Dagblaðið - 23.09.1975, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 23.09.1975, Blaðsíða 8
8 Dagblaðið. Þriðjudagur 23. september 1975. BMBUUIIÐ frfálst, úháð dagblað Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvæmdastjöri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason iþróttir: Hallur Simonarson Hönnun: Jóhannes Reykdal Biaðamenn: Asgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bolli Héðinsson,, Bragi Sigurðsson, Hallur Hallsson, ómar Valdimarsson. llandrit: Asgrimur Pálsson, Inga Guðmannsdóttir, Maria Ólafs- dóttir. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson Auglýsingastjóri: Asgeir Hannes Eiriksson Dreifíngarstjóri: Már E.M. Halldórsson Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. t lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Frestum gildistöku íslenzk stjórnvöld verða að hafa það að leiðarljósi i 200 milna land- helgissamningum við riki Efna- hagsbandalagsins, að þeir samn- ingar taki ekki gildi, fyrr en Efna- hagsbandalagið afléttir refsiað- gerðum gegn landhelgisstefnu okk- ar. Segja má, að við höfum látið leika á okkur i samningunum við Breta og Belga um undanþág- urnar frá 50 milna landhelginni. Þá virtist það koma stjómvöldum okkar á óvart, að Bretar og Belgar skyldu ekki sjá til þess, að refsiaðgerðum Efnahagsbandalagsins yrði aflétt. Þessar refsiaðgerðir hafa þegar valdið okkur miklu tjóni og eiga eftir að gera það. Þær fela það i sér, að umsamdar tollaundanþágur á islenzkum fiskafurðum i löndum Efnahagsbandalagsins taka ekki gildi, fyrr en friður rikir i landhelgis- málum okkar. Þegar Vestur-Þjóðverjar voru einir eftir i 50 milna samningunum, notfærðu þeir sér þetta til hins ýtrasta. Þeir vissu það, sem okkar samn- ingamenn virtust ekki átta sig fyllilega á, að refsitollum Efnahagsbandalagsins gagnvart okk- ur yrði ekki aflétt, fyrr en samið yrði við þá um undanþágur. Fyrir bragðið voru þeir hinir hörðust i viðræð- unum við okkur. Vafalaust hafa þeir talið, að af- létting refsitollanna yrði nægileg freisting fyrir okkur til að gefast upp i undanþáguviðræðunum við þá. Svo reyndist þó ekki vera og hefur enn ekki verið samið við þá um 50 milurnar. Framkoma Vestur-Þjóðverja upp á siðkastið getur bent til þess, að þeir ætli að leika sama leik- inn i þetta sinn. Þeir ætli að þvælast fyrir, meðan við enim að semja við Belga og Breta, og veifa siðan refsitollum Efnahagsbandalagsins framan i okkur til að ná hagstæðari samningum fyrir sig. Við þurfum ekki að kvarta undan Belgum i landhelgissamningum. Siðast gekk greiðlega að semja við þá og allt bendir til þess, að svo verði einnig i þetta sinn. Það gæti þvi verið freistandi að semja viðþá til að sýna, að erlent riki hafi við- urkennt 200 milna fiskveiðilögsöguna. En málið er ekki svona einfalt. Svo virðist sem Efnahagsbandalagið liti svo á, að aflétting refsi- tolla á islenzkum fiskafurðum sé háð þvi, að við séum búnir að ná samkomulagi við öll þau riki bandalagsins, sem hafa hagsmuna að gæta á ís- landsmiðum. Þetta er reglan: Allir fyrir einn og einn fyrir alla. Þar með þurfum við að beita sömu reglu gagn- vart rikjum Efnahagsbandalagsins. Samningar um 200 milna fiskveiðilögsöguna mega ekki taka gildi gagnvart neinu riki þess, fyrr en bandalagið sjálft afléttir refsitollunum. Belgar verða að skilja, að við álitum þá samá- byrga i andstöðu Efnahagsbandalagsins gagn- vart okkur og að samningar við þá eina eru næsta gagnslitlir, meðan refsistefna bandalagsins er i fullu gildi. /■ Portúgolska t bakgrunni þeirra pólitisku storma, sem geisa um Portúgal — þar sem sjötta rikisstjórnin á tæplega hálfu öðru ári er að taka við völdum — vinna 250 menn baki brotnu i Sao Bento- höllinni. Þeir eru undir tima- pressu. Þeim er ætlað að búa til nýja stjórnarskrá handa portú- gölsku þjóðinni. Þetta er portUgalska þingiö. Sex flokkar eiga þar fulltrUa og Götumynd frá Lissabon skömmu fyrir kosningarnar þar i landi 25. april i vor. þeir hafa fengið frest þangað til i byrjun desember til að ljUka ætlunarverkinu. Vinnan hefur staðið yfir siðan i april, eftir kosningarnar til þessa sérstaka stjórnarskrárþings. Enn er verkið ekki hálfnað og fyrir liggur að ræða ýms mjög umdeilanleg atriði. Stjórnarskrárþingið, sem gæti sett ákveðið fordæmi fyrir valdameira þing, er taka á við snemma á næsta ári, er að meirihluta skipað sósialistum. Þeir eru alls 116. Næststærsti flokkurinn er vinstri miðflokk- urinn PPD, sem á 81 fulltrUa og þar á eftir koma hinir 30 fulltrU- ar kommUnista. Þeir eru sagðir heldur skrópsamir á þinginu. Afgang þingsætanna skipa hægri miðflokksmenn (16), portUgalska lýðræðisfylkingin (5), sem er i nánu sambandi við kommUnistana, og hvor fulltrU- inn fyrir sig frá vinstriflokknum UPD og hjáleigunni Macao. Heföbundinn svipur Þrátt fyrir timaþröngina, sem þingið er i, er andrUmsloft- ið i Sao Bento mjög i stil við þing annars staðar i heiminum. Engum virðist liggja sérstak- lega á. FulltrUar eru á skyrt- unni, reykja mikið og hella sér hver yfir annan i „sönnum þing- anda”, eins og segir i grein frá Reuter. 1 göngum og skotum spjalla menn i bróðerni um það, sem efst er á baugi. Þingið kemur aðeins saman á milli kl. 15 og 20 fjóra daga vik- r A Islaridi bUa rUmlega 200 þUsund manns, þar af rUmlega helmingur á Stór-Reykjavikur- svæðinu. Allt þarf þetta fólk að kaupa mat, drykk og aðrar nauðsynjar i verzlunum, eins og annars staðar i heiminum. Og eins og annars staðar i heimin- um vinna íslendingar margs konar störf og eru bundnir þeim áýmsum timum sólarhringsins. Það er öfugþróun, sem hvergi viðgengst, nema á tslandi, að ætla öllu fólki að gera verzlun sina og viðskipti eingöngu fimm daga vikunnar, á ti'mabilinu frá kl. 9-6. Slik þjónusta er ekki einasta ófullnægjandi, — hUn er smán og svik við neytendur, sem illU heilli lfta á hvers kyns höft og bönn sem sjálfsagða hluti, ná- tengda eldgosum, illviðri og óðaverðbólgu. Óþurft og óhugnaður Það leikur varla á tveim tung- um, að þótt launþegum i verzlunarmannastétt sé tima- bundinn akkur i þvi að þurfa ekki að vinna i verzlunum á laugardögum er laugardagslok- un verzlana eitt hið mesta ó- þurftarverk sem framkvæmt hefur verið gagnvart neytend- um i seinni ti'ð. En hverjum er um að kenna? Neytendum sjálfum, hinum al- menna borgara, sem hefur sjálfur staðið i fararbroddi samtakanna ,,Stytting vinnu- timans”. „Þvi á starfsfólk I verzlunum ekki að eiga fri á laugardögum eins og aðrir?”, er algeng upphrópun þeirra, sem fremstir eru i „samtökun- um”, en kvarta svo sáran yfir þvi þjónustuleysi að geta ekki fengið afgreiddar lifsnauðsynj- ar að loknum föstudegi. Afgreiðslustörf i verzlunum eru þjónustustörf, og eru sU teg- und þjónustu, sem reikna verð- ur með að fyrir hendi sé á þétt- býlissvæðum, þar eð vitað er að ekki geta allir fallið i þann ramma að geta notfært sér hinn takmarkaða tima, sem verzlan- ir eru nU opnar, og sem þröng- sýnog stöðnuð verkalýðsforysta skammtar. LOKAÐ A LAUGARDÖGU Það er óhugnanlegt að þurfa að sætta sig við, að heilu ibUa- hverfin i Reykjavik bjóða upp á þá þjónustu eina, tvo daga vik- unnar, að rétta fólki nauðsynja- vöru, svo sem kaffi, eldspýtur o.fl. Ut um lUgu, þar sem fólk má láta sér lynda að norpa Uti i kalsaveðri og rigningu meðan beðið er eftir afgreiðslu. 1 þeim ráðvillta hópi, sem verður að þola þessa meðf., sjást jafnvel verkalýðsforkólfar og aðilar er mest kapp hafa lagt á að ýta undir þjónustuleysi við neytend- ur á borð við það, sem hér er rætt um. Og utan við lUguopin má oftar en ekki heyra hressi- lega bölvað þvi fyrirkomulagi sem lUgUverzlun er. En lang- lundargeðið er landlægt hjá þjóðinni, og áfram skal þraukað en ekki kvartað, siztaf öllu und- an ániðslu verkalýðsforkólf- anna, — þeir „skaffa kaupið”! Þetta ófremdarástand hér á Reykjavikursvæðinu hefur nU vakið reiði margra, og fólk áttar sig seint á þvi, að öll innkaup , fyrir helgina þurfi að gera á föstudögum. Auk þess eru ekki öll heimili þannig UtbUin, að þau geti komið þeim matvælum i geymslur heima fyrir, sem nota þarf til tveggja daga, jafnvel þótt frystikistur séu orðin al- geng heimilistæki. Og i frystikistúm geymast ekki öll matvæli, né þau, sem nota á innan skamms tima. Það er t.d. enginn smáskammtur af mjólk, sem fimm- til sexmanna fjölskylda, eða þaðan af stærri, þarf til tveggja til þriggja daga, þ.e. föstudagskvöld, laugardag, sunnudag og mánudagsmorgun, áður en verzlanir eru opnaðar. — Laugardagarnir hafa sannar- lega orðið mörgum þungur róð- ur, en vei þeim, sem hafa Geir R. Andersen gleymt ákvæðum launþegasam- takanna um lokun verzlana á laugardögum. Tveir ólikir heimar Þótt leitað væri til nálægra landa, er ekki að finna dæmi þess að ibUasvæði, þar sem býr á annað hundrað þUsund manns, eins og Stór-Reykjavikursvæð- ið, hafi lokað fyrir alla verzlun- arþjónustu á laugardöum og sunnudögum. Vi'ðast hvar i Evrópu, að ekki sé minnzt á Bandarikin, eru verzlanir opnar til kl. 6 eða 7 á laugardögum, i mörgum lönd- um allar verzlanir, en i öllum tilfellum matvöruverzlanir. íbUahverfum margra borga eru

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.