Dagblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1976. Deilan við Sigöldu Hver ber annan þungum sökum Júgóslavarnir við Sigölduvirkjun bera sig illa undan viðskiptum við forystumenn verkalýðsfélaga í Rangárvallasýslu. Þeir hafa skrifað Vinnuveitendasam- bandinu, stjórn Lands- virkjunar og fleiri aðilum bréf, þar sem þeir segjast hafa tapað milljónum króna á skyndilegri vinnustöðvun járnabindingar- manna í síðustu viku. Júgóslavar segjast hafa beðið eftir bréfi frá Sigurði Oskars- syni þar sem hann gerði grein fyrir afstöðu verkalýðs- félaganna, að því er tekur til kjara járnabindingarmanna, en ekki fengið. Þeir segja í bréfinu að Jón Snorri Þorleifs- son, formaður Trésmíða- félagsins hafi fyrir hönd starfs- manna fallizt á að járna- bindingarmenn fengju laun samkvæmt lægri töxtum í bili en gætu gert kröfur um hærri taxta síðar. Júgóslavar telja að verkalýðsforystan hafi látið fresta samningafundi, sem vera átti 25. marz, en Sigurður Öskarsson hefur sagt í viðtali við Dagblaðið að Júgóslavar hafi látið fresta þessum fundi. I deilunni stendur staðhæfing gegn staðhæfinguog menn eru reiðir. Þá segja Júgósiavar í bréfi sínu að Sigurður hafi „komið aftan að þeim" með skyndilegri vinnustöðvun eftir kvöldmat 24. marz. Pétur Pétursson, starfs- mannastjóri við Sigöldu sagði í viðtali við Dagblaðið í gær að hann mótmælti þeirri ákæru Sigurðar Öskarssonar, sem fram kom í Dagblaðinu að Júgóslavar færu ekki að lögum. Samningi við járnabindingar menn hefði verið sagt upp 26. október svo að samningar væru ómögulega í gildi. Verið væri að vinna að því að finna nýtt bónuskerfi fyrir þessa menn. Verktakinn hefði talið að járna- bindingarmenn hefðu fallizt á að fá veramannakaup á meðan. Þessari staðhæfingu Péturs hafa verkamenn mótmælt. -HH. Austurbæjarbíó: Ma;ne ★ ★★ 112 mín., bandarísk, gerð 1974, Technicoior, Panavision. Leikstjóri: Gene Saks. Patrick Dennis missir föður sinn og er sendur til Mame föðursystur sinnar þar sem hann á að búa. Hún er efnuó og vill að allir vinir sínir njóti þess með henni. Patrick litli er sendur i skóla hjá manni sem hefur mjög frjálslegar hugmyndir um það hvernig veita eigi unglingum menntun. En Babcock, sem hefur umsjón með arfi drengsins, tekur hann frá Mame og setur hann í afturhaldssaman skóla. Fellur Mame þetta mjög þungt og um svipað leyti verður hrunið mikla i kauphöllinni og hún og margir aðrir verða öreigar. En það er þó bót í máli að Patrick strýkur úr skólanum og snýr aftur til hennar. Mame fær vinnu í stórverslun og þar SKEMMTILEG MYND, - OG FÖT FYRIR 60 MILLJÓNIR kynnist hún vel efnuðum Suðurríkjamanni sem hún giftist. En hann verður ekki mjög langlifur svo að Mame verður efnuð ekkja. Þegar Patrick er orðinn fullorðinn maður kynnist hann Gloríu Upson og vill kvænast henni. Mamí líst ekki meira en svo á ráðahaginn þar sem Gloría og foreldrar hennar eru geysilega snobbuð. Hún sýnir Patrick fram á þetta og ráðahagurinn fer forgörðum. Þegar svo Patrick hefur kvænst annarri sem Mame líst betur á og þau Mame og Suðurríkjamaðurinn Beauregard Jackson Pickett Burn- side sem hún giftist, ásamt systur hans. hjónin hafa eignast dreng, er hann auðvitað settur undir umsjá Mame. Mame er byggð á Broadway söngleik sem var svo aftur saminn upp úr ýmsum leikritum og kvikmyndum sem gerð vorú eftir metsölubók Patrick Dennis. Enda er ekki laust við að myndin sé hálfgerður hrærigrautur. Þrátt fyrir það og geysilegan íburð hafði ég þó töluvert gaman af myndinni því það er mikið að ske og manni þarf ekki að leiðast nema undir tveimur atriðum. Það er undir atriðinu eftir hina sprenghlægilegu refaveiði og svo atriðinu á eftir því. Þessi tvö atriði eru ansi langdregin þó svo að þau séu vel gerð. En það eru náttúrlega margir sem hafa gaman af fjölmennum dansatriðum og sungnum, væmnum og rómantískum ástaratriðum þar sem fólk kyssist ekki einu sinni. Fyrri hluti myndarinnar ber af hvað fjör snertir og mér þykir verst að geta ekki sýnt atriðið þar sem Mame er að sýna Patrick það markverðasta í New York. Þau fara meira að segja og sitja á kórónu frelsisstyttunnar. Lucille Ball er flestum kunn úr sjónvarpsþáttum þeim er sýndir voru með henni í íslenska sjónvarpinu á sínum tím. Það er ekki annað hægt en Hóstéttarblóðsuga Nýja bíó: Blóðsugusirkusinn (Vampire cirkus) ★ 75 mín. bresk, gerð 1971, litir frá Rank, breiðtjald. Loikstjóri: Robert Young. Vondi greifinn er drepinn og hann formælir drápurum sínum. Mörgum árum seinna kemur sirkus í borgina og er hann samansettur af blóðsuguhyski sem er að hefna dauða greifans og lífga hann við. Þetta er ein af þessum ótalmörgu fjöldaframleiðslu- myndum frá Hammer sem sérhæfa sig í gerð hryllings- mynda. Það versta er að hryllingurin'n verður að yfirgengilega hlægilegri gamanmynd sökum fáránleika myndarinnar. Að sjálfsögðu gerist myndin í einhverju ríki með balkönsku nafni, í þessu tilfelli Serbíu. Það er bara verst hvað nöfn fólksins í myndunum eru skrítin. Vondi greifinn heitir Mitterhouse, fyrri helmingur nafnsins er þýskur en seinni hlutinn, house, er enskur. Ætti það ekki að vera Mitterhaus? Einnig hefur mér oft orðið hugsað til þess af hverju aðalblóðsugan þarf alltaf að vera einhver aðalsmaður. Eru það einhver forréttindi aðalsmanna að fá að sjúga blóð? Það gæti verið nógu gaman að fá að fylgjast með bónda í Kamerún eða kúreka i Suður-Ameríku sem færi að leggjast á fólk eins og minkur í hænsnakofa. Einnig er gaman að sjá atriði sem eiga að ske í einhverju Balkanlandanna tekin í sama skógi og byrjunin í sjónvarpsþáttaseríunni um hann Dóminikk. Gömlu góðu burknarnir gera alltaf sitt gagn, fyrir nú utan það að vera ákaflega „fótógenískir.” Það er ymislegt af þessu taginu sem maður ígrundar þegar maður kemur út af Blóðsugu- sirkusnum og svo eru þarna tvíburar sem ættaðir úr Billy Smarts flogið. ög ekki nóg það, þeir taka farþega eru sjálfsagt fjölleikahúsi og þeir geta með líka. Sæti strákurinn revnir að bjarga sætu og gúðu stelpunni frá manninum úr lannkremsauglýsingunni. Þvílika lukku gætu þeir ekki' gert i Jólasýningu Billy Smarts. Maður getur næstum séð Jasnúnu Smart fyrir sér þar sem hún stendur i hringnum og kynnir: „Hér konta hin frægu llelga og Ileinrich og þau ætla að sýna okkur svolitið setn aldrei hefur verið gert áður nema í kvikmynd." Og svo bíta llelga og Heinricb blessuð biirnin á sýningunni á háls við ge.vsileg fagnaðarlæti áhorf- onda að bera virðingu fyrir henni, kominni á þennan aldur. Hún gefur þeim sem yngri eru ekkert eftir í dansatriðunum og margir í myndinni syngja verr. En sú persóna sem ég persónulega var hrifnastur af var vinkona Mame, Vera. Hún er leikin af Beatrice Arthur og er einhver sú geðveikasta persóna sem ég man lengi eftir í kvikmynd. Tæknivinna og leikmynd er mjög góð og má í því sambandi geta þess að föt þau er Lucille Ball notar í myndinni kostuðu rúmlega 300.000.- (þrjúhundruðþús- und) dollara, 60 milljónir króna. Mame er fyrir alla ald- ursflokka og eru aðdáendur Lucy hvattir til að láta þessa mynd ekki fram hjá sér fara, • jafnvel þótt hún (þ.e. Lucy) sé alltaf mynduð með mjúkri skerpu (soft-focus) svo að hrukkurnar sjáist ekki. Mame og Patrick fá sér snúning í búlu sem er ólögleg, enda eru þau tekin föst. ÞORSTEINN ÚLFAR BJÖRNSSON Vondi greifinn er ekki lifnaður við ennþá og góði kennarinn sla'st við fra'itda lians á nieðan. Takið eftir hinni frába'ru leikmynd á bak við þá.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.