Dagblaðið - 11.08.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 11.08.1976, Blaðsíða 11
\ t 11 N OACm.AtiH) :\IIO\ IKI'IIACl'K I! \l,l ST l(i?(i "™ ............................. Gegn lokun miólkurbúða Lokun mjólkurbúóanna, sem á að koma til framkvæntda 1. feb. '77, er nú skyndilefía um- rædd í f jölmiðluin. Baráttufólk úr röðum reyk- viskra neytenda og starfs- stúlkur úr mjólkurbúðunum héldu fund og lýstu þvi yfir aó þau hygðust hefja baráttu gegn þessari fyrirhuguðu lokun. Við þessa yfirlýsingu komst óvæntur skriður á mál, sem fram að þessu hafði farið lágt og almenningur lítið vitað um. Frá stjórn Mjólkursamsöl- unnar birtust nokkrum dögum síðar, rétt eins og af tilviljun, fréltir um lokunina og í viðtali við Stefán Björnsson forstj. Samsölunnar í Mbl. kemur fram eftirfarandi: „Lögin sem Alþingi samþykkti gera ótvírætt ráð fyrir að öll mjólkursala (undirstrikun mín) færi yfir í hendur kaup- manna og yfirtökunni skuli verða lokið fyrir 1. feb. 1977". Að sögn Stefáns er með þessu „algjörlega kippt stoðunum undan rekstri mjólkurbúðanna og þær munu leggjast niður". Um atvinnumissi stúlknanna segir Stefán af skáldlegu inn- sæi: „Þetta er vandamál, sem við sáum strax að myndi koma upp. (!) í samkomulaginu við kaupmenn lofa þeir að greiða götu þessara stúlkna. Við höfum mikla samúð með stúlk- unum en getum lítið gart þar sem sett hafa verið lög um þetta. Við óskum stúlkunum hins bezta og vonum auðvitað að þær fái allar atvinnu við sitt hæfi." Svo mörg voru þau orð. Forstjórinn er sem sé harmi lostinn yfir þeirri ákvörðun Alþingis að „mjólkurbúðirnar leggist niður". (!) Ekki getur hjá því farið að athugulum les- enda þyki ögn einkennilegt að hæstvirt Alþingi sé á svo grófan hátt að blanda sér inn í viðskiptalífið að það beinlínis setji um það lög að einn megi reka verzlun en annar ekki. Hvað hefir Samsalan gert af sér fyrst hún má ekki lengur reka mjólkurbúðirnar sínar? Litum á lögin. 1 25. gr. hinna nýju laga segir svo: „Heildsöluaðila (samsölu eða mjolkurbúi) er heimilt (undirstrikun mín) að selja mjólk og mjólkurvörur á hinu skráða smásöluverði til aðila, sem ekki reka smásöluverzl- un.“ Ekki gerir þetta „ótvírætt ráð fyrir að öll mjólkursala fari yfir í hendur kaupmanna." Lítum á ummæli Stefáns „skal yfirtökunni lokið fyrir 1. feb. 1977“, og skoðum aftur lögin. I bráðabirgðaákv. við lögin segir að breytingar, sem í iögunúm felist (undirstrikun mín) skuli koma til fram- kvæmda eigi síðar en 1. feb. '77. Aðilar skuli koma sér á þessu tímabili saman um fram- kvæmdaatriði, s.s. „yfirfærslu eigna, ráðningu starfsfólks, fyrirkomulag á afhendingu og móttöku mjólkur og önnur slík atriði sem nauðsynlegt er að semja um“. Þessi upptalning er hálfeinkennileg, þvi í lögunum felst hvergi t. d. breytingin „yfirfærsla eigna". Lögin gera hvergi ráð fyrir að kaupmenn yfirtaki mjólkurbúðir Samsöl- unnar: Lögin gera ráð fyrir að öllum, sem fái leyfi frá heil- brigðiseftirlitinu, sé frjálst að selja mjólk og mjólkurvörur, þ.e. lögin afneina það einka- leyfi sem Samsalan áður hafði á slíkri sölu. Skv. Stefáni er með þessu „algjörlega kippt stoðunum undan rekstri mjólk- urbúðanna og þær munu leggj- ast niður". Er hér um svo geysi- lega breytingu að ræða? A undanförnum árum hefur Sam- salan smátt og smátt úthlutað ýmsum stærri kaupmönnum leyfi til að selja mjólk. Er svo komið að út um allt Stór- Kjallarinn Elísobet Bjarnodóttir Reykjavíkursvæðið selja kjör- búðir mjólk, sumar hverjar í næsta nágrenni við Samsölu- búðirnar. Þrátt fyrir þetta skilaði búða- keðja Samsölunnar eigendum sínum gróða á sl. ári. Skv. Stefáni og fleirum er málið svo vaxið að hópur „mjólkur- þyrstra" kaupmanna hafi beðið árum saman eftir þvi að fá að geysast fram á sviðið og „yfir- taka“ Samsölubúðirnar. En sannleikurinn er sá að þeir kaupmenn sem yfirleitt hafa bolmagn til að selja mjólk — því „kaupmaðurinn á horninu" hefur það ekki — selja flestir mjólk nú þegar. Samkeppnisað- stöðu Mjólkursamsölunnar er því ekki ógnað með þessari breytingu. Samsalan vill sjálf losna við þessar búðir vegna þess að hún er ekki ánægð með gróðann sem þær skila. Samsalan sækist eftir hámarksgróða og sú sókn skal nú bitna á starfsfólki og neyt- endum. Berum þessar stað- reyndir saman við orð Stefáns um að búðirnar muni „leggjast niður" rétl eins og um náttúru- hamfarir væri að ræða. Hvað er Stefán að reyna að -fela? Greinilega reynir forstjórinn að fela hlut SamsöJunnar í þessu máli enda skín göfug- lyndið og hjálparleysið út úr ummælum hans um væntan- legan atvinnumissi stúlknanna. Hann segir þar beinum orðum að Samsalan sé ekki að svipta stúlkurnar atvinnunni heldur lagasetningu Alþingis. Mjólkursamsalan ákveður sjálf að leggja búðirnar niður vegna of lítils gróða og segir upp starfsfóiki vegna þess. Samsalan ber gróðann fyrir brjósti en ekki hag 167 verka- kvenna. Stefán Björnsson getur svo „óskað stúlkunum alls hins bezta og vonað að þær fái allar atvinnu við sitt hæfi“. Slíkt er argasta háð því Stefán veit auðvitað jafnvel og aðrir lands- menn að atvinnuleysi fer vaxandi, að atvinnuleysið bitnar fyrst á konum og lang- verst á fullorðnum konum, en meir en helmingur þessara 167 kvenna eru fimmtugar og eldri. Fiestra þessara kvenna bíður nú atvinnuieysið eitt. Annar fulltrúi Samsölunnar, Gunnlaugur Ölafsson skrif- stofustjóri, lét ljós sitt skína í Dbl. og reynir þar að túlka lok- unina sem óskir neytenda. Að vísu viðurkennir hann að heil hverfi verði mjólkurlaus, þ.e. gömlú hverfin, en „þetta er mest gamalt fólk sem litla mjólk kaupir.“ (!) Ég eftirlæt lesendum að dæma hvort Sam- salan er rekin með gróða- eða mannúðarsjónarmið fyrir aug- um. Gunnlaugur víkur að því að starfsstúlkurnar hafi forgang að störfum hjá Kaupmanna- samtökunum. Einnig er í Mbl. sl. laugardag undirfyrirsögn: — Atvinnumiðluu komið á fót fyrir afgreiðslustúlkur í mjólk- urbúðum. Siðan er rætt við Gunnar Snorrason form. Kaup- mannasamtakanna og segir hann að samtökin hafi opnað vinnumiðlun fyrir starfs- stúlkur í mjólkurbúðunum. Þær muni sitja fyrir um lausa vinnu. Hann tekur það þó fram að kaupmenn muní ekki geta tekið við öllum þessum 167 konum. Þetta hljómar samt sem áður mjög vel — atvinnu- miðlun — og það hjá sjálfum atvinnurekendunum. En þegar farið er að spyrjast fyrir um málið á skrifstofu Kaupmannasamtakanna kemur í ljós að þessi uppsláttur á „at- vinnumiðlun" er argasta blekk- ing. Hér er aðeins um það að ræða að á skrifstofunni hjá Kaupmannasamtökunum er ævinlega starfandi atvinnu- miðlun, þ.e. eyðublöð liggja þar frammi og kaupmenn geta snúið sér þangað í leit að vinnu- afli. Síðan liggur fyrir viljayfir- lýsing frá Kaupmannasamtök- unum um að stúlkurnar úr mjólkurbúðunum verði látnar sitja fyrir um vinnu sem kunni að losna hjá matvörukaup- mönnum sem selja mjólk. Takið eftir að hér er aðeins um viljayfirlýsingu að ræða, ekki ótvíræðan forgangsrétt. Eins og' áður sagði er meira en helmingur kvennanna kominn um og yfir fimmtugt og búnar að ná fullum starfsaldri og því á hærri launum en yngri starfssystur þeirra. Getur hver séð sem vill hverjar af stúlkun- um matvörukaupmenn ráða ef þeir þá ráða nokkrar. Þetta er því engin lausn á tímum vaxandi atvinnuleysis og sjáum við ekki ástæðu til annars en að halda áfram bar- áttunni gegn lokun mjólkur- búða og herða hana. Elísabet Bjarnadóttir. > Kjör svokallaðra „hálaunamanna" Tæpur mánuður er liðinn síðan úrskurðir kjaradóms og kjaranefndar voru upp kveðnir. Síðan hafa dunið yfir í fjölmiðlum mótmæli ríkis- starfsmanna. sem telja sig órétti beitta. og er skemmst að minnast yfirlýsinga barnaskóla- kénnara, náltúrufræðinga og starfsmanna sjónvarps. I þessum yfirlýsingum er talað um skilningsleysi, hlutdrægni og lögbrot svo eitthvað sé nefnt. Þetta eru þung orð og því rétt að kanna hvaða stoð þau hafa. Lögum samkvæmt skal kjara- dómur við úrlausnir sínar hafa hliðsjón af kjörum launþega, er vinna sambærileg störf hjá öðrum en ríkinu, kröfum sem gerðar eru til menntunar, á- b.vrgðar og sérhæfni starfs- manna, og afkomuhorfum þjóðarbúsins. Svo virðist sem kjaradómur hafi ekki tekið mið af neinu þessu, nema ef vera kynni því síðastnefnda. Ýmis félög höfðu gert umfangsmikla könnun á kjörum sambærilegra starfshópa á frjálsum markaði og kom í ljós að yfirleitt var munurinn minnst 30% og víða miklu meiri. Þessi gögn fylgdu greinargerðum viðkomandi félaga. Að kröfu ríkisins leit kjara- dómur eingöngu á niðurstöðu samninga ASl í vetur leið, en þá fengu sérfétög úthlutað 1% til eigin ráðstöfunar. Þetta 1% varð svo í framkvæmd 1,5-2% og með þeim drætti, sem orðinn var, mat ríkið þetta á 1,8% sem það svo bauö aðildarfélögum BSRB og BHM. Kjaradómur tók svo þann kost að hækka flesta um 1 launaflokk frá og með 1. jan. 1977. Að vísu urðu nokkrar lagfæringar að auki, svona rétt til að sýna lit, en erfitt er að meta þetta í heild á mikið meira en 3%. Má af þessu sjá hversu mjög kjara- dómur hefur dregið hlul rikisins og sniðgengið þau lög sem honum eru sett til að tryggja hlut þeirra sem engan verkfallsrétt hafa. í þvi sam- bandi má minna á aðra grein laga er segir, að kjaradómur afli sér af sjálfsdáðum nauð- synlegra gagna og upplýsinga. Væri ' fróðlegt að vita hvaða gögn og upplýsingar kjara- dómur studdist við. Nú kann margur að hyggja að þetta sé ekki sem verst. Kjaradómur hafi úthlutað rikis- starfsmönnum meiru en sér- félög ASÍ fengu til skiptanna og rassinn á ríkisstarfsmönnum sé nógu breiður fyrir, svo ekki sé nú minnst á hálauna- mennina í BHM. Auðvitað má lengi deila um hver hlutur ríkisins eigi að vera í þjóðarbúinu. Þykir sumum umsvif þess þegar of mikil en aðrir vilja auka félagsþáttinn enn frekar. Þessi deila er algjörlega óviðkomandi kjara- málum opinberra starfsmanna. Það skiptir engu hvort ríkis- báknið er stórt eða smátt, ríkis- starfsmenn eiga rétt á sambæri- legum kjörum við aðra er gegna svipuðum störfum í þjóð- félaginu. Sérfélög ASÍ eru hér lítt raunhæf viðmiðun. Hálaunamennirnir títt nefndu í BHM hafa laun sem eru 30-65% lakari en gerist á frjálsum markaði. Frá maí 1975 til júní 1976 höfðu t.d. laun viðskipta- fræðinga á frjálsum markaði hækkað um rúm 50% og hafa þá varla gert betur en halda í við verðbólguna, en laun sam- bærilegra starfsmanna rikisins hækkuðu á sama tímabili um rúm 20%. Það er ár liðið síðan komist var að þeirri niðurstöðu að vísitölufjölskyldan þyrfti um 100.000 kr; mánaðarlaun. 1 dag hafa 70% allra há- skólamanna í ríkisþjónustu byrjunarlaun lægri en 113.000 kr. Sér er nú hver dýrðin. Ofan á þetta bætist að skatt- byrði opinberra starfsmanna er meiri en annarra þjóðfélags- hópa. Þeir bera bróðurpartinn Kjallarinn Jón Hannesson af fyrirframgreiðslum opin- berra gjalda og fullnaðarskil þeirra við gjaldheimtuna eru miklu hærri'en þekkist hjá öðrum hópum. Því hefur afnám tekjusk^tts mjög borið á góma í röðum ríkisstarfsmanna. Vitan- lega er tekjuskatti ætlað að vera tekjujöfnunartæki, en það þarf ekki lengi að blaða í skatt- skrám til að komast að raun um hið gagnstæða. Hver stjórnin á fætur annarri hefur haft uppi mikil og fögur loforð en þótt sífellt sé verið að róta við skattalögunum þá hefur það engu breytt um þetta grund- vallaratriði. Þegar haft er í huga að tekjuskatturinn er svo lítill þáttur í heildarfjárlögum að afnema mætti með því að auka neysluskatta (t.d. söluskatt um 2 stig), virðist augljóst að auðveldara væri að framkvæma tekjujöfnun með öðrum hætti, t.d. neikvæðum skatti. Sú mótbára heyrist að nógu sé nú stungið undan af sölu- skattinum og má vel vera rétt. En stærstur hluti starfsfólks skattstofunnar situr nú og eltist við smáupphæðir sem einstaklingar kunna að hafa Stungið undan. Væri þeirra byrði af því létt, mætti áetla að bókhaldsskyldum fyrirtækjum ýrði sýnt betra aðhald. En nóg um þetta að sinni. 1 yfirlýsingum þeim, sem vitnað var til í upphafi þessa pistils, verður vart megnrar óánægju með samningaviðræður er voru undanfari kjaradóms. Öllum er i fersku minni hvílík ófreskja samningaviðræður ASt og vinnuveitenda þóttu I vetur. Var mikið rætt um laga- breytingar og sýndist sitt hverjum. Samninganefnd ríkisins stóð frammi fyrir svipuðum vanda í vor. ðtal mörg sérfélög lögðuframkröfur sínar og Ijóst var að samningar yrðu mjög tímafrekir. En samninganefnd ríkisins hafði ekkert lært. Ekki tókst að draga hana að samningaborði fyrr en í óefni horfði og þá mætti hún til viðræðna án þess að hafa nokkuð k.vnnt sér viðkomandi kröfur þótt þær bærust, Iögum samkvæmt, snemma í haust samhliða aðalkröfugerð. Auk þess virtist samninganefndin ekki hafa umboð til neins. nema beinnar kjaraskerðingar, ef marka má fyrstu móttilboð hennar. Ekki verður um þetta sakast við þá einstaklinga sem stjórnvöld skipa til þessa starfa, þeir eru störfum hlaðnir embættismenn sem leggja nótt við dag. En það hlýtur eitthvað að veræað iögum sein ætla opin- berum starfsmönnum að semja um kjör sín hálfu ári áður en samningar taka gildi. kveða ekkert á um skyldur mótaðila og ætla fámennri samninga- nefnd ríkisins að kynna sér hvað felist bak við hin fjöl- þættu störf sem unnin eru í þágu ríkisins. Fólki til glöggvunar má taka það fram hér að í samninganefnd ríkisins áttu sæti orkumálastjóri, 2 ráðuneytisstjórar og slangur af deildarstjórum. Þessum lögum verður að breyta. BSRB stóð í löngu stappi að knýja fram tak- markaðan verkfallsrétt og var til þess ætlast af stjórnvöldum að samflot yrði með BSRB og BHM í þessu máli. BSRB tók þann kostinn að gangast undir mjög takmarkaðan verkfalls- rétt, þ.e. samið sk.vldi til 2 ára i senn, án þess að nokkur endur- skoðunrákvæði væru tryggð í lögum. Þessu vildi BHM ekki hlíta enda verkfallsréttur þeirra enn takmarkaðri í lögum vegna undantekningaákvæða sem gert var ráð fyrir í lögun- um. Auk þessa voru skertar nijög ráðstöfunartekjur líf- eyrissjóðs en ekkert hróflað við lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, sem eðlilegt er að eigi samleið með samningsréttarlögum. Viðræður ríkis og BHM eru væntanlega að hefjast uni þetta mál allt saman og ntun BHM krefjast fulls verkfallsréttar. í stað þess að kýta innbyrðis. verða launþegar nú að taka höndum saman og ráðast gegn kjaraskerðingarstefnu atvinnu- rekenda sem er að takast að gera ísland láglaunasvæði. girnilegt til fjárfestingar fyrir erlenda auðhringi. En á snöpum frá þeini má fjármagna ofspennta neyslu þeirra sem i revnd sitja að krásunum i þessu putalandi. án þess að hafa áhyggjur af arðsemi eigin fjár- festingar. Jón Haiinesson nieiinlaskólakeiinari

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.