Dagblaðið - 13.04.1976, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 13.04.1976, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. APRlL 1976. Hvað segja stjörnurnar? Spáin gildir fyrir miðvikudaginn 14. apríl. Vatnsberinn (21. jan.—19. feb.): Vertu nú viss um að þú sért ekki að svíkjast um. í kvöld ættir þú að mæta einhverjum mjög óvænt og verða það góðir fundir. Láttu eiga sig að rífast um fjölskylduút- gjöldin. Fiskarnir, (20. feb.—20. marz): Fréttir um trúlofun eru iíklegar og þú munt óska aðilunum til hamingju af mikilli gleði. Þetta er rétti dagurinn til að hespa af erfiðu viðfangsefnin. Hrúturinn (21. marz—20. apríl) Taktu ekki minnsta mark á kjánalegri sögu sem gengur. Þú munt þarfnast þess í kvöld að breyta svolítið um svið. E.t.v. finnurðu peninga aftur sem þú hafðir haldið að væru glataðir. Nautið (21. apríl—21. maí): Ef vinur treystir þér fyrir alvarlegum tíðindum varðandi heilsu hans, þá ráðleggðu honum að-leita sérfræðings. Týnt bréf kemur fram og léttir af þér áhyggjum. Tvíburarnir (22. maí—22. júní): Ef sambúðarerfiðleikar erufyrirhendi, skaltu reyna að vera háttvís. Þú munt öðlast fullan skilning á vandamálum þínum. Einhver virðist þó ekki allskostar hrein- skilinn við þig. Krabbinn (22. júní—23. júlí): Gott færi til að láta óskadraum rætast Áríðandi verkefni heima fyrir virðist bíða úr- lausnar. Nýtt ástarsamband er að styrkjast og verður mun skemmtilegra en fyrr. Ljónið (24. júlí—23. ágúst): Þetta gæti verið nokkuð óræður dagur hjá þér í sálar- lífinu. Kjánaleg hegðun ástvinar þíns mun setja sitt mark á taugakerfið. Eftir- miðdagurinn nýtist þér bezt i dag. ivieyjan (24. ágúst—23. sept.): Nóg virðist úrvalið á félagsmálasviðinu og þú munt vaða í heimboðum. Reyndu að gera einmana persónu hamingjusamari með því að veita henni dálitla athygli. Vogin (24. sept.—23. okt.): Takstu á'við mikilvægt verk meðan þú hefur öll málsatvik fersk i minni þér. Þú munt þurfa mikla orku heima fyrir í dag — störfin virðast hafa hrannazt upp. Sporðdrekinn (24. okt.—22. nóv.): Þetta virðist vera dagur til að rápa í búðir. Þú hefur auga fyrir góðum kaupum og eins að kom auga á óvenjulega hluti og skemmtilega gjafavöru. Deilur virðast í uppsiglingu. Bogmaðurinn (23. nóv.—20. des.): Einhver virðist vera að reyna að skemmta þér á alla lund. Þú hefur nóg af frumkvæði og ættir að vekja aðdáun fyrir eitthvert visst verk. Einhver kemur óvænt i heimsókn og segir þér merkar fréttir. Steingeitin (21. des.—20. jan.): Gerðu ekki úlfalda úr mýflugu, ella kann einhver að verða særður. Farðu vel ofan i saumana á öllu sem þú gerir í dag. I meðhöndlun á kyndugu máli tekst þér mæta vel upp. Afmælisbarn dagsins: Þú breytir um umhverfi að því er virðist og einhver furðuleg þróun verður á lífi þínu. Storma- samt samband rofnar, þér til mikils léttis. Undir lok ársins munu margir ykkar hitta sína ævifélaga. I.itli [t\i miii llli'nli-iió \‘rióui cl(lr;i kusliir \ióycróii Reykjavík: Lögreglan sími 11166, slökkviliö og sjúkrabifreið sími 11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjöröur: Lögreglan sími 51166, slökkvi- lið og sjúkrabifreið sími 51100 Keflavík: Lögreglan sími 3333. Sjúkrabifreið 1110. Slökkvistöðin 2222. Akureyri: Lögreglan sími 23222. Slökkvi- og sjúkrabifreiðsími 22222. Vestmannaeyjar: Lögreglan sími 3333. Sjúkra- bifreið 1110. Slökkvistöðin 2222. Bilðinir Rafmagn: í Reykjavík og Kópavogi, sími 18230. 1 Hafnarfirði í síma 51336. Hitaveitubilanir: Simi 25524. Vatnsveitubilanir: Simi 85477. Símabilanir: Sími 05. Bilanavakt borgarstofnana Sími 27311. Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til kl. 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitu- kerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Reykjavík — Kópavogur Dagvakt: Kl. 8—17. Mánudaga, föstudaga, ef ekki næst í heimilislækni, simi 11510. Kvöld- og næturvakt: Kl. 17—08 mánudaga — fimmtudaga, simi 21230. Á laugardögum og helgidögum eru lækna- stofur lokaðar, en læknir er til viðtals á göngudeild Landspítalans, sími 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfjabúðaþjón- ustu eru gefnar í símsvara 18888. 1 Orðagáta Orðagóta 17 (látan likist venjulegum krossgátum. Lausnir koma i láréttu reitina. en um íeið kemur fram orð í gráu reitunum. Skýring þess er: Land í Afrfku. 1. öfugt við jákvæð 2. Stóra dýrið 3. Á hverjum degi 4. Landi okkar 5. Fallegri 6. Hundur af „veikara" k.vninu 7. Bogna. Lausn á orðagátu 16: 1. Daunill 2. Kappsöm 3. B.vgging 4. Lubbinn 5. Stillir 6. Kjassar 7. Kapplið. Orðið i gráu reitunum: DAOBLÁD Sjúkrabifreiö: Reykjavík og Kópavogur, sími 11100. Hafnarfjörður, sími 51100. Tannlœknavakt: er í Heilsuverndarstöðinni við B^rónsstig alla laugardaga og sunnudaga kl. 17—18. Sími 22411. Kvöld- og helgidagavarzla vikuna 9.—15. apríl er í Apóteki Austurbæjar og Lyfjabúð Breið- holts. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörzluna á sunnudögum, helgidögum og almennum frídögum, einnig næturvörzlu frá kl. 22 að kvöldi til kl. 9 að morgni virka daga, en til kl. 10 á sunnudögum, helgidögum og almennum frídögum. Hafnarf jöröur — Garöabær nætur- og helgidagavarzla, upplýsingar á slökkvistöðinni i sima 51100. Á laugardögum og helgidögum eru lækna- stofur lokaðar en læknir er til viðtals á göngudeild Landspitalans, sími 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfjabúðaþjónustu eru gefnar í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Mánud. — föstud. kl. 18.30 — 19.30. Laugard. — sunnud. kl. 13.30 — 14.30 og 18.30—19. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15—16 og kl. 18.30— 19.30. Fæðingardeild: Kl. 15—16 og 19.30—20. Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15.30— 16.30. Kleppspítalinn: Alla daga kl. 15 — 16 og 18.30— 19.30. Flókadeild: Alla daga kl. 15.30—16.30. Landakot: Kl. 18.30 — 19.30 mánud. — föstud., laugard. og sunnud. kl. 15—16. Barnadeild alla daga kl. 15—16. Grensásdeild: Kl. 18.30—19.30 alla daga og kl. 13—17 á laugard. og sunnud. Hvítabandið: Mánud. — föstud. kl. 19.—19.30. laugard. og sunnud. á sama tíma og kl. 15—16. Kópavogshælið: Éftir umtali og kl. 15—17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.—laugard. kl 15—16 og kl. 19.30—20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15—16.30. Landspítalinn: Alla daga kl. 15 — 16 og 19 — 19.30. Bamaspítali Hringsins: Kl. 15 — 16 alla daga. Það reynast ofast mistök hjá varnarspilara að láta félaga sinn trompa þegar sagnhafi spilsins getur losað sig við tapslag, skrifar Terence Reese. I spili dagsins vann suður fjögur hjörtu. Vestur spilaði út tígulfjarka. Vestur gefur. Enginn á hættu. Noríhk A D8 1073 0 G9632 *ÁK6 ÁUSTUR Vestur * K107532 <? KG2 0 4 . 942 A G9 <y D 0 ÁK10875 . G875 SUÐUR * A64 Á98654 0 D * D103 Eftir pass hjá vestri og norðri opnaði austur á þremur tíglum. Suður sagði þrjú hjörtu og norður hækkaði í fjögur. Austur tók útspilið á tígulkóng — og spilaði litlum tígli til baka. Suður kastaði spaða og vestur trompaði. Hann spilaði laufi sem tekið var á kóng blinds. Þá kom hjarta á ásinn — og síðan ás og drottning í laufi. Þá var vestri skellt inn á hjartakóng — og þar með varð vestur að spila frá spaðakóng sínum. Drottning blinds átti slaginn og spilið var í höfn. „Aldrei datt mér í hug að þú mundir trompa fyrst þú áttir svona mikinn styrk í tromplitn- um,” sagði austur við félaga sinn eftir spilið en sá ekki flísina í eigin auga þvi hann mátti vita að með því að spila litlum tígli gaf hann suðri tækifæri á að losna við tapslag. Ef hann hefði spilað spaða í öðrum slag hefði vörnin fengið fjóra slagi. 1 if Skák Á skákmóti í Opatija 1960 kom eftirfarandi staða upp í skák Nedeljkovic og Kozomara, sem hafði svart og átti leik. ...^^ íéhiii ® 19.----e4! M. Bxe4 — He8 21. Bf3 — Hg6 22. g3 — Df5! 23. g4 — Rxh3! og hvítur gafst upp því hann er fastur í mátneti. ■ Gaddavír í dag, gaddavír í gær og fljótandi gaddavír í fyrragær.—

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.