Dagblaðið - 30.08.1976, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 30.08.1976, Blaðsíða 17
17 DAGBLAÐIÐ. — MÁNUDAGUR 30. ÁGÚST 1976. íþróttir íigsteinsson og Jón Pétursson, gnæfa yfir Einar Þórhallsson. Simon nnig Jón Orri úr Brciðabliki. DB-mynd Bjarnleifur. í öðru sœti j árið í röð gn Breiðabliki 3-0. Síðastliðið sumar nur stigum — nú aðeins einu stigi lega í ljós í síöari hálfleik. Fram tók þá öll völd á miðjunni með Ásgeir Elíasson í fararbroddi. Þegar á 2. mínútu skoraði Fram sitt annað mark. Eggert Steingrímsson tók hornspyrnu frá vinstri. Sendi knöttinn vel fyrir mark Blikanna. Þar stökk Sigur- bergur hærra en varnarmenn Breiðabliks og skallaði að marki. Knötturinn fór beint í hendurnar á Ólafi Hákonarsyni, er missti knöttinn klaufalega.Þeir Jón Pét- ursson og Kristinn Jörundsson þustu þegar að og Kristinn náði að skora af stuttu færi, 2-0. Eftir markið var alls ekki spurt um sigurvegara heldur hve mörg mörk Fram skoraði. Annað mark Fram kom síðan á 13. mínútu — Rúnar Gíslason vann knöttinn vei við miðju vallarins út við hliðar- línu. Hann brunaði upp vinstri kantinn og gaf síðan mjög góða sendingu á Gunnar Guðmundsson þar sem hann stóð við vítateig Blikanna. Gunnar lék inn í teiginn og skaut síðan þrumuskoti í hornið fjær — sannkaliað glæsi- mark og staðan orðin 3-0. Eftir það sóttu leikmenn Fram látlaust en fóru illa með marktækifæri sín. Þannig brást Ásgeiri Elíassyni bogalistin iila tvívegis þegar hann stóð fyrir opnu marki. Kristinn Jörundsson fékk góða sendingu þar sem hann stóð einn á markteig og skaut föstu skoti. Ölafur slæmdi hendinni svona rétt upp á von og óvon og í hana fór knötturinn og þaðan ynr — heppinn þar. Mörkin urðu því ekki fleiri en þrjú — Fram má e.t.v. vel við una, liðið hafði að engu að stefna. íslandsbikarinn farinn í Hliðarenda og Skagamenn áttu ekki möguleika á að ná Fram. Beztu leikmenn Fram voru Ásgeir Elíasson á miðjunni, þeir Sigurbergur Sigsteinsson og Jón Pétursson voru klettar í vörninni. Kristinn Jörundsson var drjúgur í sókninni og þó ef til vill fari ekki mikið fyrir þessum leikmanni, þá er ávallt hugsun á bak við það sem hann gerir. Því hefur hann skorað jafn mörg mörk og raun ber vitni — þetta mættu margir leikmenn 1. deildar hafa í huga. Leikurinn í gærkvöld skipti Blikana ekki máli, nema ef til vill með ósigrinum lentu þeir í 5. sæti. Breiðablik stefnir hins vegar á undanúrslitin í Bikar- keppni KSÍ á þriðjudag. Þar geta Blikarnir komið á óvart þó auðvitað flestir hallist að sigri Íslandsmeisíaranna. Biarni Pálmason dæmdi leikinn og- ekkr er hægt að hrósa frammistöðu hans. Margir íslenzkir dómarar hafa litla yfir- ferð en Bjarni er áreiðanlega þeirra verstur. h. halls. Tap Ajax i Hollandi Feyenoord hefur nú tekið forystu í Hollandi eftir óvænt tap Ajax gegn Haarlem. Loks tókst meisturunum PSV Eind- hoven að sigra en lítum á úrslitin: FC Haag — Eindhoven 1-1 PSV Eindhoven — Sparta 2-0 Haarlem — Ajax 2-0 AZ ’67 — NAC 4-1 Graafsehaap — VVV 0-1 NEC — Twente 4-0 Roda — Utrecht 1-1 FC Amsterdam — Telstar 1-1 Feyenoord — Go Ahead 3-1 Iþróttir Iþróttir Jock Stein má mikið laga — sagði BBC eftir litt sannfœrandi sigur Celtic gegn Arbroath — Celtic var alls ekki sannfær- andi í leik sínum gegn Arbroath og greinilegt að liðið á við vanda- mál að stríða, sagði fréttamaður BBC eftir leik Celtic og Arbroath í deildabikarnum á iaugardag. — Jock Stein hefur því nóg að gera næstu viku, hélt frétta- maðurinn áfram. — Á laugardag leikur Celtic við Rangers í „Premier" deildinni og ef liðið leikur eins og gegn Arbroath þá er sigur Rangers vís.“ Já, Celtic átti í vandræðum með 1. deildarlið Arbroath þó 2-1 sigur liðsins hafi ekki verið í hættu. Tvö mörk í fyrri hálfleik hjá þeim Kenny Dalglish og Paul Wilson sáu um sigur liðs Jóhannesar Eðvaldssonar. Arbroath skoraði mark sitt rétt í lok leiksins. Þrátt fyrir misjafna leiki í deildabikarnum hefur Celtic þegar sigrað í sínum riðli og er þó einn leikur eftir hjá liðinu. Helzti keppinautur Celtic, Dundee United, sem á síðastliðnu keppnistímibili féll í 1. deild, náði aðeins jafntefli við Dumbarton á heimaveili. En lítum á helztu úrslitin á Skotlandi um helgina: Ayr — Aberdeen 1-1 Celtic — Arbroath 2-1 Dundee United — Dumbarton 1-1 Hibernian — St. Johnstone 9-2 Montrose — Rangers 0-3 Motherwell — Hearts 1-4 Partick — Dundee 0-1 Athygli vekur stórsigur Hibs gegn St. Johnstone en það lið féli einmitt í 1. deild siðastliðið vor. Staðan í hálfleik var 2-0 en í síðari hálfleik opnuðust allar flóðgáttir hjá Perth-liðinu. íþrótlir Þrátt fyrir stórsigur sinn kemst Hibernian ekki áfram í keppninni — Rangers var ofjarl þess og vann á laugardag sannfærandi sigur gegn Montrose. Þau lið er þegar hafa tryggt sér rétt til áframhalds eru: Celtic, Rangers, Hearts og Aberdeen. Selfoss siglir nú lygnan sjó Leikur Selfoss og Hauka fór fram í hávaðaroki á laugardag og settu aðstæður sín mörk á leikinn. Haukar Iéku undan vindi í fyrri hálfleik en tókst iila að ráða við aðstæður. Erfiðlega gekk að skapa tækifæri. Hitt er svo að Haukar skoruðu fljótlega eða á 12. mínútu þegar Sigurður Aðal- steinsson skaut góðu skoti af um. 30 metra færi, sem markvörður Selfoss réð ekki við. Staðan I leik- hléi var því 1-0 gestunum í vil. Selfyssingar kvittuðu það þegar á 2. mínútu þegar Sumar- liði Guðbjartsson skoraði með góðu skoti úr þröngu færi. Við markið tóku Haukar við sér og náðu að skapa sér marktækifæri. Til að mynda björguðu heimamenn á línu en á 10. mínútu réðu þeir ekki við Sigurð Aðal- steinsson þegar hann skoraði af stuttu færi. Aðeins 6 mínútum síðar var enn jafnt — Halldór Sigurðsson skoraði skemmtilega beint úr hornspyrnu þegar hann nýtti sér vindinn vel. Skömmu síðar átti Halldór gott skot I slá en á 24. mínútu náði Halldór forystu fyrir Selfyssinga þegar hann Iék skemmtilega á varnarmenn og skoraði með góðu skoti út við stöng. Þó Haukar hefðu á móti vindi að sækja tókst þeim þó að jafna — þar var að verki Ólafur Torfason á 35. mínútu. Þvi virtiststefna í jafntefli en á 43. mínútu urðu vörn Hauka á slæm mistök og Guðjón Arngríms- son komst í sendingu til mark- varðar og skoraði sigurmark Selfoss, 4-3. -BG. uuoni Kjartansson er óðum að komast í sitt gamla form. Hér gnæfir Guðni yfir Einar Guðleifsson markvörð ÍA. Einar Gunnarsson og Jóhannes Guðjónsson fylgjast með á marklínunni sem og hinn ágæti dómari leiksins, Magnús Pétursson. DB-mynd emm. óttir Sigur Hunt í Hollandi James Hunt frá Englandi sigraði í hollenzka Grand Prix kappakstrinum, sem fram fór nú um helgina. Bretinn Hunt hélt því upp á afmæli sitt á verðugan hátt — sigraði á sömu brautínni og sigurganga hans hófst fyrir 13 mánuðum. Hunt sigraði þrátt fyrir mikla erfiðleika en bilun varð í stýri á McLaren bíl hans. Clay Regga- zoni varð annar og síðustu 10 hringina var mikil spenna því hann dró sifellt á Hunt vegna erfiðleika Bretans. En forskot Hunt var nóg — hann sigraði og hefur nú hlotið 56 stig i keppn- inni um heimsbikarinn aðeins tveimur stigum minna en Nicki Lauda, sem nú iiggur í sjúkrahúsi og er að jafna sig eftir meiðsiin sem hann hlaut í Þýzkalandi. „Eg hélt ég myndi ekki hafa það af vegna erfiðleikanna með stýrið,“ sagði Hunt eftir keppn- ina. „En ég var heppinn, John Watson datt úr og Reggazoni hafði ekki nógan tíma til að ná mér.“ Aðeins sjö ökumenn iuku hinum 75 hringjum. Borg i úrslitum Björn Borg frá Svíþjóð og Haroid Solomon frá Banda- ríkjunum leika til úrsiita í bandaríska meistaramótinu fyrir atvinnumenn. Björn Borg sigraði í þessu móti í fyrra og er iíkiegur til að verja titil sinn. Björn Borg sigraði Eddie Dibbs frá Bandaríkjunum 7-6, 6-2, 6-1, og Solomon sigraði Paul Ramirez frá Mexikó 4-6, 6-2, 6-2 7-5. t New-Jersey vann Iiie Nastase frá Rúmenfu á miklu tennismóti þegar hann sigraði Roscoe Tanner 6-4, 6-2. Nastase var í mikiu stuði — beinlinis tætti Bandarikjamanninn í sig. Ekld tókst Bayern að sigra Evrópumeistararnir i knatt- spyrnu — Bayern Munchen eiga nú í erfiðleikum í heimaiandi sínu. Um síðustu heigi fengu meistararnir skeli þegar Duis- burg sigraði þá 5-2. Á föstudag náði Bayern aðeins jafntefii á heimavelli gegn Eintracht Bruns- wick 2-2. En lítum á úrsiitin i Þýzka- Iandi. Borussia Mönchengladbach — Bochum 4-2 Karlsruher — Borussia Dortmund 2-1 Saarbrucken — Werder Bremen 2-0 Duisburg — Hertha Berlín 1-1 Tennis Borussia — Dusseldorf 4-2 FC Köln — Eintracht Frankfurt 2-0 ’ Schaike 04 — Rot-Weiss Essen 3-0 Hamborg — Kaiserslautern 1-0 Bayern Munchen — Brunswick 2-2 „Allt um getraunir" Gefinn hefur veirð út bækiing- ur sem nefnist „Aiit um get- raunakerfi”. Utgefandi er Helgi Rasmussen og eru þar gefin upp ýmis getraunakerfi. Þar kemur fram að möguleikarnir til að fá 12 rétta eru 531.441 — svo iukkan þarf sannarlega að vera með í spilinu þá. Helgi nefnir kerfi sín M=- margföldunarkerfið, S=Sparikerf- ið U=tgöngulínukerfíð ' U4-6-34. U-kerfið byggir á að heii- tryggja 4, hálftryggja 6. Bækling- urinn er vandaður og 24 síður að stærð.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.