Dagblaðið - 30.08.1976, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 30.08.1976, Blaðsíða 4
ÚRVRL/ KJÖTVÖRUR OG ÞJÓflU/Tfl /i/allteitthvaö gott í matinn Umboðsmann vantar ó ÞÓRSHÖFN, Uppl. hjá Guðmundi Víglundssyni, sími 81155. Uppl. sömuleiðis á afgreiðslunni í síma 22078. Dagbfaðið Bókin íslensk fyrirtæki veitir aðgengilegustu og viðtækustu upplýsingar um íslensk fyrirtæki, félög og stofnanir, sero eru fáanlegar í einni og sömu bókinni. fslensk fyrirtækl skiptist niður í: Fyrirtækjaskrá, Viðskipta- og þjónustuskrá, Umboðaskrá og lceland today. Viðskiptalegar upplýsingar á ensku um Island (dag. fslensk fyrirtæki kostar kr. 4.500.—. Sláið upp í ÍSLENSK FYRIRTÆKI” og finnið svarið. FÆST HJÁ ÚTGEFANDA. Útgefandi: FRJÁLST FRAMTAK hf. Laugavegi 178-Símar: 82300 82302 DAGBLAÐIÐ. — MANUDAGUR 30. ÁGUST 1970. Tjaldur EA sökk út af Krýsuvíkurbergi: „Vorum orðnir gegnblautir og kaldir þegar þyrlan dró okkur upp „Við vorum á handfæra- veiðum suður af Krýsuvíkur- bergi þegar við urðum varir við að mikill sjór var kominn í bátinn. Það var því ekki um annað að ræða en að senda út neyðarkall og fara síðan í gúmmibjörgunarbátinn,“ sagði Valgeir Sveinsson skipstjóri við komuna til Reykjavíkur í gær- dag. Bátur hans, Tjaldur EA 175, sökk um klukkan eitt í gærdag. Skipverjarnir þrír, — Valgeir, Gísli Guðjónsson og Gísli Valgeirsson, sonur skipstjórans, björguðust allir en máttu vart mæla sakir kuldaskjálfta við komuna til Reykjavíkur. Eftir að haft hafði verið samband við Slysavarnafélag íslands var þyrla frá varnarlið- I húsi viðtökur son, Gísli — sagði skipstjórinn við komuna til Reykjavíkur Skipbrotsmennirnir þrír, Gísii Guojónsson, Valgeir Sveinsson og Gísii Valgeirsson við komuna til Reykjavíkur. Með þeim á myndinni er Öskar Þór Karlsson erindreki hjá Slysavarnafélaginu. DB-myndir Arni Páll. Slysavarnafélagsins fengu skipbrotsmennirnir hlýjar í orðsins fyllstu merkingu. Frá vinstri eru Gísli Valgeirs- Guðjónsson og Valgeir Sveinsson. DB-mynd Bjarnleifur. inu send á vettvang. Mennirnir þrír fóru þá úr gúmbjörgunar- bátnum yfir í Tjald til að auðveldara yrði að draga þá upp í þyrluna. Síðan var flogið með þá til Reykjavíkur. Á flug- vellinum beið þeirra sjúkrabíll sem flutti þá að Slysavarna- félagshúsinu. Þar fengu þeir þurr föt og hressingu. Það var um tíuleytið í gær- morgun sem skipverjarnir á Tjaldi urðu varir við að leki var kominn að bátnum. Það tók bátinn um fjóra klukkutíma að sökkva. „Við vorum orðnir gegnblautir og kaldir þegar þyrlan kom loksins og dró okkur upp,“ sagði Valgeir. „Það fór vel um.okkur þar svo að við erum heldur að hressast, þó að enn glamri í okkur tennurnar," sagði hann að lokum. Tjaldur EA er frá Dalvík. Valgeir hafði nýlega keypt hann og hugðist gera hann út frá Vestmannaeyjum. Báturinn er 53 lestir að stærð, smíðaður úr eik árið 1955. -emm/ÁT- VANDRÆÐIHJÁ BÆNDUM SUNNAN- OGVESTANLANDS — eitt aðalmál þings Stéttarsambands bœnda „Eg tel það alveg víst að ástandið hjá bændum sunnan- og vestanlands verði éitt aðal- málið á þingi Stéttarsambands bænda sem haldið er nú að Bif- röst í Borgarfirði," sagði Ágúst Þorvaldsson, bóndi og fv. al- þingismaður að Brúnastöðum. „Eftir þetta óþurrkasumar er ástandið ákaflega slæmt þótt alarei sé það svo að allir séu jafnaumir," sagði Ágúst. „Ef það gerði góðan þerri upp úr höfuðdeginum og hann héldist í hálfan mánuð til þrjár vikur mætti ná inn miklu en hey, sem liggja svona, bæði slegin og óslegin, eru tekin að rýrna og hafa orðið fyrir ákaflega miklu efnatjóni. Það kostar það að kaupa þarf mikinn fóðurbæti til að búfénaður þrífist sem skyldi. Og ef ekki styttir upp með höfuðdeginum, þurfa eflaust margir að kaupa hey'. Aðstoð frá Bjargráðasjóði myndi gera mikið gagn en sjóðurinn var m.a. stofnaður í þeim tilgangi að hjálpa bændum i tilfellum sem þessum. En tekjur sjóðsins eru ekki nærri nógar til aö standa straum af svona miklum vand- ræðum. Dæmi eru um það að ríkissjóður hafi útvegað Bjarg- ráðasjóði peninga, sem sjóð urinn hafi síðan úthlutað til bænda, og ég vona að eitthvað svipað verði aðhafzt nú,“ sagði Ágúst. -KL V „VILTU FARA Á MORGUN?" Freistandi tilboð: í SÓLINA Ætla má að hjörtu margra hafi tekið kipp og fólk horft löngunarfullu- augnaráöi hvert á annaó þegar það beið eftir að sunnudagsmaturinn yrði til i gær. í hádegisútvarpinu á sunnudag auglýsti Ferðamiðstööin eitthvaö á þessa leið: — Vegna einstaklega leiðinlegs veðurfars sunnanlands aö undanförnu höfum við ákyeðið að hafa opið í dag. Bjöðum upp á ferð til Costa Blanca farið verður annað kvöld.— Ekki er að efast aö marga hafi langað til að láta allar skyldur- lönd og leið og í stað þess að mæta til vinnu á leiðinlegum mánudags- morgni að vinda sér heldur i að pakka niður sðlarklæðnaði og drífa sig suður á hðginn. DB hringdi í Ferðamiðstöðina og grennslaðist fyrir um viðbrögð manna við þessar auglýsingu. „9 manns hafa bókað sig í dag óg margir eru heitir,“ sagði Gísli Maack, starfsmaður hjá Ferða- miðstöðinni. Það eru þvi að öllum líkindum alla vega 9 manns sem þarna eiga von á gððri ferð. Beztu ferðirnar eru nefnilega alltaf farnar með skömmum fyrirvara. -KI, Teiknisamkeppm Svölurnar, féiag nuverana og fyrrverandi flufreyja, hafa undanfarin ár gefið út jólakort og hefur ágóðinn jafnan runnið til þroska- heftra barna. Að þessu sinni efna Svöl- urnar til teiknisamkeppni um jólakortin meðal barna á aldrinum átta til fimmtán ára. Þær teikningar, sem verða fyrir valinu, verða birtar í dagblöðunum, ásamt nöfnum viðkomandi lista- manna. Teikningunum á að skila í síðasta lagi fyrir 10. septem- ber annaðhvort til Dag- blaðsins eða til söluskrif- stofa Flugleiða Lækjargötu 2.___________— A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.