Dagblaðið - 13.04.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 13.04.1976, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. APRlL 1976. " MMBIADIB frfálst, úháð dagblað Útni'fandi: I)a«l>lartirt hf. FramkvaMmiast.jóri: Svcinn K. Kyjólfsson. Kitstjóri: Jónas Kristjánsson. Fróttastjöri: .lön Biruir i’útursson. Kitstjórnarl'ulltrúi: Iiaukur Holuason. Aöstortarfrótta- stjöri: Atli Stuinarsson. i|»róttir: Hallur Símonarson. Hönnun: .lóhannos Koykdal. Handrit: Asu'mniir Pálsson. Blartamonn Anna B.jarnason. Asyoir Tómasson. Bolli Hórtinsson. Bra«i SÍKurrtsson. Erna V. Itmolfsdóttir. (iissur Sitnirrtsson. Hallur Halisson. Iiolui Pótursson. Katrin Pálsdóttir. Olafur Jónsson. Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Bjarnloifur Bjarnloifsson. Björ«vin Pálsson. Raynar Th. Si«urrtsson. (i.jaldkori hráinn Porloifsson. Droifin^arstjóri: Már K.M Halldórsson. Askriftar«jald 1000 kr. á mánurti innanlands. 1 lausasölu 50 kr. eintakirt. Ritstjórn Sírtumúla 12. sími 83322. auKlýsinMar. áskriftir om afMreiðsla Þverholti 2. sími 27022. SotninM umbrot: DaMblartirt hf. om Steindórsprent hf.. Ármúla 5. Mynda-oy plötUMorrt: Hilmir hl'. Sírtumúla 12.Prontún: Arvakurhf.. Skoifunni 19. Grípum tœkifœríð íslendingum gefst eftir nokkra daga tækifæri til að snúa vörn í sókn í landhelgismálinu. Þá verða liðnir fimm mánuðir frá því að samkomulag var gert viö Vestur- Þjóðverja. Flestum mun nú orðið ljóst, að þessir samningar voru mikil mistök. Við eigum að vera þeir menn að viðurkenna mistökin og losa okkur hið skjótasta undan þessum samningum. Við gerð samningsins við Vestur-Þjóðverja var tekið fram, að fresta mætti framkvæmd samningsins, ef bókun númer sex við samning íslands við Efnahagsbandalagið hefði ekki tekið gildi innan fimm mánaða. Þessi bókun tekur til tollfríðinda á íslenzkum sjávaraf- urðum í löndum Efnahagsbandalagsins. Þessum tollfríðindum, sem við höfum samið um við bandalagið, höfum við verið svipt vegna landhelgisdeilunnar. íslendingar bundu miklar vonir viö samninga við Efnahagsbandalagið í þessu efni. Menn töldu sig sjá fyrir, að þessi stóri markaður stæði okkur opinn á meginlandinu og í Bretlandi. Útkoman hefur orðið önnur. Vegna þvermóðsku Efnahagsbandalagsins hafa þar verið reistir himinháir tollmúrar, sem hafa útilokað íslenzkar sjávarafurðir að mestu. Við höfum haldið áfram að fylgja samningum fram og lækka tolla á iðnaðarvörum, innfluttum frá löndum Efnahagsbandalagsins, en bandalagiö hefur svaraö með tollmúrum fyrir aðalút- flutningsvörur okkar. Sú skoðun hefur átt sér æ fleiri fylgjendur, að við ættum að gjalda Efnahagsbandalaginu rauðan belg fyrir gráan og slíta þessum samningi með öllu. Öðru máli gegndi, ef banda- lagið sæi að sér, en til þess eru ekki vonir, meðan við eigum í landhelgisstríðinu við Breta. Hitt skiptir enn meira máli, að við sömdum mikið af okkur við Vestur-Þjóðverja. Reynt var að láta líta svo út, að samningurinn fæli í sér minnkun veiða þeirra, með því að birta gamlar tölur. í rauninni fólst ekki aflaminnkun í þessum samningum. Þeir voru til komnir af einskærum ótta íslenzkra ráðamanna, sem þorðu ekki að deila við Þjóðverja, meðan við deildum við Breta. Vestur-Þjóðverjar fengu aðgang að beztu miðunum. Við létum þá hafa mikið en höfum í rauninni ekkert að láta. Þess vegna verður nú að vona, að íslenzkum ráðamönnum sé orðið ljóst, að þetta getur ekki gengið. Við höfum ekki átt mörg góð tækifæri til að snúa vörn í sókn. Við eigum ekki lengur að láta and- spyrnulaust yfir okkur ganga óréttlæti Efna- hagsbandalagsins. Við eigum að kasta af okkur þýzku samningunum. r W Fílharmónían og S.I.: w MEÐ 0PERUBRAGDI Sinfóníuhljomsveit íslands, 14. tónleikar í Háskólabíói 8.4. '76. Efnisskrá: Giuseppe Verdi: Requiem Söngsveitin Fílharmónía Söngstjóri: Jón Ásgeirsson Einsöngvarar: Fröydis Klausberger, Rut L. Magnússon, Magnús Jónsson og Guömund- ur Jónsson. Stjórnandi: Karsten Andersen. Mörgum finnst ótrúlegt, að tónskáld, sem hefur svo gott sem alla sína ævi helgað sig tónlist fyrir leikhús, þ.e. óper- um, geti samið sálumessu, sem sé eitthvað lík því sem menn álíta að sálumessa eigi að vera. En það tókst Verdi, og samdi þar eitt sitt besta verk. Reynsla hans frá óperunum kom honum til góða, því í sálu- messunni bregður fyrir meist- aratækni beirri í meðferð orða og tóna er hann hafði þar áður beitt. Það er talsvert óperu- bragð af sálumessunni, en aðeins á yfirborðinu, undirtónn verksins er mjög trúarlegs eðlis, það er ekki dramatískt nema þegar textinn krefst þess, eins og til dæmis í Dies iræ, þar verður það hádramatískt. Hvergi veikur hlekkur Flutningur verksins tókst mjög vel. Fílharmóníusveitin stóð sig með prýði, hvergi veikur hlekkur. Sópran- og alt- raddirnar hljómuðu fallega, sópraninn vantaði aldrei í hæð- ina, og altinn var hlýr og mjúk- ur. Bassinn var stundum helst til karlalegur, en djúpur og góður að öðru leyti, og tenórinn náði vel saman. Það virðast hins vegar vera einhver álög á samkórum, það vantar alltaf í karlaraddirnar, það er eins og íslenskir karlmenn geti aðeins sungið við vissar aðstæður, og er það ver, því hér gætu verið mjög góðir samkórar ef fleiri karlmenn gæfu sér tíma til að taka þátt í kórstarfi. Einsöngvararnir voru góðir, þótt mismunur í raddstyrk væri ekki eins og best gæti orðið. Tónlist Magnús Jónsson vildi oft á tíðum yfirgnæfa meðsöngvara sína, sérstaklega Guðmund og Klausberger var Rut yfirsterk- ari. Fröydis Klausberger hefur fallega rödd og hljómmikla, en því var Olöf Harðardóttir ekki látin syngja hennar hlutverk? Ég efa ekki, að hún hefði gert því jafngóð skil, ef ekki betri, fyrir utan það að gefa okkar söngvurum tækifæri, þau eru því miður alltof fá. Hljómsveitin lék með af- brigðum vel, þar var hvergi veikur punktur. Að vísu var ekki nægilegt öryggi yfir leik Það vantar fleiri karlaraddir i Fílharmóníusöngsveitina. Um 200 manns tóku þátt í flutningi Sálumessunnar. Fröydis Klausberger hefur fallega rödd, en því var Ólöf Harðardóttir ekki fengin til að syngja sópranhlutverkið? Ljósmyndir frá æfingu J.K.C. trompetanna í Tuba mirum, og slagverksmennirnir voru full hlédrægir í annars öruggum leik sínum. Karsten Andersen hélt verk- inu saman með styrkri stjórn, þannig að úr varð einn áheyri- legasti flutningur kórverks á sviði Háskólabíós í langan tíma. Ekki má gleyma Jóns þætti Ásgeirssonar, söngstjóra, en hann æfði Fílharmóníusöng- sveitina til flutnings á þessu fallega verki og skilaði því í hendur Karstens Andersen. t Skot til alþingísmanna Framsýni — sparsemi — hagsýni. Varla er hægt að segja að þessi orð séu fremur einkenni nútímans en fyrri stunda, því að allar kynslóðir, ekki síst í harðbýlu landi, hafa þurft að horfa fram í tímann. Ekki ætti okkur að vera vandara um það en fyrri tíðar mönnum, en ef við lítum á upphafsorð greinar- innar sjáum við sennilega að oftast verður um nokkra baráttu að ræða, annars vegar er það nútíðin — hvers hún þarfnast — og hins vegar fram- tiðin, sem hlýtur alltaf að sækja afl sitt í nútíðina. Sum mál eru þann veg vaxin að við þurfum engu eöa litlu að fórna úr nútíðinni til þess að létta okkur framtíðina og þetta átti vist við um þátt í sjónvarp- inu i mars sl. þar sem talað var m.a. við ráðherra urn betri nýtni á brennsluefni á tækjum sem olíu nota. Og þá sagði ráð- herra (og þetta segja þeir allir og það er ágætt): ,,Við þurfum að spara.” Eg er sammála. Og nú ætla ég að drepa hér á ntál sem er fyrst og fremst skipulagsatriði, en verður ekki lagt ríki til gjalda á neinn hátt og þetta mál verður af minni hálfu prófsteinn á sparnaðar- tal alþingismanna og ráðherra. Hvað er það þá sem maður- inn hefur fram að færa? spyr lesandinn líklega. Lítum fyrst á örfá atriði eins og ævinlega verður að gera þegar rætt er um líf rnanna og þjóðfélag. A síðustu árum hefur orðið gjörbreyting á vinnutíma fólks og eru unnar stundir á viku færri en áður var. Til þess mátti vissulega koma. Laugar- dagur er að miklu leyti horfinn sém almennur vinnudagur; hjá þó nokkrúm er hann enn sem hálfur verkdagur. Þetta er gott á flestan veg. En ef menn taka sér meira frí í skjöli ríkisvalds er illa farið. Getur annað og þvílíkt gerst hjá mönnum sem tala um sparnað í eyrum alþjóðar? Jú. þetta getur gerst, jafnvel þótt öllum verði augljóst mis- ræmið í orðum og gerðum al- þingismanna. Það sem ég á við hér er ein- faldlega sú ósvinna að kosningar til alþingis og sveitarstjórna skuli fara fram á sunnudegi. Þetta þýðir bókstaf- lega það að mikill þorri manna (og þá ekki síst hjá ríki og sveitarfélögum) vinnur ekkert verk (eða sumir í mesta lagi hálft verk) næsta dag, mánu- daginn eftir kosningar, endá verið vakað lengi. Allt þetta er vel skiljanlegt. eins og í pottinn er búið, en þó skal játað að þeir sem vinna ýmiss konar þjón- ustustörf sinna að sjálfsögðu verkurn sínum. — Þarna kemur líka fram misrétti, þeir sem geta velt verkinu fram á næsta dag, gera það. en hinir sem ekki geta það verða að vinna (og það ntá oft heyra í litlum útvarps- tækjum á bak við tjald).

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.