Dagblaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. AGUST 1976. 13 IsgeirEliasson iiggja vid fætur Inga en þeir Símon og Jón Pétursson komu ekki vörnum við. Ingi fagnar á síðari m.vndinni en Arni og Ásgeir að rísa á fætur, Símon, Jón og Æ á mM I Æ M ■" ÉRr L. rinn nú ó þröskuldi Hlíðarendo! legri ákveðni stökk Sigurbergur Sigsteinsson hærra en varnarmaður og skallaði knöttinn glæsilega í markið, 1-1 alls óverjandi fyrir Sigurð Dagsson. Við markið tvíefldust Framarar og pressuðu þungt að marki Vals. Aðeins tveimur mínútum eftir jöfnunarmarkið sendi Símon Kristjánsson mjög góða sendingu fyrir mark Vals, Éggert Steingríms- son var einn á markteig og klippti knöttinn, en yfir. Enn slapp mark Vals naumlega. Þvi var staðan í hálfleik 1-1. Síðari hálfleikur var ekki eins vel leikinn og hinn fvrri. Ef til vill ekki nema von — Valur lék undan vindinum og virtust Valsmenn ánægðir með málin eins og þau stóðu, nefnilega jafnteflið. Hvorugu liðinu tókst að ná frumkvæðinu, leikurinn harður og hvergi gefið eftir. Eftir því sem á leikinn leið náðu leikmenn Fram þó betri tökum á leiknum og sköpuðu sér nokkur tækifæri og á 26. mínútu slapp mark Vals ótrúlega, já ótrúlega er ekki of fast að orði kveðið. Eftir þvögu í vítateig Vals féll knötturinn fyrir fætur Péturs Ormslev, sem skaut föstu skoti. En knötturinn fór í leikmann, já af öllum leikmönnum þá fór hann í læri Ásgeirs Elíassonar, sem „bjarg- aði“ marki fyrir Val. En ekki var þar með allt búið. — Valsmönnum tókst ekki að hreinsa, aftur féll knötturinn fyrir fætur Framara, að þessu sinni Rúnars Gíslasonar og hann skaut góðu skoti. Knötturinn hafnaði neðst í stöng Valsmarksins, rúllaði síðan eftir endilangri línunni, snerti stöngina hinum megin og Valsmenn náðu að hreinsa. „Það var agalegt," sagði Ásgeir Elíasson eftir leikinn. „Fyrst skor- uðu Valsmenn eftir að knötturinn fór af mér fyrir fætur Inga, síðan „bjargaði" ég marki fyrir Val — þegar knötturinn stefndi í markið. Skot Péturs Ormslev hefði áreiðanlega þanið netmöskva Valsmarksins.1' Já, það er oft skammt milli sigurs og ósigurs í knattspyrnu, velgengni og mistaka, meistaratitils og annars sætis. Fram gerði örvæntingarfullar tilraunir til að knýja fram sigurinn, sigur sem liðið varð að ná. Á síðustu mínútunni kom föst sending inn í vítateig Vals. Kristinn Jörundsson var hársbreidd frá að ná til knattar- ins en varnarmenn náðu að hreinsa. Jafntefli Vals var í höfn — ómetanlegt stig, sem felur í sér lykillinn að íslandsmeistaratign eftir níu mögur ár í 1. deild. Þrátt fyrir að Valur hafi sannar- lega sloppið með skrekkinn í gærkvöldi verður ekki annað sagt en liðið sé vel að meistaratillinum komið, auðvitað að því gefnu að liðið sigri Þrótt í síðasta leik sínum. í allt sumar hefur Valur skipað efsta sæti 1. deildar og því hefði verið sárt að missa sætið nú. Því var Valur í þeirri erfiðu stöðu að þurfa að verjast — ekkert mátti út af bregða og þá var afrakstur sumars- ins glataður. En Val tókst að halda út — leikmenn liðsins sýndu mikla baráttu, aldrei var gefið eftir. Liðið barðist sem heild — enginn skar sig úr, það var styrkleiki Vals i gær- kvöldi. Svo nærri en samt svo fjarri, má með sönnu segja um Framara. Annað árið í röð hefur Fram staðið í baráttunni um tslandsmeistara- Ánœgður með jtrfntefið Eg ei mjög ánægður með úr- slitin, sagói Ioury Iljushev þjálfari Vals eftir jafntefli Vals og Fram. „Áhorfendum kann að hafa fnndizt sem Fram hafi verið betra liðið. Jú, vissu- lega sóttu Framarar meira en þeirra var líka að sækja. Fram varð að leggja allt i sölurnar fyrir sigur. Þá skipti ekki máli hvort þeir gerðu jafntefli 1-1 eða töpuðu 0-3. Þetta er mikilvægt atriði því í hugum leikmanna Vals og mínum var vissulega að leggja megináherzlu á vörnina. Hins vegar var aðalhugsun hjá Fram að sækja, því var ekki óeðlilegt þó Fram hafi sótt meira í leikn- um. Við lögðum megináherzlu á vörnina og stíluðum upp á skyndisóknir. Þetta tókst okkur og það er ég mjög ánægður með. Sigur hefði samt verið sætur en í huga mínurn var ég alltaf sáttur við jafnteflið. Við höfum verið í efsta sæti 1. deildar í allt sumar. Valur hefur lagt áherzlu á að leika skemmtilega knattspyrnu, svo- kallaða meginlandsknatt- spyrnu. Mörg lið hérna leika svipað og Englendingar. Þá er leikurinn allur stífari. Við byrjuðum mjög vel í sumar, fengum sannkallaða óskabyrjun. Síðan kom slæmt timabil hjá okkur og hámarki náði það með tapinu í Keflavík. En síðan náðum við okkur aftur á strik með sigrum gegn Skaga- mönnum og FH. Þannig hefur þetta gengið nokkuð rysjótt, eins og auðvitað hjá öllum lióum, þau eiga sína góðu og slæmu daga. 1 kvöld var okkar að verjast, okkur nægði jafnteflið. Eg er ekki í nokkrum vafa að hefði Fram verið með stigi meira en við þá hefði leikurinn alveg snúizt við — við hefðum sótt og sótt. Svona er knattspyrnan." tignina og aftur má Fram lúta lægra haldi. Þar kemur til hin slæma byrjun liðsins í sumar — Fram tapaði 2 af fjórum fyrstu leikjum sínum í vor. Liðið hefur síðan yerið í stöðugri sókn. 1 gærkvöldi sýndu ieikmenn Fram skínandi leik, sem þó nægði ekki til sigurs Gæfan var ekki þeirra. Af öðrum ólöstuðum þá skein Ásgeir Elíasson, hinn skemmtilegi tengiliður og^ „heili" liðsins skærast í gærkvöld. Ásgeir hafði hins vegar ekki gæfuna með sér — varð fyrir óláni, að missa knöttinn fyrir fætur Inga Björns sem skoraði. Hvort sem hægt er að kenna dómara leiksins um eða ekki þá hlýtur Ásgeir að naga sig í handarbökin fyrir að hafa ekki sent knöttinn útfyrir. Vörn Fram var sterk í leiknum, Sigurbergur Sigsteinsson traustur og hættulegur við mark and- stæðingan'na. Leikinn dæmdi Þorvarður Björnsson og voru margir dómar hans umdeilanlegir en þess ber þó að geta að leikurinn var ákaflega tordæmdur. Hitt er svo að yfirferð Þorvarðar er allt of lítil — einkenni því miður meðal flestra dómara okkar. Línuverðir voru Óli Ölsen og Ragnar Magnússon. Áhorfendur voru á fjórða þúsund á Laugardals- leikvanginum. h. halls. Landsleikur í knattspyrnu ísland - Luxemborq á Laugardalsleikvanginum á morgun, laugardag 21. ágúst kl. 15(kl. 3) Sala aðgöngumiða verður við Útvegs- bankann Austurstrœti ídag og við Laugardalsvöll á morgun frá kl. 10 f.h. KOMIÐ OG HVETJIÐ ÍSLENZKA LANDSLIÐIÐ Knattspyrnusamband Islands

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.