Dagblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 1
RITSTJÓRN SÍÐUMtJLA 12, SÍMI 83322, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2, SÍMI 27022. Hvernig yrði verkfall opinberra starfsmanna? SUMIR LOGREGLUÞJONAR MUNDU FARA í VERKFALL, AÐRIR EKKI „Það er mín skoðun, að kæmi til verkfalls, mundu sumir lög- regluþjónar til dæmis fara í verkfall en aðrir hafðir áfram við störf,” sagði Kristján Thorlacíus, formaður Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja, í morgun. Svipuðu gegnir um hjúkrunarfólk og fleira. Níu manna nefnd á, í verkfalli, að úrskurða hvaða einstaklingar skuli vinna áfram til að halda uppi nauðsynlegri öryggis- þjónustu og heilsugæzlu. í nefndinni verða 3 fulltrúar frá BSRB 3 kosnir af fjármála- ráðherra, 2 kosnir af Alþingi og 1 af Hæstarétti. Þá eru for- stjórar og staðgenglar þeirra, svo og dómarar og nokkrir fleiri einstaklingar undanþegn- ir í verkfalli. Kristján sagði, að opinberir starfsmenn hefðu náð miklum árangri með því að fá verkfalls- rétt viðurkenndan. Það hefði fyrst og fremst náðst fram vegna samstöðu opinberræ starfsmanna að þessu sinni. Opinberir starfsmenn geta beitt verkfallsrétti í fyrsta sinn 1. júlí 1977. í samkomulagi fjár- málaráðherra og BSRB segir, að verkfallsréttur sé bundinn við gerð aðalkjarasamnings, sem heildarsamtökin geri. Ein- stök aðildarfélög BSRB hafa ekki heimild til verkfalls hvert fyrir sig. Komi til verkfalls, verður sáttanefnd að leggja fram sáttatillögu. Verkfall verður því aðeins að sáttatill- aga hafi verið felld í allsherjar- atkvæðagreiðslu sem 50% félagsmanna hafi tekið þátt í og 'til að fella hana þarf 50% at- kvæða þeirra, sem þátt taka í atkvæðagreiðslu. -hh. Erfitt er aö etja kappi viA kalda sjávardrífu á Islandsmiðum. Arekstrar viö skuttogara eins og Konnski stœrsta tjónið? Baldur gera illt verra, — þá eyðileggst barinn og myndir af höf Aingjum renna í sjó fram. BARINN SKEMMDIST, 0G MYND AF FILIPPUSI FÓR í SJÓINN Arinn og bar brezku freigátunnar Diomede skemmdust í ásiglingunni á, Baldur, að sögn skipstjóra frei- gátunnar í gær. Diomede er komin til Rosyth í Skotlandi til viðgerða. Robert Queen skipstjóri sagði að sveit hjúkrunarmanna, sem hefðu verið viðbúnir, ef slys yrðu, hefði hafzt við í þessu herbergi. Þeir hefðu séð arininn lyftast og ,,koma í átt til sín.” „Okkur tókst að bjargá mynd af hennar hátign, drottningunni, en mynd af Filippusi prinsi eyðilagðist,” sagði skipstjórinn. Sautján ára bryti, Paul King, segist hafa stungið sér inn um litla lúgu inn í eldhús, þegar bresturinn varð. Freigátan Bacchante fór í gær inn fyrir 4ra mílna land- helgi, sem er brot á alþjóða- lögum, hvað sem öllu líður um annan ágreining í landhelgismálinu. -HH. Ágreiningur um róðningu bœjarstjóra i Eyjum: TVEIR SJÁLFSTÆÐISMENN YFIR TIL VINSTRIMANNA Nú er í raun komin upp sú staða í bæjarstjórn Vestmanna- eyjabæjar að meirihluti fjög- urra sjálfstæðismanna og eins framsóknarmanns er brostinn og nýr meirihluti orðinn til, byggður upp af tveim sjálf- stæðismönnum, einum fram- sóknarmanni, tveim krötum, einum frjálslyndum og einum Alþýðubandalagsmanni. 1 minnihluta eru þá aðeins tveir sjálfstæðismenn. Forsaga málsins cr að vinstri mennirnir og tvcir sjálfstæðis- mannanna vildu Pál Zóphonías- son bæjartæknifræðing sem bæjarstjóra en hinir sjálf- stæðismennirnir tveir voru á móti því, og á fulltrúaráðsfundi sjálfstæðismanna fyrir skömmu gagnrýndi fulltrúa- ráðið afstöðu þeirra tveggja sem Pál studdu. Það leiddi af sér að þeir lýstu yfir á fundin- um að þeir myndu ekki framar sækja fulltrúaráðsfundi flokks- ins og gætu ekki tekið þátt í óábyrgri stefnu flokksins í bæjarmálum. Jafnframt sögðu þeir af sér sem bæjarstjórnar- fulltrúar, en bæjarstjórn ein getur leyst þá frá störfum. I gærkvöldi var svo haldinn fundur á skrifstefu bæjar- stjóra, og beið fjöldi manns fyrir utan eftir úrslitum. Þar voru greidd atkvæði um lausnarbeiðnir sjálfstæðis- mannanna tveggja og fóru þau á þann veg að vinstri mennirnir fimm greiddu atkvæði gegn af- sögn þeirra, þeir sjálfir sátu hjá og einnig hinir tveirsjálfstæðis- mennirnir, sem nú eru raun- verulegur minnihluti bæjar- stjórnar eftir fundinn. Vinstri menn gerðu bókun þar sem m.a. segir að bæjarfulltrúar beri fyrst og fremst ábyrgð gagnvart kjósendum sínum og séu því ekki skuldbundnir til að hlíta fyrirmælum viðkom- andi flokks, ef það stríði gegn samvizku þeirra. Því telji þeir það ólýðræðislegt og óþolandi fyrir bæjarstjórn og bæjarbúa almennt að kjörnir bæjarfull- trúar séu hraktir úr starfi af ábyrgðarlausum einstaklingum og pölitískum klíkum. Hinir sjálfstæðismennirnir tveir létu bóka mótmæli við að verið væri að hrekja mennina úr starfi. Sigurður Jónsson, annar sjálfstæðismannanna sem ekki vildi dansa eftir nótum full- trúaráðsins, sagði í viðtali við DB í morgun að enn hefðu ekki átt sér stað neinar formlegar umræður um myndun nýs meirihluta, enda var fundinum lokið seint í gærkvöldi. Hann sagði einnig að ekki væri i bí- gerð að stofna nýjan flokk, hann styddi áfram Sjálfstæðis- flokkinn og stefnu hans í lands- málum, ágreiningurinn væri einungis um stefnu í bæjar- málum Vestmannaevjabæjar. —G.S. Fékk 35 þúsund volt gegnum sig, lifði — bls. 9 Kjördœmin keppa: „Húrtoganir", — segir Pétur Gautur um skýringar Helga Skúla Kjartanssonar — bls. 8 BYGGT YFIR „BLIKKBEUUNA" — verður mörgum ofviða, sem eru að byggja yfir sig og sína - bls. 9 Hundalíf í Hveragerði — bls. 9

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.