn áður og sama dag og aðgerðir voru gerðar með áðurnefndum árangri: hægt var að fjarlægja meinið án þess að taka þyrfti af heila limi. Mjög litið magn af interferon er i hverjum manni og einangr- un þess geysilega dýr. Kaupa Sovétríkin „vínhaf" EBE? Franskur vellauðugur kommúnisti stendur i samningamakki við sovézk yfirvöld um sölu á umframbirgðum EBE á léttu vini. Um er að ræða sama vinið sem Frakkar og ítalir eru að steypa sér út i viðskipta- strið út af. Jean-Baptiste Doumeng heitir maður- inn og er sextugur bóndi og kaupsýslumaður. Hann reynir nú að losa EBE við ,,vinhafið” á sama hátt og honum tókst að selja Sovétrikj- unum „smjörfjall” Efnahagsbandalagsins fyrir tveimur árum. „Sovétrikin eru reiðu- búin að kaupa mikið magn af góðu rauð- og hvitvini frá Frakklandi, ítaliu og öðrum Efna- hagsbandalagslönd- Finnska móðirin horfín Finnska stúlkan, sem flækt er i lagalegar deilur á Italiu um forráð finnsk-italsks sonar hennarogskýrt hefur verið frá i DB, er horfin frá hóteli sfnu i Rómaborg. Hefur hún ekki sézt þar siðan á laugardag. Hvorki lögfræðingar stúlk- unnar né finnska sendiráðið hafa orðið nokkurs visari um af- drif hennar. Um tima var álitið. að itölsku kvenréttindasamtök- in hefðu komizt i málið, en tals- maður samtakanna neitaði þvi i Róm i gærkvöldi. Stúlkan, Linnea Jarriúen, átti aðkoma fyrir rétt á Sikiley eftir hálfan mánuð. Faðir barnsins er sikileyskur sjómaðurog hafði hann farið með barnið frá Finn- landi i sumar, að eigin sögn i ,,fri”. Þegar þangað kom lét hann hins vegar skrá son sinn sem italskan rikisborgara. Samkvæmt nýjum itölskum lögum, sem gengu i gildi sl. laugardag, ber báðum foreldr- um að bera ábyrgð á börnum sinum . Áður fyrr voru börn undantekningarlaust ábyrgð föður. Er þetta talið geta orðið Linneu til mikillar hjálpar — en nú er hún horfin. um,” sagði helzti að- stoðarmaður Doumengs i Paris i gærkvöldi. Bætti hann þvi við, að ef úr sölunni yrði, þá væri um að ræða 2 milljónir hektólitra af vini. Sagði hann ennfremur, að hann væri bjartsýnn á að af kaupunum yrði, ,,en útflutningsstyrkir Efnahagsbandalagsins eru enn of lágir,” sagði hann. Bréznef flokksleiðtogi bragðar vfnið góða og hyggst nú kaupa drjúgar birgöir. MÁLFLUTNINGUR 20. OKT. Yfirréttur i New Jersey ákvað Quinlan hefur verið meðvit- i gær, að málflutningur i málinu undarlaus i 5 mánuði, kemur um álramhaldandi tilraunir til aldrei til meðvitundar og hefur að lialda Karen Ann Quinlau á hlotið miklar heilaskemmdir. lifi, skyldi hefjast 20. október.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.