Dagblaðið - 13.08.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 13.08.1976, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. ÁGUST 1976. 7 Erlendar fréttir REUTER Miskunnarlaus spákaupmennska ógnar franska frankanum Spákaupmennska á gjald- eyrismörkuðum heimsins hefur nú valdið því, að franski frankinn hefur nú enn fallið gagnvart dollar. Hefur staða hans ekki verið jafnslæm siðastliðin tvö og hálft ár. Frakklandsbanki dældi nálægt 100 milljónum dollara inn á gjaldeyrismarkaðinn í gær til þess að styrkja stöðu frankans. Hefur það haft nokkur áhrif, en frá því að frankinn hætti að lúta fljót- andi gengi gjaldmiðlanna í Evrópu í marz sl., hefur hann fallið um nærri 10% gagnvart dollar Ógnaröld í Ethiópíu — herráðsmenn tekniraflífi Tveir fyrrverandi ráðsmenn í herráði Eþíópíu voru teknir af lífi sl. þriðjudag af hinu nýstofnaða alþýðuherráði landsins. Liðþjálfanna tveggja, Bewookatu Kassa og Seleshi Beyene hefur verið saknað frá því um miðjan júlí í héraðinu Gojjan norð-vestur af höfuð- borginni Addis Abeba. I yfir- lýsingu herráðsins gamla segir, að þessar aftökur séu hefndardráp fyrir aftöku 18 manna, sem tóku þátt í tilraun til að velta stjórn landsins í júlímánuði. Fjórar milljónir heimilislausar Rúmlega fjórar milljónir manna hafa misst heimili sín í monsúnflóðum, sem sópað hafa burtu nærri 55 þúsund heimilum víðsvegar um Pakistan, að sögn talsmanns stjörnarinnar í Lahore. Nokkur hundruð manns hafa týnt lífi síðan flóðin hófust fyrir hálfum mánuði. Talsmaðurinn Sagði frétta- mönnum í Lahore i morgun, að þratt fyrir að ástandið hefði batnað í Punjab-héraði, þá hefði það versnað í Sind héraði, þar sem Indusfljótið hefur valdið miklu tjóni og usla. Zulfikar Ali Bhutto, forseti Pakistan, ferðaðist i gær um þau svæði, sem verst hafa orðið úti, og skýrði frá frekari aðgerðum, sem ætlað er að létta undir með bændum. Afleiðingar eiturskýsins íSeveso segja til sín: Fyrstu fóstureyðingarnar voru gerðar í morgun Þvert ofan í harða andstöðu Vatikansins munu ítalskir læknar í dag gera fyrstu fóstur- eyðingarnar á konum, sem talið er aðhafi orðið fyrir gaseitrun í Seveso og nágrenni í síðasta mánuði. Talið er að gaseitrunin hafi orðið þess valdandi, að fóstur fæðist vansköpuð eða vangefin. Fóstureyðingar eru ólöglegar á Italíu og í gær fordæmdi blað Vatikansins, Osservatore Romano, hugmyndir og áætlan- ir læknanna sem ómannúðlega fórn „þeirra, sem trúa myndu á réttlæti skynsamlegra fóstur- eyðinga". Prófessor Candiani á Mangia- gelli-sjúkrahúsinu í Mílanó sagði í morgun, að tvær-þrjár konur frá Seveso, allar á aldrin- um 20 og 39 ára, myndu fá fóstureyðingar framkvæmdar nú fyrir hádegið. Sálræn viðbrögð þeirra yrðu síðan könnuð áður en frekari fóstureyðingar yrðu gerðar. Rpmlega hundrað konur á svæðinu, þar sem eiturskýið hangir yfir, eru vanfærar og komnar minna en þrjá mánuði áleið. Vanfærar konur frá Seveso faíða eftir lækni, sem úrskurfla á hvort börnin, sem þær bera undir belti, eru vansköpufi efla fæflast vangefin vegna eiturskýsins. Utúr: Millibrúnt leður Nr. 3 Verð kr. 13.920.- Litur: Ljósbrúnt Nr. 2 leður Litur: Dökkbrúnt Verð kr. 10.890.- leður með Ijósum Nr. 4 saumum Litur: Ljóst leður Verð kr. 11.330.- Verð kr. 11.330.- Opið til kl. 7 í kvöld Laugavsgi 09 aimi168bO MiAbaajarmarkaAi — simi 19494 Póstsendum

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.