Dagblaðið - 08.06.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 08.06.1976, Blaðsíða 2
IMCBLAÐlt) — ÞKlÐJUDACiUR 8. JÚNl 1976. r Dœmalaus óliðleg- hei t síma stúlki 1 ó hei Isuhœl li N.L.I F.l r i. Fódœma lipurð hjúkrun- arf ólks á Landspítaki Guóbjörg skrifar: „Mig langar til þess að skýra frá reynslu minni í sambandi við lélega þjónustu á heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði sem ég varð fyrir á dögunum. Aldraðir foreldrar mínir voru dvalargestir á staðnum og áttu von á því að ég væri á leiðinni að heimsækja þau. Síðan urðu ýmis atvik þess valdandi að ég gat ekki komizt til þess að gera það. Til þess að þau héldu ekki að eitthvað hefði komið fyrir mig, hugðist ég láta þau vita að af heimsókn niinni yrði ekki. Ég hringdi austur í Hvera- gerði og bað um samtal við föður minn. en móðir mín var þá rúmliggjandi. Símastúlkan svaraði því til að klukkan væri orðin sex og ekki hægt að kalla á dvalargesti eftir þann tíma. Eg bað hana þá góðfúslega unt að taka skilaboð til föður míns. Hún kvað það ekki vera hægt. Þá sagði ég henni mínar farir ekki sléttar og bað hana öllu innilegar en f.vrr um að gera þetta fyrir mig. Faðir minn hlyti að eiga leið fram hjá veru- stað hennar á leið í matinn fyrst ekki mætti kalla hann upp. Hún svaraði þá með nokkrum þjósti að þarna væri 200 manns og hún þekkti föður minn alls ekki í sjón. Varð engu tauti við manneskjuna komið og samtali okkar lauk. Að sjálfsögðu var ekki um annað fyrir mig að gera en „brenna austur". Ég gat ekki haft það á samvizkunni að aldr- aðir foreldrar mínir héldu að einkadóttir þeirra hefði lent í bílslysi. En viti menn, þegar ég kom austur voru þau rétt að fá skila- Starfsfólk Landspitalans er með fáda-mum lipurt í starfi sínu. boðin sem hafði þá verið skilað eftir allt saman. Mér finnst þetta mjög léleg þjónusta, að það skuli virkilega ekki vera hægt að koma skila- boðum til fólks, sem dvelur á heilsuhælinu, eftir kl. 6 á kvöldin. Vera má að það sé sí- fellt ráp með alls konar ómerki- leg skilaboð en sum geta þó verið býsna áríðandi. Ég held satt að segja ekki að það sé svo ómerkilegt þegar aðstandendur þeirra, sem dvelja í Hveragerði, vilja hafa samband við þá. Reynsla mín af hjúkrunar- fólki á sjúkrahúsum borgarinn- ar, eins og t.d. Landspítalanum þar sem faðir minn lá nýverið, er allt önnur. Þangað hringdi ég á hverjum morgni og spurði um líðan hans. Ég fékk aldrei nema kurteisleg og elskuleg til- svör og var alltaf skilað kveðju minni til hans. Ég hugsa þó að hjúkrunarfólk á Landspítalan- um hafi ekki minna að gera en starfsfólkið sem er við simann á heilsuhæli NLFt nema síður sé., Mér finnst tilvalið að hrósa hér starfsfólki Landspítalans fyrir alúðlegheit, sem mér hafa verið sýnd og jafnframt benda símastúlkunni hjá NLFÍ á að taka sér það til fyrirmyndar.” Mannabreytingar verða á Þingi — vegna samninganna við Breta Markús Þorgeirsson úr Hafnar- firði hringdi: „Ég er anzi hræddur um það að hann Einar Ágústsson sé í stórri fallhættu í næstu kosningum vegna þessara samninga við Breta. Það sama á við um C.uðmund Garðarsson. Hvers vegna er ekki kallað saman Alþingi og það látið fjalla um málið? Það er skylda samkvæmt 21. grein stjórnar- skrárlaga. Hvers vegna ekki að bera þetta undir þjóðaratkvæði? Stjórnarflokkarnir þora það örugglega ekki því þeir eru hræddir við úrslitin. Það er alveg sjálfsagt að bera svona mál undir þjóðina, annað er ekkert lýðræði. Ef þetta væri gert þá er möguleiki á því að fá skorið úr því strax hvort þessir menn halda þingmannssæti sínu og það er vel. Við getum ef til vill tekið undir orð utanríkisráðherra að við höfum unnið stríðiö en við eigum tvímælalaust eftir að vinna stríðið." Orð f ra ísafirði 13 ára lesandi á Isafirði skrifar: „Mikið varð ég hissa þegar ég las í grein í Dagblaðinu um daginn. Þar var einhver sem var að skrifa um það hvað læknaþættirnir væru leiðinleg- ir. Ég skil ekki svona skrif. öllum heima hjá mér finnst þessir þættir mjög skemmtileg- ir. Ég er viss um að margir krakkar myndu sakna þess mjög mikið ef þeir hættu. Ég skil ekki hvaða máli skiptir hvort þeir eru brezkir eða ekki. Þeir væru jafn- skemmtilegir þó þeir kæmu annars staðar frá. Það mætti sýna miklu meira af svona þátt- um og einnig kúrekaþætti sem eru mjög vinsælir." Þær eru framur lágkúrulegar aðalstöövar NATO á Islandi ICELAHO f OEfENSE FORCE NATO HINAR FÁVÍSU MEYJAR Ingólfur Pálmason skrifar: Á undanförnum árum og ára- tugum hefur þeirri hugmynda- fræði verið haldið að íslending- um með meiri ákafa en eðlilegt má teljast, að herinn á Miðnesheiði sé okkur bráðnauðsynlegur, jafnvel okkar eina haldreipi í viðsjálum heimi. Ráðherrar, skáld, gott ef ekki stjarnfræðingar, hafa farið hamförum við þessa innrætingu og stærsta blað landsins hefur eytt meiri prentsvertu á þetta málefni en flest önnur áhugamál sín. Nú um hríð hefur téð hugmyndafræði orðið að þola harða prófraun; þorskastríðið við Breta hefur opnað augu margra fyrir því að þessi kenning er hrófatildur eitt og að hinn mikli áhugi hernámssinna er ekki runnin af jafngrómlausum hvötum og þeir vilja vera láta. Mikilvægt fyrir þessa nýju hugarfarsbreytingu er það að Dagblaðið. hefur birt greinar um málið frá ýmsum sjónarhornum og minnist ég sérstaklega drengilegrar og rökfastrar kjallaragreinar eftir dr. theol. Jakob Jónsson daginn fyrir Keflavíkurgönguna síðustu. En jafnframt því að menn byrja að átta sig á að Bandaríkjamenn eru hér sjálfra sín vegna en ekki okkar, hafa tekið að heyrast raddir um það að við eigum að krefjast þóknunar fyrir veru þeirra hér við eigum að láta þá leggja vegi um landið og reiða fram digra sjóði til að styrkja sukk okkar og óreiðu. — Einn af boðberum þessara nýju hugmynda hringdi í Dagblaðið í gær (þriðjudag 1. júní) og fórust honum orð á þessa leið: „Auðvitað eigum við að hafa her á íslandi. Af hverju? Ja, þeir eru ekki til að verja okkur, það hefur komið áþreifanlegaí ljós á síðustu missirum. Kaninn er hér vegna eigin skinns, hann er hér til að verja sjálfan sig. Allt í lagi, þeir verja sig, við tökum leigu fyrir herstöðina. Ekkert er eðlilegra og sjálfsagðara. Við eigum ekki að vera með neinn kotungshátt, ekki eins og mellurnar á stríðsárunum er veittu blíðu sína ameriskum hermönnum og tóku ekkert fyrir vegna þess að það tók því ekkil Svo var þannig í byrjun stríðs en bráðlega læróu þær og peningarnir streymdu inn.“ Við þetta er fáu að bæta öðru en því að samlíkingin um mellurnar er bráðsnjöll og hittir beint í mark. Ég óska „Sjálfstæðismanni" til hamingju með viðskiptin. „Þar er rusl hvort sem er" — hugsar fólc og losar sig við rusl í hverfum í byggingu Bragi Eggertsson hringdi: „Það er góðra gjalda vert að ýta svolítið við fólki og stuðla að hreinni og fagurri borg. Dag- blaðið hefur tekið sig til og myndaö staði, þar sem rusl er að finna, og það er gott og blessað. Myndin sem hér fylgir með, sýndi umhverfi uppi i Ártúns- höfða. Þetta er reyndar liðin tíð vegna þess að þarna er löngu búið að hreinsa til. Annars vil ég taka það skýrt fram að þessi ruslahrúga er ekki eingöngu frá fyrirtækjunum hérna þó við eigum kannski eitthvað i henni. Það er allt of algengt að fólk komi hingað og losi sig við alls k.vns rusl. Fólk lítur svo á að þetta sé allt í lagi í hverfum sem eru í bvggingu. þar sé rusl hvort sem er. Það er erfitt að skilja svona hugsunarhátt en svona er þetta nú samt. Fyrirtækin eiga þvi ekki ein skömmina. þar eru fleiri aðiiar að verki." -N

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.