Dagblaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1976. 6 r 23 ár síðan fríður komst á: \ Bandaríkjamenn senda tvœr fíugherdeildir til S-Kóreu Stjórn Bandaríkjanna hefur tilkynnt að hún muni senda tvær flughereildir til S-Kóreu til að mæta yfirlýsingu N- Kóreustjórnar þess efnis, að allur hernaðarlegur við- búnaður sé hafður í frammi vegna átakanna á landamærun- um í fyrradag, en þá létu tveir bandarískir hermenn lífið. H^fa átökin skvett olíu á þann eld, sem kraumað hefur undir yfirborðinu, síðan friður komst á milli ríkjanna fyrir réttum 23 árum. Stjórn N- Kóreu sakaði Bandarikjamenn um að þverbrjóta allt samkomu- lag milli ríkjanna með yfir- gangi á landamærunum og sagði að allur her landsins yrði hafður í viðbragðsstöðu. Til þess að vega upp á móti því var allur herafli Bandaríkj- anna í S-Kóreu, 41 þúsund Tilboð óskast Tilboö óskast í Opei Caravan árg. ’68, sjálfskiptan, skemmdan eftir árekst- ur. Til sýnis að Vagnhöfða 14. Sími 31464. Húsgagnaverslun Reykjavíkur hf. Brautarholti 2Símar 11940 — 12691 J manns, beðinn að vera við öllu búinn vegna atburðarins, sem ráðamenn í Bandaríkjunum hafa kallað „tilefnislausa og ruddalega árás“. Segir herstjórn Bandaríkj- anna að það að senda flugher- deildina til landsins sé aðeins „öryggisatriði fyrir þá her- menn okkar, sem fyrir eru i Iandinu". „Tilefnis- laus morð" — segirFordum átökin í Panmunjom Tilkynnt var hjá Sameinuðu þjóðunum að tveir bandarískir liðsforingjar hefðu verið felldir í átökum við um 30 norður- kóreanska hermenn, sem réðust að þeim með öxum og járn- stöngum á landamærunum milli Norður- og Suður-Kóreu. Fimm hermenn frá Suður- Kóreu og fjórir frá Bandaríkjun- um slösuðust í átökunum, sem urðu skammt frá landamærabæn- um Panmunjon. Yfirstjórn friðargæzlusveita Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt til þess, að vopnahlésnefnd ríkj- anna verði kölluð saman í Pan- munjom til að ræða atvikið. Ford forseta var tilkynnt um atburðinn í Kansas City, þar sem flokksþing repúblikana fer fram, og fordæmdi hann atburðinn sem hann kallaði blóðug og tilefnis- laus morð. ■ Allur heimurinn er nú uggandi um, að tii átaka kunni að draga í Kóreu eftir um 23 ára frið. Þessi mynd sýnir bandarískan hermannj hvíla sig eftir harða bardaga í Kóreustriðinu, sem háð var á árunum 1951-53. Geðveikur barnamorð- ingi gengur laus, byrlar fjórum stúlkum eitur ENNSKJÁLFA FILIPPSEYJAR Tveir vægir jarðskjáiftar urðu á Filippseyjum í gær, fjórum dögum eftir jarðskjálft- ann mikla og fióðbylgjuna, sem nú er taiin hafa orðið alit að 5000 manns að bana. Fjöidi fólks hefur grafizt undir húsarústum og vegna tíðra jarðskjáifta undanfarna daga hefur allt björgunarstarf reynzt erfitt. Hér sjást menn bera iik eins hinna iátnu úr rústunum. V-Þýzkaland: BÚIÐ AÐ UPPLÝSA BARNAM0RÐIN Fyrir skömmu var greint frá óhugnanlegum eiturmorðum, sem framin höfðu verið í litlum norður-þýzkum bæ, Breklum, skammt sunnan dönsku landa- mæranna, í erlendri grein hér í Dagblaðinu. Svo virðist sem þetta mál sé nú upplýst. Þrjár telpur á aldnnum fjögurra til sex ara leiust eiui de hafa fundið sælgæti "u appelsínusafa, sem í var blandað bráðdrepandi gróðureyði, Idadan Fjörutíu og tveggja ára kona úr þorpinu, sem var meðal hinna grunuðu, framdi sjálfsmorð með bladaneitri eftir að hafa verið í yfirheyrslu hjá lögreglunni. Gild rök- hníga að því að konan hafi verið morðinginn, en rannsóknar- lögreglan í Husurn segir, að enn séu engin sönnunargögn fyrir hendi og auðvitað engin játning. Konan hafði sjálf komið á lögreglustöðina og sagt ntönnum þar að hún teldi sig vita eitthvað um morðin, en er upplýsingar hennar reyndust vera uppspuni einn, beindist athygli lögreglu- mannanna að henni sjálfri, þar eð hún kynni að hafa haft einhvern tilgang með gerðum sínum. Kom í ljós að árió 1975 lézt sex ára gamall sonur hennar, er hann faldi sig í ísskápnum á heimilinu til þess að sleppa við að fara í skóla. Mögulegt er, að konan hafi þurft að „hefna sín“ á börnum annarra foreldra í þorpinu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.