Dagblaðið - 08.06.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 08.06.1976, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 8. JUNl 1976. Heimsmet í hástökki! Dwight Stones Bandaríkjunum setti nýtt heimsmet í hástökki á móti í Philadelphíu á laugardag — stökk 2.31 metra og bætti eldra heimsmet sitt um einn senti- metra. Það var sett 11. júlí 1973 í Miinchen. Sigurður á 10.7 í Belgíu Margir íslenzkir frjálsíþótta- menn eru nú við æfingar og keppni erlendis. Á móti í Köln i maí hljóp Sigurður Sigurðsson, Armanni, 200 m á 22.40 sek. (rafmagnstímataka) og 100 m á 10.8 sek. og á móti í Belgiu hljóp hann 100 m á 10.7 sek., en með- vindur var nokkur. A mótinu i Köln kastaði Erlendur Valdi- marsson, KR. kringlu rúma 56 m og varð í sjötta sæti í keppninni. Þar var sett Evrópumet. Óskar Thorarensen, ungi ÍR-ingurinn, sem er 16 ára, er með þeim. Hann hljóp 100 m í Belgíu á 12.0 og hlaut 4570 stig í tugþrautar- keppni i Þýzkalandi. Óskar Jakobsson, ÍR, Íslands- methafinn i spjótkasti er í Sví- þjóð, þar sem hann mun jafnvel dvelja í ár. Hann hefur tvívegis keppt í kringlukasti á mótum þar — kastað 52.60 og 52.50 metra — en á æfingum hefur kringlan hjá honum flogið hátt í 57 metra. Óskar hefur mikla möguleika að ná ólvmpíulágmarkinu — eink- um í spjótkasti. Finninn beztur Finninn Seppo Hovinen náði bezta árangri ársins i spjötkasti. þegar hann kastaöi 90 metra slétta á móti í Tampere á laugar- dag. Hafði kastaö lengst 89.94 m í ár. PUMA fótboltaskór 10 gerðir Verð frá kr. 3.100.- Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar Hólagarði, Breiðholli. siini 75020. Heimsmetin urðu sautján í Austur-þýzka meistaramótinu í sundi, sem jafnframt var úr- lökumót fyrir Olympíuleikana í Montreal, lauk á laugardag — og heimsmetaregnið hélt áfram. Alls voru 17 heimsmet sett á mótinu — öll nema tvö af hinum frábæru auslur-þýzku sundkonum. Kornelia Ender, drottning Evrópumet sett daglega! Peter Nocke, Vestur- Þýzkalandi, náði aftur Evrópu- meti sínu í 200 m skriðsundi á úrtökumóti í Miinchen á laugar- dag. Synti vegalengdina á 1:51.86 mín. og bætti met landa síns, Klaus Stcinbaeh, um meira en sekúndu. Tími hans er sá fjórði bezti í hciminum í ár. Zoltan Wladar, Ungverjalandi, setti nýtt Evrópumet í 800 m skriðsundi á móti í Graz í Austur- ríki í gær — synti á 8:15.54 mín. og bætti met Igor Kuehepelov, Sovétríkjunum, 8:16.50 mín., sem Igor setti í Kiev á föstudag! Staðan í 2. Staðan í 2. deild eftir leiki helgarinnar: ÍBV 4 4 0 0 13-0 8 Ármann 4 3 1 0 9-3 7 KA 5 2 1 2 9-10 5 ÍBÍ 4 1 2 1 6-5 4 Haukar 3 1 1 1 6-3 3 Þór 3 1 1 1 2-2 3 Völsungur 5 1 1 3 4-8 3 Selfoss 3 0 1 2 3-7 1 Re.vnir 3 0 0 3 3-17 0 A miðvikudaginn leika efstu liðin í 2. deild saman — Ármann mætir ÍBV á Laugardalsvellinum. A Selfossi leika heimamenn við Reyni. A-Berlín þeirra allra, — ljöshærða stúlkan frá Halle. náði enn ötrúlegum árangri, þegar hún synti 200 m fjórsund á laugardag á 2:17.14 mín. og bætti heimsmet Ulriku Tauber 2:18.30 mín. Það var fimmta heimsmet hennar á mótinu — en samtímis missti hún eitt þeirra, þegar Ulrika Richter synti 100 m baksund á 1:01.51 mín. í fyrsta spretti í boðsundi. Fyrr á mótinu hafði Ender synt á 1:01.62 mín. i baksundinu, sem er algjör aukagrein hjá henni — og það var í fyrsta spretti í fjórsundi. Eina heimsmetið, sem austur- þýzku stúlkurnar bættu ekki á mótinu var í 200 m bringusundi. Heimsmet Karla Linke — hún er auðvitað austur-þýzk— frá EM 1974 stóðst öll átök í Austur- Berlín. Það var ekki nóg með að stúlkurnar settu heimsmet í 13 einstaklingsgreinum — heldur náðu þær 26 sinnum betri tíma, en gildandi heimsmet. A lokadegi keppninnar var sett heimsmet í 200 m flugsundi. Rose- marie Gabriel—Kother bætti heimsmet sitt um tvær sekúndur — synti á 2:11.22 mín. — en hún komst samt ekki nema í B-sveit Dynamo Berlín í 4x100 m fjórsundi, þar sem Andrea Pollaek, synti aðeins hraðar í úrslitum í 100 m flugsundinu — en þar setti Ender heimsmet. Sveit Dynamo setti heimsmet í báðum boðsundunum —4x100 m skriðsundi 3:48.80 mín. og ekki er Ender i þeirri sveit — og 4x100 m fjórsundi 3:13.41 mín. Eina heimsmet karla setti Roger Pyttel í 200 m flugsundi og tvíbætti þar heimsmet Mark Spitz. I 100 m flugsundinu setti Pyttel nýtt Evrópumet 55.22 sek. sem gefur til kynna að síðasta heimsmet Spitz eigi ekki langa lífdaga fyrir höndum. u. Baráttuglaðir Ár- menningar unnu KA Á laugardaginn léku KA og Ariuann í 2. deild og báru Armenningar sigur úr býtum — skoruöu tvívegis, en ekki tókst KA-mönnum að skora. Þetta var f.vrsti leikur sumarsins, sem fram fer á grasvellinum fyrir norðan. Veður var gott en þö dálítil norðan gola. Varla var liðin óema um ein mín. er boltinn lá í marki heima- manna. öllum að óvörum. En markið var mjög umdeilt. Aukaspyrna var tekin nokkrum metrum utan við vitateiginn. Skaut Jón Hermannsson beint úr henni og í mark án þess að mark- vörður KA-liðsins ætti minnstu möguleika til varnar. En nú kom flagg línuvarðarins upp til merkis um það að einn Ármenningurinn hafi verið rangstæður, en dómar- inn sá enga ástæðu til að fara eftir línuverði sínum, sem selti flaggið fljótt niður, og dæmdi markið löglegt, og við það sat. Næsta hálftímann sóttu KA- menn ákaft og komust Armenn- ingar vart fram yfir miðju. Heimamenn spiluðu oft mjög vel þennan tima og áttu nokkur hættuleg markfæri svo sem þrjú góð skot Cunnars Bliindals rétt frain hjá markinu og einnig átti Sigbjörn gott skot fram hjá eftir hreint frábæra sókn KA-liðsins. En þegar um það bil þrjátíu mín. voru liðnar af leiktimanum fóru Armenningar að spila og b.vrjuðu að sækja mun meira. en þeir höfðu gert f.vrr í leiknum. Aukaspvrnur þeirra voru mjög ógnandi einkum upp við vítateig KA. En KA-menn áttu af og til hættuleg upphlaup, sem voru á- gætlega útfærð. Sunnanmenn gerðust nú æ aðgangsharðari við mark heimamanna og ekki leið á liingu þar til þeir bættu við sínu öðru marki. Magnús Þorsteinsson fékk sendingu inn á vítateig þar sem KA-vörnin var mjög illa á verði og skoraði örugglega. Ármenningar áttu aðeins ör- fáar sóknir í síðari hálfleik og var nær um einstefnu KA-liðsins að ræða og sköpuðu þeir sér oft góð færi. En vörn Ármenninga var afar þétt fyrir og gekk KA- mönnum erfiðlega að komast í gegnum hana enda flestallir Ár- menningar inni á sínum teig. Mikil barátta og samstaða ein- kenndi leik Ármenninga en hana vantaði hjá KA. KA-strákarnir voru mjög óheppnir að skora ekki mörk í þessum leik miðað við öll þau tækifæri, sem liðið fékk. Tveir menn fengu að sjá gula spjaldið hjá ágætum dómara leiksins, Grétari Norðfjörð. Það voru þeir Þráinn Ásmundsson, Ármanni og Kári Árnason, KA sem kom inn á i stað Steinþórs Þórarinssonar á 18. mín. Beztu menn Ármanns í þessum leik voru þeir Gunnar Andrésson, fyrirliðt liðsins, og Ögmundur Kristinsson en annars var liðið m.jög jafnt. Birgir Einarsson lék ekki með vegna ineiðsla. Enn einu sinni sýndi Hörður Hilmarsson að hann á heima í landsliðshópnum, var beztur sins liðs. Þeir Harald- ur, Guð.jón, Gunnar og Magnús koniust þokkalega frá leiknunt. Línuverðir voru þeir Kjartan Tómasson og Jóhann Karl Sígurðsson. Ahorfendur voru 648. — St.A. RITSTJÖRN: HALLUR SiMONARSON . niuaHHKMaina Guðmundur Þorbjörnsson hinn skemmtilegi sóknarmaður Vals mark Vals. Davíð Kristjánsson kom engum vörnum við og Þröstur markið verður að skrifast á reikning hans. Meistaratc Valsmenn I — Valur vann stórsigur á íslandsmeisl Það var glæsiknattspyrna sem sýnd var á nýja Laugar- dalsvellinum á laugardag þegar Valur og Islandsmeistarar ÍA leiddu saman hesta sína í 1. deild Islandsmótsins í knatt- spyrnu. íslandsmeistararnir voru hreinlega teknir í kennslustund af velleikandi Valsliði. Ekki þar fyrir, bæði lið sýndu ágæta samleikskafla en Valsmenn voru klassa betri og stórsigur þeirra varð stað- reynd. 6—1. Já, það er vor í íslenzkri knattspyrnu, það er ekki orðum aukið. Landsliðið hefur náð skínandi árangri undir stjórn landsliðsþjálfarans, Tony Knapp. Hins vegar hefur mönn- um virzt, sem félagsliðin stæðu getulega séð ekki í réttu hlut- falli við landsliðið. lA hefur jú. undanfarin tvö ár borið ægis- hjálm yfir íslenzk knattsp.vrnu- lið. A laugardag var veldi ÍA brotið á bak aftur af velleik- andi Valsliði. Er maðurinn vit- laus,- kann einhver að segja? Mótið er ekki búið, það er rétt að bvrja. Vissulega er íslandsmótið rétt að b.vrja og enn er of snemmt að spá nokkru um hverjir standa uppi sem Íslandsmeistarar. En eitt er þó víst, sú knattspyrna sem Vals- menn hafa sýnt í þeim leikjum sem lokið er. er hverjum manni gleði á að horfa. Boltinn er lát- inn ganga frá manni til manns, breidd vallarins er vel nýtt og mörkin hafa ekki látið á sér standa í sumar. Sextán sinnum hafa Valsmenn sent knöttinn í mark andstæðinganna. fjórum sinnum hefur Sigurður Dags- son mátt hirða knöttinn úr eigin marki. Þetta segir sína sögu — sóknarknattsp.vrna og sterk vörn fara þar saman. Vissulega hefur Valsmönn- um gengið flest í haginn, og vissulega var lukkan með Vals- mönnum en er hún ekki oftast á bandi hins sterka? En snúum okkur að leiknum á laugardag. Á þrið.ja þúsund manns voru mættir á Laugar- dalsvellinum og á leik.jum Vals hefur áhorfendum sífellt farið fjölgandi enda kunna þeir vel að meta góða knattspvrnu Vals. Valur byrjaði leikinn af krafti, sótt var stift að marki Skagamanna. Það var síðan á 16. mínútu að fyrsta markið kom. Guðmundur Þorbjörnsson átti í höggi við hinn unga mið- vörð Skagamanna, Jón Áskels- son, sem var mjög óöruggur í vörn Skagamanna. Jón var á undan Guðmundi en honum mistókst spyrnan til mark- varðar og Guðmundur brunaði að marki ÍA og skoraði örugg- lega framhjá Davið. Ekki leið þó á löngu að Skagamenn jöfnuðu. Þröstur Stefánsson sendi háan bolta að marki Vals. Sigurður Dagsson markvörður hikaði í úthlaupi sínu og Sigþór Ómarsson en hann kom í stað Matthíasar .Hallgrímssonar sem er í Sví- þjóð skallaði vfir Sigurð í stöngina og inn, vel gert hjá hinum unga miðherja en mark- ið verður að skrifast á reikning Sigurðar Dagssonar. Eftir markið lifnaði yfir Skagamönnum og þeir náðu undirtökunum í leiknum. Þrátt fvrir það voru það Valsmenn, sem skoruðu næst. Albert Guð- mundsson brunaði inn á víta- teiginn og lenti þar sanian við Björn Lárusson, Albert féll við og Hinrik Lárusson dómari leiksins dærndi vítaspyrnu. Nokkuð strangur dómur og sjálfsagt umdeilanlegur en rétt- lætanlegur. Atla Eðvaldssyni urðu ekki á nein mistök í víta- spyrnunni. 2—1 og aðeins fjórar mínútur til hálfleiks. Það kom hins vegar skýrt í ljós hverjir voru sterkari í síð- ari hálfleik, Valur tók öll völd í leiknum og mörkin létu ekki á sér standa. Þegar á þriðju mln- útu skoraði Ingi Björn Alberts- son eftir stungubolta frá Her- rnanni Gunnarssvni. Vörn Skaganianna var þar illa fjarri góðu gamni. Siðan á 11. minútu opnaðist vörn Skagamanna illa. Ingi Björn koinst aftur inn en skot hans fór i stöngina og síðan hina. þar hrökk hann fvrir fætur Ilermanns Gunnars- sonar. sem stóð einn fyrir opnu marki og Hermann klúðrar ekki sliku. skoraði örugglega. 4—1. Hermann Gunnarsson átti einnig sinn þátt i finnnta marki ,

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.